Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Page 38
62 afmæli FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 T*¥V Agústa Tómasdóttir Ágústa Tómasdóttir, saumakona og sauma- kennari, Dvalarheimil- inu Hlíð, Akureyri, verður níræð á morgun. Starfsferill Ágústa er fædd í Vík í Mýrdal og ólst upp í Suð- ur-Vík. Hún lærði sauma í Reykjavík og stundaði saumaskap alla tíð. Hún stjórnaði saumanám- skeiðum víða um land eftir að maður hennar féll frá. Saumanámskeiðunum fylgdu mikil ferðalög og fór Ágústa víða á árun- um 1941-46 og síðan aftur eftir 1950. Ágústa veiktist af lömunarveiki 1946 og var flutt á Farsóttarhúsið í Reykjavík 1947 þar sem hún dvaldist fram á sumar 1949. Ágústa kom aft- ur til Víkur sumarið 1949 og hóf fljótlega til við það sem frá var horf- ið við að sauma og kenna. Ágústa hefur ver- ið búsett á Akureyri frá 1957 en hún fluttist með dóttur sinni og tengda- syni norður. Ágústa og maður hennar tóku virkan þátt í félags- og menningar- málum i Vík og Ágústa tók virkan þátt i félags- starfssemi á Akureyri og var m.a. stofnfélagi í Sjálfsbjörg. Ágústa er heiðursfélagi í Sambandi skaftfell- skra kvenna, Stúkunni Brynju nr. 99 og Stórstúku íslands. Fjölskylda Ágústa giftist 20.9.1930 Hermanni Einarssyni, f. 21.1. 1903, bifreiða- stjóra, en hann lést 1941. Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson og Mar- ía Jónsdóttir, ábúendur á Arngeirs- stöðum í Fljótshlíð. Hermann var af- komandi Önnu á Stóru-Borg. Böm Ágústu og Hermanns eru Halldór, f. 14.1. 1931, tæknifræðing- ur í Svíþjóð, kvæntur Ingveldi Hö- skuldsdóttur verslunarmanni og Guðlaug, f. 14.2. 1936, framhalds- skólakennari á Akureyri, gift Brynj- ari Skarphéðinssyni og eiga þau þrjú böm. Ágústa átti fimmtán systkini sem öll eru látin. Þau voru: Ingibjörg, f. 1892, húsfreyja á Hryggjum i Mýrd- al; Kristín Hólmfríður, f. 1893, hús- freyja í Mörtutungu á Síðu; Jón, f. 1985, skipstjóri í Vestmannaeyjum; Guðjón, f. 1897, skipstjóri í Vest- mannaeyjum; Tómas, f. 1899, togara- sjómaður og verslunarmaður í Reykjavík; Elímar, f. 1900, skóla- stjóri í Grundarfirði; Einar, f. 1902, dó á fyrsta ári; Margrét, f. 1904, hús- freyja á Litlu-Heiði í Mýrdal; Ingólf- ur, f. 1905, búfræðingur og verslun- armaður í Reykjavík; Lilja, tvíbura- systir Ágústu, f. 1906, húsfreyja á Ytri-Sólheimum; Guðbjörg, f. 1909, læknisfrú á Breiðabólstað á Síðu; Jens, f. 1910, dó á tólfta ári; Jóhann Magnús, f. 1912, dó á fyrsta ári; Valdimar, f. 1914, bifreiðastjóri og verslunarmaður í Vík í Mýrdal. Foreldrar Ágústu voru Tómas Jónsson, f. 14.12. 1866, d. 13.3. 1948, sjómaður og verkamaður, og Margr- ét Jónsdóttir, f. 12.9. 1867, d. 25.12. 