Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Síða 26
26 fréttir LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 JjV Tíu ár frá stofnun fyrstu frjálsu útvarps- og sjónvarpsstöðvanna: Neisti kviknaði frá logandi vinnudeilum - ævintýralegt upphaf „frelsisins" rifjað upp Upphaf frjálsu útvarpsstöövanna má rekja til BSRB-verkfallsins haustiö 1984 þegar DV og fleiri aöilar ráku umdeildar en vinsælar útvarpsstöövar. Hér fylgjast Siguröur Hreiöar, Páll Stefánsson, Sveinn R. Eyjólfsson og Höröur Einarsson meö störfum Jóhannesar Reykdal á Fréttaútvarpinu svo- kailaöa. Stööinni var lokaö meö lögregluaögeröum 10. október 1984 og upp úr því var íslenska útvarpsfélagiö stofnaö. Tíu ár eru liðin frá þvl fyrstu frjálsu útvarps- og sjónvarpsstöðv- arnar fóru í loftið, þ.e. Bylgjan og Stöð 2, og áratuga einokun ríkisins á ljósavakamiðlum var afnumin. Af því tilefni er ekki úr vegi að líta um öxl og rifja upp hvað kom öllu þessu af stað. Hlutimir gengu ekki þrauta- laust fyrir sig og átök þurfti til að ná þeim áföngum sem náðst hafa. Fara þarf að minnsta kosti tólf ár aftur í tímann eða til haustsins 1984 þegar Island bókstaflega logaði í vinnudeilum. Bókagerðarmenn voru í verkfalli frá 10. september til 22. október og á meðan komu engin dagblöð út. Opinberir starfsmenn í BSRB voru í verkfalli frá 4. til 30. i október og það varð m.a. til þess að hvorki heyrðist í útvarpi né sást í [ sjónvarpi Ríkisútvarpsins. Lands- menn vom án allrar fjölmiðlunar. Þetta leiddi til þess að einkarekn- ar útvarpsstöðvar hófu útsendingar bæði i Reykjavík og úti á landi. Tvær stöðvar voru mest áberandi í Reykjavík, annars vegar Fréttaút- varpið sem Fijáls fjölmiölun hf., út- gefandi DV, stóð fyrir og hins vegar Frjálst útvarp í húsakynnum Sjálf- stæðisflokksins undir forystu Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar, Kjartans Gunnarssonar og fleiri frjálshyggjusinna. Aðstandendur þessara stöðva vissu reyndar af yfir- vofandi verkfalli og vora búnir að undirbúa sig nokkuð vel þegar það siðan skall á, m.a. með útvegun senditækja og þess háttar. Hávaði fyrir utan DV í Síðumúla Rekstur stöðvanna var harðlega gagnrýndur af BSRB en þær stóðu fyrir fréttatímum, tónlistarflutningi og auglýsingum. Svo fór að þeim var lokað með lögregluvaldi 10. október og tækjabúnaður gerður upptækur. Mikið uppistand var t.d. fyrir framan húsnæði DV í Síðu- múla og höfð uppi hávær mótmæli af dyggum hlustendum Fréttaút- varpsins, enda náði það miklum vinsældum á skömmum tíma. Lög- reglunni var gert erfitt fyrir að koma og fara frá DV-húsinu og svo langt gengu mótmælin að ritstjór- arnir Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram urðu að stilla til friðar. Nokkru eftir þessi læti gengu kærumál á víxl, starfsmenn ríkisút- varpsins vora kærðir fyrir að leggja niður vinnu þremur dögum fyrir boöað verkfall BSRB og frjálsu út- varpsstöðvamar voru kærðar fyrir ólöglega starfsemi. Allir vora þessir aðilar sýknaðir af kröfum ákæruvalds- ins nema hvað að- standendur útvarps á ísa- firði vora dæmdir til greiðslu sekt- ar. Víkjum okkur aftur að 10. októ- ber 1984. Þeg- ar búið var að loka frjálsu út- varpsstöðv- unum var um kvöldið haldinn stofhfundur íslenska út- varpsfélags- ins í Sigtúni í Reykjavík. Þetta sama félag kom síðan fyrstu frjálsu út- varpsstöð- inni, Bylgj- unni, i loftið þann 28. ágúst 1986. Nánar um það síðar. Meðal þeirra sem mætti á stofnfund fé- lagsins var Ragnhildur Helgadóttir, þáverandi