Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 52
76 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 önn Sýnir fegurðarsamkeppni hvað kvennabaráttan er stutt á veg komin? Fegurðarsam- keppni og kvennabarátta „Hér á íslandi hafa fegurð- arsamkeppnir hlotið ótrúlega viðurkenningu í samfélaginu miðað við nágrannnalöndin sem kannski sýnir vel hve kvenna- baráttan hér á langt í land.“ Guðný Guðbjörnsdóttir, í Tímanum. Tískufyrirbæri og pen- ingastýring „Kvótasetning á rækju við ís- land er tískufyrirbæri og pen- ingastýring.“ Jón Kristjánsson fiskitræðingur, í DV. Ummæli Sökin er hjá kirkjunni „Hún þarf að gera sér grein fyrir þvl að sökin liggur ekki hjá fjölmiðlum eða almenningi held- ur að verulegu leyti hjá kirkj- unni sjálfri." Hjalti Hugason prófessor, í Alþýðublaðinu. Hj ónaklúbburinn „LR hefur verið kallað „hjóna- klúbburinn" manna á meðal svo lengi sem ég man til, vegna inn- byrðis tengsla." Hörður Torfa, í DV. Ætla ekki að deyja í spítalarúmi „Ef ég er að fara að deyja, þá geturðu bölvað þér upp á að það verður ekki í spítalarúmi um- kringd ókunnugum.“ Katharine Hepburn, í viðtali. Allir fastráðnir leikarar LA fara með hlutverk í leikritinu. Nanna systir Leikfélag Akureyrar sýnir í kvöld Nönnu systur, sem er nýtt is- lenskt leikrit eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Verkið, sem er samið sérstaklega fyrir LA, hefur fengið góðar viðtökur. í leik- ritinu segir frá óvæntum aðstæð- um sem upp koma í sjávarplássi úti á landi þar sem leikdeild Ung- mennafélagsins er að setja upp nú- tímalega leikgerð af Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar. Óvenjuleg tengsl milli aðalpersónanna í leik- Leikhús riti Einars og Kjartans gera það að verkum að upp koma margslungn- ar fléttur sem virka spaugilegar en verkið er þó ekki án alvarlegs und- irtóns. Allir fastráðnir leikarar Leikfé- lagsins fara með hlutverk í þessari lokauppfærslu leikársins. Þetta eru þau Aðalsteinn Bergdal, Guðmund- ur Haraldsson, Rósa Guðný Þórs- dóttir, Skúli Gautason, Sunna Borg og Valdimar Örn Flygenring. Auk þeirra fara Guðbjörg Thoroddsen, Harpa Amardóttir, Sigurður Hall- marsson og Drífa Arnþórsdóttir með hlutverk i sýningunni. Að mestu þurrt suðvestanlands í dag verður fremur hæg breyti- leg átt suðaustan til á landinu en norðaustankaldi víðast annars stað- ar. Um landið norðanvert og á Aust- fjörðum verða él og vægt frost. Sunnan til á landinu verður skýjað með köflum víðast hvar og hiti 2 til 6 stig. í nótt verður norðaustan st- Veðrið í dag inningskaldi um mestallt land. Allra austast verður snjókoma, él norðanlands en skýjað og að mestu þurrt suðvestan til. Frost verður á bilinu 0 til 6 stig, kaldast norðan til. A höfuðborgarsvæðinu verður norð- austlæg átt, gola eða kaldi, skýjað með köflum og hiti 2 til 5 stig í dag. í nótt verður norðaustankaldi eða stinningskaldi, skýjað að mestu og vægt frost. Sólarlag 1 Reykjavík: 20.26. Sólarupprás á morgun: 6.34. Síðdegisflóð í Reykjavlk: 18.26. Árdegisflóð á morgun: 6.36. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjóél 2 Akurnes alskýjaö 4 Bergsstaöir þoka í grennd -3 Bolungarvík snjókoma -3 Egilsstaöir snjókoma -2 Keflavíkurflugv. skýjaö 2 Kirkjubkl. alskýjaö 5 Raufarhöfn skýjaö -4 Reykjavík alskýjaö 2 Stórhöföi rigning 3 Helsinki léttskýjaö -3 Kaupmannah. þokumóöa 0 Ósló alskýjaö -3 Stokkhólmur léttskýjaö -2 Þórshöfn rign. á síó. klst. 6 Amsterdam þokumóöa -2 Barcelona léttskýjaó 5 Chicago heiöskirt 7 Frankfurt léttskýjaö 0 Glasgow skýjað 1 Hamborg þokumóöa 2 London léttskýjaó -1 Los Angeles léttskýjað 14 Lúxemborg þokumóöa -2 París heiðskírt -1 Róm skýjaö 11 Mallorca skýjaö 8 New York heiöskírt 6 Nice rigning 7 Nuuk hálfskýjaó -3 Orlando heiöskirt 12 Vín snjókoma 0 Washington snjókoma -7 Winnipeg snjókoma -7 Gísli Hlynur Jóhannsson, formaður íþróttafélagsins Ness: Áhersla á að fá foreldra til að vinna með DV, Suðurnesjum: „Ég er mjög ánægður með starf- semina. Þróunin hefur verið í þá átt að félögum er alltaf að fjölga og nú er þetta þannig að við erum farin að keppa á öllum mótum og stöndum okkur vel. Það er gaman að starfa i kringum þetta enda krakkarnir mjög þakklátir," segir GIsli Hlynur Jóhannsson, formað- ur íþróttafélagsins Ness, sem er fé- lag hreyfihamlaðra og þroska- heftra á Suðurnesjum. Þetta er þriöja árið sem Gísli er formaður. Það var Guðmundur Ingibergsson, sem er hreyfihaml- aður og starfsmaður hjá Spari- Maður dagsins sjóðnum í Keflavík, sem fékk Gísla til að taka við sem formaður. Þá voru fjórir iðkendur en í dag eru þeir þrjátíu: „Við höfum kynnt starfsemina vel með því að fara til sveitarfélaganna á Suðumesjum. Það er mikill uppgangur hjá fotl- uðum í íþróttum og nú verður lögð áhersla á að auka foreldrastarfið og fá foreldrana til að vinna með okkur. Þá skemmir ekki fyrir að samskipti okkar og Þroskahjálpar Gísli Hlynur Jóhannssson. á Suðurnesjum og íþróttasam- bands fatlaðra eru mjög góð. Og einnig ber að geta þess aö fyrir- tæki, stofnanir og klúbbar hafa sýnt mikinn velvilja í okkar garð.