Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 11
FöSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 11 Fréttir Fræðslumiðstöð Reykjavikur tekin til starfa: Ein af stærstu starfseiningum landsins - segir Gerður Óskarsdóttir fræðslustjóri „Fræðslumiðstöðin verður ein af stærstu starfseiningum landsins með um 2.200 starfsmenn og fjár- magnsveltu upp á um 5 milljarða króna sem nemur þriðjungi af fjár- hagsáætlun borgarinnar. Hún mun þjóna um 40 menntastofnunum, þar af eru 30 almennir grunnskólar, 5 sérskólar og nokkrar aðrar fræðslu- stofnanir. Auk þess mun Fræðslu- miðstöðin sinna samskiptum við framhaldsskóla í borginni og einka- skóla sem borgin styrkir, t.d. tón- listarskóla," sagði Gerður Óskars- dóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur- borgar, á blaðamannafundi í Mið- bæjarskólanum í fyrradag. Þar var rætt um hina nýju Fræðslumiðstöð borgarinnar sem tók til starfa i gær í kjölfar flutnings grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Fræðslumiðstöðin verður til húsa í Miðbæjarskólanum og nú er unnið að viðhalds- og endurnýjunarverk- efnum í húsinu, sem er 98 ára gam- alt. „Þetta er ansi stórt og mikið um- fang. f þessum 30 grunnskólum eru 14 þúsund nemendur sem eru um þriðjungur allra grunnskólanem- enda í landinu'og meginverkefni Fræðslumiðstöðvarinnar verður á sviði grunnskóla. Þessi nýskipan gefur borginni tækifæri til þess að stýra þróun grunnskólastarfsins með heildstæðum hætti. Unnið er að áætlun um einsetningu allra grunnskóla Reykjavíkur fyrir árið 2003. í haust verður hafist handa um skipulag á lengdum og samfelldum vinnudegi fyrir nemendur. Stefnt er að því að bæta við vikulegan stundafjölda bekkja á næstu árum, Hin nýja 10-11 verslun sem opn- uö verður í Grafarvogi. 10-11 opnað í Grafarvogi í dag verður opnuð ný 10-11 verslun að Sporhömrum 3 í Graf- arvogi. Verslunin er hefðhundin 10-11 verslun og verður opin alla daga vikunnar frá klukkan 10-23. í tilefni opnunarinnar verða ýms- ar vörur á tilboðsverði, vöru- kynning og viðskiptavinum boð- ið upp á kafli og kökur. Þá fá öll börn íspinna og grillveisla veður bæði á fostudag og laugardag. -RR Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, og Gerður Óskarsdóttir fræðslustjóri á blaðamannafundin- um í Miöbæjarskólanum í gær. Þar var rætt um hina nýstofnuðu Fræðslumiðstöð borgarinnar sem tók til starfa í gær. DV-mynd Pjetur auk þess sem leitað verður eftir samvinnu við ýmsa aðila sem sinna tómstundastarfi og listnámi ungs fólks,“ sagði Gerður. -RR Ráðgjafarstofu heimilanna lokað vegna sumarleyfa: Fólk í fjárhagsvand- ræðum getur ekki leitað aðstoðar „Það er mjög slæmt að þeir skuli loka bara si svona. Ég hef verið í gjaldþrotabasli og veit hreinlega ekki hvert ég á að leita. Ég veit um marga aðra sem eru illa staddir fjár- hagslega og hafa reynt að leita á Ráðgjafarskrifstofuna undanfarið en verða að bíða fram til 19. ágúst og þá gæti allt verið orðið of seint,“ segir ungur maður sem’ ekki vill láta nafns síns getið. Hann ætlaði á dögunum að leita til Ráðgjafarstofu heimilanna vegna