Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 15 Menntavargurinn Fyrrum var á Is- landi eitthvað sem þeir á mölinni höfðu andstyggð á og kölluðu sveita- varginn. Bændum þótti niðurlæging að fá slíkt óorð á sig og flúðu niður- lútir út á Keflavík- urflugvöll til vinnu en komu krökkunum í lang- skólanám í Reykjavík, þannig að hægt yrði með umgengni við her- menn og háskóla- kennara að hreinsa heitið af stéttinni. Valdatakan Þetta gekk ágætlega við skóla- töflu og í þvottahúsinu á Beisnum svo engin leið var að flnna á lykt- inni af Nýíslendingnum hvort ætt- menn hans hefðu komið nálægt fjósi eða fiskhúsi. Þjóðin ilmaði öll af nýfengnum auði og uppfræðslu. Allt skal þetta þakka Háskóla ís- lands og kanaþvottahúsinu sem starfaði daginn út og inn í kalda stríðinu við að gera mislitan þjóð- arþvottinn að hæfilega einlitri merkjavöru. Krakkarnir tóku prófin með prýði og tuggðu tyggjó jafn ágæt- lega og hermenn og byrjuðu síðan að brúnka sig á baðströndum í tímans rás. Með þessu hófst bók- stafstrúin á sólarlandaferðirnar. í íslenskum augum fólst heims- menning í því að vera annað hvort í amerísk- um hermannagalla eða hálfherir í bikiní á bað- strönd, og úr kjölfarinu á þessari sjónmennt spratt fyrirbrigði sem kalla mætti uppgang og valdatöku íslenska menntavargsins. Titillinn tæknir Hér verður ekki reynt að lýsa menntavarginum í hans fjölmörgu myndum en þó reynt að lýsa þátt- um í eðli hans. Mennta- vargurinn er hvorki til hægri né vinstri i stjórn- málum, eðli samkvæmt er hann samkrull og get- ur verið hvort tveggja ef þörf krefur. Allt fer eftir því hvernig kaupin gerast á eyr- inni. Hann innir fátt ærlegt af hendi en fær há laun og framleið- ir lítið annað en tillögur til út- flutnings og frægðar á heimsmörk- uðum. í hegðunarmunstri sinu er hann alls staðar og hvergi en kemur á réttan stað þar sem feitt er fyrir, fær fleygar hug- myndir um arð- vænleg fyrirtæki sem hrapa síðan í skriðuföllum fréttaefnis. Helstu afrek hans eru á sviði þjónustustarfa og í þeim ber hann titilinn tæknir. Til uppfinningar Menntavargurinn er tungulipur og því öðru fremur hentugur til hvers kyns uppfyllingar eins og t.d. í fjölmiðiaþáttunum sem hann stjórnar. Uppeldisstöðvar hans eru, sem áður segir, í Háskólan- um, en vegna félagslegra mót- sagna eru uppalendurnir þar lág- launafólk sem kemur hátekjufólki á legg. Þetta skilur enginn. Það kemur Kjallarinn Guöbergur Bergsson rithöfundur „Menntavargurinn er hvorki til hægri né vinstri í stjórnmálum, eðli málsins samkvæmt er hann samkruii og getur verið hvort tveggja efþörf krefur.u Uppeldisstöövarnar eru í Háskólanum þar sem uppalendurnir eru lág- launafólk sem kemur hátekjufólki á legg, segir m.a. í grein Guðbergs í sér vel fyrir varginn. Völd hans byggjast á því að hafa lært allt milli himins og jarðar og tekist að valda skilningsleysinu sem aðeins skynsemin veldur. En sárt finnst honum að mæta í launamálum sama sjúklega skiln- ingsleysi og þjóðin hefur á lausn hans á vandanum í sjúkra- og heil- brigðismálum. Guðbergur Bergsson Eftir hverju biöum við? Nú í vikunni komu fram upplýs- ingar frá SÁÁ um mikla aukningu á amfetamínneyslu meðal ungs fólks á fyrra hehningi ársins 1996. Samkvæmt þessum tölulegu upp- lýsingum munu 500 ungmenni 14-24 ára leita sér meðferðar á Vogi í ár. Þetta er 20% aukning frá því í fyrra. 350 þessara ungmenna hafa prófað amfetamín og 200 hafa notað amfetamín vikulega eða oft- skeiðis. Markvissari forvarnir Nú þegar hafa opinberir aðilar og frjáls félagasamtök gert margt í vímuefnavömum og engin ástæða að gera lítið úr því. Það er líka gleðilegt til þess vita að fólk nálg- ast þetta viðfangsefni á mismun- andi hátt og er enn að leita að nýj- um og betri aðferðum. SÁÁ og margir aðrir „Það þarf strax að taka til hend* ífiiif. Verslunarmannahelgin er mesta sukkhelgi landsmanna og þar byrjar fjöldi unglinga að drekka eða nota öiögleg vímuefni í fyrsta sinn.u ar i hálft ár eða lengur. Aukning- in hér er 100%. Eitt hundrað þess- ara ungmenna hafa sprautað sig í æð. Þessar tölulegu upplýsingar em staðreyndir sem enginn getur leitt hjá sér. Þær segja okkur að ástandið er verra en við ætluðum í lok ársins 1995. Þegar slíkt ástand hefúr skapast er ekki hægt að grípa til nógu sterkra orða og ljóst er að eitthvað hefur farið úr- hafa unnið að fyrsta stigs for- vömum með því að fræða einstak- linga um skað- semi vímuefn- anna og með því að styrkja þá með öðram hætti til að þeir noti síður vimu- efni. Á þennan hátt er dregið úr eftirspurn eftir vímuefnum. Þetta starf getur orðið mun markvissara ef reynt er að finna einstaklinga sem stafar meiri hætta af vímuefnum en öðrum. Ef