Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 15
lO'V LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 15 Veðrátta slðustu daga minnir landsmenn á að það er farið að hausta. Þennan síðasta dag ágúst- mánuðar má segja að sumarið sé að baki með leyfum sinum, sól- böðum og ferðalögum innanlands og utan. Fram undan er alvara daglegs lífs að loknum sumarfríinu. Skól- amir taka til starfa á nýjan leik fljótlega eftir helgina. Tugþúsund- ir nemenda mæta til náms og þjálfunar á ýmsum sviðum. Sum- ir em að mæta fyrsta sinni í gmnnskóla en aðrir em að ljúka löngu háskólanámi. Á öðrum sviðum þjóðlífsins færist starfsemin sömuleiðis í hefðbundinn farveg eftir þá rösk- un sem sumarið hefur óhjá- kvæmilega í för með sér. Hallalaus fjárlög Þetta á einnig við um stjórn- málin. Alþingi kemur saman til fyrstu funda vetrarins eftir mán- uð eða svo. Ríkisstjómin og ein- stök ráðuneyti eru þegar farin að undirbúa ýmis þau mál sem leggja þarf fyrir þingið. Það á ekki hvað síst við um fjárlagafrum- varpið, sem er samkvæmt venju dreift til þingmanna strax á fyrstu dögum haustþingsins. Þegar hefur verið kynnt opin- berlega samkomulag stjómmála- flokkanna sem standa að núver- andi ríkisstjórn, Sjáifstæðisflokks og Framsóknarflokks, um tekju- og útgjaldaramma fjárlagafrum- mm atwmm j n * m HL íiðwl Fram undan er alvara daglegs lífs aö loknum sumarleyfum. Skólarnir taka til starfa á nýjan leik fljótlega eftir helgina. Tugþúsundir nemenda mæta til náms og þjálfunar á ýmsum sviöum. Sumir eru aö mæta í fyrsta sinn í grunnskóla en aðrir eru aö Ijúka löngu háskólanámi. DV-mynd BG tekjuskatt. Meirihluti lands- manna þarf einfaldlega ekki að skila ríkinu skatti af launatekjum sínum. I öðru lagi er hér fyrst og fremst um launamannaskatt að ræða. Og þeim sem eru með miðl- ungslaun og reyna að auka tekjur sínar með mikilli vinnu er refsað fyrir dugnaðinn með óheyrilegri skattheimtu. Þrátt fyrir mikla umræðu um óréttlætið sem í þessu felst hefur skattkerfinu ekki enn verið breytt. í þriðja lagi er vitað mál að mikið er um svokallaða svarta at- vinnustarfsemi sem felur í sér al- mennan undandrátt frá tekju- skatti. Opinberar nefndir hafa áætlað að skattsvikin nemi í heild hátt á annan tug milljarða. Á með- an lendir tekjuskatturinn af full- um þunga á launamönnum sem standa skil á öllum þeim tekjum sem þeir afla sér. Lofar lækkun tekjuskatts Þau tvö mál sem hér hafa verið nefnd, hallalaus fjárlög og lækkun tekjuskatts, eru í brennidepli þeirrar kosningabaráttu sem nú er farin á fulla ferð í Bandaríkjun- um eftir að flokksþingum demókrata og repúblíkana er lok- ið. Krafan um hallalaus fjárlög var mjög áberandi í forsetakosningun- um þar vestra fyrir fjórum árum en það var „þriðji maðurinn“ - Ross Perot - sem setti mestan Niðurskurður óskhyggju varpsins fyrir árið 1997. Stjómarflokkarnir stefna enn að þvi að fjárlög næsta árs verði hallalaus. Það em góð tíðindi og mikil umskipti frá því sem verið hefur mörg undanfarin ár. Nokkr- ar síðustu ríkisstjómir hafa rekið ríkissjóð með miklu tapi á hveiju ári, með tilheyrandi skuldasöfnun og vaxtagreiðslum. Slík ríkisút- gerð er ekki aðeins dýr fyrir þjóð- félagið heldur felur tapreksturinn líka í sér óveijandi ávísun á fram- tíðina; komandi kynslóðir eiga að horga brúsann. Margir eru þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin hefði átt að nota þann happdrættisvinning, sem efhahagsbatinn á þessu ári hefur reynst rikissjóði, til að draga eitt- hvað úr hallanum núna strax. Af