Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Qupperneq 8
8 sælkerínn
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996
Ráðstefnukvöldverður framtíðarinnar sækir efnivið í hreinleika íslensh
Blámað vatn og skyr í sú
Guöbjörg Pétursdóttir verkefnisstjóri sótti ráöstefnukvöldverö framtíöarinn-
ar og segir aö hinir nýstárlegu réttir, sem þar var boöiö upp á, hafi veriö
mjög Ijúffengir. DV-mynd Sveinn
Ráðstefnugestir framtiðarinnar
snæða rétti úr því besta sem fáan-
legt er úr íslenskri náttúru.
Drykkimir eru búnir til úr hreinu
íslensku vatni og hráefnið er tekið
úr íslenskri náttúru, það besta sem
þjóðin á í dag. Réttim-
ir em tengdir við nátt-
úru og heilbrigði og
hreinleika náttúrunn-
ar eins og hægt er, að
sögn Guðbjargar Pét-
ursdóttur verkefnis-
stjóra. Þetta er fram-
tíðarsýnin hvað varð-
ar kvöldverði á ráð-
stefnum framtíðarinn-
ar.
Nýlega var haldin í
Reykjavík fæðuráð-
stefna að Hótel Loft-
leiðum og var gestum
meðal annars boðið til
ráðstefnukvöldverðar
framtíðarinnar árið
2020 í Perlunni. Þema
kvöldverðarins var
óður til náttúrunnar
enda er það trú þeirra
sem stóðu að ráðstefn-
unni að í framtíðinni
verði besta hráefnið
sótt í íslenska náttúru
og menn muni vilja
varðveita hreinleika
náttúrunnar og hreina
íslenska vatnið.
„Við vildum tengja niðurstöður
úr rannsóknum og þróunum í mat-
vælaiðnaði á undanfórnum árum
því sem er að gerast i íslenskri mat-
vælaframleiðslu og gerist í framtíð-
inni. Við fengum siðasta árs nem-
endur úr Hótel- og veitingaskólan-
um til að taka þátt í hugmyndasam-
keppni. Við notuðum hugmyndir
þeirra við að setja
saman þennan kvöld-
verð,“ segir Guðbjörg
Pétursdóttir verkefn-
isstjóri.
Ráðstefnukvöldverð-
urinn í Perlunni
samanstóð af hreinu
íslensku vatni í
kampavínsglasi,
blámuðu með blá-
berjasafa og skreyttu
með bláberjagrein-
um. í forrétt var
reyksoðin bleikja og
grásleppuhrogn með
hunangs birkisósu, í
aðalrétt var lamba-
kjöt með jurtakrydd-
aðri sósu og íslensku
smælki með hýði,
millirétturinn var
fjallagrasaseyði og
einnig agúrkusorbet.
í eftirrétt var borið
skyr í hátíðarbún-
ingi, toppað með blá-
berjasorbet og borið
fram í súkkulaði-
körfu með Ijúfiengri
sósu.
„Þetta var svolítið sérstakur og
öðruvísi kvöldverður. Þetta var æð-
ir hún.
Jöklaskreytingar
Þemað gekk sem rauður þráður
gegnum kvöldverðinn, skemmtiat-
riði og umhverfi ráðstefnugesta.
Tekið var á móti fólkinu í anddyri
Perlunnar með vatninu í fordrykk
með gosbrunninn þar í bakgrunni.
Þar voru útskomar skreytingar úr
jökli. Þegar Karlakór Reykjavíkur
var búinn að syngja nokkur lög um
íslenska náttúru gengu ráðstefnu-
gestir upp stigann við vatnsnið. í
lok kvöldverðarins gengu þeir líka
niður og aðeins blá ljós, sem tákn-
uðu vatn, lýstu þeim.
Skreytingar á borðum ráðstefnu-
gesta voru hraunmolar skreyttir
með lyngi og villijurtum úr náttúr-
unni, allir fengu litla villiblóm-
vendi. Guðbjörg segir að ráðstefnu-
gestir hafi verið mjög ánægðir með
kvöldverðinn, „fólk var alveg í skýj-
unum með allt saman, umgjörðina
og skemmtiatriðin," segir hún. „Það
voru allir ofsalega jákvæðir," segir
hún.
