Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 10
io eríend bóksja FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 JjV Skáldsögur: 1. Nicholas Evans: The Horse Whlsperer. 2. Patrlcla D. Cornwell: From Potter's Field. 3. Pat Barker: The Ghost Road. 4. Michael Crlchton: The Lost World. 5. Danlelle Steel: Llghtnlng. 6. Tom Sharpe: Grantchester Grlnd. 7. Nlck Hornby: Hlgh Fldellty. 8. Stephen King: The Bad Death of Edward Delacroix. 9. Jostein Gaarder: Sophle's World. 10. Clare Francls: Betrayal. 1 Rit almenns eölis: 1. Margaret Forster: Hldden Llves: A Famlly Memolr. 2. Paul Theroux: The Pillars of Hercules. 3. Eric Lomax: The Railway Man. 4. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 5. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 6. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 7. Will Hutton: The State We're In. 8. Jung Chang: Wild Swans. 9. Chris Ryan: The One that Got Away. 10. Garry Nelson: Left Foot Forward. Innbundnar skáldsögur 1. Terry Pratchett: Feet of Clay. 2. John Grlsham: The Runaway Jury. 3. Jeffrey Archer: The Fourth Estate. 4. Robert Jordan: A Crown of Swords. 5. Kevln J. Anderson: X-Flles 4: Rulns. Innbundin rit almenns eölis: 1. Brlan Scovell: Dlckie. 2. Jack Ramsay: SAS: The Soldier’s Story. 3. Wendy Beckett: The Story of Palntlng. 4. Jane Goldman: The X-Flles Book of the Unexplalned. 5. Rlchard E. Grant: With Nalls. (Byggt á The Sunday Times) vísindi______________________ Talið eðlilega við börnin Allir foreldrar vita hversu stórkostleg upplifun það er þegar litla barniö þeirra byrjar að babbla. Nýjustu rannsóknir sýna | hins vegar að það er mjög mikil- vægt að foreldrarnir tali einnig við börnin og segi þeim hvað hlutirnb: heita. Vísindamenn við háskólann í Baltimore gerðu tilraun með 44 níu mánaða gömul börn. Þeir gáfu börnunum leikfangakött og sögðu við helming þeirra: Sjáðu : köttinn! og Finnst þér gaman að kettinum? o.s.frv. Þessu næst fengu öll börnin tvö önnur leik- fangadýr, nefnilega kött og bjöm. Það sýndi sig að börnin sem höfðu heyrt orðið „köttur" nokkrum sinnum notuðu meiri ; tíma til að skoða björninn. Hin notuðu ámóta tima á hvort dýr. Vorböm og sykursýki Breskir læknar hafa komist að því að börn með sykursýki voru líklegri til aö hafa fæðst á vorin og kemur það heim og saman við kenningar um að veirusýkingu sé ef til vill um aö kenna. Læknamir segja að .veirusýk- ingar séu algengari á vorin í Bretlandi og það gæti því þýtt að einhvers konar veirur smituðu börnin í fæðingu eða undir lok meðgöngutímans. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson „Norðurljós" hlutu Carnegie-verðlaunin Eftirsóttustu barnabókaverðlaun Bretlands, en þau nefnast „The Carnegie-Medal,“ féllu að þessu sinni í hlut rithöfundarins Philip Pullman fyrir „Northern Lights" (Norðurljós) sem er skáldsaga fyrir börn og unglinga - þótt hún sé að vísu sett á markað fyrir fullorðna í Bandaríkjunum. Það eru samtök bókasafnsfræðinga í Bretlandi sem veita þessa viðurkenningu árlega. Verðlaunaafhendingin vakti ef til vill meiri athygli nú en oft áður vegna þeirra yfirlýsinga sem Pull- man lét frá sér fara um leið og hann tók við þessari viðurkenningu. Hann gagnrýndi þar ýmsa kollega sína sem skrifa skáldsögur fyrir al- mennan markað fyrir að hafa gleymt mikilvægustu listinni við skáldsagnagerðina - að segja sögu. „Það er einungis í barnabók- menntum sem sagan sem slík er tekin alvarlega," sagði hann. Og bætti við: „Það felst meiri viska í einni sögu en margra binda heim- spekiriti. Öll þyrstir okkur i sögur. Börnin vita af þessari þörf og drekka sögurnar í sig af ástríðu en við sem erum fullorðin þurfum líka á þeim að halda. Við öll, nema þeir sem eru orðnir svo slappir og út- jaskaðir að þeir halda sig vaxna upp úr slíkri þörf.