fjárhagserfiðleika og yfirvofandi gjaldþrots en kom að luktum dyrum. Ráðgjafarstofunni hefur verið lokað vegna sumarleyfa starfsfólks frá 22. júli tii 19. ágúst. Ráðgjafarstofa heimilanna hefur liðsinnt fólki sem er í fjárhagserfið- leikum. Hún tók til starfa í febrúar á þessu ári og á þeim tíma hafa mjög margir leitað til hennar með mál sín. Þar starfa að jafnaði fjórir ráðgjafar en þeir hafa nú allir tekið sér sumarfrí. „Það er réttarhlé þannig að dóm- stólar eru lokaðir á þessum tíma og því taldi framkvæmdastjórn Ráð- gjafarstofunnar skilvirkast að loka henni á sama tíma. Það fólk sem vinnur á Ráðgjafarstofunni verður auðvitað að fá frí eins og annað fólk og það er ekki hægt að ráða aðra í staðinn því þetta er fámennur vinnustaöur. Það eru fjölmargir aðrir sem loka vegna sumarfría, sérstaklega þegar um litlar einingar er að ræða og því sé ég ekkert at- hugavert við þetta. Við skiljum það að fólki finnist erfitt að geta ekki náð sambandi við Ráðgjafarstofuna á þessúm tíma og það sýnir okkur hve starfsemi hennar er mikilvæg," sagði Ingi Valur Jóhannsson, deild- arstjóri hjá félagsmálaráðuneytinu, við DV, aðspurður um málið. -RR NÁTTHAGI Garðplöntustöð við Hvammsveg í Ölfusi Eigandi Ólafur Njálsson 198 teg. trjáa og runna til sölu í sumarbústaðalönd, skjólbelti, berangurslega garða og skjólgóða garða. Landsins mesta úrval alparósa (44 teg. og afbr.). Berjarunnar (10 teg. og afbr.), klifur- plöntur (10 teg. og afbr.), runnamura (7 afbr.) og margt fleira. Nýjar tegundir, t.d. skrautkirsuberjatré, eik, beyki, demantsvíðir, þúfuvíðir og stjörnutoppur. Krúttleg dvergfura á aðeins 600 kr. stk. Sími: 483 4840 • Fax: 483 4802 ♦ Opið: Alla daga kl. 10-19 Taktu þátt í spennandi maraþonleik og þú getur átt von á glæsilegum vinningum. Það eina sem þú þarft að gera er að svara spurningunum hér að neðan og senda inn svarseðilinn til DV og þú ert kominn í pottinn Vikulega verða dregnir út 5 heppnir vinningshafar sem fá fría skráningu í Reykjavíkur maraþonið sem er þann 18. ágúst næstkomandi. Nöfn vinningshafa munu birtast í Helgarblaði DV. Föstudaglnn 16. ágúst verða jafnframt dregnir út glæsllegir vinnmgar: k 3 íþróttagallar og bolir frá Mizuno t 3 líkamsræktarkort frá líkams- ræktarstöðinni Mætti 5 kassar af heilsudrykknum Aquarius frá Vífilfelli 1 5 Barilla pastakörfur frá SS 2 pitsuveislur fyrir 3 frá Pizza 67 Sendu inn svarseðilinn núna 09 þú ert með í pottinum frá byrjun. Þú getur sent inn eins marga seðla og þú vilt. (Ekki er tekið við Ijósritum.) Utanáskriftin er: DV-maraþon, Þverholti n, 105 Reykjavík. Eftirtaldir hafa unnið sér inn fría skráningu í Reykjavíkur maraþoninu þann 18. ágúst nk. Helga K. Björgólfsdóttir, Crenigrund 14, 300 Akrines Mekkín Daníelsdóttir, Baldursgötu 13, 101 Reykjavík Sigrún Ö. Siguríardóttir, Lyngheiði 11, 810 Hverageríi Edda Baldvinsdóttir, Tunguseli 6, 109 Reykjavík íris Edda Heimisdóttir, Oddnýjarbraut 3, 24; SandgerSi Vinningshafar eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Reykjavíkur maraþons ius irra >9Sizina, cwm $

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.