Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 26
50 éí>vefnum LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1996 DV Ættleiðingar á vefnum Þeir sem hafa áhuga á því að auðga líf sitt með því að ættleiða börn geta nú í síauknum mæli not- að sér veraldarvefinn til þess að leita sér upplýsinga um það langa og erfiða ferli sem ættleiðingar eru oft. Regnbogabörn Á slóðinni http://rainbow- kids.com / er vefrit er kallast Rain- bowKids.com og er það ætlað vænt- anlegum foreldrum um allan heim. Eins og við er að búast er vefritið, eins og margt annað efni á Internet- inu, miðað við bandarískar aðstæð- ur, en í fljótu bragði verður ekki annað séð en að íslendingar geti nýtt sér RainbowKids.com enda gef- ur tímaritið sig út fyrir að vera al- þjóðlegt. Á meðal þess gagnlega efnis sem þarna er að finr.a eru svör við al- gengum spurningum um ættleiðing- ar. Á þessari heimasíðu er listi yfir um 25 lönd þaðan sem hægt er að ættleiða börn. Þar er talað um hvaða skilyrði væntanlegir foreldr- ar þurfa að uppfylla. Hér er meðal annars fjallað um hversu gömul börnin eru til ættleiðingar í við- Bandarísku hjónin Kirby og Marie Bartell ættleiddu stúlkubarn frá Kína. Saga þeirra, ásamt myndum, er á slóðinni http:www.itgnet.com/ksloan komandi landi, hvort leyft sé að frá- skilið fólk ættleiði börn og hve lang- an tima það tekur að fá barn til ætt- leiðingar. Reynslusögur þeirra foreldra sem hafa ætt- leitt börn ættu að höfða til allra. í því tölublaði sem blaðamaður skoð- aði er fjallað um ætt- leiðingar í Bólivíu. í grein sem Bandaríkja- maðurinn Jim Schultz skrifar kem- ur í ljós að í Bólivíu eru um 22.000 yfirgefin eða munaðarlaus börn. Hann lýsir nákvæmlega því ferli sem fólk þarf að fara í gegnum við ættleiðingar þar, réttarkerfi og framkomu yfirvalda í Bólívíu. Á síð- unni má skoða eldri tölublöð af vefritinu. Ættleiðingar í einstökum ríkjum Til eru heimasíður sem eru helg- aðar ættleiðingum í einstökum löndum. Þar er fjallað um hvað þarf til að geta ættleitt börn frá viðkom- andi löndum, hvaðan börnin koma og hve gömul þau séu. Stundum er jafnvel hægt að skoða myndir af börnum og lesa um sögu þeirra. Einnig er hægt að hafa samband við foreldra se'm hafa ættleidd börn frá einstökum ríkjum og lesa reynslu- sögur sem virðast það sameiginlegt að þær hafa allar góðan endi. Hvort það sé alltaf þannig skal ósagt látið. Síða helguð Ungverja- landi er haldið úti af bandarísku samtökunum East-West concept sem bjóða upp á frekari þjón- ustu gegn gjaldi. Slóðin þangað er /world.std.com/~A- doptHun. Heimasíða helguð ættleiðing- um frá Kína er á slóðinni http: //www.adoptchina.org/ccai/cca- i.html og síða sem fjallar um ætt- leiðingar frá fyrrverandi lýðveld- um Sovétríkjanna gömlu er á slóð- inni Diskó Það er heill hellingur til af efni um Diskó á vefnum. Heimasíðunni á slóðinni 8 http://zebra.msci.memp- his.edu/~ryburnp/discoweb.ht ml er haldið úti af Paul nokkrum Ryburn sem er kenn- ari i stærðfræði í Memphis-há- : skóla í Bandaríkjunum. Á síð- | unni má skoða sýndar diskó- j dansgólf, skoða lista yfir 101 bestu diskó-lögin, að dómi . þessa eiturhressa stærðfræði- kennara. Á síðunni er fjöldi tenginga á aörar diskósíöur, þar á meðal á ævisögu Johns ; Travolta. Paul Rybum mun vera sá eini í Memphis-háskóla sem er með diskókúlu á skrif- I stofunni sinni. Ævintýraveröld Tolkiens - ótrúlegt safn mynda Hið jafnanlega ■meistaraverk J.R.R. Tolki- ens, Hringa- dróttinssaga, hefur nýlega komið út á ís- lensku. Á ver- aldarvefnum er hreint ótrúlegt úrval af efni sem er helgað þessum mikla