Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 37
FOSTUDAGUR 2. AGUST 1996 afmæli Haraldur Jónasson rafvirkjameistari, Hraunhólum 14, Garða- bæ, verður sjötugur á sunnudag. Starfsferill Haraldur fæddist i Reykjavík og ólst þar upp auk þess sem hann var í sveit á sumrin hjá afa sínum og ömmu á Álftanesi á Mýrum. Hann stundaði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík, lærði rafvirkjun hjá Johan Rönning, lauk sveinsprófi 1946 og öðlaðist meistararéttindi 1951. Haraldur starfaði hjá Johan Rönning til 1949, var rafvirki á ms. Lagarfossi 1949-50, starfaði hjá Amper hf. 1950-51, hjá Eimskip 1951 og var forstöðumaður rafmagns- verkstæðis SÍS 1951-58. Hann stofnaði Rafröst hf. 1958 og veitti henni forstöðu til 1979, var sölustjóri hjá Eignargarði 1978-79, skipulagsverkstjóri hjá Reykjavík- urborg 1979 og starfaði síðan hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Fjölskylda Haraldur kvæntist 9.9. 1950 Svanhildi Ólafsdótt- ur, f. 5.11. 1930, fulltrúa. Hún er dóttir Ólafs Jó- hannssonar, húsasmíða- meistara í Reykjavík, og k.h., Ingunnar Eiríks- dóttur húsmóður. Börn Haralds og Svan- hildar eru Ólafur, f. 9.7. 1951, verslunarmaður; Jónas, f. 18.8. 1952, fréttastjóri DV, kvæntur Halldóru Teitsdóttur lyfja- tækni og eiga þau fjögur börn; Hulda Sólborg, f. 9.11. 1953, leik- skólastarfsmaður, gift Einari Erni Einarssyni húsasmíðameistara og eiga þau þrjú börn og eitt barna- barn; Oddný Halla, f. 9.11. 1955, myndlistarkennari, en maður henn- ar er Finnur Logi Jóhannsson tré- smiður og eiga þau þrjár dætur; Haraldur, f. 9.2. 1957, framkvæmda- stjóri, kvæntur Bergljótu Vilhjálms- dóttur kennara og eiga þau þrjú börn. Systkini Haralds eru Sigríður, f. 17.10. 1924, húsmóðir í Reykjavík; Marta María, f. 5.6. 1929, banka- starfsmaður i Reykjavík; Böðvar, f. 8.4. 1931, húsasmíðameistari í Kópa- vogi. Foreldrar Haralds voru Jónas Böðvarsson, f. 29.8.1900, d. 30.9.1988, skipstjóri hjá Eimskip i Reykjavík, og k.h., Hulda Sólborg Haraldsdótt- ir, f. 30.12. 1902, d. 28.12. 1993, hús- móðir. Ætt Jónas var sonur Böðvars, bakara- meistara og bæjarfulltrúa í Hafnar- firði, bróður Magnúsar, afa Magnús- ar Gunnarssonar, fyrrv. forseta bæj- arstjómar þar. Böðvar var sonur Böðvars, gestgjafa í Hafnarfirði, bróður Þorvalds, afa Haralds Böðv- arssonar á Akranesi. Böðvar var sonur Böðvars, prófasts á Melstað, bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar forseta og bróður Sigríðar, langömmu Önnu, móður Matthíasar Johannessens skálds. Böðvar var sonur Þorvalds, prófasts í Holti, Böðvarssonar, af Presta-Högnaætt. Móðir Böðvars gestgjafa var Elísa- bet, systir Þórunnar, langömmu Jó- hanns Hafsteins forsætisráðherra, föður Péturs hæstaréttardómara. Önnur systir Elísabetar var Guð- rún, móðir Hallgríms biskups og El- ísabetar, móður Sveins Björnssonar forseta. Þriðja systir Elísabetar var Sigurbjörg, amma Jóns Þorláksson- ar forsætisráðherra. Móðir Jónasar var Sigríður Jónasdóttir, b. í Drangshlíð undir Eyjaijöllum, Kjartanssonar. Hulda Sólborg var dóttir Haralds, b. á Álftanesi á Mýrum, Bjamason- ar og Mörtu Maríu, systir Haralds Níelssonar prófessors, föður Jónas- ar Haralz, fyrrv. bankastjóra, og Soffíu, móður Völundarbræðra. Annar bróðir Mörtu Maríu var Hall- grímur á Grímsstöðum, afi Sigurð- ar, fyrrv. stjórnarformanns Flug- leiða, og Hallgríms tónskálds Helga- sona. Systir Mörtu Maríu var Sess- elja, móðir Sveins Valfells forstjóra. Marta María var dóttir Níelsar, b. á Grímsstöðum, Eyjólfssonar og Sig- ríðar, hálfsystur Hallgríms, biskups og alþm., og Elísabetar, móður Sveins Björnssonar