Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Síða 13
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 13 David Bardsley, varnarmaður hjá QPR, og eiginkona hans: Hafa fengið ókunnuga konu til að ganga með og fæða „Þetta er búið að vera svo erfitt. Við erum búin að missa þrjú böm á tveimur árum og verið með tvær jarðarfarir. Við viljum ekki ganga í gegnum slíkt aftur,“ segir David Bardsley, 31 árs gamall varnarmað- ur hjá 1. deildar liðinu Queens Park Rangers, QPR, i Bretlandi og fyrr- verandi leikmaður með enska landsliðinu, en hann og eiginkona hans, Michelle, eiga von á tvíburum og hafa fengið aðra konu, Sally, tii að ganga með bömin og fæða þau. Michelle og David höfðu samband við Kim Cotton, fyrstu bresku kon- una sem gekk með barn fyrir annað fólk árið 1985, og hún kom þeim í samband við Sally. Sally samþykkti aö ganga með bam fyrir þau og eft- ir glasafrjóvgun var fósturvisi kom- ið fyrir í legi hennar. í maí fengu Michelle og David svo að vita að hún gekk með tvíbura og þau verða viðstödd fæðinguna í janúar ásamt eiginmanni Sallyar. Micheile og David höföu samband viö fyrstu bresku konuna sem gekk meö barn fyrir annaö fólk áriö 1985 og hún kom þeim í samband viö Sally. Hún gengur meö tvibura fyrir þau. Fiat-varahlutir á lager Einnig sérpantanir GJvarahlutir Hamarshöföa 1 - Sími 567 6744 Varnarmaöurinn David Bardsley hjá Queens Park Rangers og eiginkona hans hafa misst tvö börn og eitt fóstur og eölilega hefur þetta valdiö þeim miklum þjáningum. David og eiginkona hans, Michelle, eiga fyrir átta ára son, Christian, en þeim hefur gengið erf- iðlega að eignast fleiri böm. Þau hafa eignast tvo drengi, sem hafa aliir dáið fljótlega eftir fæðingu, og Michelle hefur misst fóstur einu sinri. Hún segir að þetta hafi valdið þeim ólýsanlegum þjáningum, hún hafi til dæmis vakað í átta sólar- hringa eftir að Jacob litli fæddist því að hún hafi verið svo hrædd um að vera vakin með slæmum tíðind- ' um. Eldaði ofan í Presley í fjórtán ár Elvis Presley eyddi drjúgum tíma á síðustu ámm ævi sinnar í að borða. Matráðskona hans til fjórtán ára var Mary Jenkins eða May-Wee eins og kóngurinn kallaði hana og sá hún um að elda ofan í hann allt er hugur hans gimtist. Elvis ólst upp í mikilli fátækt og sór þess eið þegar hann var orðinn frægur maður að svelta aldrei aftur. Hann tók það kannski nokkuð al- varlega miðað við hvemig holdafar hans var orðið undir það síðasta. Mary segir hann hafa borðað óhemju mikið. í morgunverð útbjó hún fimm spæld egg, stóra svína- kjötssamloku, nokkrar kexkökur með miklu smjöri og rjómaboliu. Með þessu drakk hann ávaxtasafa og kaffi. Morgunmatinn borðaði hann reyndar aldrei fyrr en líða tók á daginn segir Mary. Hann elskaði að borða og matur var það eina sem veitti honum ánægju síðustu árin. Mary segir að hún hafi reynt að fá Elvis til að fara í megrun og færði honum eitt sinn mat sem ekki inni- hélt margar hitaeiningar. „Hann kaliaði á mig og sagði mér að taka þetta drasl og færa sér al- mennilegan mat. Þegar ég maldaði í móinn hreytti hann í mig að það væri hann sem borgaði launin min,“ segir eldabuskan Mary sem greinilega var í. nokkru uppáhaldi hjá kónginum því hann keypti handa henni forláta Pontiac bifreið og hús sem hún býr enn þá í. STAÐFESTING Á GÆÐUM! 323 Sedan Samkvæmt nýlegum skýrslum þýsku skoðunarstofunnar DEKA, sem árlega framkvæmir skoðanir og mengunarmælingar á um 7 milljónum bíla, eru bílar af MAZDA gerð í besta ástandi allra þriggja til sjö ára bíla. Þetta er enn ein staðfestingin á góðri endingu og vandaðri smíð MAZDA. 323 F Við bjóðum nú 1997 árgerðirnar af MAZDA með nýjum innréttingum og auknum búnaði á betra verði en nokkru sinni fyrr! MAZDA 323 kostar frá kr. 1.298 þús. 323 Coupé ITbe ISO 9001 .1 Certificate MAZDA er að auki fyrsti og ennþá eini japanski bifreiðaframleiðandinn, sem veitt hefur verið ISO 9001 gæðavottun, en það er æðsta viðurkenning sem framleiðandi getur hlotið. Óbilandi traust! SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK SÍMI 561 9550

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.