Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 16
sælkerinn FÖSTUDAGUR 2. AGUST 1996 Helga Kristjánsdóttir hjá Pastó pasta: Pastaréttir með laxi eða silungi upplagt til að nýta veiðina % b. hveiti 250 g kotasæla H b. mozarella 2 egg, pískuð Steikið lauk, hvítlauk og gulræt- ur. Blandið tómötunum og púrré saman við og látið sjóða í 15 mín. Bætið laxi eða silungi út í. Leggið lasagne-blöð í eldfast mót og smyrj- ið síðan V2 af laxablöndunni yfir og y2 af ostablöndunni. Endurtakið þetta og stráið að lokum parmesa- nosti yfir. Bakið við 180-200° í 45 mín. Ostasósa: Bræðið smjör á pönnu, hellið hveiti út í og hrærið vel sam- an. Blandið mjólk saman við og lát- ið sjóða. Bætið loks mozarella og kotasælu út í. Ferskt pastasalat 250 g Pastó Tortelloni m/hvít- lauksostafyllingu 1 lítill rauðlaukur, saxaður y2 b. sveppir, skornir í bita y4 b. gúrka, skorin í bita 2 gulrætur, skornar i bita 50-80 g Pastó sólþurrkaðir tómat- ar í olíu Sjóðið pastað i u.þ.b. 5 mín. og kælið. Blandið grænmetinu saman við ásamt olíunni. -ingo matgæðingur vikunnar Matarmikil salöt eru gott nesti fyrir helgarferðir eða jafnvel stuttar lautarferðir. Salötin eru auðvitað einnig prýðisgóðar mál- tíðir heima fyrir og góð tObreyt- ing frá þungum kjötmáltíðum. Grænmeti er þar að hauki hollt. Hér á eftir fylgja tvær upp- skriftir að gómsætum salötum sem fylla vel magann. Blómkálssalat með furuhnetum 1-2 blómkálshöfuð sait og hvítur pipar 30 g furuhnetur 1- 2 biaðlaukar 2 meðalstórir tómatar 2 tsk. meðalsterkt sinnep 8-10 msk. hvítvínsedik 2- 3 msk. hunang 1 tsk. karrí 2 msk. olía 5 msk. vatn Kjúklingaréttur og gúllassúpa „Ég held að það sé bara nákvæm- lega sama hvað ég elda. Ég hef jafn- gaman af allri matreiðslu,“ segir Bogga Sigfúsdóttir í Höfnum sem er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hún segir rétt- ina, sem hún býður uj góða og fljótlega og velt að undirbúa fyrir- fram. Unghænuna er hægt að sjóða fyrirfram og súpuna er hægt að geyma í kæli eða frysti og taka fram þegar á þarf að halda. Kjúklingaráttur 1 unghæna 1 stór laukur 1 græn paprika 1 rauð paprika 1 dós tómatkraft- ur (tómatpuré) eða 2 litlar 1-2 stórir súpu- teningar 1/2 dós sveppir, soðið notað í sós- una Sjóðið unghænuna 1 tvær til þrjár klukku- stundir. Kjötið hreinsað og skorið í smá bita. Sker- ið laukinn og paprikuna í bita og steikið á pönnu. Bakið upp sósu með soð- inu og látið paprik- una, laukinn, sveppina, tómat- kraftinn og kjötið í sós- una. Pipar og salt eft- ir smekk. Berið fram með hrísgrjón- um, rist- uðu brauði og sojasósu. Uppskriftin er miðuð við fjóra. Gúllassúpa 800 g nautakjöt eða nautahakk 2 stórir laukar smáklípa af smjörlíki eða matarol- ía 1 3/4 msk. paprikuduft 1 1/4 1 vatn 1/4 1 mjólk 2 stórir súputeningar 8 meðalstórar kartöflur 3 stórar gulrætur 2 paprikur, gul og græn 1 dós tómatpasta, 170 g 1 dós tómatkraftur (tómatpuré), 140 g Steikið kjötið í potti með lauk. Setj- ið vatnið í pottinn og súputeningana og paprikuduftið, látið sjóða við væg- an hita í 50 mínútur ef kjöt er notað en í 30 mínútur ef notað er hakk. Flysjið kartöflurnar og skerið í litla bita ásamt paprikum og gulrót- um og bætið í pottinn. Látið sjóða við vægan hita í 30 til 40 mínútur. Pipar