Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Page 35
13 "\F LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996
43
Draumurinn að keppa
á heimsmeistaramótinu
- segir Steinar Fjeidsted hjólabrettakappi
Steinar Fjeldsted á fullri ferð á hjólabrettinu en hann sigraöi á mótinu sem
fram fór á dögunum.
„Það hefur orðið gífurlegur áhugi
á hjólabrettaíþróttinni undanfarin
ár og iðkendum fer mjög fjölgandi.
Ég man að fyrst þegar við vorum að
byrja vorum við um 10 sem stun-
duðum þetta að ráði en nú eru mörg
hundruð iðkendur. Það kom berlega
í ljós á mótinu um daginn en þá var
mjög fjölmennt og góð keppni,“
sagði Steinar Fjeldsted hjólabretta-
kappi, en hann sigraði á stærsta
hjólabrettamóti sumarsins sem
fram fór á dögunum. Steinar, sem er
tvítugur, hefur verið á hjólabrettum
síðan hann var 9 ára en segist hafa
tekið þetta.af alvöru þegar hann 13
ára.
„Þetta er mjög skemmtileg íþrótt
og maður verður algjörlega háður
henni. Það er hraðinn, tæknin og
spennan sem gerir þetta svo æsandi
og það þarf oft að hugsa um marga
hluti á sama augnabliki. Þetta er
ekkert hættulegra en aðrar íþróttir.
Það er erfitt að byrja og það tekur
nokkurn tíma að ná tökum á þessu
en þetta kemur allt með tímanum.
Helsti iðkendahópurinn er frá 13
ára og upp í 25 ára,“ sagði Steinar.
Keppti
í Bandaríkjunum
Líf Steinars snýst um hjólabretti
því hann vinnur hjá Brettafélagi
Dagur í lífi Valgeirs Skagfjörð:
w
ik
hi hliðin
W W
Mamma er fallegust
Valgeir Skagfjörð er þekktur sem
leikari, leiksfjóri og leikskáld.
Þessa dagana leikstýrir hann
söngleiknum Sumar á Sýrlandi
sem sýndur er í Loftkastalanum.
Fullt nafn: Valgeir Skagfjörð.
Fæðingardagur og ár: 8. maí
1956.
Maki: Guðrún Gunnarsdóttir.
Böm: Lilja Ólöf, Jara, Anna Hjör-
dís og Elísabet.
Bifreið: Volvo.
Starf: Leikari, leikstjóri og leik-
skáld.
Laun: 120 þús. á mánuði.
Áhugamál: Stangaveiði og útivist.
Hefur þú unnið i happdrætti
eða lottói? Nei.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera? Mér finnst skemmtileg-
ast að vera með fjölskyldunni og
eiga frí.
Hvað finnst þér leiðinlegast aö
gera? Leiðinlegast að hugsa um
peningamál.
Uppáhaldsmatur: Önd.
Uppáhaldsdrykkur: íslenskt
bergvatn.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Amerísku
hlaupakonurnar eru svakalega öfl-
ugar.
Uppáhaldstfmarit: Leikhúsmál,
Leiklistarblaðið, Menningarhand-
bókin og Sportveiðiblaðið.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka?
Mamma mín þegar hún var ung
Ertu hlynntur eða andvígur rík-
isstjóminni? Ég er hálfandvígur
henni.
Hvaða persónu langar þig mest
til að hitta? Nelson Mandela.
Uppáhaldsleikari: Robert De
Niro.
Uppáhaldsleikkona: Marilyn
Monroe.
Uppáhaldssöngvari: Nat King
Cole.
Uppáhaldsstjómmálamaður:
Svavar Gestsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Hómer Simpson.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir
og fréttatengt efni, fótbolti og
handbolti.
Uppáhaldsmatsölustaður/veit-
ingahús: Amigos.
Hvaða bók langar þig mest til
að lesa? Mig langar til að lesa
Fighting the Dragons.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Mér finnst Gufan best.
Uppáhaldsútvarpsmað-
ur: Þeir eru allir eins.
Hvaða sjónvarps-
stöð horfir þú
mest á? RUV hefur
vinninginn.
Uppáhaldssjón-
varpsmaður: Eng-
inn.
Uppáhalds-
skemmtistað-
ur/krá: Ég fer
ekki á
skemmti-
staði
nema
ég
nauðsynlega þurfi.
Uppáhaldsfélag í íþróttum? Ég
held með KR í fótbolta.
Stefnir þú að einhverju sér-
stöku í framtíðinni? Ég stefni að
því að þroskast andlega.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu
(Ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu?) Ég fór nokkra daga í veiði
og vonast til að komast nokkra
daga i viðbót.
Valgeir Skagfjörö stefn-
ir aö því aö þroskast
andlega.
mmmmmmmmmmmmmammtmmmmamammmam
pmm
Hér er einn keppandi aö sýna listir sínar.
Reykjavíkur sem er eina félag hjóla-
brettamanna á íslandi. Steinar segir
að nú sé á döfinni að reyna að fá
innanhússaðstöðu fyrir veturinn og
er hann bjartsýnn á að það náist á
næstunni. Steinar hefur undanfarið
ár dvalið i Bandaríkjunum og keppt
þar á sterkum mótum. Hann segist
hafa fengið mikla reynslu þar og nú
sé hann í betri æfingu fyrir mótin
hér heima og afslappaðri.
„Það eru margir góðir hjóla-
brettastrákar hér heima og breiddin
er alltaf að verða meiri. Það er
draumurinn að komast á heims-
meistaramótið og ég er staðráðinn
að láta þann draum verða að veru-
leika einhvem tímann. Núverandi
heimsmeistari er rúmlega þrítugur
þannig að maður hefur enn nógan
tíma,“ sagði Steinar að lokum.
-RR
<
Þessi tók sig léttilega til flugs af
stökkbrettinu.
Áhorfendur voru fjölmennir á Ingólfstorgi þar sem mótiö fór fram.
Einbeitingin leynir sér ekki hjá þessum unga hjólabrettakappa.
I