Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Side 50
æ \kvikmyndir
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996
Stjörnubíó - Multiplicity
Smiður í fjórriti
Það er ekkert nýmæli að sami
leikarinn leiki tvíbura eða tvær per-
sónur sem eru nákvæmlega eins og
má finna slík dæmi allt frá því þöglu
kvikmyndirnar voru við lýði. Og
eitt af fyrstu tækniundrun kvik-
myndanna var einmitt að skeyta
saman fllmuna þannig að leikarinn
sæist samtimis í báðum hlutverkun-
um.
Með aukinni þróun hefur þessi
tækni verið fullkomnuð og með
tölvutækninni er þetta ekkert mál lengur. Tölvusnillingarnir sem unn-
ið hafa við Multiplicity hafa svo sannarlega unnið fyrir kaupinu sínu
því Michael Keaton leikur fjórar persónur sem allar eru meira og
minna saman í mynd og er útkoman svo trúverðug að það er ekki fyrr
en eftir að myndinni lýkur að maður fer að velta því fyrir sér hvemig
þetta var í rauninni hægt. Michael Keaton hjálpar einnig mikið upp á
trúverðugleikann; hann er frábær í öllum hlutverkunum og samtöl
hans viö „sjálfan sig“ era með ólíkindum sannfærandi.
Keaton leikur byggingaverkstjórann Doug Kinney sem hefur engan
tíma til aö gera annað en að vinna. Álagið er mikið og hann getur ekki
sinnt fjölskyldunni sem skyldi. Þegar hann er við vinnu á spítala fer
allt úrskeiðis og hann bugast. Bjargvætturinn birtist í líki dr. Owens
Leeds sem segist skulu skapa eftirmynd Dougs sem megi nota í vinn-
una. Doug geti þá sinnt fjölskyldunni á meðan eftirmyndin puðar. Allt
gengur að óskum en heimilislífið er strembið. Hvers vegna ekki að fá
annað afrit í heimilisstörfin svo hægt sé að stunda golf og siglingar?
Það reynist leikur einn en málið versnar þegar eftirmyndunum fmnst
þær hafa of mikið að gera og næla sér í fjórða afritið. En þar sem þeir
eru ekki hinn upprunalegi Doug Kinney verður númer Qögur aðeins
hálfviti.
Harold Ramis hefur sannað sig sem einn besti leikstjóri gaman-
mynda í Hollywood og er skemmst að minnast hinnar ágætu Ground-
hog Day. Honum bregst ekki bogalistin hér frekar en áður og hefur gert
gamanmynd sem kemur verulega á óvart - er skemmtileg og fyndin en
um leið mannleg. Multiplicity er þó fyrst og fremst kvikmynd Michaels
Keatons. Hann nær einstaklega góðum tökum á fjórmenningunum því
þótt þeir séu eins í útliti hafa þeir ólíka skapgerð og era misvitrir.
Keaton rennir sér auðveldlega í gegnum allar persónumar eins og stór-
leikurum er einum lagið og gerir Multiplicity að einni af skemmtilegri
myndum sumarsins.
Leikstjóri: Harold Ramis. Handrít: Chrís Miller & Harry Hale, Lowell Ganz og Babaloo
Mandel. Kvlkmyndataka: Laszlo Kovacs. Tónlist: George Fenton.
Aðallelkarar: Michael Keaton, Andle MacDowell, Harris Yulln og Rlchard Masur.
Hilmar Karlsson
Sam-bíóin - Eraser
Klæðskerasaumuð fyrir Arnold
Amold Schwarzenegger er eigin-
lega búinn að moka flórinn í leit að
nýjum hetjum. Hann er búinn aö
leika fornaldarkappa, framtíðar-
kappa, vélmenni og allar gerðir af
löggum og njósnurum þannig að það
er erfitt að finna nýtt hlutverk fyrir
hann. í Eraser er þó komin ný út-
gáfa af lögreglumanni sem örugg-
lega á sér enga stoð í veruleikanum,
lögreglumanni sem er síöasti hlekk-
urinn í þeirri viðleitni FBI að verja
vitni sem eiga að vitna gegn hátt settum glæpamönnum.
Schwarzenegger er sem sagt John Krager sem starfar einn. Þegar allt
annað bregst er leitað til hans og að sjálfsögðu sér hann um að vitnin
mæti fyrir rétt þegar þeirra er þörf.
í byrjun myndarinnar sjáum viö vinnuaöferðir Krugers sem eru
nokkuð grófar, allavega fyrir þá sem verða á vegi hans og eru ekki
réttu megin við lögin. Krager afgreiðir málið í byrjun með glæsibrag,
skilur eftir brunnar rústir og nokkur lík. Það reynist honum erfíðara
að vemda næsta vitni sem er ung stúlka sem sá margt sem hún átti
ekki að sjá á vinnustað sínum og lætur FBI vita. Það kemur í ljós að
hún býr yfir vitneskju sem geta reynst stóram glæpasamtökum illa,
samtökum sem teygja sig inn í æðstu embætti í hemum og lögreglunni.
