Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Page 46
54 afmæli LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 T*V\7* Ólafur Ingvarsson, fyrrv. sjómað- ur og bóndi, Vindási í Kjós, nú bú- settur á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, Hringbraut 50, Reykjavík, er níræður þann 2.9. nk. Starfsferill Ólafur er fæddur á Kálfholtshjá- leigu, Holtum. Þegar hann var ellefu ára að aldri fór hann til vandalausra að Bjólu og var þar til sextán ára aldurs. Þaðan fór hann að Austvaðs- holti og síðan að Snjallsteinshöfða- hjáleigu. Ólafur byrjaði til sjós árið 1924, á Svani, opnum árabáti sem reri frá Báruskeri, sunnan Sandgerðis. Skip- stjóri var Guðjón frá Syðstakoti. Árið 1926 fer Ólafur á togara, fyrst á Gulltopp en þar var Ágúst Bjama- son skipstjóri. Árið 1930 fer Ólafur á Belgum, til Aðalsteins Pálssonar skipstjóra. Ólafur fór að búa í Litlutungu, Holtum, árið 1931 en var til sjós á vetuma. Hann fluttist aö Stærribæ, Grímsnesi, árið 1935 og var þar í eitt ár áður en hann flutti til Reykjavík- ur árið 1936 og fór að vinna á togur- um. Lengst af var Ólafur með Krist- jáni Kristjánss skipstjóra. Ólafur var á togaranum Arinbimi Hersi árið 1939 þegar Þjóðverjar gerðu árás á skipið og allmargir særðust af sprengjubrotum, þ.á m. Ólafur. Skipstjóri í þeirri ferð var Steindór Ámason. Árið 1953 fer Ólafur í land og vinnur við al- menna byggingavinnu í tvö ár, en árið 1955 fer hann að búa á Vindási í Kjós og býr þar til ársins 1978 en þá flyst hann aft- ur til Reykjavíkur og vinnur í 14 ár í Kassa- gerð Reykjavíkur, eða til ársins 1989. Fjölskylda Ólafur kvæntist fyrri konu sinni árið 1935. Hún hét Ólöf G. Jakobs- dóttir, f. 28.7. 1908, d. 13.4. 1995, hús- móðir og saumakona. Foreldrar hennar vora Jakob Bjömsson, smið- ur og sjómaður í Vík í Mýrdal, og Guðriður Pétursdóttir. Ólafur og Ól- öf slitu samvistum. Ólafur kvæntist seinni konu sinni árið 1957. Hún hét Kristín Jónsdótt- ir, f. 14.10. 1907, d. 14.4. 1993, hús- móðir. Foreldrar hennar voru Jón Bjamason, Sandi i Kjós, og Guðrún Guðnadóttir frá Eyjum í Kjós. Böm: Sljúpdóttir Ólafs frá fyrra hjónabandi er Jakobína G. Finn- bogadóttir, f. 6.12. 1928. Fyrri maður hennar var Bjöm Sveinbjömsson, f. 30.12.1925, d. 23.7.1985, verkfræðing- ur en seinni maður hennar var Þór- ir Kr. Þórðarson, f. 9.6. 1924, d. 26.2. 1995, pró- fessor. Jakobína á fimm börn. Stjúpbörn Ólafs frá seinna hjónabandi em Elín Jónsdóttir, f. 31.3. 1946, gift Jóhanni Guð- mundssyni, fangaverði og eiga þau þrjú böm; Guðni Jónsson, f. 13.10. 