forseta. Haraldur Jónasson. Jón Svavarsson Jón Svavarsson, rafeindavirkja- meistari og fréttaljósmyndari, Lind- arsmára 5, Kópavogi, verður fertug- ur á morgun. Starfsferill Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann tók gagnfræðapróf úr Réttarholtsskóla 1973, einkaflug- mannspróf 1976, varð rafeindavirki 1981. Jón hóf störf á Hótel Loftleið- um 1973-74; vann hjá Pósti og sima 1974-81; hjá ríkissjónvarpinu 1981-82; bifreiðarstjóri hjá Landleið- um 1982-85; sölumaður hjá Nóa Sír- íusi 1985-87 og hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1987. Jón varð meistari í rafeindavirkjun 1984. Frá árinu 1978 starfaði hann sjálfstætt sem fréttaljósmyndari og þá fyrir ýmsa einkaaðila, blöð, tímarit og sjónvarp, íslenska sem erlenda. Hann hefur unnið að ýmsum trún- aðarstörfum í fagfélögum og skóla- málum í Kópavogi. Fjölskylda Jón kvæntist 1.8. 1986 Ólöfu Báru Sæmundsdóttur skrifstofumanni, f. 26.11. 1959, dóttur Sæmundar Guð- Steinunn Geirmundsdóttir Steinunn Geirmunds- dóttir lyfjatæknir, Brekkubyggð 20, Garða- bæ, er fertug á morgun. Starfsferill Steinunn er fædd i Reykjavík en alin upp á Selfossi. Hún lauk gagn- fræðaskólaprófi frá Gagnfræðaskóla Selfoss og vann síðan við versl- unarstörf á Selfossi. Steinunn flutti til Hellu 1977 og vann þar á leikskóla og í Rangárapóteki. Steinunn flutti í Garðabæ 1984. Hún fór í nám 1986 í Lyfjatæknaskóla íslands og útskrif- aðist þaðan 1988. Steinunn fór siðan til starfa í Breiðholtsapóteki og hef- ur unnið í Apóteki Norðurbæjar í Hafnarfirði frá 1990. Fjölskylda Maður Steinunnar er Jón Nóa- son, f. 30.6. 1953, prentari og húsa- smiður. Hann er sonur Nóa Jónssonar skip- stjóra og Ingimundu G. Þorvaldsdóttur verka- konu. Nói er látinn en fósturfaðir Jóns er Sig- mar Óskarsson. Börn Steinunnar og Jóns eru Nói, f. 20.3. 1977, fiskverkunarmað- ur;. Ásta Rún, f. 24.10. 1980, nemi, og Finnur, f. 16.7. 1992. Systkini Steinunnar eru Helga, f. 7.11. 1951, fóstra á Selfossi; Ólöf, f. 22.11. 1953, skrifstofumaður á Selfossi; Guð- mundur, f. 8.10. 1965, kjötiðnaðar- maður. Foreldrar Steinunnar eru Geir- mundur Finnsson, f. 29.3. 1930, verkamaður hjá KÁ á Selfossi, og Ásta Guðmundsdóttir, f. 28.10. 1930, verkakona. Þau eru búsett á Sel- fossi. Steinunn er stödd á Spáni á af- mælisdaginn. Steinunn Geirmunds- dóttir. mundssonar lögreglu- varðstjóra og Erlu Jóns- dóttur póstmanns. Börn Jóns og Ólafar Báru eru: Sæmundur Þór Hauksson, f.1.2. 1979, nemi (sonur Ólafar); Erla Júlía Jónsdóttir, f. 7.11. 1985, og Árni Snær Jóns- son, f. 7.10. 1992. Systkini Jóns eru Þóra Svavars- dóttir, f. 1.2. 1958, félags- ráðgjafi, Svíþjóð; Þórunn Svavarsdóttir Andersson, f. 1.2. 1958, deildarstjóri; Svíþjóð, Kjartan Svavars- Jón Svavarsson. son, f. 14.6. 1967, sölufull- trúi, Svíþjóð. Foreldrar Jóns eru: Svavar S. Magnússon, f. 3.2. 1936, járnsmiður, og Emilía Júlía Kjartansdótt- ir (fædd Sigurjónsdóttir), f. 1.7. 1937, póstafgreislu- maður. Þau búa í Svíþjóð. Jón verður í Svíþjóð með fjölskyldu sinni á af- mælisdaginn. Skúli Skúli Jónsson, starfs- maður KÁ, Austurvegi 28, Selfossi, er 95 ára á morgun. Starfsferill Skúli er fæddur í Þórormstungu í Vatns- dal en fluttist 1907 með foreldrum sínum að Undirfelli í Vatnsdal og var þar til 1927 er hann fluttist aftur að Þór- ormstungu. Hann bjó að Tindum í Svína- vatnshreppi I Austur-Húnavatns- sýslu árin 1941-43 en tók þá við búi af foreldrum sínum að Þórorms- tungu og bjó þar til ársins 1959. Skúli flutti þá á Selfoss og bjó að Kirkjuvegi 16 og var starfsmaður Kaupfélags Árnesinga til ársins 1974 en lét þá af störfum vegna aldurs. Hann var um árabil umsjónarmað- ur rjómabúsins að Baugsstöðum. Skúli var formaður Húnvetninga- félags Suðurlands um tíma. Hann var m.a. í hreppsnefnd Áshrepps, deildarstjóri Áshrepps í Mjólkur- samlagi Austur-Húnvetninga, deild- arstjóri Áshreppsdeildar Kaupfélags Húnvetninga. Hann var aðalmaður i sáttanefnd og í stjórn Ungmennafé- lagsins Vatnsdælings. Skúli var í mörg ár refaskytta á heiðum upp af Vatns- dal með Lárusi i Gríms- tungu. Fjölskylda Skúli kvæntist 17.01. 