Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 33
fréttir Trausti Bjarnason á bökkum Krossár þar sem fáir laxar eru þessa dagana og telur Trausti að Silfurlax hafi þar mikið að segja. Áin er geysilega falleg en það dugir ekki fyrir veiðimenn. Peir vilja laxa. DV-mynd G. Bender Yfir 60 þúsund laxar hjá Silfurlaxi: Fisklitlar veiðiár ár eftir ár „Þú sérð þetta sjálfur. Einn og einn fiskur er að koma inn á flóð- inu, stundum enginn. Oftast eru þetta bara bleikjur," sagði Trausti Bjarnason á bænum Á á Skarðs- strönd, þegar hann gekk með blaða- manni fyrir fáum dögum meðfram fisklítilli Krossánni. Þrotabú Silfur- lax hefur nú náð yfir 60 þúsund löx- um en Dalaárnar áttu 10% af laxin- um sem náðist áður en þrotabúið, sem núna rekur Silfurlax, tók við. Það gæti þýtt 6000 laxa úr þessum laxveiðiám sem hafa náðst. „Auðvitað erum við óhressir hérna í Dölunum. Landbúnaðarráð- neytið sagðist ekkert gera nema í samráði við okkur í veiðifélögunum hérna á -svæðinu. Þeir þverbrutu málið og sniðgengu okkur. Þrotabú- ið hefur fengið leyfi til 7. júlí 1998. Þeir mega taka laxinn og við vorum ekkert spurðir um málið. Við lýsum allri ábyrgð á hendur landbúnaðar- ráðneytinu, Veiðimálastofnun og þrotabúi Siflurlax. Það sýður á okk- ur. Við eigum þessar veiðiár og fisknum hefur fækkað mikið á hverju ári. Þetta gengur ekki leng- ur, veiðimenn nenna ekki að veiða í fisklausum veiðiám,“ sagði Trausti enn fremur. „Við höfum fengið lítið af laxi í Hvolsá og Staðarhólsá enn þá. Silf- urlax gæti verið búinn að taka eitt- hvað af fisknum," sagði Sæmundur Kristj ánsson þegar við spurðum um stöðu mála í gærdag. En lítið hefur gengið af laxi í árnar enn þá. „Það er hneyksli ef ráðneytið hef- ur gefið þetta leyfi. Þetta gengur ekki lengur," sagði Sæmundur í lok- in. „Það er rétt að við höfum fengið yfir 60 þúsund laxa núna en við erum bara að bjarga þeim verðmæt- um sem eru við stöðina, þrotabúið," sagði Ásgeir Magnússon, lögmaður þrotabús Silfurlax, í samtali við DV í gærdag. G. Bender Silungsveiðin gengur feiknavel, sérstaklega bleikjuveiðin. Pað sama er ekki hægt að segja um laxveiðina, hún gengur misvel. Hún Brynhildur Oddsdótt- ir veiddi þessa tveggja punda bleikju á maök í Sigríöarstaöavatni við Hvít- serk. DV-mynd G. Bender myndasögur. FÖSTUDAGUR 2. AGUST 1996 Hvað angrar þig, Sólveig? Get ég hjálpað þér eitthvaö? Ég er að velta þvl fyrir \ mér hvort ég eigi von á ] v besta ári i lífi minu innan / skamms eða hvort það er liðið. ©PIB MhlUHI Það er ekki rétt að nefna svonaj i vandamál, Sólveig, þetta er j \-smitandi. \ . ../> Hef ég nokkurn tlma sýnt þór örin sem ég fékk I bardaganum á Örtygsstöóum? I' ' - 7-AL ;| Ég vissi ekki að þú hefðir; | verið uppi á Sturlungaöld.j Hvaða Sturlungaöld? Ég er að tala um ''U./.'li konunamína! 'M'.F? Flækjufótur Mummi Siggi Lisa og Láki Andrés Önd Gissur gullrass Hvutti Hrollur Tarzan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.