1942, bifvélavirki á Akra- nesi, kvæntur Ingveldi Sveinsdóttur og á Guðni þrjú böm. Alsystkini Ólafs: Kári, f. 1898, d. 1905; Guðrún, f. 1901, d. 1981, hús- móðir, Markarskarði, Holtum; Jósef- ina, f. 1904, d. 1904; Magnea, f. 1907, húsmóðir í Reykjavík; Sigurður, f. 1909, jámsmiður í Reykjavik; Guð- mundur, f. 1913, iðnverkamaðm- í Reykjavík, og Kári ísleifur, f. 1915, húsasmíðameistari í Reykjavík. Hálfsystkini Ólafs frá fyrra hjóna- bandi foður hans: Sigurður, f. 1892, nú látinn, áöur vörabifreiðarstjóri á Eyrarbakka, og Jón, f. 1892, nú lát- inn, vegaverkstjóri á Selfossi. Foreldrar Ólafs vora Ingvar Pétur Jónsson, f. 21.6. 1862, d. 31.3. 1940, trésmiður og bóndi, og Katrín Jós- efsdóttir frá Ásmundarstöðum í Holtum, f. 23.5. 1872, d. 23.10. 1938, húsfreyja. Ætt Ingvar var sonur Jóns, b. í Aust- vaðsholti í Landsveit, Þorsteinsson- ar, b. í Austvaðsholti, Grímssonar, b. í Austvaðsholti, Þorsteinssonar. Móðir Jóns var Guðrún Runólfsdótt- ir, prests í Krókstúni, Jónssonar. Móðir Ingvars var Vigdís Guð- mundsdóttir, b. á Haugum í Staf- holtstungum og síöar á Stokkalæk, Ólafssonar, b. á Hamri i Borgar- hreppi, Sveinssonar. Móðir Guð- mundar var Guðlaug Oddsdóttir. Móðir Vigdísar var Ragnhildur Brandsdóttir, b. í Sólheimatungu, Sigmundssonar og Vigdísar Ólafs- dóttur. Katrín var dóttir Jósefs, b. á Ás- mundarstööum í Holtum, bróður Ingveldar, móður Einars í Búðar- koti, langafa Ingvars í ísbiminum, föður Jóns, stjómarformanns SH. Bróðir Einars var ísleifur, afi Gunn- ars M. Magnús rithöfundar. Systir Einars var Ragnhildur, langamma Halls söngvara, föður Kristins óp- erasöngvara. Jósef var sonur ísleifs, b. á Ásmundarstöðum, Haf- liðason- ar ríka á Syðstubrekku, Þórðarsonar Skálholtsráðsmanns, Þórðarsonar. Ólafúr býður frændum og vinum til kaffi- og samverastundar í fond- ursal Litlu-Grundar sunnudaginn 1.9. eftir kl. 15.00. Ólafur Ingvarsson. Björn Ingi Gíslason Bjöm Ingi Gíslason hárskerameistari, Gras- haga 17, Selfossi, er fimmtugur þann 2.9. nk. Starfsferill Bjöm Ingi er fæddur í Reykjavík en fluttist á Selfoss tveggja ára gam- all ásamt foreldrum sín- um þar sem faðir hans stofnaði eigin rakar- stofú. Síðan hefur Bjöm Ingi verið búsettur á Sel- fossi. Bjöm vann við ýmis störf þar til hann hóf nám i hárskurði hjá fóður sínum að Kirkjuvegi 17 þar sem Gísli faðir hans átti og rak stofu. Björn lauk námi 1970 en opnaði eig- in stofu, Rakarastofu Bjöms Gísla- sonar, að Eyrarvegi 5 þann 4.12.1971. Björn hefur alla tíð verið virkur í félagsmál- um. Hann hóf fyrst af- skipti af knattspyrnu- málum á Selfossi en var formaður knattspyrnu- deildarinnar í 13 ár. Hann var formaður UMF Selfoss í sex ár; sat í stjóm JC Selfoss og Sjálf- stæðisfélagsins Óðins á Selfossi í nokkur ár. Björn á sæti í bæjar- stjóm