Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 Fréttir_________________________________________pv Innsetningarathöfn nýs forseta íslands: Traust samstaða u m góð lífskjör - er forsenda trúar ungs fólks á ísland sem framtíðarheimkynni sín - sagði nýkjörinn forseti Ólafur Ragnar Grímsson tók við embætti forseta íslands í gær í inn- setningarathöfh og í dag hefur hann störf í nýju aðsetri forsetaembættis- ins að Sóleyjargötu 1 í Reykjavík. Innsetningarathöfnin hófst með helgistund í Dómkirkjunni í umsjá biskups íslands, herra Ólafs Skúla- sonar. Öll tónlist, sem flutt var við helgiathöfnina og síðan við sjálfa innsetningarathöfnina í Alþingis- húsinu, var íslensk og voru ein- söngvarar Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kristinn Sigmundsson. Innsetningarathöfnin hófst með þvi að Haraldur Henrysson, forseti Hæstaréttar, lýsti kjöri Ólafs Ragn- ars Grímssonar til embættis forset- ea íslands. Ólafur Ragnar undirrit- aði síðan drengskaparheit að stjórn- arskránni og gekk að því loknu út á svalir Alþingishússins og minntist fósturjarðarinnar með ferföldu húrrahrópi og mannfjöldinn, sem safnast hafði saman í blíðviðrinu í gær á Austurvelli, tók undir. í innsetningarræöu sinni minnt- ist forseti fyrirrennara sinna, lífs og liðinna. Hann minntist siðan frum- kvöðla sjálfstæðisbaráttunnar á 19. öld, ungra manna sem miðluöu heimssýn þeirrar tíðar til annarra íslendinga og vísuðu á framtíðar- vegu en sóttu hvatningu til dáða í fortíöina. Forseti minnti síðan á skyldur samfélagsins við ungt fólk nútímans sem væru fyrstu íslendingamir sem hefðu allan heiminn að vinnusvæöi og mikilvægi þess að hér ætti fólk þess kost að búá við traust lífskjör, góða velferðarþjónustu og eðlilegt Nýkjörinn forseti fslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur innsetningarræöu sína í Alþingishúsinu. DV-mynd Pjetur jafnræði manna í milli. Brýnt væri á næstu misserum að mynda trausta samstöðu þjóðarinnar um að lífskjör allra Islendinga jöfnuð- ust á við það sem best gerist með nágrannaþjóðum okkar. Án slíks ár- angrn-s gæti ungt fólk glatað trú sinni á ísland sem ffamtíöarheim- kynni sín. -SÁ Ólafur Ragnar Grímsson undirritar drengskapareið að stjórnarskró fslands. Ríkissjóðshallinn í árslok: 10 milljarðar utan sviga - forsendur Qárlaga standast, segir fjármálaráðherra Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir í samtali við DV að það sé alvarlegur misskilningur að staða ríkissjóös sé slík aö stefni í 12 milljarða hafla vegna vaxta- greiðslna í tengslum við innlausn spariskírteina ríkissjóös. Hann seg- ir að skýrt sé tekið fram í fréttatil- kynningu sem birt var á frétta- mannafundi fyrr í vikunni að mark- mið fjárlaga um aðeins fjögurra milljarða halla á ríkissjóði á árinu náist, að ffádregnum vaxtagjöldum vegna innlausnar spariskírteina. Eins og fram kom í frétt DV í gær telur Ríkisendurskoðun að halli rík- issjóðs á árinu stefni í tæpa 12 millj- arða. „Þá er búið aö taka inn þessa 10 milljarða sem hellast inn vegna vaxtaútgjalda sem tengjast hinni miklu innlausn á spariskírteinum,“ segir Bofli Þór Bollason, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, í sam- tali við DV. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir í samtali við DV að þeg- ar horft sé til alls ársins muni gjöld ríkissjóðs hækka um 3 milljarða en tekjur um svipaða upphæð sem þýð- ir það að niðurstöðutölur verða fjór- ir milljarðar eins og fjárlög gera ráð fyrir. í skýrslu Ríkisendurskoðunar sé hins vegar gert ráð fyrir því að gjöldin verði rúmum milljarði lægri og tekjumar rúmum milljarði hærri. Þess vegna verði afkoma árs- ins miðað við fjárlög með aðeins eins og hálfs milljarðs króna halla að mati Ríkisendurskoðunar. „Á árinu var tekin sú ákvörðun að innkalla spariskírteini sem átti að greiða á árinu 2000. Þetta var gert til þess að lækka vexti á bréfúnum og spara um það bil 2 mifljarða sem ella hefðu komið til greiðslu árið 2000. Þetta er gert með þeim hætti að eig- endur bréfanna geta skipt á bréfum og fengið ný bréf í stað hinna. Þann- ig breytist skuldastaða ríkisins í sjálfu sér ekki nokkum skapaðan hlut,“ segir fjármálaráðherra. Hann segir aö fjármálaráðuneytið áætli að vaxtakostnaðurinn vegna þessa verði 9,9-10 milljarðar en Rík- isendurskoðun áætli hann 10,1 millj- arð króna á þessu ári. Þegar tekið sé tiflit til þessa munar þá skýrist þaö hvers vegna Ríkisendurskoðun telur að hallinn verði rúmlega 7,8 millj- örðum meiri en fjárlög sýna. Þessir vextir komi hins vegar að sáralitlum hluta til greiðslu í beinhörðum pen- ingum heldur að mestu fram á nýj- um ríkisskuldabréfum sem útgefm era í stað þeirra sem innleyst em. Af þessum sökum séu þessar milljarða vaxtagreiðslur teknar út fyrir sviga þegar rætt sé um rekstrarafkomu ríkissjóðs og fyllilega réttmætt að tala um að hallmn stefni í að verða innan þess sem gert er ráð fýrir í fjárlögum. _sÁ Stuttar fréttir Aukning hjá Eimskip Velta Eimskips og dótturfé- laga þess á fýrri hluta ársins jókst um 12% miðað við sama tímabil árið áður. Reksturinn skilaöi 291 milljónar króna hagn- aði á fyrstu 6 mánuðum ársins. Guðmundur dómari Guðmundur Eiríksson, þjóð- réttarfræðingur, var kjörinn dómari við alþjóða hafréttar- dómstólinn í New York í nótt eft- ir tvísýnar kosningar. RÚV sagði frá þessu. Aukningu vsk-svika Formaður fjárlaganefndar Al- þingis telur fulla ástæðu til að kanna hvort vsk-svik séu að stóraukast á þessu ári. Skatt- rannsóknarstjóri segist ekkert geta sagt um það. Tíminn greindi frá þessu. Læknadeilan Allt situr við það sama í kjaradeilu heilsugæslulaékna og ríkisins. Nýr samningafundur verður ekki boðaður fyrr en eftir helgina. Heilbrigðisráðuneytið segir að læknar séu til taks um aflt land í neyðartilfellum. -RR j rödd FOLKSINS 904 1600 Á Jóhann Bergþórsson að sitja áfram sem bæjarfuHtrúi í Hafnarfiröi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.