Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Page 18
18
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 JLlV
Það var gott að vakna mánu-
dagsmorguninn 1. apríl, fallegt
veður og vorlykt í lofti. Við sem
búum efst í Breiðholtinu fáum oft
að sjá fallega morgna, með borgina
alla að fótum og frjálsa náttúruna
og fjallasýn í kringum okkur.
Ég vaknaði því vel, átti góðan
sunnudag að baki með tveimur
íjölmennum fermingum og góðum
stundum með skemmtilegu fólki
og hafði því lagst þreyttur og sæll
til svefns. Reyndar ætti mánudag-
urinn að vera skilgreindur sem frí-
dagur hjá presti en dymbilvikan
fram undan með öllu sem þar fylg-
ir. Það þýðir ekkert að tala um fri
þá.
Það var því ekki um annað að
ræða en hafa sig snemma á vinnu-
stað og á skrifstofuna í kirkjunni
var ég kominn um kl. 8. Það er gott
að koma snemma til þess að raða
niður verkefnum dagsins, eins gott
að hafa þar allt á sínum stað því
stundum er kapphlaup við tímann.
Við prestarnir komum líka að svo
ólíkum hlutum. Kannski er ekkert
starf jafn fjölbreytilegt og það sem
við fáum að sinna, stundum það
skemmtilegasta og yndislegasta,
stundum það sem erfiðast er alls.
Valgeir Ástráðsson, sóknarprestur í Seljasókn. DV-mynd BG
Dagur í lífi Valgeirs Ástráðssonar, sóknarprests í Seljasókn:
líka að undirbúa guðsþjónusturn-
ar mörgu sem fram undan eru. Að-
eins komst ég til að lesa. Það verða
allir þeir að gera sem margar ræð-
ur þurfa að semja. Það er oft mjög
flókin vinna að semja einfalda
ræðu.
En þá var líka liðið á daginn. Á
Rótarýfund fór ég. Venjulega borða
ég þar en ekki þetta kvöld því
meira stóð til. Það var von á góð-
um gestum heima.
En áður en þeir komu skrapp ég
upp í hesthús. Við Heiða, konan
mín, höfum alltaf átt hross og njót-
um þess ómælt að ríða út bæði
sumar og vetur. Landsvæðið fyrir
ofan Reykjavík er líka þvílík úti-
vistarparadís að þar er fátt líkt.
Þetta kvöld hafði ég ekki ætlað
mér að fara á bak. En þegar ég var
kominn upp eftir stóðst ég það
ekki.
Er heim kom voru þar góðar
vinkonur okkar hjónanna þær
Margrét í Geldingaholti og Sigrún
á Syðri- Grund. Þær áttu með okk-
ur góða kvöldstund. Góða vini er
gott að eiga. Rólegt kvöld og lang-
ur dagur að baki.
Reyndar hringdi góður vinur
minn, enskur prestur, og þurfti
Annir í starfi vegna paska
Það beið mín líka þennan dag eins
og flesta aðra, byrjaði á því að taka
á móti manni sem ég hafði gefið
tíma snemma dags. Viðtölum þarf
oft að sinna á ótrúlegustu tímum.
Stórt verkefni morgunsins var
að leggja síðustu hönd á handrit
safnaðarblaðs Seljakirkju þar sem
finna má fréttir af safnaðarstarf-
inu og guðsþjónustuhaldi og er það
borið í hvert hús í sókninni fyrir
hátíðina. Þar varð að hafa hraðan
á. Prentsmiðjan beið en mín beið
lika allt annað verk - verulegt til-
hlökkunarefni.
Klukkan 10 voru börnin úr leik-
skólum hverfisins komin til kirkj-
unnar, með fóstrunum öllum. Hjá
okkur er mjög gott samstarf leik-
skólanna og kirkjunnar. Og oft dá-
ist ég að því þegar litlu angarnir
koma, fóstrurnar klæða úr og í,
eins og ekkert sé, oft á annað
hundrað börn í einu. Þegar þau
svo koma inn í kirkjuna þá er það
frábært. Kjartan organisti var
mættur. Ég talaði um skírdag,
fóstudaginn langa og páskana og
við sungum öll af hjartans ein-
lægni þannig að kirkjan okkar
dunaði af söng.
Stundum spyrja krakkarnir: „Er
gaman að vera prestur?" Eftir
stundir eins og þessa er ékki erfitt
að svara. Það er nefnilega oft
óhemjugaman að vera prestur. En
áfram hélt.
Ég var ekki fyrr kominn fram á
skrifstofu aftur en síminn tók við
og fólk kom ýmissa erinda. Við
störfum þrír prestar við kirkjuna
og reynum að sinna þörfum allra.
Rétt fyrir hádegið varð örlítið
hlé. Ég minntist þess þá að það var
1. apríl og mundi líka eftir þvf að
tvö krakkanna minna: Jóhanna og
Hjörtur, voru heima, komin í
páskafrí. Ég gat ekki stillt mig um
að láta þau hlaupa svolítið í tilefni
dagsins og náði því ágætlega í
gegnum símann, en sem betur fer
þannig að við gátum öll hlegið að
því.
Fyrsta mánudag mánaðarins
hittast prestar Reykjavíkurpró-
fastsdæma á óformlegum hádegis-
fundi. Nokkrir fundir höfðu fallið
úr hjá mér svo þar varð ekki und-
an vikist. En mikið er gott að hitta
góða starfsfélaga og vini, þótt
stundin sé stutt. Enda mátti ég
ekki stansa lengi. Andstæðurnar í
starfinu kölluðu á. Næst beið að
standa við hlið syrgjenda á ákaf-
lega erfiðri stund þar sem látinn
ættingi kom utan af landi. Það er
sumt sem er erfiðara en annað.
Þannig er lífið. Starf prestsins er
að minna á hjálp Guðs og það er
oft það eina sem dugir.
Og aftur á skrifstofuna þar sem
biðu mörg skilaboð. Við vorum
mikið að spjalla og segja mér
margt. Mikil blessun er síminn
þótt hann sé oft þreytandi.
Langur dagur var að kvöldi
kominn og margt um að vera. Þó
var líklega hápunkturinn eftir.
Dóttursonur minn og nafni, sex
ára, kom með pabba sínum og
mömmu. Sá stutti kom afa sínum
heldur á óvart. Gat bara lesið svo-
lítið. Það mátti ekki á milli sjá
hvor Valgeirinn var ánægðari. Ég
var því sæll og glaður þegar ég
lagðist til svefns seint, vitandi það
líka að ég er alltaf hressari á
morgnanna en kvöldin.
Finnur þú fimm breytingar? 353
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fimmtugustu og
fyrstu getraun reyndust vera:
1. Kristján Þórarinsson
Grettisgötu 20 b
101 Reykjavík
2. Soffía Guðmundsdóttir
Eyrarvegi 27
600 Akureyri
Myndirnar tvær virðast
við fyrstu sýn eins en þeg-
ar betur er að gáð kemur í
ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum
verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu
merkja við þau með krossi
á myndinni til hægri og
senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilis-
fangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn
sigurvegaranna.
1. verðlaun:
ELTA útvarpsvekjari að verðmæti kr.
4.275, frá Bræðrunum Ormsson, Lág-
múla 8, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1.790. Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú flmm breytingar? 353
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík