Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 44
68 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 %kvikmyndir__________________ Háskólabíó: Svarti sauðurinn Hér hefur Chris Farley, í hlutverki bróður frambjóöandans, komiö sér í sér í enn ein vandræöin. Hver man ekki eftir ær- ingjunum tveimur, Chris Farley og David Spade, í Tommy Boy sem Háskóla- bíó sýndi á síðasta ári? Nú eru þeir komnir aftur í far- sanum Svarti sauðurinn (Black Sheep) sem Há- skólabíó frumsýnir í dag. Hinn feitlagni Chris Farley leikur hrakfallabálkinn Mike Donelly sem vill allt gera til að hjálpa bróður sínum til að verða ríkis- stjóri en bróðirinn veit sem er að ef árangur á að nást þá verður hann að koma litla bróður sem lengst i burtu frá sér því það er ekki sama að vilja hjálpa og að framkvæma hjálpina og með sanni má segja að allt snúist í hönd- unum á Mike. Til að halda Donnelly sem lengst í burtu frá kosn- ingabaráttunni er ráðinn maður til að gæta hans fram yfir kosningar og sjá til þess að hann komi ekki nálægt kosninga- baráttunni en það þarf nú meira en einn mann til að stöðva hinn hjálp- sama Mike Donnelly. Þeir félagar, Chris Farley og Dav- id Spade, njóta mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og hafa báðar myndir þeirra, Tommy Boy og Black Sheep, fengið góða aðsókn. Þeir fé- lagar mynda saman dúett sem einna helst minnir á Abott og Costello þar sem annar er stöðugt að gera eitt- hvað af sér meðan hinn er jarð- bundnari og reynir að siða félaga sinn. Farley og Spade hafa unnið saman við gerð Saturday Night Live sjónvarpsþáttanna vinsælu í fimm ár. Chris Farley er nú hættur og hef- ur snúið sér alfarið að kvikmynd- um, en David Spade er enn innan- borðs og hefur ekki hug á að hætta störfum á laugardögum á næstunni. Leikstjóri er Penelope Spheeris en hún er ein fárra kvenleikstjóra sem hafa náð að festa sig í sessi í Holly- wood. Hún hefur undanfarin ár nær eingöngu haldið sig við gaman- myndir eftir að hafa byrjað sem leik- stjóri heimildarmynda og eru frægastar The Decline of Western Civilization 1 og 2. Gamanmyndir hennar eru Wayne’s World, The Little Rascals og The Beverly Hill- billies. -HK Rómantiska g anmyndin Sann&eikurínn um hu Frumsvnd í i É Abby er beinskeyttur JT''~ og orðheppinn stjórnandi S útvarpsþáttar. Noelle er gullfalleg fyrirsæta með takmarkað andlegt atgervi. Ljósmyndarinn Ben verður ástfanginn af persónutöfrum Abby en útliti Noelle. Gallinn er sá að hann heldur að þær séu ein og sama manneskjan. Óvinir í hverju horni Sérsveitin (Mission: Impossible) fer troðnar slóðir í gerð njósnamynda þar sem ómögulegt er að segja til um hver er vinur og hver óvinur. En það sem hún hefur fram yfir margar aðrar slíkar er snjöll úrvinnsla í átakaatriðum sem eru sterk og áhrifamikil auk þess sem Brian DePalma er í fínu formi og hefur ekki sýnt slíkan styrk við stjómvölinn frá því hann gerði The Untouchables. Eins og oftast í njósnamyndum er far- ið vítt og breitt um víðan völl og er að- eins að finna hnökra í handriti sem eru þó óþarflega áberandi. í Goldeneye og The Rock, sem eru myndir sem auðvelt er að taka til viðmiðunar, eru þessir sömu hnökrar til staðar en lítt áberandi og þvi er heildin mun sterkari og það er í raun ekki fyrr en eftir að sýningu lýkur að farið er að hugsa um þá. í Sérsveitinni næst aftur á móti ekki að breiða yfir þessa hnökra þótt hratt sé farið yfir og á því spennan það til að detta niður í sumum atriðum. Tom Cruise er, eins og Brian De Palma, í fínu formi og fer létt í gegn- um myndina og hefur ekki áður verið jafn sterkur í spennumyndum. Hann leikur sérsveitarmanninn Ethan Hunt sem er eitt hörkutóla i hópi sem fæst við mál sem aðrir hafa gefist upp á. í byrjun er hópurinn leidd- ur í gildru og lítur út fyrir um stund að Ethan sé sá eini sem komist hefur lífs af úr hildarleiknum. Til að klára verkið og hefna félaga sinna fær hann til liðs við sig tvö séní til þess meðal annars að hjálpa við að brjótast inn í aðalstöðvar CIA. Margt fer þó öðruvísi en ætlað var, enda reynast margir sem Ethan taldi vini sína leika tveimur skjöldum og loks getur hann engum treyst nema sjálfum sér. Það eru sérstaklega tvö atriði sem verða eftirminnileg. Fyrst er það innbrotið í CIA-bygginuna og aðferðin við að ná upplýsingum út úr móðurtölvu CIA. Það atriði er einstaklega vel útfært og þótt langt sé þá tapast aldrei hin fína hrynjandi sem einkennir það. Síðara atriðið er þegar þyrlan eltir járnbrautarlestina inn í göngin undir Ermarsund. Þar fara tæknimenn á kostum og í þessu atriði og í sjálfri lestinni næst upp mikil spenna sem dugar út myndina. Brian De Palma, sem ekki hefur átt sjö dagana sæla síðan hann gerði Bonfire of the Vanities, sýnir hvers hann getur verið megnugur og hef- ur góða yfirsýn yfir möguleika kvikmyndavélarinnar en munurinn á Sérsveitinni og The Untouchables er að þar hafði De Palma mun sterkara handrit til að byggja á og því nær Sérsveitin ekki The Untouchables að gæðum. Áður hefur verið minnst á frammistöðu Tom Cruise. Af öðrum leik- urum er helst að taka Jon Voigt fram yfir aðra. Hann er í rauninni sá eini aukaleikaranna sem nær að skapa eftirminnilega persónu. Frönsku stórleikararnir Jean Reno og Emmanuelle Béart hafa gert betur og ná litlu sambandi við persónurnar sem þau leika. Það verður þó ekki af Sérsveitinni skafið að þótt hægt sé að finna að ýmsu þá er myndin þeg- ar á heildina er litið góð skemmtun. Leikstjóri: Brian De Palma. Handrit: David Koepp, Robert Towne og Steven Zaillian. Kvikmyndataka: Stephen H. Burum. Tónlist: Danny Elfman. Aðalleikarar: Tom Cruise, Jon Voight, Emmanuelle Béart, Jean Reno og Ving Rhames. Hilmar Karlsson Stjörnubíó - Frú Winterbourne: Eins manns dauði er... Ef einhver skyldi halda að nafn mynd- arinnar eigi við eina persónu þá skal það leiðrétt strax að frúrnar, sem bera Winterbourne-nafnið í ' samnefndri mynd, eru þrjár. Tvær bera það með réttu en þriðja frú Winterbourne, sem er ættarnafn einnar fínustu og virtustu ætt- ar í Boston, heitir aðeins Connie Doyle og það er saga hennar sem rakin er á gamansaman hátt í myndinni. Það má segja að Connie Doyle eigi sér aldrei viðreisnar von i New York en þangað kemur hún blönk, vinalaus og með enga lífreynslu aö baki. Þeg- ar hún hverfur stuttu síðar þaðan er hún enn þá blönk og vinalaus en hefur öðlast lífsreynslu og er orðin ófrisk eftir sambýlismann sem hend- ir henni út þegar hún neitar að losa sig við fóstrið. Af tilviljun hittir Connie frú Winterbourne, unga, nýgifta og ófríska, sem er á leið til að hitta tengdaforeldra sína. Þegar lestin fer af teinun- um ferst frú Winterbourne ásamt eiginmanni en Connie lifir, eignast barn meðan hún er meðvitundarlaus og til sögunnar kemur þriðja frú Winterbourne sem, eins og allir aðrir, heldur nú að Connie sé tengda- dóttir hennar. Frú Winterbourne er sannkallað núútímaöskubuskuævintýri, ljúf og stundum góð skemmtun, en ójöfn. Öskubuskan okkar er að vísu dálítið frábrugðin þeirri sem við eigum að venjast. Hún er ekki með netta fæt- ur og er nokkrum kílóum of þung. Þá fellur hún aOs ekki inn í skorðað líf yfirstéttarinnar í Boston. Ricki Lake, sem margir eiga örugglega góð- ar minningar um úr nýrri myndum Johns Waters, er góð í hlutverki Conniear, passar vel inn í hlutverk hinnar ómenntuðu alþýðustúlku sem hefur þó stærra hjarta en flestir sem hún umgengst. Shirley MacLa- ine bætir einni eftirminnilegri kvenpersónu við stórt safn slíkra og á ekki í vandræðum með að beina athyglinni aö sér í þeim atriðum sem hún leikur í. Samleikur hennar og mexíkóska leikarans, Miguel San- dopval, sem leikur þjón hennar, er sérlega fyndinn. Þá erum við komin að Brendan Fraser sem er eins og frosin ýsa í hlutverki sínu. Persónan sem hann leikur, draumaprinsinn Hugh Winterbourne, er að vísu ekki sú líflegasta í myndinni en það liggur við að Fraser takist að eyðileggja hvert atriðið á fætur öðru með einstaklega fráhindrandi og litlausum leik. Ef betri leikari hefði verið í hlutverkinu hefði Frú Winterboufne verið mun meiri skemmtun. Leikstjóri: Richard Benjamin. Handrit: Phoef Sutton og Lisa-Marie Radano. Kvikmynda- taka: Alex Nepomnlaschy. Tónlist: Patrick Doyle. Aóalleikarar: Shirley MacLalne, Ricki Lake, Brendan Fraser og Mlguel Sandopval. -Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.