Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 i>v Stuttar fréttir Utlönd Reyna að semja Fulltrúar Bandaríkjanna og Japans reyndu að ná samkomu- lagi um viðskipti með tölvuflög- ur en tókst ekki. Gæti heppnast Bandaríkjamenn sögðu að efnahagslegar refsiaðgerðir Afr- íkuríkja gegn Búrúndí gætu haft tilætluð áhrif en stjórnvöld vestra hafa enn ekki ákveðið hvort þau sláist í hópinn. Aideed allur Mohamed Aideed, stríðs herra í Sómalíu, lést eftir að læknar reyndu að losa byssu kúlu úr brjóst inu. Hann verð ur grafinn á þriðjudag. Seinagangur Rannsókn flugslyssins, þegar TWA-vél fórst með 230 farþega, gengur seint. Veður hamlar leit úr flakinu. Vilja breytingar Bandaríkjamenn ætla að hvetja til breytinga í stjórnmál- um Indónesíu sem endurspegli aukinn áhuga á lýðræði með fjöl- flokka kerfi. Mannskaðaveður Fellibylurinn Herb varð að minnsta kosti 19 manns að bana á Taívan. 40 manna er saknað. Snúist til varnar Louis Freeh, ýfirmaður bandarísku al ríkislögreglunn- ar, FBI, sagði að Bandaríkin væru undir árás erlendra hryðju- verkamanna. Sagði hann að ný vopn í baráttunni gegn hryðju- verkum væru nauösynieg. Málið er í hnút í bandaríska þinginu. Mikill vöxtur Hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum fjórðungi þessa árs varð sá mesti í tvö ár. Verðhækkanir urðu þó ekki miklar og verð- bólgu var haldið í skefjum. Engin hjálp Stjórnvöld í Bandaríkjunum sögðu að engin hjálp væri fyrir- huguð til Norður-Kóreu vegna endurtekinna flóða en gögn vegna hjálparbeiðni frá í fyrra væru á leiðinni. Dæmdu andófsmann Kínverjar dæmdu andófsmann til þriggja ára þrælkunarvinnu vegna þess að hann „ógnaði ör- yggi landsins". Andófsmaðurinn hafði krafist lausnar allra póli- tískra fanga. Hogg róar Douglas Hogg, landbún- aðarráðherra Breta, sagði að frekari ráðstaf- anir til að berj ast gegn kúa riðu væru óþarfar þrátt fyrir vísbend ingar þess efnis að riðan flyttist frá móður til kálfs. Afhjúpar brot Minnihlutahópur frjálslyndra í Hvíta-Rússlandi sagði að ósk tveggja forvígismanna hópsins um pólitískt hæli í Bandaríkjun- um afhjúpaði brot á mannrétt- indum heima fyrir. Fórnarlamb jarðsett Palestínumenn á Vesturbakk- anum jarðsettu fórnarlamb pynt- inga í fangelsi Palestínumanna. Um 30 þúsund manns fylgdu manninum til grafar. Yasser Arafat hefur fyrirskipað rann- sókn á láti mannsins. Reuter Góðar fréttir fyrir Bill Clinton: Tveir sýknaðir í Whitewatermálinu Starfsmenn Hvíta hússins önd- uðu léttar í gær eftir að kviðdómur sýknaði tvo samstarfsmenn Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, sem sakaðir voru um svik og sam- særi af Whitewater-saksóknaranum Kenneth Starr. Þeir Herby Branscum og Robert Hill, sem báðir störfuðu við kosn- ingaherferð Clintons árið 1992, eru bankamenn. Þeir voru ákærðir fyr- ir að hafa á sviksamlegan hátt not- að fé frá banka sínum til þess að hjálpa Clinton í kosningabarátt- unni. „Þessi ákvörðun kviðdómsins ætti að leggja þetta mál til hvíldar í eitt skipti fyrir öll,“ sagði lögmaður Hvíta hússins í gær. _ Þessi dómur er mikið áfall fyrir repúblikana sem höfðu vonast til að Whitewater-hneykslið yrði verða Clinton þrándur í götu í forseta- kosningunum í nóvember. Talið var að Whitewater-saksóknarinn Kenn- eth Starr, sem er repúblíkani, hafi vonast til að geta jafnvel ákært for- setahjónin sjálf en þessi dómur virðist gera út um þær vangaveltur. „Ég held að þetta séu lokin á Whitewater-málinu, að minnsta kosti á þessu ári,“ sagði Samuel Popkin, stjórnmálafræðingur við Kalifomíuháskóla, í gær. í sama streng tók Mark Rozell við háskól- ann í Washington: „Ef repúblíkanar vonuðust til að hneyskli yrði Clinton að falli voru þeir að blekkja sjálfa sig. Jafnvel fyrir dóminn sögðu kjósendur að Whitewater skipti ekki miklu máli. Núna skiptir það engu máli,“ sagði hann í gær. Reuter Hér má sjá elstu tvíbura Japans halda upp á hundrað og fjögurra ára afmælið sitt í gær. Þær Kin Narita og Gin Kanie búa á Hachijo eyju sem er 300 km fyrir sunnan Tokyo. Þess má geta aö kin og gin þýðir guil og silfur á japönsku. Tom Cruise: Lögsækir tíma- rit vegna upp- logins viötals Tom Cruise hefur farið i mál við þýska tímaritið Bunte og krafist milljarða skaðabætur vegna greinar þar sem efast er \ J um manndóm hans. Cruise fullyrðir að tímarit- ið Bunte hafi hreinlega skáldað upp viðtal við sig þar sem haft var eftir honum að hann væri ófrjór, framleiddi engar sæðis- frumur og gæti þvi ekki eignast börn. í málsskjölum er fullyrt að tímaritið hafi skáldað spurning- ar og svör um manndóm Cruise í þeim tilgangi að auka söluna á tímaritinu. Lögmaður Cruise segir hann alls ekki ófrjóan, hann hafi eðlilega sæðisfram- leiðslu og geti átt börn. Cruise er kvæntur leikkon- unni Nicole Kidman og saman eiga þau tvö ung, ættleidd börn. Cruise segir að upplogið viðtal Bunte geri lítið úr og hæðist að þeim fjölda fólks sem ættleiði börn af einni eða annari ástæðu. Hommar og les- bíur útilokaðar frá bókamessu Nokkrir útgefendur hugleiða að hætta þátttöku í alþjóðlegri bókamessu i Zimbabve, stærstu bókamessu í Afríku sunnan Sa- haraeyðimerkurinnar þar sem ríkisstjómin hefur útlokað homma og lesbíur frá bókamess- unni. Hommar og lesbíur eru með bás á messunni en sýna ekkert fyrr en hæstiréttur hefur úrskurðað um máliö. Reuter NÝ 6 VIKNA FITUBRENNSLUNÁMSKEIÐ hefjast 7. ágúst Mikil fræðsla og gott aðhald Matardagbók og uppskriftir Fitumælingar og vigtanir Mæting 3x til 5x sinnum í viku íþróttakennarar með menntun og reynslu Barnagæsla INNRITUN NÚNA I SÍMA 553 0000 órld Class Fellsmúla 24 108 Reykjavík Sími 553

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.