Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 36
60 afmæli FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 B iV Dögg Pálsdóttir. Dögg Pálsdóttir hrl., Bergstaðastræti 86, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Dögg fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hún lauk lögfræðiprófi við HÍ 1980, stundaði framhalds- nám í Stokkhólmshá- skóla í vátryggingarétti 1980-81 og lauk meistara- prófi (MPH) í heilbrigðis- fræðum í John Hopkins háskólanum í Baltimore 1986. Dögg var deildarstjóri og síðar skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 1981-85 og 1987-95. Dögg hefur rekið eigin lögfræðistofu frá ársbyrjun 1996. Dögg hefur veitt forystu fjölda stjórnskipaðra nefnda. Hún var for- maður barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1982-85, fyrsti formað- ur Zontaklúbbsins Emblu 1988-91, var varamaöur í útvarpsráði 1991-95 og í stjóm Menningarsjóðs útvarps- stöðva frá 1994. Á háskólaárum sat hún í stúdentaráði, var varamaður í háskólaráði og sat í stjórn Vöku. Dögg er formaður Lögfræðingafé- lags íslands, situr í rit- nefnd Lögfræðingatals og er i stjórn Félags um heilbrigðislöggj öf. Fjölskylda Dögg giftist 18.8. 1978 Ólafi ísleifssyni, f. 10.2. 1955, hagfræðingi og framkvæmdastjóra al- þjóðasviðs Seðlabanka íslands. Hann er sonur ísleifs Pálssonar versl- unarmanns og k.h., Ágústu Jóhannsdóttur húsmóður. Sonur Daggar og Ólafs er Páll Ágúst, f. 26.2. 1983. Systkini Daggar eru Jónína, f. 14.12.1949, tannlæknir, gift Magnúsi Guðmundssyni lækni; Ingibjörg, f. 14.12.1949, lyfjafræðingur, gift Helga Þórhallssyni verkfræðingi; Jón Rún- ar, f. 15.11. 1960, lögfræöingur; Sig- urður Páll, f. 15.11. 1960, geðlæknir, kvæntur Ásthildi S. Þorsteinsdóttur leikskólakennara. Foreidrar Daggar eru Páll Sig- urðsson, f. 9.11. 1925, fyrrv. ráðu- neytisstjóri, og k.h., Guðrún Jóns- dóttir, f. 6.10. 1926, geðlæknir. Ætt Föðurbróðir Daggar er Jón, for- stjóri Jámblendisverksmiðjunnar á Grundartanga. Páll er sonur Sigurð- ar, b. í Melbæ í Reykjavík, Jónsson- ar, b. á Eystri-Loftsstöðum, Erlends- sonar, b. í Hala, Ólafssonar. Móðir Erlends var Valgerður Erlendsdótt- ir, b. í Þúfu, Jónssonar. Móðir Er- lends í Þúfu var Halldóra Halldórs- dóttir, b. á Rauðnefsstöðum, Bjarna- sonar, ættfóður Víkingslækjarættar- innar, Halldórssonar. Móðir Páls var Ingibjörg Pálsdótt- ir, b. á Loftsstöðum, Einarssonar, b. í Ferjunesi, bróður Kristínar, langömmu Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra. Systir Einars var Guð- ný, amma Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara. Einar var sonur Hannesar, spítalahaldara á Kaldað- arnesi, bróður Bjarna, afa Bjarna Sæmundssonar fiskifræðings og bróður Jóns, afa Halldóru, langömmu Svanhildar, móður Sig- urgeirs Sigurðssonar biskups, foður Péturs biskups. Móðir Ingibjargar Pálsdóttur var Sigrún Sæmunds- dóttir, b. í Móhúsum á Stokkseyri, Guðmundssonar, b. í Nikulásarhús- um í Fljótshlíð, Helgasonar, afa Nínu Sæmundsson myndhöggvara. Guðrún er dóttir Jóns, stýri- manns í Reykjavík, Júníussonar, b. í Syöra- Seli, bróður ísólfs tón- skálds, fóður Páls tónskálds, föður Þuríðar söngkonu. Júníus var sonur Páls, b. á Syðra-Seli, Jónssonar, b. á Syðsta- Kekki, Sturlaugssonar, for- söngvara í Eystri-Rauðhóli, Jóns- sonar, b. á Qrjótlæk Bergssonar, ættfóöur Bergsættarinnar, Stur- laugssonar. Móðir Guðrúnar Jóns- dóttur var Jónína, systir Ragnars í Smára. Jónína var dóttir Jóns, hreppstjóra i Mundakoti á Eyrar- bakka, Einarssonar, b. á