Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Page 33
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996
trimm «
i
I
t
t-.
V
)
)
>
>
i?
Kópavogssundið um næstu helgi:
Kepptu við sjálfan
þig og sigraðu
- margir synda mun lengra en þeir hafa fyrirfram hugmynd um að þeir geti
„Með þvl að standa fyrir árlegu
Kópavogssundi erum við meðal
annars að reyna að aðstoða sundá-
hugafólk við að setja sér eitthvert
markmið eða takmark til aö stefna
að,“ sagði Guðmundur Þ. Harðar-
son, forstöðumaður Sundlaugar
Kópavogs, í viðtali við DV. „Við
höfum þá í huga markmið eins og
til dæmis skokkarar og hlauparar
hafa með Reykjavíkurmaraþon-
inu.“
Kópavogssundið fer fram í þriðja
sinn sunnudaginn 8. september nk.
í Sundlaug Kópavogs. Fyrirkomu-
lagið er þannig að þátttakendur
skrá sig í Kópavogssundið og fá í
hendur talningarkort. Talið er fyrir
alla þátttakendur en hver og einn
ákveður sjálfur hve langa vega-
lengd hann syndir. Engin tímamörk
eru sett keppendum önnur en tíma-
mörk keppninnar en hún stendur
frá kl. 7 til klukkan 22. Keppendur
fá verðlaun í samræmi við þá vega-
lengd sem þeir synda. Fyrir 500 m
sund er veittur bronspeningur, fyr-
ir 1000 m silfur og fyrir 1500 m er
veittur gullpeningur.
„Það skemmtilega við þetta,“ seg-
ir Guðmundur, „er kannski að fólk
syndir gjarnan mun lengra en það
vissi að það gæti. í fyrri Kópavogs-
sundum hefur þetta gerst hvað eftir
annað og auk þess eru líka margir
farnir að stefna að því að bæta fyrri
árangur sinn. Líka má segja með
sanni að keppnin felist aðallega í
því að keppa við sjálfan sig.
í fyrra tóku 650 manns þátt í
sundinu og syntu auðvitað misjafn-
lega langt en enginn þó minna en
500 metra. Sá sem lengst synti var
Ingólfur Steinar Margeirsson en
hann fór 25 km. Bæjarstjórinn í
Kópavogi, Sigurður Geirdal, lét sig
hafa það að synda rúmlega 9 km.
Guðmundur Þ. Harðarson benti
að lokum á að nú væru fjölmargir
skokkarar í „toppformi" eftir að
hafa tekið þátt í Reykjavíkurmara-
þoninu. Tilvalið væri því fyrir þá
og auðvitað aðra að reyna sig í
Kópavogssundinu til tilbreytingar
frá skokki og götuhlaupum. Kópa-
vogssundið er eina sundkeppnin
fyrir almenning um þessar mundir
hér á landi.
Sippið bætir svefn og
eyðir appelsínuhúð
Á síðustu Trimmsíðu bentum
við á sippið sem einhveija bestu,
einfóldustu, ódýrustu og jafnframt
árangiu-sríkustu æfingu fyrir nær
alla sem vilja auka líkamlegt þrek
sitt. Samkvæmt ábendingu kom-
um við nú með eina sippæfingu
sem að vísu er sögð nokkuð erfið
en jafhframt árangursrík:
Um leið og hoppað er á hægri
fæti er vinstri fótur í sama mund
látinn snerta jörðina mjög lauslega
en haldið þétt við hægri fót.
Þvínæst er hoppað á vinstri fæti
og tiplað á sama hátt meö þeim
hægri og þannig koll af kolli.
Byijið á því að hoppa í tvær
mínútur, hvíla í eina mínútu og
hoppa síðan aftur í tvær mínútur.
Þetta er endurtekið þrisvar sinn-
um. Með tímanum er hvíldartím-
inn á milli æfmga styttur, fyrst
niður í 30 sekúndur og síðan í 15
sekúndur.
Þeir sem komnir eru í þjálfún og
sippa hratt þrisvar til fjórum sinn-
um í viku í sex mínútur í senn án
nokkurrar hvíldar eru komnir í
mjög gott líkamlegt ástand og eiga
hvorki að þurfa að óttast svefn-
leysi, offitu né appelsínuhúð, sem
svo margar konur beijast stöðugt
við.
Þeir sem lengra eru komnir í
sippæfmgum ættu helst að sippa
jafnfætis. Byrjendmn er hins vegar
ráðlagt að „hlaupa" yfir sippu-
bandið, fyrst með hægri fæti og
þegar hann hefúr numið við jörð-
ina þá með vinstri fæti, án þess að
hoppa á milli. Best er að sippa með
jöfhum hraða og láta úlnliðina
snúast með sippubandinu. Þannig
þjálfast handleggir, bijóst- og bak-
vöðvar.
■f.
