Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Síða 38
62 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 DV 31 MARC'H 19% THE SUNDAYTIMES NEWS REVIEW 3 An archeological discovery in Israel challenges the very basis of Christianity Efasemdir um upprisuna Þrátt fyrir þessar staðreyndir voru þátta- gerðarmennimir frá sér numdir af nafnasúp- unni. Þeir leituðu álits Amosar Kloner sem er virtur ísraelskur fornleifafræðingur. Hann byrjaði á að skýra fyrir þeim hverjir greftrun- arsiðir gyðinga á 1. öld hefðu verið. Strax eft- ir andlát hefðu líkamamir verið smurðir olíu, ilmvötn borin á þá og þeir klæddir líni. Að þessu loknu voru þeir lagðir á steinhellu inni í grafhvelfmgu sem stór steinhella var svo lögð fyrir. Að ári liðnu komu ættingjar aftur í hvelfinguna og tóku likamsleifamar, sem þá voru lítið annað en beinin, og settu í steinkistu til lokagreftmnar í hólfi í grafhvelf- ingunni. Þess bæri þá að geta, sagði hann, að ættingjar hins látna hefðu oft komið á þriðja degi frá fyrstu greftnm til að gæta að því hvort lífsmark væri með viðkomandi. „Þess vegna kemur ekkert af því sem stend- ur í guðspjöllunum um upprisu Krists mér spánskt fyrir sjónir. Ef lífsmark hefur verið með Kristi eftir að hann var borinn til fyrstu greftrunar heföi þetta gerst á þriðja degi mið- að við greftrunarsiði á 1. öld e.Kr. Kloner gerði hins vegar ekkert með það að kistumar tilheyrðu íjölskyldu Krists. í fyrsta lagi væra nöfnin allt of algeng til að hægt væri að slá nokkru föstu út frá þeim. í öðru lagi hefði verið um fjölskyldugrafreit auðugr- ar fjölskyldu að ræða og hann hefði verið not- aður í nokkrar aldir. í þriðja lagi var kross á kistunni sem merkt var Jesú. Krossinn, sem trúarlegt tákn, kom hins vegar ekki til sög- unnar fyrr en á 4. öld e.Kr. Loks telur Kloner að Kristur hafi verið jarð- settur í nýrri hvelfingu nálægt Calvaryhæð- um. Þáttagerðarmennimir benda hins vegar á að sú gröf hafi lent innan borgarmúra Jer- úsalem á tímum Agrippu hinnar réttlátu þeg- ar borgin var stækkuð og því hafi sú gröf ver- ið tæmd því engar grafir máttu vera innan borgarmúra Jerúsalem. Umrædd gröf, sem fannst fyrir 16 árum, sé frá tímum Agrippu. Trúverðugur fundarstaður Ef allar efasemdir eru teknar með í reikn- inginn verður líka að líta á það að áletrunin, sem talin er vera Jesús, sonur Jósefs, eða „Yeshua son of Yohosef‘, er ógreinileg og því gæti hún hafa verið mislesin. Joe Zias, mann- og fornleifafræðingur við fornleifafræðistofnun ísraels, segir grafar- fundinn þó sérlega merkilegan með tilliti til áletrananna á kistunum. „Ef kistumar hefðu ekki fundist í grafhýsi hefði ég ekki lagt nokkum trúnað á þessa til- gátu og talið þetta fölsun. Kisturnar fundust hins vegar í lítt röskuðum jarðvegi. Fomleifa- fræðingur rannsakaði fundinn, áletrunina og kisturnar þannig að ég tel litlar líkur á því að þetta sé tilbúningur einn.