Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 I>V Á villigötum fyrir vestan? Jón Stefánsson skrifar: Flestir munu samþykkir því aö gera vel við aðkomufólkið frá Belgrad sem ílendist á ísafírði. En of mikið má af öllu gera og veruleg spurning hvort íbúðar- húsnæði, rekstrarkostnaður, stofnkostnaður og fastagjald síma og framfærslueyrir, hús- búnaður, fatnaður, ásamt nafn- spjöldum á útidyrahurðir sé hollt þessu fólki fremur en okk- ur venjulegum íbúum hér? En verra væri ef aðrir íbúar þar vestra færu síðar að sjá ofsjón- um yfir öllu saman. Mannkindin er nú alltaf söm við sig, ekki satt? Hækkun þing- fararkaups í bígerð? Þór hringdi: í Timanum las ég nýlega ein- kennilega frétt undir fyrirsögn- inni „Danskir þingmenn með tvöföld bréfberalaun". Þetta átti auðvitað að segja okkur íslensk- um skattgreiðendum að irieira að segja bréfberar í Danmörku væru vel launaðir. Danskir þing- menn voru sagðir hafa um 330 þúsund kr. á mánuði og dönsku bréfberarnir því um 150 þúsund krónur. Hér er þingfararkaupið um 195 þúsund kr. - Nú þarf því snarlega að hækka bréfberalaun- in hér svo að íslenskir þingmenn geti fengið sína hækkun líka, ef miða á við helmingi hærri bréf- beralaun hér eins og í Dan- mörku. Örþjóðasamn- ing fyrir ísland Kristján S. Kjartansson skrif- í EES-samningnum eru karfa- veiðar heimilar ESB-ríkjum. í ljós kom svo heimild ESB í eign- araðild að raforkuvinnslu hér. Við íslendingar eigum hins veg- ar að óska eftir sérstökum „ör- þjóðasamningi" og láta fella út raforkukaflann í þeim samningi en segja EES-samningnum upp ella. Við getum hins vegar miðl- að hráefni og orku eftir sem áður. Við þurfum ekki að vera með neina minnimáttarkennd í þessu sambandi. Nýbakaður fað- ir ferðast um H.J. hringdi: Nýbakaður faðir á Húsavík gerir veður út af því að þurfa að borga ferðir til Akureyrar til að heimsækja konu sína sem lá þar á sæng. - Hún er óhófleg sú til- ætlunarsemi á hendur okkur skattgreiðendum sem nú tíðkast. Auðvitað átti maður þessi að kosta sjálfur ferðir sínar. Við sem erum um sjötugt fengum aldrei eyri til neins en eigum nú að standa undir óheyrilegum kröfum þeirra sem yngri eru. Nútímafólk þarf ekki að eiga börn ef það hefur ekki ráð á því. Fyrirferðarmikil embættistaka Ásta Ólafsdóttir hringdi: Mér þykir undirbúningur og framkvæmd embættistöku nýja forsetans hafa verið nokkuð fyr- irferðarmikl og minna í mörgu á umsvifin hjá milljónaþjóðunum. Skipulagning og tilkynningar fyrir embættistökuna hafa dunið á okkur í fjölmiðlum og ýmsir þættir þessara tilkynninga eru okkur áður ókunnir, svo sem um að forsetahjónin yfirgefi Alþing- ishúsið á sérstökum tíma ásamt dætrum sínum og um kvöldiö snæði forsetahjónin kvöldverð með íjölskyldu sinni á Bessastöð- um. - Æ, ég veit ekki, þetta er allt orðið fremur óraunverulegt. Spurningin Hvaö gerir þú til aö slappa af? Lesendur Utvörðurinn í norðri Kynferöisleg misnotkun - á ábyrgð gerandans Séð til Kolbeinseyjar. - Dýrar viögerðir ekki viturlegar, segir Konráð í bréf- inu. dýrar viðgerðir á Kolbeinsey séu ekki viturlegar vegna gríðarlegs kostnaðar og óvissu um ágætið sem sumir hafa bent á. Vissulega er það slæmt að missa spón úr aski sínum út í vindinn. En þá ber að hafa í huga að ekki verður ráðið við sumt í náttúrunni, og eins gott fyrir menn að sætta sig við það. Búa sig undir að þurfa að bíta í súra eplið þegar „útvörðurinn í norðri" hverf- ur í hafið. íslendingar hafa þá fyrr beðið lægri hlut fyrir öflum náttúrunnar og mun svo einnig verða á komandi tímum. Þjóð sem hefur kjark og vit til að viðurkenna sannleikann og snúa honum sér í hag stendur þó ávallt upprétt. Sama á hverju geng- ur til sjós eða lands. Hvarf Kolbeins- eyjar mun engu breyta um það. Hvers vegna hugsar fólk svona? Engum dettur í hug að kynferðisleg misnotkun á sér upphaf hjá geranda og er á hans ábyrgð. Því er hvorki við Stígamót né þolendur að sakast. Aðeins gerendur. Er það virkilega enn þannig í okkar þjóðfélagi að þolandinn eigi að þegja? Er ábyrgðin kannski þol- andans? Hvað um öll börnin sem eru misnotuð ár hvert? Er hægt að leggja slíka ábyrgð á þau? Ég er sannfærð um að svo er ekki. Og eng- an veginn réttlátt. Ábyrgðin er enn og aftur gerandans að öllu leyti. Er fólk tilbúið að horfa upp á lítil börn visna og deyja? Svona nokkuð má ekki þagga niður. Okkar allra vegna. Ef