Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 Fréttir ___________________________________________________DV Dagur-Tíminn hefur göngu sína eftir 2-3 vikur: Stefnan að skapa nýtt blað sem dafnar á eigin forsendum - segir Stefán Jón Hafstein ritstjóri DV, Akureyri: Hörðum höndum er unnið að út- gáfu nýja dagblaðsins, Dags- Tím- ans, sem áætlað er að hefji göngu sina eftir 2-3 vikur. Nýja blaðið verður til við samruna Dags á Akur- eyri og Tímans. Það verður morgun- blað sem kemur út fimm daga í viku ins um allt land. Dagur hafi haft for- ustu í dreifingarmálum á Norður- landi og þeirri forustu verði við- haldið og áhersla lögð á sams konar þjónustu um allt land. „Það sem við stefnum að er að innan fárra vikna verði orðið til fullburða morgunblað sem veiti les- endum sínum alla grunnþjónustu. Jlagur-®tmmn -besti tími dagsins! Blaðhaus hins nýja blaðs. frá þriðjudegi til laugardags. Áform- að er að blaðið veröi að jafnaði 24 síður að stærð, nema á laugardög- um er blaðið verður stærra og efnis- meira. Nýja blaðið verður prentað sam- tímis á Akureyri og í Reykjavík en höfuöstöðvar þess verða á Akureyri og meginhluti allrar vinnu við blað- ið fer þar fram. Ritstjórn verður starfandi bæði á Akureyri og í Reykjavík, en tæknivinna verður unnin á Akureyri þar til kemur að prentuninni sem fram fer á báðum stöðunum, í prentvél Dagsprents og í ísafoldarprentsmiðju. Stefán Jón Hafstein, ritstjóri nýja blaðsins, segir að mikil áhersla verði lögð á skjóta dreifingu blaðs- Ritstjórnarstefnan er sú að veita nú- verandi áskrifendum Dags og Tím- ans það góða þjónustu að þeir sjái ekki nokkra ástæðu til annars en að kaupa nýja blaðið og stefnan er einnig að stækka þennan áskrif- endahóp," segir Stefán Jón Hafstein. Hann segir að blaðið verði full- komlega óháð stjórnmálaflokkum og enginn stjórnmálaflokkur muni eiga hlutafé í blaðinu eða hafa nokk- ur ítök í ritstjórninni. „Blaðið verð- ur um fólk, fyrir fólk, gagnrýninn fræðandi, ferskur miðill," sagði rit- stjórinn á fundi með blaðamönnum í gær. Nú þegar hefur verið opnuð þjón- ustulína fyrir þá sem vilja nánari upplýsingar um blaðið, gerast Risaútgerðarfyrirtæki: Fyrirtækið mun heita Haraldur Böðvarsson hf. sameinist Þormóður rammi, Miðnes og HB „Það sem helst vinnst við það að sameina þessi fyrirtæki er að þá er þaö komið með þannig kvótaskiptingu að það verður i nánast öllum tegundum og sömu- leiðis í vinnslunni. Þannig að þama er þá samankomin öll veiða- og vinnsluflóran. Þannig næst hámarkshagræðing og sveifl- urnar til lengri tima litiö veröa minni,“ sagði Sturlaugur Stur- laugsson, framkvæmdastjóri hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akra- nesi, um stofnun risaútgerðar- og fiskvinnslufyrirtækis meö sam- einingu Þormóðs ramma hf. á Siglufirði, Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi og Miðness hf. í Sandgerði. Sturlaugur staðfesti að þetta nýja fyrirtæki, ef af verður, því sameiningin er ekki endanlega frá gengin, muni heita Haraldur Böðvarsson hf. Þessi þrjú fyrirtæki eiga sam- tals 24 þúsund lesta þorskígildisk- vóta. Það yrði langstærsta útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtæki lands- ins. Haraldur Böðvarsson hf. er þeirra stærst, þar næst Þormóður rammi og síðan Miðnes hf. Til að sýna stærð þessa fyrir- tækis, ef af veröur, má nefna að Grandi hf. á 16.500 tonna þorskígildiskvóta. Útgerðarfélag