því varð ekki. Þess vegna safnast enn á þessu ári margir milljarðar í risavaxinn hallasjóð ríkisins. Heildarútgjöldin hækka Ljóst virðist af fréttum að í fjár- lagafrumvarpi næsta árs verður ekki um að ræða niðurskurð fjár- veitinga frá því sem er í núver- andi fjárlögum. Þvert á móti munu heildarútgjöld ríkisins væntanlega hækka nokkuð milli áranna 1996 og 1997. Með þetta í huga er auðvitað misvísandi að tala um niðurskurð ríkisútgjalda. Slíkur samanburð- ur verður að sjálfsögðu að miðast við raunveruleikann á hverjum tíma. Til þess að fá sanngjarnan sam- anburð á þróuninni milli ára þarf þess vegna að bera saman fjár- lagafrumvarp eins árs við fjár- lagafrumvarp annars, fjárlög eins árs við fjárlög annars og svo að lokum ríkisreikninga með sama hætti. Aðeins þannig fæst raun- hæfur samanburður á því hvert stefnir í ríkisfjármálunum á hveijum tíma. Þegar heildarútgjöld rikissjóðs aukast ár frá ári er auövitað ljóst að allt tal stjórnmálamanna um niðurskurð er á misskilningi byggt. Skýringin á þeim talsmáta er hins vegar sú að embættismenn og ráðherrar keppast við það í ráðuneytunum að búa til ósk- hyggjutölur um alla þá opinberu fjármuni sem þeir vilja gjaman fá til sinna málaflokka. Síðan kepp- ast þeir við að skera þessa ósk- hyggju niður. Það er sá niður- Elías Snæland Jónsson adstoðarritstjórí skurður sem svo mikiö er talað um við gerð fjárlagafrumvarps næsta árs, eins og svo oft áður; niðurskurður óskhyggjunnar. Oréttlátur skattur íslenska skattkerfið er stórgall- að - í senn óréttlátt og fullt af göt- um sem skattsvikarar nýta sér til hins ýtrasta, eins og fréttir af VASK-svikum síðustu misserin bera meö sér. Forvitnilegt er reyndar að kynna sér á ný rök- semdimar sem færðar vora fyrir breytingunni yfir í virðisauka- skattinn á sínum tíma en þar var mikil áhersla lögð á að nýja kerf- ið væri miklu pottþéttara að þessu leyti en söluskatturinn. Þess vegna koma stóru götin í VASK- kerfinu, sem skattsvikar- amir hafa nýtt sér, verulega á óvart. Virðisaukaskatturinn er hins vegar sanngjarn. Hann leggst beint á eyðslu manna. Einstak- lingurinn greiðir skattinn í hlut- falli við það sem hann kaupir hveiju sinni. Að því leyti er hann eðlilegur og réttlátur skattur. Það sama verður ekki sagt um tekjuskattinn sem er í alla staði afar óréttlátur. Þar kemur margt til. í fyrsta lagi er það einungis lít- ið brot þjóðarinnar sem borgar kraft i þá umræðu. Að þessu sinni lofa bæði Bill Clinton forseti og Bob Dole, fram- bjóðandi repúblíkana, hallalaus- um fjárlögum. Dole hefur hins vegar bætt um betur og lofað því að lækka jafnframt tekjuskattinn um 15 prósent nái hann kjöri í nóvember. Þó er tekjuskattur rík- isins þar vestra nú þegar mun lægri en til dæmis á íslandi. Mikilvægasta skrefið sem hægt væri aö stíga í átt til réttlátara skattkerfis hér á landi væri að leggja tekjuskattinn hreinlega af og innheimta þess í stað skatta af eyðslu. Þau jöfnunaráhrif sem stjórnmálamenn viija ná fram til að aðstoða þá sem bera skarðan hlut frá borði efnahagslega - eru til dæmis með mjög lágar tekjur eða mörg börn - má jafnauðveld- lega koma í framkvæmd þótt þessi óréttláti launamannaskattur væri aflagður eins og hvert annað mis- heppnað stjórntæki. Þetta er auðvitað hægt að gera í áfóngum með því að lækka skatt- prósentuna jafnt og þétt með skipulegum hætti þar til tekju- skattskerfið endar þar sem það á heima - í einhverri læstri skúffu i kjallara Þjóöaskjalasafnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.