Emilíana Torrini söng ásamt
karlakómum og Össur Skarphéð-
insson þingmaður var veislustjóri í
þessum nýstárlega kvöldverði.
Salat og fiskur
í stað krabbans
Krabbi er sjaldgæfur matur á
| íslenskui
| enda alls
j| sem þo
| vilja
krabba
einhverj-
um
ástæð-
um og
| telja
hann
lítt seðj-
andi þó ljúffengur sé. Mörgum
þykir heldur óspennandi að
: borða krabba á hefðbundinn hátt
með ristuðu brauði, smjöri og
osti. Hér koma því uppskriftir að
réttum fyrir þá sem alls ekki
■ vilja láta krabbakjöt inn fyrir
| sínar varir.
Rækjur með krabbabragði
| - fyrir Qóra til sex
| iy2 kg stórar rækjur
2 1 vatn
I % dl salt
1 sykurmoli
ferskt dillknippi
(1 tsk. anis)
Náð er upp suðu á vatni, salti,
sykri og dillknippi og hugsan-
lega anis og látið sjóða í nokkrar
mín. Látið kólna og dillið tekið.
Þíðið rækjumar í skál með
; dillknippinu. Þegar þær hafa
verið þíddar er vökvanum hellt
yfir og rækjumar látnar standa í
ísskáp í um 12 klst.
Ýsa eða þorskur
- fyrir fjóra
600 fiskflök, ýsa eða þorskur
2 msk. sítrónusafi
y2 dl vatn
1 fiskteningur
y2 tsk. basilíkum
3 msk. dillknippi
3 msk. graslaukur
500 g rækjur
2 msk. smjör eða smjörlíki
2 msk. hveiti
1 y2 dl rjómi
Fiskfiökin eru lögð á fat.
Sítrónu, vatni, tening og kryddi
er blandað saman, hellt yfir fisk-
inn og látið standa. Fiskinum er
snúið einu sinni.
Skerið niður og blandið saman
dilli og graslauki og skolið rækj-
urnar. Blandið smjöri eða smjör-
líki saman við, deilið yfir fiskinn
og leggið flökin saman.
Suðunni er náð upp í vökvan-
um, sem fiskflökin hafa legið í,
fiskurinn er settur út í og látinn
: sjóða í 8-10 mín. Fiskurinn er
; tekinn varlega upp úr og haldið
I heitum.
Hveiti er hrært saman við
rjómann og þeytt. Látið sjóða í
nokkrar mínútur. Sósunni er svo
hellt yfir fiskinn og afganginum
af rækjunum, dillinu og graslauk
er stráö yfir. Borið fram með
j! kartöflum.
I
Melónusalat
Gott er að raða saman á disk
melónubitum, ferskum skræld-
um kartöflum og beikoni og hafa
í forrétt. Þessi réttur er sérlega
sniðugur fyrir þá sem hvorki
borða krabba né fisk.
-GHS
1
Mei»BSBíaaaa6SM:ranBWir"','',r':i;!a'i;.v7,mwi
Létt ostakaka
Ostakökur þykja alltaf
gómsætar með kaffinu og
ekki spillir fyrir ef þær
eru af léttara taginu. Hér
kemur uppskrift að slíkri
köku fyrir þá sem hugsa
um línumar.
50 g smjör eða
smjörlíki
1!4 dl hveiti
V2 dl hafragrjón
1 dl sykur
500 kotasæla
2 egg
rifið hýði af 1 sítrónu
1 tsk. vanillusykur
4 msk. jógúrt
ber eða ávextir
flórsykur
Bökunarform með laus-
um botni er smurt og ofn-
inn er stilltur á 175 gráö-
ur. Smjör eða smjörlíki er
brætt í potti. Hveiti,
hafragrjónum og 2 msk.
sykri er blandað saman
Íog sett í miðjan ofninn í
10 mín.
Kotasælunni er þrýst í
gegnum síu eða músuð í
: matvinnsluvél. Eggin eru
Iþeytt saman og blandað
saman við kotasæluna,
sítrónuhýðið, vanillusyk-
ur og afganginn af sykrin-
I um.
Hræran er sett í formin
og sett í ofninn í 20 mín.,
tekin svo út og jógúrt
smurt á yfirborðiö. Bakað
áfram í 20 mín. Kakan er
látin kólna og standa í
forminu í nokkrar klst.