Heiði á Síðu, Bjamasonar, b. á Fossi, Ein- arssonar, b. á Fossi, Nikulássonar, b. I Hlíð undir Eyjafjöllum, Jónsson- ar, b. á Núpstað, bróður Eiríks, langafa Karitasar, móður Jóhannes- ar Kjarvals. Móðir Einars á Heiði var Rannveig Jónsdóttir, systir Ei- ríks, foður séra Sveins, föður Gísla alþingisforseta. Móðir Jóns í Mundakoti var Ragnhildur, systir Guðlaugar, ömmu Ástu, ömmu Dav- íðs forsætisráðherra. Móðir Jónínu var Guðrún Jóhannsdóttir, b. í Mundakoti, bróður Guðmundar, afa Guðna Jónssonar prófessors og afa Sesselju, ömmu Guðjóns Friðriks- sonar sagnfræðings. Magni Guðmundsson hagfræðing- ur, frá Sykkishólmi, Hofsvallagötu 21, Reykjavík, er áttræður á morg- un. Starfsferill Magni fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp og í Helgafellssveit. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1937 og tók próf í forspjallsvísindum við Háskóla íslands vorið 1938. Magni var i námi í viðskiptafræði við sérskóla á vegum Sorbonne i París veturinn 1938-1939 og tók kandidatspróf í hagfræði og stjórn- vísindum við McGill háskólann í Montreal 1946. Magni tók doktors- próf í hagfræði við Manitoba- há- skóla, Winnipeg, 1977. Fyrri hluta starfsævinnar var Magni með sjálfstæðan atvinnurekstur og rak veitingahús og innflutn- ingsverslun. Seinni hlut- ann stundað Magni fag- leg störf fyrir ríkisstofn- anir og ráðuneyti hér heima, einnig fyrir fylk- isstjórn Manitoba í Winnipeg og sambands- stjómina í Ottawa. Magni hefur stundað ritstörf og frá honum hafa komið bækur um efnahagsmál, stjómun og hagfræði. Fjölskylda Dóttir Magna fyrir hjúskap er Bergljót, dýrafræöingur að Keldum. Móðir hennar: Anna Böðvarsdóttir, Magnússonar, fyrrum bónda og hreppstjóra að Laugarvatni, og konu hans Ingunnar Eyjólfsdóttur. Kona Magna var Ása Hjartardóttir húsfrú, Hörðalandi 8, Reykja- vík, dóttir Hjartar Ög- mundssoanr, fyrrum bónda og hreppstjóra að Álfatröðum, Dala- sýslu, og konu hans Kristínar Helgadóttur. Böm Magna og Ásu: Guðmundur Magnús, löggiltur endurskoð- andi, Kanada; Hjörtur Ögmundur dýralæknir, Svíþjóð; Kristín, húsfrú, Reykjavík. Magni átti Fimm alsystkyni, sem öll eru látin: Steinar, byggingar- fræðingur; Kristján, brúarsmiður; Nanna, húsfrú; Gunnlaug, húsfrú; Lárus, skipstjóri. Magni átti einnig þrjú hálfsystk- ini. Tvö þeirra, Þóra og Atli, eru lát- in en Guðrún, húsfrú, er búandi í Reykjavík. Móðir hálfsystkinanna var Kristín Vigfúsdóttir Hjaltalín frá Brokey á Breiðafirði sem var seinni kona föðurins. Foreldrar Magna voru Guðmund- ur Jónsson, f. 29.1.1884 d. 22.12.1943, kenndur við Narfeyri, útgerðarstjóri í Stykkishólmi, og Guðrún Einars- dóttir, f. 26.9.1877, d. 24.11.1924, hús- frú. Faðirinn var af Ormsætt, móðir- inn af ætt Högna prestaföður. Magni verður að heiman á afmæl- isdaginn. Magni Guðmundsson. Sólveig Ásgeirsdóttir biskupsfrú, Hjálmholti 12, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Sólveig er fædd og uppalin í Reykjavík og lauk námi úr verslun- arskóla og húsmæðraskóla. Hún hef- ur verið húsmóðir auk þess að vinna við skrifstofustörf, m.a. í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík og á skrifstofu bæjarfógeta á Akur- eyri. Sólveig var prestsfrú á Akur- eyri 1948-81 og biskupsfrú í Reykja- vík 1981-89. Hún var í stjórn kvenfélags Akur- eyrarkirkju og um tima formaður þess. Einnig var hún í stjóm prests- kvennafélags íslands í nokkur ár. Fjölskylda Þann 3.8. 1948 giftist Sólveig Pétri Sigurgeirssyni biskupi, f. 2.6. 1919. Foreldrar Péturs: Sigurgeir Sigurðs- son biskup og Guðrún Pétursdóttir. Börn Sólveigar og Péturs eru: Pét- ur, f. 19.2. 1950, prófessor í Reykja- vík, kvæntur Þuríði Jónu Gunn- laugsdóttur húsmóður og eiga þau tvö böm; Guðrún, f. 25.5. 1951, d. 26.3. 1986, flugfreyja og skrifstofu- stúlka; Kristín, f. 31.5.1952, fulltrúi á Akureyri, gift Hilmari Karlssyni lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn; Sólveig Pétursdóttir, f. 21.06. 1953, meðferðarfulltrúi hjá Reykjavíkur- borg, gift Borgþóri Kærnested fram- kvæmdastjóra og eiga þau tvö börn. Systkini Sólveigar, sammæðra: Matthías Hreiðarsson, f. 9.9. 1913, d. 26.2.1995, tannlæknir í Reykjavík, og Guðný Hreiðarsdóttir, f. 30.7. 1921, skólaritari í Reykjavík. Systkini Sól- veigar, samfeðra: Matth- ías Ásgeirsson, f. 14.4. 1938, íþróttakennari í Reykjavík; Kristín Ás- geirsdóttir, f. 26.1. 1940, húsmóðir í Reykjavík; Hrafnhildur Ásgeirsdótt- ir, f. 18.11. 1944, fulltrúi í Reykjavík. Alsystkini Sólveigar; Guðbjörg Ásgeirsdóttir, f. 21.11. 1922, húsmóðir í Reykjavík, og Ásgeir Ás- geirsson, f. 6.5. 1931, kaupmaður á Ákranesi. Foreldrar Sólveigar vom Ásgeir Sólveig Ásgeirsdóttir. Ásgeirsson, f. 11.8.1885, d. 25. 5. 1972, kaupmað- ur, og Kristín Matthías- dóttir, f. 9.8. 1892, d. 6.5. 1931, húsmóður. Sólveig tekur á móti gestum í safnaðarheim- ili Háteigskirkju á af- mælisdaginn milli kl. 16.00 og 19.00. Til hamingju með afmælið 2. ágúst 90 ára________________ Óskar Sigurðsson, Ljósheimum 9, Reykjavík. 85 ára Garðar Sigurðsson, Sólbakka, Grindavík. 80 ára Sigurveig Jóhannsdóttir, Miðvangi 41, Haftiarfirði. Sigrún Ólafsdóttir, Vesturgötu 7, Reykjavík. 75 ára Rósa Kristinsdóttir, Dalbæ, Dalvík. Hannes Halldórsson, Meistaravöllum 29, Reykjavík. Laufey Pálsdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. 70 ára Finnbogi Bjarnason, Austurgötu 25, Hafnarfirði. Ágúst Jónsson, Nesbala 7, Seltjarnamesi. Sigrún Hólmgeirsdóttir, Gnoðarvogi 72, Reykjavík. Guðmundur S. Jacobsen, Hjallalundi 20, Akureyri. Sighvatur Amórsson, Miðhúsum, Biskupstungnahreppi. Sveinn Guðmundsson, Skipholti 12, Reykjavík. Birgir Baldursson, Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavik. 60 ára Ævar Þór Hjaltason Hörgatúni 13, Garðabæ. Inga E. Sigurðardóttir, Ægisgötu 38, Vogar. 50 ára Ámundi El- ísson, Breiðási, Hrunamanna- hreppi. Ámundi er fyrrv. vagns- stjóri, Breið- ási, Hruna- mannahreppi. Sambýliskona hans er Elín Jónsdóttir, aðstoðar- matráðskona við Búrfellsvirkjun. Ámundi dvelur á Reykjalundi um þessar mundir. Jóna G. Guðmundsdóttir, Litia-Sandfelli, Skriðdalshreppi. Guðrún Garðarsdóttir, Huldubraut 3, Kópavogi. Bragi Vagnsson, Burstafelli, Vopnafirði. Bára Benediktsdóttir, Sæbjörg Guðbjartsdóttir, Brimhólabraut 31, Vestmannaeyjar. Þorkell Máni Antonsson, Sandfelli, Hofshreppi. 40 ára Jóhanna Lámsdóttir, Kirkjubæ 2, Skaftárhreppi. Ragnheiður Hermanns- dóttir, Fi-amnesvegi 8, Reykjavík. Halldór Jakobsson, Logalandi 18, Reykjavík. Bjöm Bryujúlfur Bjömsson, Leifsgötu 16, Reykjavík. Ólafía Guðrún Kristmundsdóttir, Þverási 51, Reykjavík. Aðalsteinn Einarsson, Fjarðargötu 40, Þingeyri Sigurður Oddur Oddsson, Furubergi 9, Hafnarfirði. Birna Bjamadóttir, Strandgötu 8, Skagaströnd. Jóhanna Guðrún Egilsdóttir, Túngötu 15, Reykjanesbæ. Gunnar Jóhannes Halldórsson, Selvogsbraut 1, Þorlákshöfn. Hafdís Rúnarsdóttir, Ásholti 2, Mosfellsbæ. Sara Jóhanna Vilbergsdóttir, Bakkaseli 27, Reykjavík. Þorvaldur Bragason, Sæbólsbraut 39, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.