menntamála- ráðherra. Á fundinum boðaði hún frumvarp á Alþingi um afnám einka- réttar ríkisút- varpsins. Skömmu eftir að hún lagði það fram í nafni ríkis- stjómarinnar kom Kvennalistinn með annað frumvarp til nýrra út- varpslaga. Kvennalistakonur vildu áframhaldandi einkarétt ríkisins en Starfsnám fyrir stuðnings- og meðferðarfulitrúa og fóik í líkum störfum Á,a'T*’n-%'* '■ '■* ' 'vr-'í' ” — >5’ Þann 28. október 1996 hefst starfsnám (grunnnám) fyrir slu&nings- .og meðferðarfulltrúa og fólk T Kkum storfum. Námié hifur-það ^ðnwkmiði aö auka'^iekkingu og færni starfsmanna og gæði þjónustunnar. Umsóknarfrestur um'fiámið er til 16. septamber 1996 og fást um sóknareyöublöö í félagsmálaráöuneytinu, Hafnarhúsinu viö Tryggvagötu, Reykjavík, sími 560-9100, og hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana, <3rettisgötu 89, Reykjavík, stmi 562-9644. Fræöslunefnd félagsmálaráðuneytisins 31. ágúst 1996 Stór stund þegar fyrsta einkarekna útvarpsstöðin, Bylgjan, fór í loftiö 28. ágúst 1986. Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, hleypti stöðinni af stokkunum fyrir Einar Sigurðsson útvarpsstjóra, núverandi blaðafulltrúa Flugleiöa, og með aðstoö Sigurðar G. Tómassonar, núverandi dagskrárstjóra Rásar 2, sem var einn af fyrstu útvarpsmönnum Bylgjunnar. í stað útvarpsráðs kæmi svokallað notendaráð, valið úr þjóðskrá með tllvifjunarúrtaki. Framkvæmdaráð, valið af starfsfólki, myndi annast framkvæmdastjórn. Þetta frumvarp Kvennalistans var harðlega gagn- rýnt, jafht utan þings sem innan, og tálTö hafa orðið til innan Ríkisút- varpsjns. Æn það var einnig deilt um frum- ,-varp ríkisstjórnarinnar, ekki bara af stjómarandstöðunni Jieldur á miHi atjórnai-flokkanna- Itramsókn- aiflokká og SjáflstæöiSflckks. And- staBðihg^r frumvarpsins úr Fram- sókn-vildu txi. ekki sjá’áúglýsingar . , hjá- eihkastöávtmi. Áð -lóktun náðu stjóftiarflokkarnlrinálamifUun.uftir harða rimmu, svo harða -að lá. við stjófnarslitum. Fjölmargar breyt- ingartillögur litu dagsins ljós áður en framvarpið var loks-samþykkt 14. júni 1985. Óvenjulegt 'þótti að meirihiuti þingmanna var andvígur eða sat hjá I atkvæðagreiöslu um fruihvarpið, aðeins 29 þingmenn í báðum deildum Alþingis voru því samþykkir, Ríkisstjómin fékk stuðning Bandalags jafnaðarmanna og hluta Al- þýðuflokks- ins. Þeir þing- menn sem voru andvígir frumvarpinu og þar með af- námi einka- réttar ríkisút- varpsins voru framsóknar- mennimir Halldór Ás- grímsson, Páll Pétursson og Stefán Val- geirsson, kratarnir Eið- ur Guðnason og Karl Stein- ar Guðnason, Alþýðubanda- lagsmennim- ir Garðar Sig- urðsson, Geir Gunnarsson, Guðmundur J. Guðmunds- son, Guðrún Helgadóttir, Helgi Seljan, Hjörleifur Guttormsson, Steingrímur J. Sigfússon, Svavar Gests- son og Ragnar Arnalds og Kvennalista- konumar Guðrún Agn- arsdóttir, Kristín Hall- dórsdóttir og Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir. Ný útvarps- lög tóku því gildi 1. janúar 1986 og einka- rétti ríkisins var lokið. Vel fyrir þann tíma vora nokkrir aðilar farnir að und- irbúa rekstur á útvarpi og sjónvarpi. Út- varpsstöövar fóra í loftið tímabundið á fyrri hluta ársins 1986 á vegum framhaldsskóla og stjóm- málaflokka vegna kosninga en fyrsta eiginlega einkastöðin hóf út- sendingar 28. ágúst sama ár, þ.e. Bylgjan eins og áður sagði. Nú hafði ríkisútvarpið loksins fengið sam- keppni og þar á bæ var henni mætt með hörku. Útsendingartími var lengdur á Rás 2 til jafhs við tíma Bylgjunnar ’og fréttir