“ Paradísarmissir Verðlaunasagan er mikil að vöxt- um, um 400 blaðsíður að stærð og er hugsuð sem upphaf þriggja binda verks um syndafallið sem ber sam- heitið „His Dark Materials." Hug- myndina sótti höfundurinn í hið fræga verk Johns Miltons, Paradís- armissi. Syndafallið, sem hér sést í málverki eftir Hugo van der Goes, er við- fangsefni Pullmans. Umsjón Elías Snæland Jónsson Söguhetjan er 11 ára gömul telpa, Lyra að nafni. Hún þarf að takast á við miklar og margvíslegar hættur í langri leit að föður sínum en sú ferð leiðir hana m.a. norður til Sval- barða. Sagan er í meira lagi ævin- týraleg og gerist í veröld sem er ekki af okkar heimi - og þó. Sumir hafa þegar líkt þessu verki við hina frægu Hringadróttinssögu Tolkiens. Aðrir vilja bíða eftir seinni bindun- um tveimur áður en þeir fella slíka dóma. Hóf skriftir í skólanum Pullman var framhaldsskóla- kennari í Oxford áður en hann fór að skrifa bækur. Reyndar hófst höf- undarferill hans nánast í kennslu- stofunni. Hann fékk það verkefni að semja skólaleikrit fyrir nemendur sína og komst þar með á bragðið. Hann skrifaði fyrst tvær skáld- sögur fyrir fullorðna áður en hann sneri sér að barnabókmenntunum og fékk reyndar verðlaun fyrir fyrstu skáldsögu sína. Fyrir nokkrum árum hætti hann kennslu eftir þrettán ára starf og einbeitti sér alfarið að ritstörfun- um. Það er hins vegar fyrst með þessari nýju barnasögu sem Pullman hefur vakið verulega at- hygli, og það ekki aðeins í heima- landinu heldur líka í Bandaríkjun- um. Hann segist ekki búinn að skipu- leggja nákvæmlega hvemig sagan endar en persónan,sem byggð er á Adam, komi fram í næstu bók. Og niðurstaða sögunnar er á hreinu: „Hún er mjög einföld," segir hann. „Eva gerði rétt. Syndafallið er það besta sem komið hefur fyrir mannkynið. Við verðum að eta af skilningstrénu." Skáldsögur: 1. Stephen Klng: The Green Mlle: The Bad Death of Eduard Delacrolz. 2. Patrlcia Cornwell: From Potter's Fleld. 3. Danielle Steel: Llghtnlng. 4. Pat Conroy: Beach Music. 5. Rosamunde Pilcher: Comlng Home. 6. Stephen Klng: The Green Mlle: Coffey’s Hands. 7. David Guterson: Snow Falllng on Cedars. 8. Sandra Brown: The Wltness. 9. Dean Koontz: The Eyes of Darkness. 10. Nora Roberts: Daring to Dream. 11. Jouh Saul: Black Lightlng. 12. Stephen Klng: The Green Mile: The Mouse on the Mlle. 13. Stephen Klng: The Green Mlle: The Two Dead Glrls. 14. John Grisham: The Ralnmaker. 15. Richard Ford: Independence Day. Rit almenns eölis: 1. Mary Plpher: Reviving Ophelia. 2. Mary Karr: The Liar’s Club. 3. John Feinstein: A Good Walk Spoiled. 4. Thomas Cahill: How the Irish Saved Clvillzatlon. 5. Jack Miles: God: A Biography. 6. J.M. Masson & S. McCarthy: When Elephants Weep. 7. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. 8. Isabel Allende: Paula. 9. Colln L. Powell: My American Journey. 10. D. Hays & D. Hays: My Old Man and the Sea. 11. Thomas Moore: Care of the Soul. 12. James Carville: We’re Right, They're Wrong. 13. Helen Prejean: Dead Man Walking. 14. Gall Sheehy: New Passages. 