Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996
15
Fréttir
Stjórnskipuð nefnd um bætta samkeppnisstöðu Islands:
Samkeppni er
lausnarorðið
- þriðjungur atvinnustarfsemi samkeppnislaus
Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur í son, aðstoðarmaður fjármálaráð-
íjármálaráðuneyti, og Þór Sigfús- herra. -SÁ
Stjórnskipuð framkvæmdanefnd
um bætta samkeppnisstöðu íslands
gagnvart öðrum löndum hefur skil-
að niðurstöðum og tillögum sínum.
Nefndin telur að efla þurfi verulega
samkeppni og frelsi í viðskiptum og
á vinnumarkaði til þess að íslend-
ingar dragist ekki fremur aftur úr
öðrum þjóðum á þeim sviðum en
orðið er. Gerð hefur verið fram-
kvæmdaáætlun þar sem tilgreint er
á hvaða sviðum og hvernig þurfi að
gera breytingar í þjóðlífmu til að
markmiðin náist.
Nefndin telur að um þriðjungur
atvinnustarfseminnar í landinu sé
rekinn án þess að um nokkra sam-
keppni sé að ræða. Það sé því höfuð-
nauðsyn aö xoma henni á og efla í
hvívetna og á öllum sviðum, ekki
síst á fjármálamarkaði, í samgöng-
um og fjarskiptum og í heilbrigðis-
kerfinu. Auka verði einnig við-
skiptafrelsi og markaðssókn á sem
flestum sviðum.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði í gær að nauðsynlegt
væri að styrkja samkeppnisstöðu ís-
lands í alþjóðaviðskiptum og fleiri
og fleiri væru að vakna til vitundar
um það. Landamæri okkar væru nú
opin og ekki gengi að íslendingar
sætu eftir þegar lífskjör þjóðanna 1
kring færu batnandi. Nauðsynlegt
væri að horfa tO framtíðar í þessum
efnum og móta stefnu til næstu
tveggja áratuga og hefði tilgangur-
inn með starfi nefndarinnar einmitt
verið að hjálpa til við að móta fram-
tíðarsýn og nýja stefnu. Þá væri nú
f fjármálaráðuneytinu unnið að
gerð fjárlaga til lengri tfma en eins
árs sem væri bæði nauðsynlegt og
sjálfsagt þegar verðlag er orðið
stöðugt.
Framkvæmdanefnd um bætta
samkeppnisstöðu íslands skipa Sig-
urður Helgason, forstjóri Flugleiða,
tilnefndur af fjármálaráðherra, Geir
Magnússon, forstjóri Olíufélagsins
hf., tilnefndur af iðnaðarráðherra,
Guðmundur Magnússon, tilnefndur
af menntamálaráðherra, og Þórólfur
Gíslason, kaupfélagsstjóri KS á
Sauðárkróki, tilnefndur af utanrík-
isráðherra. Með nefndinni störfuðu
Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri,
Framkvæmdanefnd um bætta samkeppnisstöðu íslands og aðstoðarfólk
ásamt fjármálaráðherra á Kaffivagninum í gær. Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra, Sigurður Helgason kynna niðurstöður nefndarinnar.DV-mynd ÞÖK
Allir
Æskulínufélagar fá
bol og veggspjald
eftir páska!
Það er skemmtilegt að spara í Æskulínu Búnaðarbankans.
Þar fá allir félagar bæði vexti og verðlaun.
Strax eftir páska fá allir Æskulínufélagar
bol og veggspjald með myndum af
„leikurum" úr Leikfangasögu
(Toy Story) í sínu útibúi.
NÝIR FÉLAGAR ERU
VELKOMNIR
Þeir sem vilja gerast félagar geta komið í næsta Búnaðar-
banka og gengið í Æskulínuna með 1000 króna innleggi.
Þá fá þeir afhentan bol og veggspjald - og að auki spari-
bauk með Snæfinni eða Snædísi.
SPARAÐU FYRIR VIÐBÓTARVERÐLAUNUM
Þeir sem eru duglegir að spara í Æskulínunni eiga líka
möguleika á ennþá fleiri glæsilegum
verðlaunum.
í hvert sinn sem spari-
baukurinn er tæmdur
BUNAÐARBANKINN
Traustur banki
og lagt er inn á Stjörnu-
bók Æskulínu (lágmark
300 krónur í hvert
skipti) fá krakkar
flottan límmiða sem
þeir safna.
Þeir sem hafa lagt inn fimm sinnum
hljóta óvænt og glæsileg verðlaun.
Svo þú sérð að það er
leikur að spara í
Æskulínu Búnaðarbankans
Foreldrafélög leikskóla:
Börnum
sé ekki
misboðið
Landssamtök foreldrafélaga
leikskóla hafa sent fjölmiðlum
bréf þar sem stjórnendur mynd-
miðla eru hvattir til að misbjóða
ekki börnum með því að birta
ofbeldismengað myndefni.
Samökin telja að foreldrar
beri fyrst og síðast ábyrgð á upp-
eldi barna sinna og beri að verja
börn sín fyrir ofbeldi, þar með
talið er ofbeldi sem myndmiðlar
bera á borð. Þótt ógerlegt sé að
sanna eöa afsanna skaðleg áhrif
ofheldisefnis, þá sé víst að það sé
óheillavænlegur uppeldisþáttur
og eigendum og stjórnendum
myndmiðla beri að láta börnin
njóta vafans. Gera verði þá
kröfu á hendur stjómendanna
að þeir hafi skilning á misgóð-
um aðstæðum foreldra til að
vemda börn sín fyrir ofbeldis-
efni og taki tíllit til þess og þar
með til barna almennt þegar
þeir raða niður efni á dagskrá
miðlanna. -SÁ