sömuleiðis sendar út á klukkutíma frestl. Smá saman bættust viðJleiri og fleiri út- varpsstöðvar á hínum frjálsa mark- aðá, sem ýmist sameinuðust, lögðu upp laupanna-eða einfaldlegá héldp sjó. Eftirminnilegust er líklega sani- eining Bylgjunnar og Stjörnunnar 1989, tveggja Jiarðra keppinaufa á fyrstu árum „frelsisins“. Sá sam- rani gekk ekki hávaðalaust fyrir sig og varð í raun undirrót þeirra átaka sem síðar urðu á Stöð 2. í dag eru reknar sex útvarps- stöövar á höfuðborgarsvæðinu, auk tveggja rása ríkisútvarpsins eg Bylgjunnár. Þetta eru FM 95,7, Klassík FM, Sígilt FM, Aðalstööin, X-ið og Lindin. Upphaf einkasjónvarps En við skulum víkja okkur að upphafí einkasjónvarpsins. Með nýju útvarpslögunum fóra nokkrir aöilar af staö en þeir sem náðu alla leið var íslenska sjónvarpsfélagið, sem þá var kallað, og rak Stöð 2. Stöðin fór í loftið 9. október 1986 þegar leiðtogafundur Reagans og Gorhatsjovs hófst í Höfða. Sjón- varpsstjórinn, Jón Óttar Ragnars- son, kom í mynd með ávarp sitt en ekkert reyndist hljóðið. Stöð 2 átti við tæknilega örðugleika að etja fyrstu vikumar en því fer fjarri að þögn hafi ríkt í kringum reksturinn þau 10 ár sem voru framundan. En hvemig hófst ævintýrið á Stöð 2? Hugmyndin kviknaði hjá Jóni Óttari og Hans Kristjáni Ámasyni haustið 1984 og upphaflega var talað um að endurvarpa Sky Channel á íslandi. Síðan var íslenska sjón- varpsfélagið stofnað 6. janúar 1985 og með tilkomu nýju útvarpslag- anna var undirbúningur að Stöð 2 settur á fullt. Ýmislegt gekk á þar til sjónvarpsstöðin fór í loftið 9. októ- ber 1986 sem ekki verður rakið hér. Stöö 2 var rekin undir stjóm Jóns Óttars og félaga til ársins 1990. Á þeim tíma náði stöðin aö skjóta rót- Innlent fréttaljós á laugardegi Björn Jóhann Björnsson um eftir blóð, svita og tár. Árið 1990 komu nýir eigendur að stöðinni og hafi átökin verið mikil áður þá juk- ust þau enn meir næstu árin, ekki bara um Stöð 2 heldur einnig sjón- varpsstöðina Sýn sem ásamt Bylgj- unni var fljótlega sameinuð Stöð 2 undir merkjum íslenska útvarpsfé- lagsins hf. Tvær fylkingar kepptust um völdin, enda miklir peningar í spilinu. Dómsmál vora höfðuð milli meiri- og minnihluta og ástandið líkara bandarískri sápuópera en ís- lenskri sjónvarpsstöð. Sjónvarps- stjórar komu og fóra, oftast meö lát- um og ætti aðaleigandi íslenska út- varpsfélagsins, Sigurjón Sighvats- son, að hafa nægan efhivið í góða kvikmynd ef hann hefði áhuga. Undanfama mánuði hefur hins veg- ar ríkt friður og ró, að minnsta kosti á yfirborðinu, og ekki annað að sjá á 10 ára afmælishátíðinni í vikunni en að menn séu tilbúnir tii að takast samhentir á við spennandi tíma frcimundan í sjónvarpsrekstri. Fleiri sjónvarpsstöðvar hafa bæst í hópinn frá því Stöð 2 fór í loftið. Fyrsta skal telja Sýn sem hóf út- sendingar fyrir alvöru á -síðasta ári. Ári áður fór Stöð 2 af stað meö Fjölvarpið og í fyrrafæddist „þriája sjónvarpsveldið", ef svo má segja, þ.e. Stöð 3. Stðan má eklu gleyma Omega, kristilegu stööinni, setn hef-- ur verið starfrækt um nokkurt skeið. Þá hafa íslendingar aðgang að fjölda erlendra sjónvarpsstöðva eins og CNN, Sky, Eurosport, Discovery, TNT, BBC Prime, MTV og Cartoon Network. Framboð á sjónvarpsefni hér á landi er gríðarlegt ef miðað er við árin þegar Ríkissjónvarpið var .eitt um hituna og gaf landsmönnum sjónvarpsfrí á fimmtudögum. Núna er aldrei gefið frí í þessum geira, ekki einu sinni farið í verkfall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.