Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 17
JjV FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 &umarmyndakeppnin EOS 500, með 35 mm linsum, að verðmæti 45.900 krónur. Þriðju verðlaun eru Canon Prima Super 28 V myndavél, að verðmæti 33.900 krónur. Fjórðu verðlaun eru Canon Prima Zoom Shot myndavél, að verðmæti 16.900 krónur. Fimmtu verðlaun eru Canon Prima AF-7, að verðmæti 8.900 krónur, og sjöttu verðlaun eru Canon Prima Junior DX, að verðmæti 5.990 krón- ur. í dómnefnd sumarmyndasamkeppninn- ar eru Gunnar V. Andrésson og Brynjar Gauti Sveinsson, ljósmyndarar á DV, og Halldór Sighvatsson frá Kodakumboðinu. Frestur til að skila inn myndum rennur ekki út fyrr en í lok ágúst. Áhugaverðar myndir verða birtar reglulega i helgar- blaði DV fram á haust og taka þær þátt í úrslitum. Æskilegt er að sendendur merki myndir sínar með nafni og heimilisfangi og segi stuttlega frá myndefninu. Senda má fleiri en eina mynd. Blómálfar. Elísa Stefánsdóttir sendi myndina. Sumarmyndakeppni DV og Kodakum- boðsins er í fullum gangi og fjölbreyttar og skemmtilegar myndir lesenda streyma inn. Haldið verður áfram að taka við myndum fram á haust og því er tilvalið tækifæri að festa á fílmu ýmislegt sem fyr- ir augu ber núna um verslunarmanna- helgina. Stórglæsileg verðlaun eru í boði fyrir bestu myndirnar. Fyrstu verðlaun eru ferðavinningur fyrir tvo með Flugleiðum til Flórída. Önnur verðlaun eru Canon Utanáskriftin er: Skemmtilegasta sumarmyndin, DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Alda Gunnarsdóttir í Colorado í Bandaríkjunum tók þessa mynd í Kaliforníu af kærum feðgum aö leik. A vit ævintýranna við Öxará. Ljósmyndari er Guðný Svava Strandberg í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.