Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðar'ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk'. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Taumhald á gleðinni Verslunarmannahelgin, mesta umferðar- og ferðahelgi ársins, er fram undan. Frídagur verslunarmanna, fyrsti mánudagur í ágúst, er löngu orðinn almennur frídagur þótt í upphafi hafi hann verið tileinkaður verslunar- mönnum. Þessi frídagur á sér merka sögu en hann var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1894. í nýútkomnum VR- fréttum segir að í gjörðabók stjórnar Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur komi fram að frá þeim tíma hafi flest- ir verslunarmenn tekið þátt í hátíðarhöldunum. Menn líta gjaman á þessa þriggja daga helgi, í upphafi ágúst, eingöngu sem útivistar- og ferðahelgi. Þeir gleyma uppruna frídagsins jafnvel þótt hann felist í heiti versl- unarmannahelgarinnar. Þessu má ekki gleyma og allra síst í seinni tíð. Verslunarmenn vinna nefnilega langan vinnudag og oft þegar aðrir eru í fríum. Þeir eru því vel að þessum aukafrídegi komnir. Með aukinni samkeppni og bættri þjónustu verslana lengist afgreiðslutími þeirra. Þær eru því margar opnar alla virka daga, langt fram á kvöld og laugardaga og sunnudaga líka. Þessi þjónusta er kærkomin fyrir neytendur og eðlileg í nútímasamfélagi. En þessi aukna þjónusta kallar á það að verslunarmenn verða að vinna störfin á óhefðbundn- um tímum auk hins venjulega dagvinnutíma. Þeir eru bundnir á kvöldin og ekki síður um helgar þegar aðrir njóta frítíma síns. Það fer vel á því að verslunarmenn endurvekja hinn gamla sið að halda frídag verslunarmanna hátíðlegan í Reykjavík líkt og Verslunarmannafélag Reykjavíkur gerði fyrir rúmlega hundrað árum. Þá söfnuðust menn saman á Lækjartorgi, sungu og léku sér, hlustuðu á ræð- ur, borðuðu saman og dönsuðu. Nú hefur stjórn félags- ins boðið til hátíðar á frídegi verslunarmanna í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. En það skemmta sér fleiri en verslunarmenn um þessa helgi. Segja má að menn verði á ferð og flugi. Úti- hátíðir eru skipulagðar um land allt. Sumarfrí standa sem hæst og því eru fjölmargir í útilegum og sumarbú- stöðum. Umferðin verður þimg á þjóðvegunum. Því rið- ur á að menn láti skynsemina ráða, aki varlega og komi heilir heim. Ekki sakar að minna á það, einu sinni enn, að akstur og áfengi fara ekki saman. DV birti í gær viðtal við mann sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi. Hann lamaðist og er því bundinn við hjólastól. Hann var reiðubúinn að segja sögu sína fyrir mestu umferðarhelgi ársins. Aðstæður hans eru gjör- breyttar. Hann biður vegfarendur því að leiða hugann að ömurlegum afleiðingum umferðarslysa, örkumlum og jafnvel dauða. Til þess eru vítin að varast þau. Útihátíðir eru einkenni verslunarmannahelgarinnar. Fjöldi unglinga sækir þær líkt og verið hefur um árabil. Yfirleitt tekst vel til og skemmtanirnar fara prýðilega fram. En þær hafa sínar dökku hliðar. Guðrún Agnars- dóttir, umsjónarlæknir neyðarmóttöku fyrir nauðganir, vekur athygli unglinga á því í DV í gær hvernig koma megi í veg fyrir nauðganir á útihátíðum. Allt of mörg sorgleg dæmi eru um slíkt frá liðnum árum. Læknirinn segir það grundvallaratriði að unglingam- ir verði ekki ölvaðir eða neyti annarra vímuefna. Stúlk- ur eru fremur fórnarlömb nauðgara en piltar, þótt þeir geti líka orðið fyrir slíkum árásum. Mikilvægt sé því að halda hópinn. Enn er því í fullu gildi hið gamla heifræði að ganga hægt um gleðinnar dyr. Jónas Haraldsson William Gates, annar stofnandi Microsoft hugbúnaðarfyrirtækisins, talinn ríkasti maður heims með 18 milljarða dollara í eignir, segir m.a. í greininni. Misrétti fer hvar- vetna vaxandi Kjallarinn Eitt megineinkenni þjóðfélags- þróunar um þessar mundir er vax- andi misrétti milli þjóðfélagshópa innan þjóðríkja og milli einstakra svæða í veröldinni. Hér á landi kemur þetta fram i vax- andi tekjumun launafólks og ým- issa sjálftökuhópa í samfélaginu, að ekki sé talað um þá sem búa við at- vinnuleysi. Við þetta bætast marg- háttaðar skerðing- ar á velferðarþjón- ustu sem ríkis- stjóm og ráðandi meirihluti á Al- þingi hefur beitt sér fyrir. Rökin eru þau sömu hér og víða erlendis. Ná verði niður fjárlagahalla með niðurskurði því að ekki sé bæt- andi á skatt- heimtu. Skattbyrði launafólks hefur verið aukin og jað- arskattar eru svim- andi háir en skatt- lagning fyrirtækja og hlutafjárkaup- enda lækkuð að sama skapi. og talinn ríkasti maður heims með 18 milljarða dollara í eignir. Á fjórða hundrað milljarðamær- inga era taldir eigendur í dollurum talið að upp- hæð sem svarar til sam- anlagðra tekna 45% jarðarbúa þeirra sem minnst bera úr býtum, þ.e. 2.300 milljóna manna! Reiknað hefur verið út að ef þessi hóp- ur milljarðamæringa léti sér nægja 5 millj- arða dollara hver til lífs- viðurværis væri fyrir mismuninn hægt að tvöfalda árlegar tekjur nær helmings jarðar- búa. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður Þróunarlönd fara halloka Það kemur einnig fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna að hallað hef- „Reiknað hefur verið út að ef þessi hópur milljarðamæringa léti sér nægja 5 milljarða dollara hver til lífsviðurværis væri fyrir mis- muninn hægt að tvöfalda áriegar tekjur nær helmings jarðarbúa. “ Óhugnanlegar tölur um ofsagróöa í þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna 1996 eru dregnar fram óhugnanlegar staðreyndir um ofsagróða fyrirtækjabaróna þar sem bakmenn upplýsingaiðnaðar- ins tróna á toppi. William Gates og Paul Allen, sem stofnuðu Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækið, eru í hópi tíu auðugustu manna heims, sá fyrrnefndi nú fertugur ur undan fæti fyrir efnahag um 100 þjóðríkja síðustu ár og áratugi og í 70 löndum eru meðallaun lægri en þau voru 1980. Einnig innan þessara landa hefur bilið milli ríkra og fátækra breikkað til muna. Alþjóðavæðingin margrómaða hefur ekki fært fátækari hluta heimsins neina úrlausn nema síð- ur sé. Erlendar fjárfestingar eru að miklum meirihluta milli hinna þróuðu efnahagssvæða innbyrðis, þ.e. Vestur-Evrópu, Bandaríkj- anna og austanverðrar Asíu. Það er engin innstæða að baki slagorð- inu að allir séu að gera það gott. í efnahagsUmhverfí, sem byggir á harðnandi samkeppni og minnk- andi opinberum afskiptum, er bæði að finna sigurvegara og sigr- aða og þeim fjölgar stöðugt sem fylla síðari hópinn. Frjálshyggjan endar meö ósköpum Frjálshyggjustefnan, sem fór sigurfor á 8. tug aldarinnar, hefur leitt til ómælds tjóns fyrir heims- byggðina og meirihluta mann- kyns. Hún hefur síðan verið helsta leiðarljós Alþjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, þótt einnig á þeim bæjum fjölgi gagn- rýnendum hennar. Óheftar fjár- magnshreyfingar og útþensla markaðarins yfir á flest svið, m.a. við nýtingu náttúruauðlinda, geta ekki endað nema með ósköpum. Það er líka svo komið að þeir sem vöktu upp drauginn eru famir að hafa áhyggjur af tiltektum hans. Eitt af því sem við blasir er að verðbréf í umferð era nú nær þrefalt hærri að verðgildi en svar- ar til árlegrar heimsframleiðslu og raunverulegrar verðmætasköpun- ar. „Árangursrík alþjóðavæðing öllum til hagshóta" var yfirskrift 22. fundar sjö stærstu iðnveldanna í Lyon fyrir mánuði. í texta ályktunar fundarins er hins vegar viðurkennt að þessari blessun fylgi margar hættur, m.a. í formi misskiptingar og áður óþekkts óstöðugleika á fjármála- mörkuðum heimsins. Það þarf hins vegar aðra pólitíska sýn og einbeittari vilja til að kveða drauginn niður en nú er til staðar hjá þeim sem mestu ráða. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Ríkiö hirðir batann „Ef til vill er hægt að sætta sig við að ríkissjóður fái auknar tekjur - njóti batans í efnahagslífinu. En það er ekki sama hvemig farið er með þennan tekju- auka. Verst er þegar fjármálaráðherra lýsir því yfir að góðæriö verði ekki notað til að létta sköttum af einstaklingum, sem tóku á sig auknar byrðar á krepputímum. Hvers vegna ættu kjósendur að láta skattahækkanir yfir sig ganga þegar skóinn kreppir að næst?“ Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 31. júli. Þorskkvóti til almennings „Ef hver íslendingur fengi senda heim til sín ávís- un á svo sem 100 kg. af þorskkvóta, þá væri það ávís- un á 10.000 króna tekjur á ári eftir því sem núver- andi kvótaeigendur verðleggja núverandi þorsk sín á milli. Sé þessi viðbótar þorskur með öllu verðlaus eins og talsmennirnir segja, myndi reyna á það, þeg- ar almennir landsmenn kæmu til skjalanna á kvóta- þingi. Þá sæist hvort þeir sægreifar hefðu einhverju að bjarga eins og Euphemenes foröum." Halldór Jónsson í Mbl. 1. ágúst. Forseti hinna sameinuöu „Menntun Ólafs Ragnars, starfsreynsla hans inn- an lands og erlendis, er hvort tveggja til þess fallið að vera góður undirbúningur í starf forseta íslands. Það er því engin ástæða til að ætla annað en Ólafur Ragnar gegni starfi forsetans af þeim myndugleik sem til þarf. Hann hefur í veganesti mikið fylgi með- al almennings á íslandi eins og kosningaúrslitin leiddu í ljós. Þjóðin mun sameinast um forsetann. Efasemdir um að þjóðin sé sundruð eftir kosning- arnar og nái ekki að sameinast að baki forseta era að mínu mati með öllu tilefnislausar." Jón Baldvin Hannibalsson í Alþbl. 1. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.