og salt eftir þörfum. Súpuna, sem ætl- uð er fyrir sjö, má geyma í frysti. Bogga skorar á Frugit Thoroddsen að vera næsti matgæðingur. Þvoið blómkálið og hlutið nið- ur. Sjóðið í söltu vatni í 15 mín- útur. Látið kólna. Furuhneturn- ar éru ristaðar á pönnu. Blað- laukurinn þveginn og skorinn í þunnar sneiðar. Tómatarnir þvegnir og skomir smátt. Sinnep, hvítvínsedik, vatn, salt, pipar, hunang og karrí hrært saman. Olíunni síðan blandað saman við. Blaðlaukur og tómatur settur út í. Blönd- unni hellt yfir blómkálið og furu- hnetum stráð yfir. Kartöflu- og baunasalat 750 g kartöflur 750 g sniðbaunir salt og hvitur pipar 125 ml hvítvinsedik 100 ml grænmetissoð 1 tsk. sykur 6 msk. olía 2 meðalstórir laukar 200 g sterkur ostur Þvoið kartöflumar og sjóðið. Skrælið síðan. Þvoið og skerið baunirnar á meðan kartöflurnar sjóða. Látið baunirnar krauma í léttsöltuðu vatni í 15 mínútur. Hrærið saman hvítvínsedik, grænmetissoð, salt, pipar og syk- ur. Blandið olíunni saman við. Skerið kartöflumar í sneiðar og blandið saman við baunirnar og löginn. Látið standa undir loki í 30 mínútur. Afhýöið laukinn og skerið í þunnar sneiðar. Osturinn skor- inn í teninga. Lauk og osti bland- að varlega saman við kartöflurn- ar og baunirnar. e.t.v. ekki að nýta hann á annan hátt en að grilla hann,“ sagði Helga Gréta Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Pastó pasta i Kópavoginum, í sam- tali við Helgarblaðið. Við leituðum til Helgu eftir skemmtilegum pastauppskriftum því fólk vill gjarnan borða eitthvað létt á þessum árstíma. Við komum ekki að tómum kofanum þar og birtum uppskriftir hennar hér fyr- ir neðan. Þær miðast allar við fióra. Reyktur lax m/fylltu pasta 500 g Pastó tortelloni m/valhnet- um og basil 400 g reyktur lax eða silungur 2 tsk. olífuolía 1 saxaður laukur 1 búnt ferskur aspas, skorinn 2 tsk. sinnepsfræ 1 peli rjómi 2 tsk. ferskt basil 1 tsk. brandy Sjóðið pastað í 4-5 min. og skerið fiskinn i þunnar sneiðar. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann er gullin. Bætið fiskinum út í, þá aspasinum, sinnepsfræjunum, brandy og loks rjómanum. Látið sjóða í 2-3 mín. Bætið basil út í og hellið yflr heitt pastað. „Ég valdi uppskriftir með laxi eða silungi vegna þess að það eru svo margir að veiða á þessum árstíma. Fólk er oft í vandræð- um með aflann og kann Lasagne ra/laxi og ostasúsu 1 pakki Pastó lasagne 20 g smjör 2 saxaðir laukar 1 hvítlauksrif 2-3 gulrætur, skorn- ar í bita 2 d. niðursoðnir tómatar 1 tsk. tómat púrre 500 g soðinn lax 1 tsk. parmesanostur Ostasósa: 60 g smjör Pönnukökur með jarðar- berjum og ís pönnukökudeig vanillusykur jarðarber appelsínulíkjör ís flórsykur sítrónumelissa Skerið jarðarberin í sneiðar og stráið yfir þau vanillusykri. Bakið pönnukökurnar og haldið þeim heitum. Gott er að hella um 1 msk. af appel- sínulíkkjör á hverja pönnuköku áður en þær eru fylltar með jarðar- berjum. Avaxtasalat með limesósu lime, nektarínur, plóm- ur, kíví, bananar, bláber og vanillusykur er tilval- in blanda í flnan eftirrétt. Börkur af lime-ávextin- um er rifinn gróft og blandað saman við. Lime- safa má nota í sósu og blanda sykri og öðru eftir smekk. Skreyta má með myntublöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.