15. Maya Angelou: I Know Why the Caged Bird Sings. (Byggt á New York Times Book Revlew) Eiturefni safnast saman á Svalbarða og norðurslóðum Heimskautaeyjan Svalbarði er á góðri leið með að verða samastaður uppsafnaðrar mengunar frá allri Evrópu, allt vegna veðrakerfis jarö- arinnar. Dritið úr fuglunum á Svalbarða er mjög eitrað og fiskam- ir í vötnunum þar inni- halda meira af eitruðu kvikasilfri og kolvetnum en nokkrir aðrir fiskar í Evrópu. Sumir vísinda- menn óttast jafnvel að áður en yfir lýkur muni meirihluti sumra baneitr- uðustu eíhasambandanna, sem maðurinn hefur nokkru sinni framleitt og sem flest eru bönnuð í Evrópu, enda uppi á stöð- um eins og Svalbarða. John Birks við háskól- ann í Björgvin í Noregi segir í skýrslu sem hann sendi frá sér í vetur að sex sinnum meira sé af kvikasilfri í fiski í stöðu- vötnum á Svalbarða en í skosku Hálöndunum og tuttugu sinnum meira en suður á Spáni. „Því lengra sem maður heldur í norðurátt, þeim mun mengaðri er fiskur- inn,“ segir Birks. En mengunina á Sval- barða er að finna víðar en í fiskinum í stöðuvötnunum. í mýr- arfenjum á eyjunni hafa fundist málmar á borð við blý, kopar og sink í hlutfaliinu allt að 200 á móti einni milljón. Alistair Headley viö háskólann í Bradford á Englandi segir að málmarnir komi úr driti máva og annarra fugla á Svalbarða og sýni vel hversu mikið magn þungmálma er í fæðu þeirra. Málmamir koma frá meginlandi Evrópu og hugsanlega lengra að. En það eru ekki bara málmar sem ber- ast norður eftir með loftstraumun- um. Skordýraeitur og eiturefni úr iðnaði, sem mörg hver hafa verið bönnuð í Evrópu í tuttugu ár eð lengur, skjóta upp kollinum á Sval- barða í síauknum mæli. Norskir vísindamenn skýrðu frá því árið 1992 að margir hvíta- bjamanna fimm þúsund, sem hafast við á Svalbarða, hefðu safnað í sig meira magni svo- kallaðra PCB-efna en annars staðar í heiminum, eða allt að 90 hlutum af milljón. PCB-efn- in eru framleidd af mannin- um og voru eitt sinn mikið notuð í rafeindaiðnaði. Á hverjum vetri safnast mengun frá borgum og málm- bræðsluverum í Evrópu sam- an og berst með loftstraumum norður til heimskautasvæð- anna. Sum mengunarefnanna falla á snjóinn og ísinn og í vorleysingunum fara eitur- efni þessi í hafið og komast þannig í fæðukeðjuna. En þessa uppsöfnun hættu- legra mengunarefna er ekki aðeins að finna á Svalbarða, heldur einnig víðar á norður- slóðum, svo sem í Yukon- svæðinu í norðurhluta Kanada. Kalt loft heimskautasvæð- anna verkar eins og hreins- unarkerfi fyrir hina hluta jarðarinnar. Herkostnaður- inn er langvarandi mengun land- svæða sem eitt sinn voru álitin hrein og tær. ! Leyfið mæðrum að syrgja Konur sem fæða andvana börn ættu að fá að syrgja böm sin á þann hátt sem þeim hentar best. Vel meinandi starfsfólk sjúkra- húsa ætti ekki að þröngva eigin hugmyndum upp á þær, heldur veita þeim þann tíma sem þær þurfa. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar sem Ingela Radestad og félagar hennar við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi gerðu á rúmlega þrjú hundruð konum sem höfðu fætt andvana börn. Konur sem sögðust ekki hafa neitt sem minnti þær á barnið sýndu fleiri merki kvíða, svo og þær konur sem sögðust ekki hafa i fengið að vera eins lengi og þær vildu með líki bams síns, segir i niðurstöðum rannsóknar Radestad sem birtar eru í breska læknablaðinu. Þar segir einnig að rólegt umhverfi sé mjög til bóta. Tai chi gott fyrir hjartað Breskir vísindamenn segja að iðkun hinnar fornu kínversku leikfimi tai chi geti flýtt fyrir bata þeirra sem hafa fengið hjartaáfall. Það hefur sýnt sig að hægar hreyfingar leikfimi þessarar og öndunarmynstur lækka blóð- þrýstinginn og í sumum tilvikum hægir einnig á hjartslættinum. Vísindamennirnir, sem rann- sökuðu 126 hjartasjúklinga, segja að líkamsæfingar séu mikilvæg- ar til að ná aftur heilsu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.