Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 39
FOSTUDAGUR 2. AGUST 1996 fréttir«. 1 hamingju með afmælið 5. ágúst 90 ára Gísli Brynjólfsson, Dvalarheimilinu Höfða, Akra- nesi. 85 ára Guðmundur Einarsson, Egilsbraut 23, Neskaupsstað. Klara J. Hall, Hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík. 80 ára Þórdís S. Guðmundsdóttir, Rauðarárstig 40, Reykjavík. Þórdís tekur á móti gestum á afmælisdaginn frá kl. 15 að Garðaflöt 3 í Garðabæ. María Jónsdóttir, Eiríksgötu 25, Reykjavík. Sigrún Jónsdóttir Lönguhlíð 23, Reykjavík. Sigrún verður að heiman á afmælisdaginn. Lilja Hallgrímsdóttir, Klaufabrekknakoti, Svarfaðardalshreppi. Helga Sigtryggsdóttir, Birkiteigi 23, Reykjanesbæ. Sigrún Stefánsdóttir, Hólavegi 11, Siglufirði. Arndís Markúsdóttir, Hjaltabakka 4, Reykjavík. 75 ára Sigríður Hannesdóttir, Mávahlíð 20, Reykjavík. Þórir Stefánsson, Hvalskeri, Vesturbyggð. Alfreð Jónsson, Fomósi 9, Sauðárkróki. 70 ára Ragnheiður K. Þorkelsdóttir, Hörgshlíð 6, Reykjavik. Ingibjörg Karlsdóttir, Stigahlíð 14, Reykjavík. Ingibjörg Jóhannesdóttir, Hlaðhamri 2, Bæjarhreppi. Hilmar Pálsson, Hjarðartúni 3, Snæfellsbæ. Sigríður Bjarnason, Álmholti 17, Mosfellsbæ. 60 ára Hannes Alexandersson, Eyrargötu 4, Vesturbyggð. Gunnar Egilsson, Gmnd 2, Eyjaijarðarsveit. 50 ára Þorsteinn Blöndal, Grenimel 35, Reykjavík. Júlíus Sigurðsson, Hvassabergi 14, Hafnarfirði. Sigríður Guðmundsdóttir, Viðarási 23, Reykjavík. Guðfinna Ólafsdóttir, Engjavegi 83, Selfossi. Guðmundur Óskar Emilsson, Brekkubraut 11, Reykjanesbæ. Bjarnveig Höskuldsdóttir, Leirutanga 53, Mosfellsbæ. Heiða Björk Pétursdóttir, Reynivöllum 4, Akureyri. Sveinn Rúnar Sigfússon, Birkihlíð 33, Sauðárkróki. 40 ára Gestur Hólm Kristinsson, Lágholti 7a, Stykkishólmi. Þorsteinn Óskar Haraldsson, Lyngholti 13, Reykjanesbæ. Mikael Ágúst Guðmundsson, Vallargötu 10, Vesturbyggð. Christopher Mark Wilson, Hofgörðum 6, Seltjarnarnesi. Elínborg V. Halldórsdóttir, Fögrukinn 20, Hafnarfirði. Katla Kristvinsdóttir, Bakkavör 9, Seltjarnarnesi. Steinunn Bjarnadóttir, Hrönn Hilmarsdóttir, Hesthömrum 20, Reykjavík. Brotist inn í mannlausa íbúð í Reykjavík: Sárast að horfa á auða veggina - segir Þorgeir Gestsson vegna horfinna málverka í. 2. 3. 4. 5. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu Auglýsing vegna uppsagna heilsugæslulækna Heilsugæslustöðvar verða opnar á dagvinnutíma en læknar verða á fæstum þeirra við dagleg störf. Fólk er beðið að taka tillit til aðstæðna en þeim er- indum sem ekki geta beðið verður sinnt. Upplýsingar um vaktþjónustu er að finna á sím- svara á heilsugæslustöðvum um land allt utan dag- vinnutíma. í Reykjavík munu heimilislæknar utan heilsugæslu- stöðva (sjálfstætt starfandi heimilislæknar) gegna vaktþjónustu fyrir sína skjólstæðinga og er fólki bent á að hafa samband við þá beint á stofu eða í heimasíma. Á höfuðborgarsvæðinu er þeim sem nauðsynlega þurfa á læknishjálp að halda bent á bráðavakt Land- spítala, sími 5601010, bráðavakt Sjúkrahúss Reykja- víkur sími 5251700 og Neyðarlínuna sími 112. Frekari upplýsingar veita héraðslæknar í hverju héraði. Heilbrigðisráðuneytið - Landlæknir Magnesíumverksmiðjan: Hagkvæmniathugun haldið áfram DV, Suðumesjum: „Mér dauðbrá þegar hringt var í mig og mér sagt frá þessu en ég var fljótur að taka gleði mína á ný þeg- ar ég heyrði að ekkert amaði að fólkinu mínu. Það skiptir vitaskuld mestu máli,“ segir Þorgeir Gestsson læknir en eins og sagt var frá í DV fyrr i vikunni var brotist inn á heimili þeirra hjóna og miklum verðmætum stolið. Þorgeir segir að hann hafi, ásamt