1939 Ástríði Helgu Sig- urjónsdóttir, f. 10.07. 1909, húsmóður. Hún er dóttir Sigurjóns Þor- lákssonar, bónda og húsasmiðs, og Guðrún- ar Erlendsdóttur. Sonur Skúla og Ástríðar er Sigurjón, f. 16.5. 1940, kvæntur Arnþrúði Ingvadóttur og eiga þau þrjú börn. Systkini Skúla: Bjami, f. 22.12. 1892, var búsettur í Bandaríkjunum; Hannes, f. 17.11. 1893, var búsettur í Reykjavík; Guðrún, f. 22.6 1895, var búsett að Snæringsstöðum í Vatns- dal; Hólmfriður, f. 1.6. 1903, var bú- sett að Undirfelli í Vatnsdal. Þau eru öll látin. Foreldrar Skúla vom Jón Hann- esson, f. 14.10. 1862, bóndi í Þór- ormstungu í Vatnsdal, og Ásta Mar- grét Bjarnadóttir, f. 12.8. 1864. Skúli dvelur nú að hjúkrunar- heimiflinu Ljósheimum á Selfossi. Skúli Jónsson. Til hamingju með afmælið 3. ágúst 85 ára Klara Guðlaugsdóttir, Kleppsvegi, Kleppi, Reykjavík. 75 ára Þórgunnur Björnsdóttir, Þórsmörk 9, Hveragerði. Guðrún Guðmundsdóttir, Skólavegi 15, Fáskrúðsfirði. Hulda Jónatans- dóttir Dunbar, Kaliforníu, Bandaríkjunum. Hulda, sem á af- mæli þann 6. ágúst, er til heim- ilis að Langa- gerði 102 meðan hún dvelur á íslandi. Hún tekur á móti gestum í félagsmiðstöð- inni Hæðargarði 33 þriðjudag- inn 6. ágúst frá kl. 18.00. 70 ára Pétur Valdi- marsson, Strýtuseli 15, Reykjavík. Pétur er fyrrver- andi hafnarvörður í Rvk. Kona hans er Þórunn Matthí- asdóttir sjúkra- liði. Þau verða að mælisdaginn. Agnes Ágústsdóttir, Eskihlíð 12a, Reykjavík. Þorvaldur Jónsson, Tjarnarlundi 8d, Akureyri. Kona Þorvaldar er Rósa María Sigurðardóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í KA-heimilinu á Akureyri milli kl. 16 og 19 á af- mælisdaginn. 60 ára Skúli Þorsteinsson, Litlulaugaskóla, Reykdæla- hreppi. Rebekka Bjarnadóttir, Karlagötu 2, Reykjavík. Guðbjörg Aradóttir, Grímshaga 7, Reykjavík. Guðmundur Aronsson, Birkihlíð 21, Vestmannaeyjum. 50 ára Matthildur S. Jónsdóttir, Kelduhvammi 13, Hafnarfirði. Magnús P. Guðmundsson, Stakkholti 3, Reykjavík. Gestur Guðmundsson, Hrannarbyggð 6, Ólafsfirði. Jenný Jóhannsdóttir, Skarði, Gnúpverjahreppi. 40 ára_________________________ Ólöf Erla Ingólfsdóttir, Lönguhlíð 19, Akureyri. Hermann Borgar Guðjónsson, Heiðarhorni 3, Reykjanesbæ. Sólrún Þóra Friðfinnsdóttir, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Sigurður Guðjónsson, Bakkabraut 16, Mýrdalshreppi. Sigríður Steingrlmsdóttir, Esjugrund 5, Kjalameshreppi. Ágúst Bjarnason, Stóra-Ási, Seltjarnarnesi. Ólafía Valg. Kristjánsdóttir, Brattholti 6b, Mosfellshreppi. Ólafía Valgerður leikskólakennari verður að heiman á afmælisdaginn. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu laugar- daginn 10. ágúst að Brattholti 6b í Mosfellsbæ. Helgi Vigfús Jónsson, Hraunhóli 2, Homafirði. Guðvarður B. Birgisson, Spítalastíg 1, Reykjavik. Þórdís Eiríksdóttir, Dofrabergi 3, Hafnarfirði. Gunnar Hallur Ingólfsson, Steinkirkju, Hálshreppi. Halldór Leví Bjömsson, Njaröargötu 3, Reykjanesbæ. Árni Alexandersson, Boðagranda 4, Reykjavík. Bergþóra Halla Haraldsdóttir, Kolbeinsgötu 55, Vopnafjarðar- hreppi. heiman á af-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.