Akureyringa 14.500 tonn og Sam- herji á Akureyri og dótturfyrir- tæki eiga 14 þúsund tonna þorskígildiskvóta. í mörg ár hefur veriö afar náin samvinna milli þessara fyrir- tækja. Þau hafa skipst á kvóta í hinum ýmsu tegundum og þá al- veg sérstaklega Haraldur Böðvars- son hf. og Þormóður rammi. Fyrirtækin gera út 9 rækju-, frysti- og ísfisktogara, þrjú nóta- skip og einn netabát. Starfsmenn fyrirtækjanna eru um 700 og fyrir- tækin eru með um 7 milljarða króna veltu samtals. Hugmyndin er að þau starfi áfram hvert á sín- um stað. -S.dór Mikið hefur áunnist í ís- lenskri verslun EXIT -besti tími daöins! c Stefán Jón Hafsteln ritstjóri í ræðustól á blaðamannafundinum á Akureyri í gær. Hörður Blöndal, framkvæmdastjóri Dags og Dags-Tímans, situr við hlið hans. DV-mynd gk áskrifendur eða koma með ábend- Formaður nýrrar stjórnar Dags- Haraldur Haraldsson, Úlfar Hauks- ingar. Gjaldfrítt símanúmer Dags- prents er Eyjólfur Sveinsson. Aðrir son og Guðmundur Jóhannsson. Tímans er 8007080. í stjórn eru: Sveinn R. Eyjólfsson, -gk - sjálfstæð og samkeppnishæf segir Steinar „Á næsta ári eru 40 ár síðan ég opnaði fyrsta fyrirtækið. Ég byrjaði á sínum tíma í litlum bílskúr við Sjafnargötu 14. Síðan hefur þetta sprengt af sér alla veggi og maður hefur bætt töluvert við sig síðan. Verslunin hefur auðvitað breyst mikið á þessum fjórum áratugum og er alltaf að verða meiri um sig. Nú starfa um 20 þúsund manns við verslun á íslandi eða einn af hverj- um sjö íslendingum," segir Steinar Waage, skókaupmaður, í spjalli við DV i tilefni þess að nú er Verslunar- mannahelgin, fríhelgi verslunar- manna að hefjast. Steinar rekur sem kunnugt er fjórar skóverslanir og eina fataverslun. „Það verður að viðurkennast að ég verð dálítið órólegur þegar ég hugsa um hvemig ástandið í raun- inni er í íslenskri verlsun. Það er búið að vera mikið keppikefli að gera íslenska verslun sjálfstæða og það hefur áunnist mjög mikið í þeim málum. íslensk verslun þygg- ur t.d. enga styrki frá sameinuðum sjóðum landsmanna. Hún er oftast Steinar Waage segir að aukin versl- un mundi efla sjálfstæði og þjóðar- hag. DV-mynd GVA samkeppnishæf við erlenda verslun hvað varðar verð og gæði. Aukin verslun eflir þjóðarhag „En það er eins og hin ágæta ís- lenska þjóö hafi að einhverju leyti misst skilning á íslenskrar verslun- Waage skókaupmaður ar. Það vekur áhyggjur okkar hve mikið íslendingar versla erlendis. Þetta er ósamstaða innan þjóðarinn- ar en samstaða er venjulega heilla- drýgst. Ef þeir peningar sem notað- ir eru af íslendingum í verslunum erlendis væru í staðinn notaðir hér heima þá mundi samsvara 290 nýj- um störfum í íslenskri verslun og 750 milljónir rynnu í sameiginlega sjóði okkar. Það jafngildir 11% af áætluðum halla ríkissjóðs og dygði það til aö lækka skatta á hverja fjögura manna fjölskyldu um 12 þús- und krónur á ári. Aukin íslensk verslun mundi treysta sjálfstæðið og efla þjóðarhag," segir Steinar. Hann hefur undanfarið staðið fyr- ir söfnun á notuðum skóm og sent þá til þróunarlanda og segir það er ákaflega gaman að geta skóvætt þetta fólk. Steinar segist líka vera mjög þakklátur fólki sem hefur komið vel til móts við þetta átak og sýnt því skilning. „Ég vil að lokum óska öllum verslunarmönnum sem bestrar helgi og að það fái að njóta hvildar," sagði Steinar að lokum. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.