Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Síða 23
Ö"V MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 23 hgjenning Páskahret í Hrafntinnuskeri kraftur, gceði, ending Eg get alveg tekið undir það, sem ég heyrði einhvers staðar, að það flokkist einna helst undir lífsstíl að sækja sýningar Hugleiks og vera áhangandi þessa sérstæða fyrirbær- is í höfuðborgarmenningunni En ef svo er, hvað þarf þá til að taka þátt í sjálfri starfseminni? Jú, það er náttúrlega best að vera úr Svarfaðardalnum, en annars skiptir hugarfarið mestu máli, alveg eins og hjá áhorf- endum. Og Hugleikarar bregðast ekki fremur en fyrri daginn, því að nú er skollið á Páska- hret í Tjamarbíói. Verkið mundi einna helst flokkast undir spennu- leikrit, en svo má líka tala um sér- staka grein leikbókmenntanna þar sem Hugleiksverk eru. Hópurinn hefur frá upphafi til- veru sinnar aðeins flutt frumsamin verk, „sprottin beint úr íslenskum veruleika", og það er óhætt að segja að skríbentum hópsins og hirð- skáldum er fátt heilagt. Þau hafa skeiðað út um víðan völl bókmennta og sögu, tekið fyrir forn- ar hetjur og nútímafólk, en alltaf þó með þessum galsafengna fjallakofa- húmor, sem passar einkar vel við umfjöllunarefni Páskahrets. Nú var sumsé komið að því að setja upp almennilegan rammís- lenskan krimma og hvað er þá nær- tækara en sviðsetja hann uppi á reg- inöræfum á meðan stórviðri geisar? Hópur ferðalanga kemst i skálann í Hraftinnuskeri við illan leik og ekki líður á löngu áður en vofveif- legir atburðir gerast. Þarna er i fararbroddi fararstjóri (eða harðstjóri) sem allir hata og með honum samansafn þeirra furðufugla sem nenna að leggja það á sig að þramma um fjöll og fimindi þegar allra veðra er von. Árni Hjartarson setur saman skemmtilega persónuflóru og í út- færslunni er óspart skopast að kyrr- setuliðinu sem dröslar fullum bak- pokum af ólíklegasta dóti með sér um öræfin. Hópnum tekst að koma út neyðar- kalli og þá hefst mikið kapphlaup hjálparsveita, björgunasveita og víkingasveita um hver verður fyrst á staðinn. En ekki vill betur til en svo að sveitirnar týnast sitt á hvað á leiðinni og þetta endar með því að allir leita að öll- um. Sá hjálpar- sveitahúmor sem þarna birtist er á köflum alveg óborganlegur, ekki hvað sist framganga þeirra Her- manns víkingasveitarformanns og Þuríðar, formanns hjálparsveitar- innar. Að venju er ómögulegt að hafa orð um frammistöðu leikaranna, sem enn þá halda að nokkru leyti í þennan sérkennilega Hugleiksstíl. Honum má einna helst líkja við það að áhugaleikarar séu að skop- stæla leiksýningu áhugaleikara. En eins og sagði hér í upphafi er það hugarfarið sem gildir, ásamt ríku- legum húmor og þó undarlegt megi virðast - rótgróinni þekkingu á við- fangsefninu. Nokkrir í hópnum mega fara að vara sig því að þeir eru orðnir svo „prófessíónaT eftir að hafa tekið þátt í fjölda sýninga. En eigum við ekki samt að segja að þetta sleppi allt saman fyrir hom undir góðri handleiðslu leikstjórans, Hávars Sigurjónssonar, sem gefur liðinu hæfilega frítt spil. Leikmyndin er skemmtilega út- færð og veðragnýrinn sannfærandi. Skopskyn þátttakenda birtist með ýmsu móti í ótal smáatriðum og senuskipti em útfærð af töluverðu hugmyndaflugi. Sem sagt: Alíslenskur fjalla- Leiklist Auður Eydal Úr sakamálaleikritinu Páskahreti sem Hugleikur sýnir í Tjarnarbíói. DV-mynd GS krimmi sem engan svíkur. Hugleikur sýnir í Tjarnarbíói: Páskahret eftir Árna Hjartarson, sem einnig samdi lög og söngtexta Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir Tónlistarstjórn: Þorgeir Tryggvason Hönnun leikmyndar: Unnur Sveins- dóttir Lýsing: Árni Baldvinsson Ármúla 17, Reykjavík, sími 568-8840 I ■ mwr' Því miður verður nýi Páskaisinn frá Kjörís aðeips seldur uin pásltana. Viljir þú njóta lians lengur og kynnast .innihaldinu betur, skaltu tryggja jxir nóg af hoiuun strax. SýitingÍRi er epin daglega frá kl. 15-20 og um helgar frá kl. 11-18 Sfór- Fróðleg« íslensk/dönsku b Leyndardómar ís Kvikmyndasýning frá Grænlandi á klukkutíma fresti. MIÐAVERÐ: 200 KR. ÓKEYPIS FYRIR BÖRN UNDIR 12 ÁRA ALDRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.