Kakan er skreytt með
berjum, til dæmis jarðar-
beijum eða melónubitum
og flórsykri dreift yfir.
-GHS
matgæðingur vikunnar
Elín Jóhannsdóttir, matgæðingur vikunnar:
Grænmetislasagna
og frosin bananaterta
„Öllum, sem ég hef boðið í mat,
hefur þótt þessi grænmetisréttur góð-
ur alveg sama á hvaða aldri gestimir
eru. Það er mjög gott að gera tvær til
þrjár uppskriftir og frysta þær til að
eiga því að það er svolítið mál að
gera þetta,“ segir Elín Jóhannsdóttir,
matgæðingur vikunnar.
Elin gefur hér uppskrift að græn-
metislasagna og frosinni banana-
tertu.
Grænmetislasagna
1 bolli sveppir
1 bolli spergilkál
1 bolli laukur
1 bolli púrrulaukur
2 bollar gulrætur
2 bollar kínakál
1 dós niðursoðnir tómatar
y2 dós tómatþykkni
50 g rjómaostur
2 grænmetisteningar
1-2 bollar vatn
1-2 dl mjólk/rjómi
100 g smjörllki
5 skeiðar hveiti
11 mjólk
1 dós parmesan
1 egg
Sveppir eru steiktir og brokkolí er
léttsoðið. Laukur, púrrulaukur, gul-
rætur og kínakál er saxað niður
og brúnað í olíu á pönnu.
Tómatar og rjómaostur er
hitað og rauð sósa jönuð á
pönnu og svo er öllu
grænmetinu nema
sveppum og spergilkáli
bætt út í.
Búinn er til jafningur
úr niðursoðnum tómöt-
um, tómatpúrru, rjómaosti, græn-
metisteningum, vatni og mjólk eða
rjóma og parmesanosti og eggi bætt
út í.
Hvit sósa er sett á botninn á eld-
fostu móti, græn lasagneblöð ofan á,
tómatjafningurinn, lasagneblöð, hvít
sósa og svo koll af kolli. Efst er látið
brokkolí og sveppir, ostasósa
og svo osti stráð yfir.
Bakað í ofni við 180
gráður í 30 mín. Hvít-
lauksbrauð og hrásal-
at er borið fram með ém
réttinum.
Frosin banana-
terta
200 g
HomeBlest
kex
3-4 bananar
2 1 vanilluís
2 dl saxaðar
heslihnetur
100 g
suðusúkkulaði
75 g smjör
2 dl flórsykur
1 dl rjómi
1 tsk. vanilludropar
l'/2 dl þeyttur rjómi
1 dl saxaðar heslihnetur til skrauts
Kexið er mulið í botn á fati. Banan-
ar eru skomir í sneiðar og raðað
ofan á, ís er jafnað yfir, hnetum
er dreift yfir, svo súkkulaðisós-
unni (sjá hér að neðan) og
að lokum er kakan skreytt
með rjóma og hnetum.
Súkkulaði og smjör er brætt í
potti við vægan hita. Flór-
sykri og 1 dl rjóma er bætt í
blönduna og soðið við
meðalhita í 5-10 mín.
Kælt.
Kakan er látin þiðna
til hálfs áður en hún
er borin fram.
Elín skorar á vin-
konu sína, Aðal-
heiði Ásgeirsdóttur
snyrtifræðing.
-GHS
Elín Jóhannsdóttir
gefur uppskrift aö
Ijúffengu grænmet-
islasagna og frosinni
bananatertu í eftir-
rétt.
DV-mynd Sigrún
Lovísa
islega gott. Létt að flestu leyti,“ seg-
-GHS
Ráðstefnukrölílverður
.framtíðarífinar °
Blámað vatn skreytt með
bláherjagreinum.
Forréttur
Roýlísoðin bleikjá og
grásleppuhrogn með
Iiunangsbirkisósu
Adalréttur
Lamhakjöt ineð jurtakryddaðri
sósu og íslensku smælki
%
■
MilliréttUr
FjaUagrasaseyði og agúrusorbet
Eftirréttur
Skyr í hálíðarbúningi raeð
bláberjasorbet í súkkulaðikörfu