Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 24
FÖSTUDAGUR 2. JEWWé Askrifendur fá afrmll Hhi/tiin, aukaafslátt af Smðauglýsingar smáauglýsingum DV m hliðin Langar mest að hitta Steve Ballesteros - segir Birgir Leifur Hafþórsson, Islandsmeistari í golfi „Þetta var alveg yndislegt," segir Birgir Leifur Hafþórsson sem varð íslandsmeistari í golfi um síðustu helgi. Birgir hefur spil- að golf síðan hann var 11 ára. Hann var fyrst I fótbolta en slysað- ist upp á golfvöll, eins og hann orðaði það, og eftir það varð ekki aftur snúið. í sumar hefur Birgir æft golf í um 7 klukkustundir á dag og því haft lítinn tíma til að stunda vinnu. Hann á eftir einn vetur í Fjölbrautaskóla Vesturlands. mai Fullt nafn: Birgir Leifur Haf- þórsson. Fæðingardagur og ár: 16, 1976. Kærasta: Birna Guðbjartsdótt- ir. Börn: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Nemi og leiðbeinandi í golfi. Laun: Engin. Áhugamál: Golf og íþróttir yfir- höfuð. Hefur þú unnið í happ- drætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Að spila golf. Hvað finnst þér leiðinleg- ast að gera? Mér dettur ekk- ert í hug. Uppáhaldsmatur: Ham- borgarhryggur að hætti ömmu. Uppáhaldsdrykkur: Rauð- vín. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur f dag? Nick Faldo. Uppáhaldstímarit: Nýtt líf. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan kærustuna? Naomi Camp- bell. Ertu hlynntur eða andvíg- ríkisstjórninni? Hlynntur. Hvaða per- sónu langar þig mest að hitta? Seve BaUesteros. Uppáhaldsleikari: Samuel L. Jack- son. Uppáhaldsleikkona: Julia Ro- berts. Uppáhaldssöngvari: Bono í U2. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Davíð Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Hómer Simpson. Uppáhal dssj ón varpsefni: Skemmtiþættir og íþróttir. Uppáhaldsmatsölustaöur: Lanterna í Vestmannaeyjum. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Enga sérstaka. Ég nenni ekki að lesa. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 957. Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn sérstakur. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Stöð 3. Uppáhaldssjón- varpsmaður: Val- týr Björn. Uppáhalds- skemmtistað- ur: Enginn sér- stakur. Uppáhaldsfé- lag í íþrótt- um: íþrótta- bandalag Akraness. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að vera ham- ingjusamur. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Sumarfríið fer í að spila golf. &r.Ssiæa Fyrir- gefur Melanie Don Johnson, hetjan úr Miami Vice, er gjörbreyttur. Hann varð búddisti og fór í afvötnun eftir eig- inkonan, Melanie Griffith, yfirgaf hann vegna Antonio Banderas. Johnson segist vera búinn að íhuga hvað það var sem fór úrskeiðis í hjónabandinu og er búinn að fyrir- gefa Melanie. Innan skamms sést hann á hvíta tjaldinu með Kevin Costner í myndinni Tin Cup. Vinkonur og skólasystur úr Grafarvoginum: Fara tíu saman til Akureyrar - sækjast meira eftir stemningunni en dagskránni Veldur mörgum höfuðverk Carl Philip Svíaprins veldur mörgum foreldrum af finum ættum höfuðverk þessa dagana. Prinsinn á nefnilega erfitt með að ákveða í hvaða framhaldsskóla hann ætlar að fara. Fína fólkið bíður þræl- spennt því það vill gjarnan koma börnum sínum í skólann sem prins- inn gengur í. Ógeðsleg leikföng eru í tísku „Crazy Balls“ er nýjasta æðið í Kaupmannahöfn. Hafi menn sterkar taugar kaupa þeir sér slík leikföng og sitja í bókstaflegri merkingu með hjartað í höndunum eða augað, þarmana og heilann. Og þegar ýtt er á leikföngin gefa þau frá sér ógeðs- leg hljóð. Eftirspurn eftir þessum tískuleikföngum er svo mikil að þau eru víða uppseld. Börn hafa gaman af ógeðslegum leikföngum. Nokkrir foreldrar hafa mótmælt og spurt leikfangasala hvort þeir hafi enga siðferðiskennd. Augað er vinsælast leikfanganna. Á umbúðunum utan um augað er teikning af manni sem rífur augað úr sér. Sumir velta þvi fyrir sér hvort ástæða sé til að óttast að börn leiki slíkt eftir. Leikfangasalar segja enga ástæðu til að óttast slíkt. þekkjum,“ sagði Vala Þórólfsdóttir í Grafarvoginum en með henni í för verða 10 vinkonur hennar og skóla- systur, allar 16 ára gamlar. „Það voru einhverjir strákar sem tóku sig til og söfnuðu í 70 manna rútu. Við ætlum því að leigja rútu sjálf og þá kostar farið fram og til baka bara 3.500 krónur," sagði Vala. Þetta er að hennar sögn u.þ.b. helm- ingur af venjulegu fargjaldi. Annars finnst henni flest það sem í boði er um verslunarmannahelgina mjög dýrt, sérstaklega að fara til Eyja. Aðspurð sagðist hún aðallega vera að sækjast eftir stemningunni þegar farið væri í svona ferðir. „Dagskráin á Akureyri sem slík höfðar ekkert sérstaklega til okkar. Það sem skiptir meira máli er að við tjöldum þarna öll saman og þá myndast svo skemmtileg stemning. Svo er hægt að fara í sundlaugina og gera eitthvað annað skemmti- legt,“ sagði Vala sem sagðist hafa farið i Galtalæk í fyrra og skemmt sér vel. Hún sagði flesta unglingana, sem hún þekkti, hafa fengið vinnu í sumar svo þeir ættu næga peninga. „Það voru ótrúlega margir sem fengu aðra vinnu en unglingavinn- una sem bæði er illa borguð og stendur stutt yfir. Sjálf vinn ég í Reykjadal í sumarbúðum fyrir fötl- uð og þroskaheft börn og hef rosa- lega gaman af því. Maður vinnur langa vinnudaga en á svo fri inni á milli," sagði Vala og bætti því við að hún gæti vel hugsað sér að starfa með fötluð og þroskaheft börn í framtíðinni. -ingo Vala ætlar ásamt vinkonum sínum til Akureyrar um verslunarmannahelgina því þar verða svo margir sem þær þekkja. DV-mynd GS „Við ætlum að fara til Akureyrar tjalda þar á tjaldstæðinu því þangað um verslúnarmannahelgina og ætla svo rosalega margir sem við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.