urinið er með slíka áhættuhópa nýtist forvamarstarfið betur og er markvissara. Engin markviss leit er nú gerð í þjóðfélaginu til að finna einstaklinga í áhættuhópn- um og sinna þeim. Heilsugæslan í landinu er eini aðilinn sem hefur næga þekkingu, að- stöðu og tækifæri til að ráðast í þetta verk- efni, en sinnir því ekki enn sem komið er. Aðhaldsstefnan víkur Benda má á fleiri glufur í forvarnar- kerfinu. Að fyrsta stigs forvörnum er hægt að vinna með því að koma í veg fyr- ir að fólk hafi tæk- ifæri til að nota ólög- leg vímuefni og minnka framboð og aðgengi að áfengi. Þessi þáttur forvarna hefur verið vanrækt- ur á meðan aðaláherslan hefur verið lögð á að reyna að draga úr eftirspuminni. Á undanfömum 10 áram hefur aðhaldsstefnan, sem ríkti í sölu og dreifingu áfengis, orðið að víkja fyrir stöðugt auknu frjálsræði í þessum efnum. Vinveitingastöð- um hefur fjölgað úr um 40 í yfir 200 og þar drekkur unga fólkið áfengi meðan hinir eldri drekka heima hjá sér. Andvaraleysi birt- ist víðar i þessum efnum og í skjóli þess þrífst áfengisneysla bama og ólögleg vímuefnaneysla unglinga. Kjallarinn Pórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi maður S. Byrjum núna Ef við eigum að gera okkur vonir um að ná árangri þarf að auka aga og snúa frá að- haldsleysi. Það þarf strax að taka til hend- inni. Verslunar- mannahelgin er mesta sukkhelgi landsmanna og þar byrjar fjöldi unglinga að drekka eða nota ólögleg vímuefni í fyrsta sinn. í ljósi þess er full ástæða fyrir lögreglu um aUt land að vinna að því með öUum ráðum að hindra sölu og neyslu ólöglegra vímuefna og framfylgja eftir bestu getu áfengislögum þessa lands. AUur almenningur, jafnt og stjómvöld, þarf að styðja slíkar að- gerðir. Eftir verslunarmannahelgina bíða önnur verkefni, eins og að minnka framboð fikniefria á skemmtistöðum í miðborg Reykja- víkur. Reyndar þarf að taka til hendinni víðar þvi að fikniefna- neysla þrífst ekkert síður í öðrum bæjarfélögum á höfúðborgarsvæð- inu og úti á landi, einkum í tengsl- um við verbúðir. Þórarinn Tyrfingsson for- Með og á móti Slök þjónusta P&S við Internetið Slit á sam- bandi of tíð „Þegar reynt er að meta hvort Póstur og sími veiti góða þjónustu fyrir Internetsam- bandið til út- landa þarf að átta sig vel á hlutverki Pósts og síma í þessu máli. Internet á íslandi hf., INTIS, rekur ISnet, sem er hluti Internetsins. ISnet tengist NORDUnet, sem semur við símafyrirtækið Telia i Sví- þjóð um leigu á grunnsambandi fyrir Internetsamband INTIS tU útlanda. Telia semur aftur við Póst og sima á íslandi um þann helming grunnsambandsins sem er nær íslandi. Slit á þessu grunnsambandi til útlanda, sem hafa veriö alltof tíð undanfarna mánuði, er því á verksviði sima- félagá hér og erlendis að finna og lagfæra. Þjónusta INTIS við við- skiptavini sina getur af þessum sökum legið niðri um lengri eða skemmri tíma án þess INTIS fái rönd við reist. INTIS og sam- starfsaðilar þess munu kanna rækilega hvað hægt er að gera til að bæta rekstraröryggi við- skiptavina og veita upplýsingar og aðstoð eftir föngum. Reynslan hefur sýnt að nauðsynlegt er að huga að nýjum varaleiðum. Raunhæfar varaleiðir eru hins vegar mjög dýrar eins og verð- lagi á millilandasamböndum er háttað og óvíst að neytendur séu tilbúnir að greiða reikninginn." Siguröur Jónsson, markaðsstjóri hjá INTIS. Magnús Hauksson, yfirverkfrœ&ingur Pósts og síma. Sambærilegt við Norður- lönd „Nýlega var ákveðið að Póstur og sími byði upp á al- menna Inter- netþjónustu á landsvísu. Tvenns konar tengingar eru mögulegar. Annars vegar innhringitengi um símakerfið eða Samnetið (ISDN) fyrir einstaklinga og aðra sem ekki nota Intemetið mikið eða þurfa ekki að vera stöðugt í sambandi. Gjaldskrá er nokkuð frábrugðín því sem hefur tíðkast hérlendis. Föst afnotagjöld eru tiltölulega lág en aftur á móti er innheimt höflegt tímagjald. Því má gera ráð fyrir að Internetið verði aðgengilegra öðrum og stærri hóp notenda en hingað til. Auk þess er sama gjaldskrá í gildi fyrir alla landsmenn. Hins vegar er hægt að fá fastar teng- ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir eða aðra þá sem þurfa stöðugt að vera i sambandi. Tenging við út- lönd er til samstarfsaðila í Bandaríkjunum um Cantat ljós- leiðarastreng. Sú ákvörðun að bjóöa upp á Intemetþjónustu er í fullu samræmi við það sem er aö gerast í fjarskiptamálum i ná- grannalöndum, m.a. á Norður- löndunum. Þar hafa símafyrir- tæki í auknum mæli boðið upp á þessa þjónustu sem viðbót við hefðbundna þjónustu og þannig hefur aukist fjölbreytni sem ætti að leiða til aukinnar og almenn- ari notkunar.“ -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.