Selfoss fýrir Sjálf- stæðisflokkinn síðan 1990; hann er formaður skólanefnd- ar Tónlistarskóla Árnesinga; for- maður íþrótta og tómstundaráðs Sel- fossbæjar og hefur verið formaður Meistarafélags hárskera sl. 3 ár. Bjöm hefur alla tíð verið áhuga- maður um tónlist en hann lék i eina tíð í nokkram hljómsveitum á Suö- urlandi, s.s. Limbó Kvartett og Mán- um. Fjölskylda Björn Ingi er kvæntur Hólmfríði Kjartansdóttur, f. 6.1. 1948, af- greiðslufulltrúa. Hún er dóttir Kjartans Einarssonar trésmíða- meistara og Katrínar Aðalbjöms- dóttur verkakonu. Bjöm og Hólmfríður eiga tjóra syni. Þeir eru: Kjartan, f. 4.9. 1965, hárskeri, kvæntur Ásdísi Hrönn Viðarsdóttur og eiga þau þrjú böm, Hólmfríði Emu, Viðar Örn og Katr- ínu Örnu. Gísli, f. 4.11. 1969, kaupmaður og á hann einn son, Bjöm Frey. Einar, f. 26.7. 1974, hljóðmaður, sambýliskona hans er Þorbjörg Tryggvadóttir. Bjöm Daði, f. 2.5. 1980, nemi. Björn á einn albróður, Gylfa Þór Gislason, f. 20.12. 1949, íþróttakenn- ara á Selfossi. Þrjú hálfsystkini Björns, sam- feðra, eru á lifi. Þau eru Ámundi Reynir Gíslason, f. 6.7. 1924, búsett- ur i Kópavogi; Ingigerður Lillý Gísladóttir, f. 11.1. 1928, búsett í Reykjavík, og Regína Hanna Gísla- dóttir, f. 17.11. 1932, búsett í Garða- bæ. Foreldrar Björns voru Gísli Sig- urðsson, f. 24.12. 1896, d. 6.6. 1970, hárskerameistari, og Rannveig Sig- urbjömsdóttir, f. 1.12. 1918, d. 1.4. 1983, húsmóðir. Þau vora lengst af búsett á Selfossi. Björn tekur á móti ættingjum og vinum ásamt fjölskyldu sinni í Hót- el Selfossi laugardaginn 21.8. kl. 20.00- 23.00. Björn Ingi Gíslason. Tómas Magnússon Tómas Magnússon húsasmíða- meistari, Stóra-Sandvík, Flóa, Ár- nessýslu, starfsmaður hjá Alpan á Eyrarbakka, er sjötugur á morgun. Fjölskylda Tómas kvæntist 1.12. 1950 Sigríði Kristinu Pálsdóttur, f. 5.2. 1930 í Stóra-Sandvík. Foreldrar hennar vora Ari Páll Hannesson bóndi, Stóra-Sandvík, og Rannveig Sigríð- ur Bjarnadóttir. Böm Tómasar og Sigríðar Krist- ínar: Ari Páll, f. 30.9. 1951, húsa- smíðameistari og sölumaður, kvænt- ur Guðrúnu Guðfmnsdóttiu:, starfs- manni Mjólkursamsölunnar. Þau era búsett á Álftanesi og eiga saman þrjú böm. Ari Páll átti áður einn son meö Svanhildi Sverris- dóttur. Ari Páll á tvö barnaböm. Rannveig, f. 7.9. 1957, dagmóðir, gift Viðari Ólafssyni rafvirkja. Þau era búsett í Kópavogi og eiga tvo syni. Magnús, f. 11.8. 1962, verslunarmaður, kvæntur Líneyju Tómasdóttur verslunarmanni. Þau era búsett á Selfossi og eiga þrjár dætur. Systkini Tómasar: Matthías, f. 26.6. 1930, vélfræðing- ur, kvæntur Jónu Lár- usdóttur og eiga þau fjögur börn. Þuríður Jenný, f. 24.6. 