“ Aðalstarfsemi Ness er boccia, sund og borðtennis og á félagið ís- landsmeistara þar, Huldu Péturs- dóttur úr Grindavík. Þegar er far- ið að huga að þátttöku í mótum utan landsteina. „í sumar verða hin árlegu vinabæjarmót með alls konar keppni og verður það í fyrsta skipti sem fatlaöir verða með í þeirri keppni. Tilgangurinn með að koma fötluðum inn er ekki aðallega keppnin sjálf heldur að gefa fotluðum kost á því að kynn- ast krökkum frá öðrum löndum. Ég tel þetta vera stóran áfanga.“ Gísli segir krakkana æfa mjög vel og að íþróttakennararnir Anna Lea Bjömsdóttir og Guðmundur Brói Sigurðsson hafi gert góða hluti með krökkunum. Hjá félag- inu verður stór stund 17.-19. októ- ber en þá heldur félagið íslands- mót í boccia í einstaklingskeppni: „Við höfum þegar hafið undirbún- ing, en það verða um 200 keppend- ur og 80 fylgdarmenn. Þetta er stórt átak og kostar mikinn undir- búning og erum við þegar byrjuð á honum." Gísli er starfsmaður Fríhafnar- innar á Keflavíkurflugvelli. Hann sagði áhugamál sín vera íþróttir og þá helst knattspyrnu og hand- bolta. Hann hefur verið dómari í mörg ár í báðum greinum, hefur dæmt í 1. deildinni í handbolta og mun dæma í 1. deildinni í knatt- spymu í fyrsta sinn í sumar, þá situr hann í íþróttaráði Reykjanes- bæjar. Eiginkona Gísla er Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir, fórðunar- fræðingur að mennt en starfar nú sem leikskólakennari í Heiðarseli í Keflavík, og eiga þau einn son, Eggert, sem verður átta ára í sum- ar. -ÆMK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1484: Heldur þræðinum Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði DV Bubbi Morthens er meðal þeirra sem skemmta á tónleikunum. Tónlist til stuðnings Sigrúnu og Stefaníu I Loftkastalanum í gamla Héð- inshúsinu verða haldnir á morg- un tónleikar til stuðnings kon- unum sem biskup sakar um ærumeiðandi ummæli. Að þess- Tónleikar um tónleikum stendur stuðn- ingshópur kvennanna og hefjast tónleikarnir kl. 21.00. Fram koma Bubbi Morthens og hljóm- sveitirnar J.J. Soul Band og Dead Sea Apple. TÓNLISTARKROSSGÁTANNR. 106 LAUSNIR SENDISTTIL: Rásar 2 Efstalciti 1 150 Reykjavík MERKT: TÓNUSTARKROSSGÁTAN Bridge Hjá Bridgefélagi Barðstrendinga er nú spiluð barómeterkeppni með þátttöku 26 para. Norðanmennimir Halldór Svanbergsson og Kristinn Kristinsson hafa náð nokkurri for- ystu á toppnum þegar 4 kvöldum af 5 er lokið í keppninni. Síðasta mánudagskvöld fengu þeir toppskor í a-v í þessu spili. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og n-s á hættu: 4 D42 44 9 ♦ 85 4 ÁKDG643 4 763 * K10654 * 1043 * 72 4 KG108 » ÁDG3 4 72 * 1095 4 A95 «4 872 •f ÁKDG96 Austur Suður Vestur Norður 24 24 34 pass 3* pass 34 pass 44 p/h Tveggja laufa opnun þeirra félag- anna er undirmálsopnun (5-11 punktar) sem lofar a.m.k. 4-4 í hálit- unum. Þrír tíglar Halldórs í vestur er beiðni um þrjú grönd með stöðv- ara í tígullitnum. Kristinn neitaði tígulfyrirstöðu með 3 hjörtum. Eftir 3 spaða vesturs vissi austur nokkurn veginn að vestur átti þétt- an lauflit og sennilega 3 spil í spaða. Ef hann var stuttur í tígli gat tromp- styttingur hugsanlega komið á vest- urhöndina. Þar sem opnun austurs var í hámarki ákvað Kristinn að lyfta í 4 spaða og datt svo sannar- lega í lukkupottinn. Eina leiðin til að hnekkja þessu spili fyrir n-s var að sækja laufastunguna, en þá verð- ur suður að spila undan háspilum sínum í tígli. Vörn sem fannst ekki við borðið. Ef spaðinn liggur hins vegar 4-2, gæti vörnin haft betur með því að spila tígli þrisvar í upp- hafí. Sagnhafi trompar á vestur- höndina, en þegar hann fer í tromplitinn gefur vörnin einu sinni áður en drepið er á spaðaásinn og tígli spilað á ný. ísak Öm Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.