Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 22
á sérstæð sakamál FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 JL> "V Séu menn kvæntir fremur ófrið- um konum, sem e/u eldri en þeir, geta margs kyns vandræði sótt á þá, jafnvel þótt eiginkonurnar séu ríkar ... og jafnvel enn frekar vegna ríki- dæmis þeirra. Það kom greinilega í ljós af atburðunum sem hér greinir frá. Ray Cook var þrjátíu og tveggja ára þegar hann varð ástfanginn af tuttugu og þriggja ára hjúkrunar- konu, Kim Newell. Gallinn var hins vegar sá að samband þeirra hafði í fór með sér fleiri vandamál en hann gat þá látið sig gruna. Og reyndar gat hann kennt sjálfum sér um hvernig fór að lokum. Samband þeirra Rays og Kim hófst árið 1967 en þá hafði Kim þeg- ar fengið þann forsmekk af skugga- hliðum lífsins sem áttu eftir að setja mark sitt á tilveru hennar næstu áratugina. Sautján ára hafði hún orðið ástfangin af þrjátíu og átta ára kvæntum manni, Eric Jones. Hún varð ófrísk eftir hann en hann fram- kvæmdi sjálfur á henni ólöglega fóstureyðingu. Hann nýtti sér þá ólöglegu aðgerð til þess að ná tökum á henni svo hann gæti hagnast á henni og átt mök við hana. Þríhyrningurinn Þegar Ray Cook kynntist Kim Newell var hann óhamingjusamur í hjónabandi sínu. Kona hans, June, var níu árum eldri en hann og réð svo til öllu á heimili þeirra hjóna. Ástæðan var sú að hún var rík. Hún átti tvö hús fyrir utan það sem þau bjuggu í, tvo bíla, mikið af hluta- bréfum og peninga í banka. Þá hafði hún líftryggt sig og skyldi Ray fá tryggingaféð ef hún félli frá á undan honum. Þegar Kim kynntist Ray hreifst hún mjög af honum vegna þeirra möguleika sem hún taldi kynnin færa sér. Hún sá fyrir sér líf í alls- nægtum en til þess að sá draumur gæti ræst yrði Ray þó að koma konu sinni, June, fyrir kattarnef. En sam- band þeirra Rays og Kim hafði ekki staðið lengi þegar June komst að því og þá brást hún við á þann hátt að neita að veita manni sínum skilnað en hóta jafnframt að gera nýja erfðskrá. Við það gerbreyttist aðstaða Rays og Kim en Kim var ekki lengi að leggja til lausn á vand- anum. Tvöfalt uppgjör Eric Jones, sá sem leiddi Kim upphaflega af braut dyggðarinnar, hafði lengi haft tök á henni en nú fannst Kim tími til kominn að snúa dæminu við. Hún fór á fund hans og sagði honum aö hún hefði i hyggju að fara til lögreglunnar og kæra hann fyrir ólöglegar fóstureyðingar, nema því aðeins að hann aðstoðaði hana við að ráða June Cook af dög- um. Eric tók fullt mark á hótunum hennar. Þann 2. maí 1967 bauð Ray Cook konu sinni til kvöldverðar. Hún varð glöð yfir því að hann skyldi gera það því hún taldi það geta ver- ið merki þess að hann væri að verða ungu ástkonunni afhuga. Hún var því I góöu skapi þegar þau settust inn í annan bila hennar og óku af stað til veitingahússins sem var nokkuð langt frá heimili þeirra. Lá leiðin meðal annars um fáfarinn skóg. En þau náðu aldrei lengra en í hann. Skyndilega varð Ray að stöðva bílinn því kyrrstæður bíll lokaði veginum. Við hann stóð maður sem sagði bíl sinn hafa bilað. Bað hann um far. Maðurinn var Eric Jones. Honum var boðið í aftursætið en um leið og hann settist inn i bílinn steig Ray út. Tók Eric nú fram járn- bút og fór að slá June í höfðuð. Brátt féll hún æpandi í gólfið og Vettvangur glæpsins. reyndi síðan að komast út úr bíln- um. En Eric kom sínu fram og skömmu síðar var June öll. Frásögnin Meðan Eric var að ráða June af dögum stóð Ray við bílinn og fylgd- ist með því sem var að gerast. Og samtímis gægðist Kim fram undan tré. Hún hafði komið með Eric en falið sig svo June sæi hana ekki. Þau Kim og Eric settust nú upp í bíl hans og óku burt, eins og áætl- unin gerði ráð fyrir. Ray settist upp í bíl konu sinnar og ók honum á tré. Svo settist hann og beið eftir því að einhver kæmi á vettvang. Eftir nokkra bið bar að ökumann. Sá hann stórskemmdan bíl og konu liggjandi á veginum í blóði sínu. Ray sagði skelfilegt slys hafa orðið. Kona hans hefði slasast mikið og látist skömmu síðar. Kvaðst hann hafa dregið hana út úr bílnum eftir slysið, því hann hefði óttast að það kviknaði í honum og hann spryngi. Sá sem að kom trúði sögu Rays og gerði ráðastafnir til þess að lögregla kæmi á vettvang. Gerði hún það skömmu síðar. Grunurinn vaknar Lögreglumennirnir