“ Zias, sem hafði fengist við rannsóknir á krossfestum mönnum, sagði einnig að lífs- mark með þeim sem era krossfestir væri mjög lítið. Því hafi verið meira en litlar líkur á því að Kristur hafi ranglega verið talinn látinn. Skýringin á upprisu hans kunni þvi að vera læknisfræðileg frekar en Biblíuleg og því meiri líkur til þess að gröf hans og ættmenna sé nú fundin en ella. Allar þessar upplýsingar koma fram í þætt- inum Heart of the Matter: The Body in Question, sem sjónvarpaö verður kl. 11 á páskadag á BBC 1. Þýtt og endursagt úr The Sunday Times íar naroeá — Mary. Jovtpb 3ík thc ir sór. Jeí.u>—i? hiíí! tzmi Sttnás) íchc»o! day? haví ini- prinicd tliCíD or. youiig núr.dv. Tht. caooo of Europcan art. the focu? of scorship m a miHiíjr; dturehca have a-jniorced tJjcir raipact. Td< nanws are ieons of oar euíture How couid v.c n.:« revpond whec Chm toW us ttltsi hc had found' We 'xaateci 10 fdcx tbe Ossuuries. We remened wel! awire tlu« the nartKJi aay iodecd be nt. tnou ihai! 3 chance altgnnxeni. Ir.dce*i T a! Ham. one aí fvn«d‘s íorenx:s cxpcr.N oa Joivh fcod cai'.y Chris tian híStor\ . ieú no dtxiht .She tut cr.Jleetcd ál! ihe otunes ihat appcx on OWO&lries. ou ío\criptk*nv papyri atvd oiher writtcr. froni about tbc Zrtá ecixíusy BC U Ef tilgátur sem koma fram í The Sunday Times um að bein Krists séu fundin í vöruhúsi í Jerúsalem eru sannar er grundvöllur kristinnar trúar, krossfesta og upprisa Jesú Krists og trúin á eUíft líf goðsögnin ein. Á meðan upprisu Krists er minnst í kirkjum landsins beinast augu efasemdamanna og rökhyggju- manna að sex leirkistum sem þátta- geröarmenn á vegum BBC fundu fyr- ir tilvUjun og í eru bein frá 1. öld eft- ir Krist. Fundust fyrir 16 árum Fyrir 16 árum var kistunum kom- ið fyrir í vörahúsinu, eins og öUum öðrum fomminjum sem finnast í Jer- úsalem þar sem vart má velta við steini án þess að finna aldagamla muni. Fornleifafræðingum sást yfir mikUvægi fundarins á þeim tíma og ekki er lengur að finna ummerki grafarinnar sem kisturnar fundust í. Þáttagerðarmennimir fóru upp- haflega tU ísraels tU að leita skýr- inga á því hvaö varð um líkama Krists en þeir viöurkenna að þessa sé einungis hægt að spyrja ef maður trúir ekki á hina himnesku upprisu. Þeir halda því fram að skýringa á því af hverju fornleifafundurinn vakti ekki athygli á sínum tíma sé að finna í þeim mýgrút fomminja sem finnst árlega í landinu og greftrunar- siðum gyðinga. ÖU bein sem finnast í grafreitum gyðinga skipta máli þeg- ar landakröfur era hafðar í huga en verður að jarðsetja strax aftur en bein kristinna skipta minna máli og þeim er komið fyrir í vörahúsum. Þess vegna telja þáttagerðarmenn- irnir að það hafi þurft hið glögga auga gestsins tU að koma auga á mikUvægi fundarins. „Jesús, sonur Jósefs" Þáttagerðarmennimir höfðu heyrt af lista þar sem getið var allra gyð- ingagrafa sem finna mátti einhverjar áletranir í. Þeir rannsökuðu listann árið 1994 og leituðu áletrunarinnar: Jesús, sonur Jós- efs. Leitin var ekki gerð í trúarlegum tilgangi heldur eimmgis tU að sýna fram á hvað gæti hafa orðið um líkama Krists. Þeir fréttu af því að í gömlu vöruhúsi, sem fomminjayfirvöld í ísraels hafa yfir að ráða, var að finna tvær kistur með áletraninni. Kistumar voru frá 1. öld e.Kr. - sem ísraelskir fornleifafræðingar kaUa annað musteristímabUið. Fyrri kistan var lítið annað en brot með iU- læsUegri áletrun. í ljósi þess að hún yrði lítt myndræn leituðu þeir hinnar kistunnar. Eftir að hafa leitað í mörg hundruð hUlumetrum fundu þeir 65x25x30 sentímetra kistu sem á var letrað á hebresku: Jesús, sonur Jósefs. í næstu hiUum var að finn fimm aðrar kistur sem fundust í sama grafhýsi. Á þá fyrstu var letrað á hebresku: Jósef. Á aðra var áletran frá sama tíma: Maria. Á þriðju kistuna var áletrun á grísku: María. Fjórða kistan var merkt Matthíasi en sú fimmta var lítið eitt yngri og skreytt, merkt Júdas, sonur Jesú. Samtals vora kisturnar því sex. Leið líkt og í lottóútdrætti „Mér leið líkt og lottótölumar mínar birtust ein af annarri og ég var nær því að vinna gullpottinn með hverri kistunni," sagði Chriss Mann, yfirmaður dagskrárgerðarinn- ar, þegar hann lýsir kringumstæðum fundar- ins. Fundarmenn vora ekki í vafa um að önnur Marían væri María Magdalena og vitna þar í hið gnostíska guðspjaU FUippusar sem fannst árið 1945 og er í greininni ranglega sagt frá dögum framkristninnar en er frá 3. öld. Þar segir: „Förunautur Frelsarans er Maríá Magdalena. En Kristur elskaði hana meira en aUa lærisveina sína og kyssti hana oft á munninn." Þótt nöfnin ein séu visbending um hverra bein sé að finna þama læddust efasemdir að fundarmönnum. Tel Ham, einn fremsti sér- fræðingur ísraela í sögu gyðinga og kristinna, hafði safnað saman öUum áletranum á gröf- um frá 2. öld f.Kr. tU 2. aldar e.Kr. sem fund- ust í ísrael. Skrá hennar hefur verið köUuð Símaskráin, svo nákvæm er hún. Hún sagði: Algeng nöfn „María var algengast nafn kvenna á þessum tíma. Jósef var næstalgengasta karlmanns- nafnið á eftir Símoni. Jesús var líka nokkuð algengt nafn. Þannig held ég að ég geti sagt að það séu litlar líkur á að þetta hafi verið fjöl- skyldugrafreitm- Jesú frá Nasaret.“ Þrátt fyrir að fræjum efasemda hafði verið plantað héldu þáttagerðarmenn áfram eftir- grennslunum sínum. Þeir komust að þvi að grafhýsið hafði fundist eftir að sprengt hafði verið fyrir fjölbýlishúsi. Við slíkar uppákom- ur era fomleifafræðingar kaUaðir á bygging arstað. Þeir fjarlægja bein og aðrar fomminj- ar og skrá munina niður í flýti. í þessu tilfeUi hafði fomleifafræðingur sem hét Joseph Gath komið á staðinn. Hann sagði að um væri að ræða foman grafreit gyðingafjölskyldu frá 1. öld. Gath þessi er látinn nú og ekki tU frásagn- ar. Annar stór hængur var á fundinum. Kist- urnar höfðu verið rændar. Af ummerkjum á fúndarstað gat Gath þess í skýrslu sinni að það hefði átt sér stað fyrir mörg hundrað áram. Eastcr í* a Gxristian rays* tery. The >tury of .Tesus's crucífixion tmd rcsurrtfc- tioit is thc focuó ot'ChriS' ian belief and htxpc of cternai lifc - a spiritnal ntyster>. This •astcr. bowevet. will bo difterem. Vhile tix' gktrioúx Ea.stcr hyrnns •chí • round thc catlxrdraK and par- sh churcho of the land. u rcnutrk- iblc gtc'up oí cl*y caskets broucht o light in Jerur.alera by the BBC vill clectrify the ceniurics-old de- xiU:. did Jesus's body really risc 'r».Mn thi* dcad on Easter nKsming? The easkets — «>su*ries in vhich thc boncs of thc dcad svcn: lepo>.!cd in Ist-ccmury Lv:u*i — wve iain on a warehous* sltelf in i haskv-tuer nf Jcmalcm for 16 /ears. ísraeíi archcologists sau no ■Aanifir trv'c ii> thnsn .-tivl Ihr lomh Eru kistur Krists og fjöl- skyldu hans fundnar? - ein kistan merkt Júdasi, syni Jesú, og önnur talin merkt Maríu Magdalenu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.