1950, húsfreyja. Þau voru lengst af búsett í Vík í Mýrdal. Ætt Margrét var af svokallaðri Jóns Magnússonætt, klausturhaldara á Síðu, en Guðlaug, dóttir Jóns, var móðir Ingibjargar Einarsdóttur, móður Margrétar. Ágústa verður hjá dóttur sinni í Lögbergsgötu 7 á Akureyri. Ágústa Tómasdóttir. Jónas Reynir Jónsson Jónas Reynir Jónsson, fyrrver- andi bóndi, Sólheimum 23, verður sjötugur á mánudag. Starfsferill Jónas fæddist á Melum í Bæjar- hreppi í Strandasýslu og óist þar upp. Hann var við nám við Héraðs- skólann á Reykjum 1945-48 og gekk í annan og þriðja bekk Kennara- skóla íslands 1949-50. Jónas var bóndi á Melum í Bæjarhreppi tima- bilið 1951-1989 og eftir það var hann húsvörður í Landsbanka íslands til ársloka 1995. Jónas var skólastjóri barnaskólans á Hvammstanga 1960-63, formaður Verkalýðsfélags Hrútfirðinga og fulltrúi Dagsbrúnar í Hrútafirði um skeið. Hann var í stjórn Kaupfélags Hrútfirðinga 1959-74, þar af formaður 1968-74, formaður Bún- aðarsambands Stranda- manna 1973-88 og full- trúi þess á fundum Stétt- arsambands bænda 1975-79 og 1981-1988. Jónas var um hríö vara- maður í stjórn Stéttar- sambandsins. Hann sat í sýslunefnd Strandasýslu á annan áratug og var í stjórn SÍS 1978-90, átti sæti í miðstjórn Fram- sóknarflokksins og skip- aði þrívegis sæti á framboðslista flokksins í Vestfjarðakjördæmi. Fjölskylda Jónas kvæntist 20.7. 1952 Elínu Þórdísi Þórhallsdóttur, f. 2.11.1929, starfsmanni Reykjavikurborgar. Hún er dóttir Þórhalls Bjarnasonar og k.h., Þóru Sigvaldadóttur frá Stöpum á Vatnsnesi. Börn Jónasar og Elín- ar Þórdísar: Elsa, f. 4.1. 1952, innheimtufulltrúi í Reykjavík; ína Hall- dóra, f. 5.7. 1953, fulltrúi hjá Tryggingastofnun ríkisins; Hrafn, f. 7.7. 1954, bóndi á Melum; Þóra, f. 15.7.1956, gjaldkeri hjá Borg- arverkfræðingi; Birna, f. 29.10. 1959, skrifstofustjóri hjá Hitaveitu Egils- staða og Fella, búsett í Fellabæ. Bræður Jónasar eru Jón, f. 15.6. 1925, fyrrverandi bóndi á Melum, og Sigurður, f. 26.9. 1933, bóndi á Mel- um. Foreldrar Jónasar voru Jón Jós- efsson, f. 1.9. 1893, d. 15.6. 1952, bóndi, og k.h., Elísabet Jónasdóttir, f. 23.11. 1897, d. 17.1. 1981, húsfreyja. Jónas verður að heiman á afmæl- isdaginn en tekur á móti gestum laugardaginn 10.8. kl. 17.00-19.00 á Vesturgötu 7 í Reykjavík. Jónas Reynir Jónsson. Gísli Arnór Gísli Amór Vikingsson, dýra- fræðingur hjá Hafrannsóknastofn- un, er fertugur í dag. Starfsferill Gísli Arnór var stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1975 og líffræðingur frá Háskóla ís- lands 1979. Hann varð cand. scient. frá Kaupmannahafnarháskóla 1985 með dýraatferlisfræði sem sér- grein. Gísli Amór starfaði við Blóðbankann 1985-86 og hefur starfað sem hvalasérfræðingur við Hafrannsóknastofnun frá 1986. Fjölskylda Kona Gísla er Guðrún Ög- mundsdóttur, f. 19.10. 1950, borgar- fulltrúi í Reykjavík. Hún er dóttir ögmundar Jónassonar og Jóhönnu Guðjónsdóttur í Reykjavík. Böm þeirra eru Ögmundur Við- ar Rúnarsson, f. 14.6. 1977, sem er stjúpbarn Gísla, og Ingibjörg Helga Pálsdóttir, f. 9.4. 1994, sem er fóst- urbam. Systkini Gísla: Svana, f. 18.7. 1955; Þóra, 29.4. 1957; Arnór, f. 6.11. 1959; Ragnheiður, f. 10.12. 1963; Þórhallur, f. 6.5.1968; Kristján sem er látinn og Viðar sem er samfeðra Gísla. Foreldrar Gísla em Víkingur H. Amórsson, f. 2.5. 1924, fyrrverandi prófessor og barnalæknir, og Stef- anía Gísladóttir, f. 22.8. 