sem fengu málið til meðferðar tóku það föstum tökum. Þeir voru ýmsu vanir og þegar þeir höfðu skoðað skemmd- imar á bílnum, fengið staðfest að June hafði setið í framsætinu þegar hann lenti á trénu og kannað áverk- ana á hinni látnu fannst þeim sem saga Rays fengi vart staðist. Áverkamir á June voru á aftan- verðu höfðinu, enda hafði Eric Jo- nes setið fyrir aftan hana í bílnum er hann tók að slá hana með járn- bútnum. Ef hún hefði setið í fram- sæti bílsins þegar hann skall á tré- nu hefði hún hins vegar átt að kast- ast fram og áverkarnir því að vera á höfðinu framanverðu. Ekkert hefur komið fram um það hvers vegna þau Ray, Kim og Eric réðu ekki ráðum sínum á þann hátt að áverkarnir á June fengju staðist þá skoðun sem gera mátti ráð fyrir. Er helst að sjá sem Ray hafi treyst því að Eric myndi sjá svo -um að allt liti sennilega út, þó ekki væri nema til þess að vekja ekki upp grun- semdir um morð, en Eric hafi geng- ið til verknaðarins án þess að íhuga hvernig hann ætti að búa um hnút- ana. Þessi mistök urðu þeim sem að morðinu stóðu dýrkeypt. Frekari rannsókn Það renndi enn styrkari stoðum undir morðkenninguna að blóð fannst hvorki á mælaborðinu né framrúðu bílsins. Mikið blóð var þó í bílnum - en aðeins á sætisáklæð- inu og gólfinu. Rannsóknarlögreglumenn vildu geta rennt óhagganlegum stoðum undir þá fullyrðingu að um morð hefði verið að ræða. Var því tekið að yfirheyra fólk sem þekkti þau Ray, Kim og Eric og kom þá í ljós hvað búið gat að baki. Líftrygging June vakti grunsemdir, sem og það að ljóst varð að Ray hafði haldið við Kim, sem hafði aftur verið í sam- bandi við Eric árum saman. Þá varð ljóst að samband þeirra tveggja síð- astnefndu hafði ekki beinlínis verið til fyrirmyndar. Næsta skref rannsóknarlögreglu- mannanna var að handtaka Ray Co- ok. Var á hann borið að hann hefði skipulagt morðið á konu sinni, með það í huga að komast yfir eignir henar og geta kvænst ungri og lag- legri konu. Hann neitaði en þá var Eric Jonés hantekinn. Eric gafst upp við að reyna að verja sig fyrir ásökunum rannsókn- arlögreglúmannanna eftir nokkuð stranga yfirheyrslu. Sagði hann Ray Cook hafa fengið sig til að fremja moröið og hefði hann lagt til morð- vopnið. Ráttarhöldin Játning Erics varð til þess að þau Ray og Kim voru handtekin og smám saman skýrðist þáttur henn- ar í morðinu. En hún þótti koma fram á sérstakan hátt og vakti hegð- un hennar og afstaða undrun því konan þótti hörð og jafnvel ill. Það var sem slæmt lífemi á undangegn- um árum hefði sett sín merki á per- sónuleika hennar og átti hún eftir að vekja meira umtal, bæði við sjálf Ray Cook og Kim Newell, degi fyrir handtökuna. June Cook. réttarhöldin og síðar. Saksóknari lagði málið þannig fyrir réttinn að eftir að hann lauk máli sínu þótti fæstum nokkur vafi á því hvað gerst hafði. Þá var skýrsla tæknimanna ein og út af fyrir sig nóg til þess að sýna að saga Rays Cook um „slysið“ gat ekki átt við rök að styðjast. Kviðdómur sakfelldi þau Ray, Kim og Eric og í júní, sama árið og morðið var framiö, vom þau öll dæmd í lífstíðarfangelsi sem þýddi þó ekki að þau gætu ekki fengið frelsi síðar. Lýsing fulltrúans Tólf árum eftir að hún fór í fang- elsi var Kim Newell náðuð. Þegar hún var orðin frjáls kom þó í ljós að hún hafði ekki tekið miklum sinna- skiptum í fangelsinu. Dvölin þar hafði greinilega ekki orðið til þess að leiða hana af hinum breiða vegi inn á hinn þrönga stíg dyggðanna. í viðtölum lýsti hún því hvemig hún hefði um dagana notið þess að koma illa fram við karlmenn. Þá hefði hún einnig átt góðar stundir í fangelsinu. Þannig var fyrirsögn eins viðtalsins við hana: „Lesbísk ástarsambönd mín í fangelsinu". í sjálfu viðtalinu lýsti hún samskipt- Kim Newell. um sínum við nafntogaða morð- ingja. Eftir birtingu viðtalanna lýsti einn af virtustu mönnum hjá Scotland Yard, Ian Forbes, yfir þvi að hann liti svo á að Kim Newell væri ein versta kona sem hann hefði nokkru sinni hitt. Og hann lauk ummælum sínum á því að segja að líklega myndi hann aldrei hitta neina konu sem tæki henni fram að þvi leyti. Þótti ýmsum sem þessi ummæli sýndu enn einu sinni hver sannleik- ur er í spakmælinu fom, sem segir að oft leynist flagð undir fögru skinni. „Lausnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.