konu sinni, verið á heilsuhælinu í Hveragerði þegar sonur hans hafi hringt og sagt honum af innbrotinu. Hann segir að 11 eða 12 málverk hafi verið tekin, þau hafi verið skor- in úr römmunum og þeir skildir eft- ir. Hann segist lítið eða ekkert tryggður fyrir tjóninu. „Þarna voru þijú stór og falieg málverk eftir Jóhann Briem, eitt- hvað eftir Svein Þórarinsson og enn fremur verk eftir Karenu konu hans. Með því að skera verkin úr römmunum geta þeir eflaust rúllað þeim upp og eiga þar með auðveld- ara með að komast með þau. Ramm- .arnir eru stórir og miklir.“ Þorgeir segir að augljóst sé að þarna hafi menn leitað að verðmæt- um, allar skúffur hafi verð opnaðar og sturtað úr þeim, allur silfurborð- búnaður hafi verið tekinn og eitt- hvað af skartgripum konu hans, auk hljómflutningstækja og fleiri hluta. „Þetta er mikið tilfinningamál fyrir okkur hjónin því við höfum átt þessa hluti í yfir 50 ár. Það er auð- vitað mikið áfall að verða fyrir þessu en mér finnst sárast að horfa á auða veggina," segir Þorgeir Gestsson. Rannsóknarlögregla ríkisins hafði verið á vettvangi og vinnur að rannsókn málsins. -sv „Það er búið að ákveða að halda áfram og klára hagkvæmniathugun á byggingu verksmiðjunnar. Við höfum fengið loforð og vilyrði fyrir auknu hlutafé í félaginu um 70 milljónir sem við vorum að leita að til að geta hald- ið áfram,“ sagði Júlíus Jónsson, for- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, við DV. islenska magnesíumfélagið hf., sem er að stærstum hluta í eigu Hitaveitu Suðurnesja, hefur ákveðið að halda áfram hagkvæmniathugun á byggingu magnesíumverksmiðju á Reykjanesi. Að sögn Júlíusar eru það bæði opinberir og einkaaðilar sem leggja fram aukið hlutafé í fyr- irtækið um 70 milljónir. „Athugunin mun síðan skýrast í janúar á næsta ári og þá kemur í ljós hvort vit er í þvi að ráðast í verksmiðjubygginguna eða ekki,“ sagði Július Jónsson. -ÆMK Símonarson Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, S.E.M., héldu fund í hádeginu í gær þar sem þeirri ákvörðun stjórnar Sjúkra- húss Reykjavíkur, um að leggja niður Endurhæfingardeildina Grensás, var harðlega mótmælt. Að þeirra sögn væri með því verið að kasta fyrir róða rúmlega 20 ára starfi, reynslu og þekkingu á endurhæfingu mænuskaddaðra því hætt væri við að þjálfað starfsfólk dreifðist á aðrar sjúkrastofnanir. Þekking þess og reynsla myndi því ekki nýtast sem skyldi. Myndin var tekin á fundinum í gær. DV-mynd Pjetur afmæli Pétur Símonarson rafvélavirki, Austur- brún 31, verður áttatíu og fimm ára á sunnu- daginn. Starfsferill Pétur er fæddur á Þingvöllum og ólst upp i Vatnskoti i Þing- vallasveit. Hann fór til starfa í rafvélasmíði hjá Titan hf. í Kaup- mannahöfn 1942 og starfaði þar til Pétur Símonarson stríðsloka, m.a. við raf- mótoragerð og gerð rafvélahluta í þýska kafbáta. Fram til 1992 var Pétur með eigið verkstæði í Reykjavík. Pétur er áhugamaður um flug og hann var aðstoðarmaður Ósvaldar Knudsens viö kvikmyndun á eldgos- um. Pétur hefur verið áhugamaður um skíðamennsku og starfrækti ásamt fleiri skíðalyftu í Bláíjöllum. Hann ferðaðist víða um heim til skíðaiðkana auk þess að ferðast um hálendi íslands í skíðaferðum. Fjölskylda Pétur kvæntist 6.6. 1942 Fríðu Ólafsdótt- ur, f. 3.12. 1903, d. 2.2. 1985, ljósmyndara. Þau voru barnlaus. Systkini Péturs eru Katrín, Helga, Svein- borg og Aðalsteinn sem er látinn. Foreldrar Péturs voru Símon Pétursson húsasmiður og Jónína Guðmundsdóttir. Þau voru lengst af búsett í Vatnskoti í Þingvalla- sveit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.