Fjórheilagt
á Esjunni
Þær Berglind Bjarnadóttir og
Ásta Gunna Kristjánsdóttir eiga
sama afmælisdag, þó nokkur ár séu
á milli þeirra. Fyrr í vetur gáfu þær
út þá yfirlýsingu að næsti afmælis-
dagur yrði haldinn hátíðlegur meö
því að ganga á Esju. Hvorug þeirra
hafði klifið það fjall áður. Ekki fer
neinum sögum af hvort þær stöllur
sáu síðar eftir þessari yfirlýsingu
en að morgni afmælisdagsins fyrir
nokkru leit ekki vel út með veður
svo ákveðiö var að hætta við allt
saman. Veðrið skánaði þegar líða
tók á daginn og þær voru hvattar
Umsjón
Ólafur Geirsson
óspart til að skella sér á Esjuna.
Vinir og kunningjar voru líka bún-
ir að ákveða að færa afmælisböm-
unum stóra rjómatertu þegar á
toppinn væri komið. Um það vissu
þær Berglind og Ásta hins vegar
ekki neitt. Veislan var reyndar ekki
aðeins vegna þeirra tveggja því Ásta
og eiginmaður hennar, Steinarr,
fognuðu sama dag 18 ára hjúskap-
arafmæli og fyrirtæki eiginmanns-
ins hafði þá starfað í 5 ár. Sem sagt
fjórheilagt á Þverfellshomi á Esj-
unni. En upp fór hópurinn að lok-
um og myndin sýnir hvar afmælis-
böm og gestir þeirra eru rétt í þann
mund að klára tertuna. Einhver
hafði á orði að tertan hefði séð til
þess að það sem tapast hefði af kíló-
um við gönguna upp heföi bæst við
í þessari óvæntu afmælisveislu.
- engin álagsmeiðsl og umhverfisins verður best notið á göngu
Maður er eiginlega ekkert inni í
þessu trimmi nema maður sé á
fullri ferð á hlaupum og mér fmnst
við bara vera fyrir á göngunni,
heyrðist ein göngukonan segja við
vinkonu sína á dögunum. Vinkonan
sat reyndar í bíl og sú gangandi
sagði þetta um leið og hópur skokk-
ara fór hjá rétt við Ægisíðuna í
Reykjavík. Rétt er það - gangan er
ekki fyrirferðarmest í umræðunni
um líkamsrækt og hreyfingu og
fljótt á litið mætti halda að ganga
væri almennt ekki mikið stunduð af
fólki í dag. Ljóst er þó að göngufólk-
ið leynir á sér og fjöldinn er líklega
meiri en margan grunar.
Rannsóknir hafa einnig sýnt að
röskleg ganga hefur margt fram yfír
aðrar greinar líkamsræktar fyrir
venjulegt fólk. Fyrst má kannski
telja það sem ekki kemur líkams-
rækt beint við. En það er að á göngu
er betra tækifæri til að njóta um-
hverfisins en til dæmis við skokk
eða hjólreiðar. Á göngu er hægt að
virða fyrir sér náttúruna ef verið er
utan þéttbýlis og í þéttbýli sér mað-
ur betur lífið í kringum sig, það fólk
sem maöur mætir o.s.frv. Álags-
meiðsli eru auk þess lítil sem engin
við göngu.
Þeir sem ekki vilja skokka, hjóla
leika tennis eða sinna öörum
íþróttagreinum en vilja gjaman
stunda líkamsrækt ættu að huga að
gönguferðum. Einn af kostum göng-
unnar fram yfir aðrar íþróttir er að
fólk af öllu tagi, ungir og gamlir,
getur iðkað göngu hvar sem er og
hvenær sem er.
Rannsóknir í Bendaríkjunum
hafa sýnt að aöeins þarf að ganga
500 til 1000 metra til þess að hjartað
komist upp í 70% af fullri starfsemi.
En hve fljótt það gerist er háð aldri
viðkomandi og líkamlegu ástandi
hans. Fjöldi hitaeininga sem brennt
er á göngu er annar en við hlaup.
Gangi maður 6 km á klukkustund
(rösk ganga) brennir maður 130
hitaeiningum en hlaupi maður 11
km á klukkustund brennir maður
u.þ.b. 230 hitaeiningum eða helm-
ingi meira. Þetta þýöir að meö því
að ganga helmingi lengur á sama
hraða brennið þið jafnmörgum hita-
einingum og meö því að hlaupa.
Reglubundin ganga, til dæmis 3-4
sinnum í viku, bætir starfsemi blóð-
rásarkerflsins og gerir hjartanu
kleift að dæla meira blóði við hvert
slag. Þegar þið gangið krefst líkam-
inn aukins súrefnis og þess vegna
andið þið dýpra og kröftugar. Jafn-
framt eykst hjartsláttur svo að
meira hlóð berst til ganglimanna.
Rétt er að taka fram að ef gengið er
hægt og með hléum, svo sem til að
skoða i búðarglugga, verður örvun
á blóðrennsli og aukning á
hjartslætti óveruleg.
Á myndinni eru, frá hægri: Berglind Bjarnadóttir, Steinarr Steinarsson, Ásta
Gunna Kristjánsdóttir, Lára Jóhannsdóttir, Grétar Guóni Guömundsson,
Guörún Sigurgeirsdóttir og Eiríkur Eiösson.
DV-mynd Svanur Eiríksson