1926, hús- móðir og aðstoðariðjuþjálfi. Þau eru búsett í Reykjavík. staögreiöslu- og greiðslukortaafslát+ur mii/j,hiny^ og stighcekkandi s° ^ ^ Smaauglysingar birtingarafsláttur i> SSO 5000 Hans Hafsteinsson Hans Hafsteinsson raf- virki, Hnotubergi 13, Hafnarfirði, verður fimm- tugur á mánudag. Starfsferill Hans er fæddur og upp- alinn i Bústaða- og Laug- arneshverfi í Reykjavík. Hann var fyrstu árin í Háagerðis- og Breiðagerð- isskóla en lauk skyldu- námi í Laugamesskóla. Hann stundaði nám i raf- virkjun við Iðnskólann í Reykjavík 1963-1967 og var meistari hans Jón N. Bjarnason. Hans hefur starfað á raf- magnsverkstæði ísal frá 1970. Hans hefur starfað með JC í Hafn- arfirði og sat í stjóm félagsins, m.a. sem varaforseti. Hann var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Hraunborgar í Hafnarfirði 1985 og var forseti klúbbsins 1994-95. Fjölskylda Hans kvæntist 2.12. 1972 Fríðu Kristinu Elísabetu Guðjónsdóttur, f. 22.2. 1949, sjúkraliða. Hún er dóttir Elísabetar Sveinsdóttur og Guðjóns Guðmunds- sonar en fósturfaðir hennar er Hallgrímur Guðmundsson. Börn Hans og Fríðu: Hafsteinn, f. 16.9. 1972; Elísabet, f. 19.7. 1974; Róbert Daði Jónsson, f. 5.5.1980, og Jón Pétur, f. 28.4. 1983. Systkini Hans era Sigurður Ingólfur, f. 28.5. 1945, flugvirki, bú- settur í Kópavogi; Jó- hanna Jóna, f. 25.3.1951, matráðskona, búsett í Reykjavík, og Ingibjörg, f. 7.4. 1956, húsmóðir á Akranesi. Foreldrar Hans: Hafsteinn Hans- son, f. 24.3. 1925, bifreiðarstjóri í Reykjavík og k.h., Lilja Ingólfsdótt- ir, f. 20.10. 1923, d. 16.6. 1996, iðn- verkakona. Hans og Fríða taka á móti ætt- ingjum og vinum í sal Rafiðnaðar- sambands íslands, Háaleitisbraut 68, 2. h„ þann 10.8. kl. 19.00-22.00. Hans Hafsteinsson. Hl hamingju með afmælið 4. ágúst 90 ára______________ Ágústa Gísladóttir, Jóraseli 26, Reykjavík 85 áxa Pétur Símonarson, Austurbrún 31, Reykjavík. 80 ára Brynjólfur Jónsson, Vanabyggð 3, Akureyri. Eiginkona Brynjólfs, fyrrverandi leigubílstjóra, er Guðrún Sigurbjörnsdóttir. Þau hjónin verða heima á afmælisdaginn á milli kl. 15 og 18. 75 ára Karla Nielsen, Torfufelli 29, Reykjavík. Sigríður B. Proppé, Fjarðargötu 40, Vesturbyggð. 70 ára Anna Guðmundsdóttir, Höfðabraut 16, Akranes. Jón Magnús Gunnlaugsson, Sólheimum 27, Reykjavík. Haraldur Jónasson, Hraunhólum 14, Garðabæ. 60 ára ‘Marta Sigríður J. Sigurðardóttir, Reynimel 88, Reykjavík. E1 Mokhtar Ahmed Avrach, Mánagötu 4, Vesturbyggð. Auðunn Snæbjömsson, Sólheimum 23, Reykjavík. 50 ára Sören Staunsager Larsen, Bergvík, Kjalarneshreppi. 40 ára Páll Sigurðsson, Hjallavegi 12, Hvammstanga. Margrét Víkingsdóttir, Leifsgötu 26, Reykjavík. Hjalti Örn Ólason, Kristján Guðmundur Sveinsson, Melbæ 22, Reykjavík. Sigurjón Sigurjónsson, Vesturbergi 161, Reykjavík. Jósefína Erlendsdóttir, Sævarlandi, Skefilsstaðahreppi. Lísbet Davíðsdóttir, Jörvabyggð 12, Akureyri. Bjami Harðarson, Högnastíg 4, Flúðum. Arinbjörn Sigurgeirsson, Ystaseli 15, Reykjavík. Áskrifendur aukaafslátt af smáauglýsingum Smáauglýsingar DV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.