1933, starfsmaður Sjúkrahúss Suður- lands, gift Ragnari Hermannssyni og eiga þau tvær dætur. Þórhallur, f. 11.9. 1941, flugstjóri, kvænt- ur Hafdísi Guðbergs- dóttur og eiga þau tvö böm. Foreldrar Tómasar voru Guð- mimdur Magnús Tómasson, f. 13.5. 1897, a. 27.9.1991, og Anna Brynjolt: dóttir, f. 30.6. 1900, d. 2.7. 1986. Magnússon. Ætt Föðurforeldrar Tómasar voru Tómas Þóroddsson, byggingamaður í Miðkrika og Þóra Eiriksdóttir í Eystri-Garðsauka, Rangárvalla- sýslu. Móðurforeldrar Tómasar voru Brynjólfur Tómasson og Halldóra Jónsdóttir, Syðri-Úlfstaðahjáleigu, Rangárvallasýslu. Tómas og Sigríður Kristín taka á móti ættingjum og vinum á afmælis- daginn, sunnudaginn 1.9., í Inghóli, Selfossi, kl. 15.00-18.00. 111 hamingju með afmælið 31. ágúst 85 ára Andrés Pétursson Njörvasundi 29, Reykjavík. Unnur Jóhannsdóttir, Engjabakka, Eskifiröi. Sigríður Sigurðardóttir, Austurvegi 5, Grindavík. 80 ára Karl Bjamason, Hofsstaðarseli, Viðvíkurhreppi. 75 ára____________________ Ágúst Þorsteinsson, Bergþóragötu 2, Reykjavík. Ingólfur Amarson, Blikahólum 10, Reykjavík. Ólafur Jónsson, Ránargötu 6, Reykjavik. 70 ára Bjami Krist- inn Bjamason, Einimel 18, Reykjavík. Bjarni Kristinn Bjarnason, fyrrv. hæstaréttardómari, og eiginkona hans, Ólöf Pálsdótt- ir, verða að heiman á afinælis- daginn. Gyða Magnúsdóttir, Starrahólum 4, Reykjavík. Ólöf Ragnhildur Guðmunds- dóttir, Sogavegi 118, Reykjavík. Auður Sigurbjömsdóttir, Kambahrauni 5, Hveragerði. Guðriður Einarsdóttir, Trönuhólum 14, Reykjavík. 60 áza Jóhann Þorgeirsson, Álfheimum 25, Reykjavík. Emil Valtýsson, Túngötu 13, Reykjanesbæ. 50 ára Jóhanna Borg- hildur Magnús- dóttir, Klausturhólum 2, Skaftárhreppi. Á afmælisdag- inn verður opið hús hjá Jóhönnu Borghildi í Hólaskjóli á Fjallabaksleið nyrðri. Halldór Lárusson, Grænahjalla 21, Kópavogi. Halldór verður að heiman á af- mælisdaginn. Guðrún Jóna Knútsdóttir, Suðurvangi 10, Hafnarfirði. Pétur Jónsson, Hávarðsstöðum, Leirár- og Melahreppi. Mattea Mohamed Abdel Kawy, Vallarhúsum 61, Reykjavík. Hörður Siguijónsson, Hnotubergi 7, Hafnarfirði. 40 ára Skúli Aðalsteinsson, Nesbakka 19, Neskaupstað. Helga Kjartansdóttir, Ranavaði 3, Egilsstöðum. Guðrún Elin Gunnarsdóttir, Ránargötu 30, Akureyri. Lilja Eiríksdóttir, Brautarási 6, Reykjavík. Halla Hjartardóttir, Fremri-Hvestu, Vesturbyggð. Guttormur Bjöm Þórarins- son, Flókagötu 49a, Reykjavík. Eyjólfur Sigurðsson, Orrahólum 3, Reykjavík. Jóhann Hannes Jónsson, Suöurengi 6, Selfossi. Guðmundur Ólafúr Heiðars- son, Álfhólsvegi 26, Kópavogi. Jónína Auður Sigurðardótt- ir, Garðavegi 30, Hvammstanga. Björk Aradóttir, Heiðarhvammi lc, Reykjanes- bæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.