þetta er þaggað niður þá eiga gerendur svo miklu auðveldara með að athafna sig í friði og það má aldr- ei verða. Við verðum öll að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum. Þess vegna er ekki rétt að gagnrýna Stígamót (sem vinna gott uppbyggingar- og forvarnarstarf) né þolendur. Það þyrfti ekki allt þetta umtal sem „gerir mörgum lífið leitt“ ef ekki væru gerendur. Jón Gerald Sullenberger, býr er- lendis: Ég kann ekki að slappa af. Ragnar Bjarnason sölumaður: Fer út og keyri mótorhjólið mitt. Ingibjörg Einarsdóttir læknafull- trúi: Leggst upp í rúm og hef það gott. Yfir flóann - „út á lancT Brynhildur Sigmundsdóttir hús- móðir: Ég leggst í bað eða fer í göngutúr. Einar Þór Einarsson nemi: Spila körfubolta. Konráð Friðfinnsson skrifar: Norður af landinu er lítill „vörð- ur“ sem mæðir þó töluvert á vegna þess hvar hann er. Staða varðarins gerir það einmitt að verkum að landhelgi íslendinga stækkar um hundruð eða þúsundir ferkílómetra. Og þetta gerist vegna þess að miðað er við hann sem grunnlínupunkt. Staðreyndin er að tímans tönn, vindar og öldurót, hafa sett merki sitt á hann og meitlað svo úr honum að hann er í dag ekki svipur hjá sjón. - Og nú er svo komið að menn óttast að „vörðurinn í norðrinu" hverfi í hafið, verði ekki gripið til viðeigandi aðgerða. Ljóst er að ef Kolbeinseyjar (en það er staðurinn) nýtur ekki lengur við munum við glata nokkru af því hafsvæði sem við státum af nú. En þrátt fyrir að þessi geti orðið raun- in er ekki þar með sagt að íslend- ingar glati mikilvægum veiðislóð- um. Til tals hefur komið, oftar en einu sinni, að styrkja undirstöður eyj- unnar til að auka líkurnar á að hún haldi velli í framtíðinni. Er dæmið sagt kosta hundruð milljóna króna. Það hljóta menn að gaumgæfa ítar- lega áður en ráðist verður í fram- kvæmdir. Hið alvarlega við verkið, ef af verður, er að engin trygging er fyrir því að það muni takast, sökum þess hve undirstöður eyjunnar eru taldar ótryggar, og því eins víst að fjármagnið komi að litlu gagni. Ég er því þeirrar skoðunar að Arnór Bohic verslunarmaður: Hlusta á góða og rólega tónlist. Svandís Rós Þuríðardóttir skrifar: Nú, þegar verslunarmannahelgin nálgast, sest ég niður til að skrifa þessar línur. Þessu er aðallega beint til þeirra sem hafa gagnrýnt Stíga- mót og þolendur á opinberum vett- vangi fyrir að tala um kynferðislega misnotkun. Fyrir einu ári las ég í Velvak- andadálki Morgunblaðsins að ýmsir væru óánægðir með „alla þessa um- fjöllun" sem gerði þeim lífið leitt og beindu orðum sínum aðallega til Stígamóta og þolenda. Haraldur Guðnason skrifar: Árið 1990 var búið til embætti umhverfisráðherra í pólitískum hrossakaupum . Fyrsti slíkur var Júlíus Sólnes verkfræðingur. Hann ríkti stutt og ekki illa. Sama var að segja um þann sem kom næstur, Eið Guðnason, nú sendiherra. Svo kom Össur með miklu brauki og bramli. Þurfti að sýna vald sitt, pilturinn, oröinn ráðherra. „Afrek“ hans var að flytja Veiðimálastofnun tO Akur- eyrar, þar sem þurfti að þjálfa nýtt starfsfólk. Og ferðakostnaður jókst. - Þetta var kölluð byggðastefna. Opinberar stofnanir eiga að vera i höfuborginni. Þó gæti hafa verið rétt að tlytja Skógrækt ríkisins til Austurlands. Sú byggðastefna sem dugir væri að halda atvinnutækjum úti á landi. „Byggðstefna úti í hafsauga" kemur Frá Hveravöllum. - Þar er loft heilnæmt, segir Haraldur m.a. í bréfinu. lítt að gagni eins og stjórnarblaðið Tíminn segir réttilega í forystu- grein sinni 16. júlí. Landmælingar upp á Skaga er pólitísk ákvörðun, segir umhverfis- ráðherra og útskýrir ekki nánar. Og enn kvað hann: „Þarf ekki að leita til löggjafans um málið." Handjárn- in eiga aö halda. - Þannig tala sjálf- umglaðir valdsmenn. Tvö hundruð milljóna flutningskostnaður skiptir ekki máli. Eins konar hreppaflutn- ingur á starfsfólki ekki heldur. Að flytja upp á Skaga kalla of- virkir ráðherrar flutning „út á land“! Nú skrifar einn kunnur áhrifamaður þar í plássi að Akranes og Reykjavík séu að verða eitt og sama athafnasvæðið. Og slik er ná- lægðin við höfuðborgina að þangað gelur lagt reykinn af réttum þar efra þegar vel viðrar. Leggjum svo til að umhverfis- ráðuneytið verði flutt í hótel Svín- vetninga á Hveravöllum í fyllingu tímans. Á hálendinu er loftið heil- næmt. mmm þjónusta allan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.