sagnameistara. Sérstaklega er eftir- tektarvert hve mikið er til af mynd- um úr bókum hans enda hafa ýms- ir listamenn sótt innblástur i verk hans. Listaverkasafn Á slóðinni http://ven- us.ci.uw.edu.pl/users/gandalfl/tolk ien/tolkien.html er safn tenginga á síður sem eru helgaðar Tolkien. Þar á meðal er safn mynda úr bókum skáldsins. Sérstaklega eru myndirn- ar úr Hringadróttinssögu mjög vel óvið- Kína: Eftir síöustu kjarnorku- -vopnatjlraun er Kína komiö á kalda ITstajin. http://www.glr€iat- chinaweb.com/ \ Jfolasveínninn: Hv£í-£«rf 'á honum aö halíkfnúna? http://web.tefepost.no/ Santa/Clau/.html GritKlatilaup: Eftir velgengni Guörúqar Arnardóttu/í Atf- anta ©f tíJvaÖö aö skoöaslðö- Veöur: Hei urstofunnai http://ww' nasíöa veö- er á /.vedur.is/ Skröi: Oþarfi aö hugsa um # slíktNnema þú sért aö faro. upp ayökul. http://www.sd68.nanai mo.bc.ca/.v schools/wata/students/ , jbarnett/welcöm^2.htm Bandaríska draumaliöiö^Pess- ir stiátiar-efu bestir. SköÓÍÖnba.com Þessi stórfenglega mynd eftir Alan Lee sýnir umsátrið um Gondor. Myndin er ein af þeim fjölmörgu úr bókum Tolkiens sem finna má á slóöinni http://shire.ncsa.uiuc.edu/Tolkien/index.html heppnaðar en þær má skoða með mismikilli upplausn. Slóðin á lista- verkasafnið er http://shire.ncsa.u- iuc.edu/Tolkien/index.html Æviferill Aðdáendur Tolkiens hafa sett upp síðu þar sem æviferill, fræðistörf og ritstörf hans eru skoðuð ofan í kjöl- inn. Myndir eru af öllum húsum sem Tolkien bjó í og af þeim fræða- setrum sem hann starfaði á. Hægt er að heimsækja gröf skáldsins og konu hans, Edith Mary Tolkien, en þau vera grafin í Wolvercote kirkju- garðinum í norðurhluta Oxford. Slóðin þangað er http: //info.ox.ac.uk/~tolksoc/Tolki- ensOxford/ Helstu atburðir í lifi Tolkiens eru raktir í tímaröð á slóð- inni http: //www.lights.com/tolkien/timel- ine.html því að menn væru að lesa of mikið út úr bókum hans. Hægt er að nálg- ast fræðilegar úttektir á verkum Tolkiens á slóðinni http: //www.chem.lsu.edu/cbury/ETEP/ Contents.html. Umfjöllun Mikið hefur verið skeggrædd um bækur Tolkiens, jafnvel þó að hann sjálfur hafi aldrei verið hrifinn af Listamaðurinn Angus^ McBride fangar hér skemmtilegt atvik í Hringadróttinssögu þegar Píppin og Merry hitta Treebard sem á eftir aö hafa örlagarík áhrlf á gang mála í sögunni. CIA Bandaríska leyniþjónustan er með nokkuð góða vefsíðu á slóðinni http://www.odci.gov/cia/ Þar er fræðsla um starfsemi stofn- unarinnar, tengingar á aðrar síður tengdar njósnum og al- þjóðamálum og ef einhver hef- ur áhuga á slíku þá er safn loft- mynda sem teljast ekki lengur leynilegar. Mesti fengurinn á síðunni er þó CIA World Fact- book sem er í raun gagna- grunnur þar sem finna má tölu- legar staðreyndir um öll ríki í heiminum. Einnig er listi yfir alla þjóðarleiðtoga og ráðherra. Þar er til dæmis hægt að fletta því upp að fjármálaráðherra Kazakhstan heitir Aleksandr j; Pavlov. Bílar Efni sem tengist öllu sem er á | fjórum hjólum má finna á slóð- inni http: 1 / www2.arnes.si/guest/uljfntfi zl/autoABC/various.html Það- an eru tengingará tímaritin Car and Driver, Autoshop Online þar sem menn geta fengið leið- beiningar um hvernig gera á við bíla sína eða skoðað sig um á söfnum sem eru helguð bíl- ‘ um. Bingó Hin sívinsæla dægradvöl " bingó á sér auðvitað aðdáendur á Internetinu sem annars stað- ar. Þeir sem hafa aðgang að Internetinu og eru forfallnir bingóspilarar ættu að skoða sióðina http://www.cyber- spc.mb.ca/~cbenn- ; ett/bingol.html Umsjón Jón Heiðar Þorsteinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.