Eraser er klæðskerasaumuð fyrir Amold Schwarzenegger og hann
gerir vel það sem hann kann best, það er að vera yfirburðamaður í ná-
vígi sem og í meðferð vopna, sannkallaður töffari sem hræðist ekki
neitt, ekki einu sinni það að stökkva úr flugvél í mikilli hæð út í tómið
og treysta á að hann nái til fallhlífar sem er ein og yfirgefin á sömu
leið, niður.
Eraser er akkúrat það sem maður býst við, heilmikil skemmtun með
frábæram áhættuatriðum og tæknimönnum í miklu stuði. Á móti kem-
ur að hún býður ekki upp á neitt nýtt, allt er samkvæmt bókinni og fátt
sem kemur á óvart og Schwarzenegger hefur ekkert breyst, betri eftir
því sem orðin eru færri.
Lelkstjóri: Charies Russell. Handrit: Tony Puryear og Walon Green. Kvikmyndataka:
Adan Greenberg. Tónllst: Alan Sllvestri.
Aóalleikarar Amold Schwarzenegger, James Caan, Vanessa Wllliams, James Coburn
og Robert Pastorelli.
Hilmar Karlsson
Háskólabíó:
flugurnar
Hunangsflugurnar skarta miklum fjölda framúrskarandi leikara. Þær Anne
Bancroft, Ellen Burstyn, Alfre Woodard og Kate Neliigan eru allar í hlutverki
kvenna sem gefa Finn (Winonu Ryder) ráö varöandi ástamálin og miöla
henni af reynslu sinni.
Hunangsflugurnar eru tilfinn-
ingaþrangin mynd með hárfínan
húmor. Viðfangsefni myndarinnar
er á hvaða hátt konur elska karl-
menn. Leikstjórinn er kona, Ástral-
inn Jocelyn Moorhouse sem fram að
þessu hefur mest fengist við kvik-
myndaframleiðslu. Handritið er
byggt á skáldsögu konunnar Whit-
ney Otto. Er þetta ekki dæmigerð
kvennamynd sem engum karlmanni
dytti í hug að fara á? Slíkar spurn-
ingar hljóta að vakna í huga sumra
karlmanna þegar þeir kynna sér
hvað kvikmyndin Hunangsflugurn-
ar (How to Make an American
Quilt) hefur upp á að bjóða.
En staðreyndin er sú að þessi
mynd hefur ekki síður vakið áhuga
karlmanna en kvenna á þeim vik-
um sem hún hefur verið sýnd í
kvikmyndahúsum vestanhafs. Mik-
ill fjöldi úrvalsleikara kemur fram í
myndinni. Hver kannast ekki við
nöfn eins og Anne Bancroft, Winona
Ryder, Kate Nelligan, Alfre Wood-
ard, Dermot Mulroney, Ellen
Burstyn, Samantha Mathis og Maya
Angelou?
Þrátt fyrir að margar persónur
komi við sögu þá er það Winona
Ryder sem er þungamiðja myndar-
innar. Hún leikur stúlkuna Finn
sem er nýútskrifuð úr háskóla í
Berkeley. Hjá henni blasir við að
taka ákvörðun um hvort hún stofni
til varanlegs sambands með kærast-
anum sínum, Sam (Mulroney).
Finn ákveður að skreppa í heim-
sókn til ömmu sinnar og frænku
sem búa á friðsælum stað í Kali-
fomíu. Þar kynnist Finn fiölda
kvenna sem miðla henni af reynslu
sinni í ástamálunum og breyta að
mörgu leyti viðhorfi hennar tÚ þess-
ara mála. Hún heyrir tilfinninga-
þrungnar reynslusögur 8 kvenna á
öllum aldri og spanna þær allt aftur
til ársins 1860 og í nútíðina. Að því
leytinu til er myndin Hunangsflug-
urnar ekki ósvipuð annarri kvik-
mynd, Fried Green Tomatoes sem
er einnig byggð á frásögn aðalper-
sónanna á gamalli og liðinni tíö.
Eftir þvi var tekið hve samvinna
þessara frægu leikkvenna gekk vel
og þær hlóðu reyndar allar lofi hver
á aðra að lokinni myndatökunni.
Höfundur bókarinnar, Whitney
Otto, var viðstödd mestallan tímann
á meðan tökur fóru fram. Hún var
mjög ánægð með meðferð Moorho-
use á handritinu og fannst það
ævintýri líkast að fá að vera áhorf-
andi. „Þegar ég samdi bókina hafði
ég engar sérstakar persónur í huga
og heldur ekki neinar fyrirmyndir.
Þess vegna var það mér svo mikið
ævintýri að sjá allan persónurnar í
bókinni og umhverfið spretta upp
ljóslifandi fyrir mér,“ sagði Otto.
-ÍS
Winona Ryder
Einstakur ferill
Þær eru ekki margar leikkonurnar á 24. aldursári
sem geta skartað tveimur tilnefningum til óskarsverð-
launa og sömuleiðis tveimur tilnefningum til Golden
Globe verðlaunanna. Winona Ryder getur þó státað af
því afreki, enda skín frægðarsól hennar afar skært á
hvíta tjaldinu og hún hefur áunnið sér nafn sem ein af
hæfileikaríkustu leikkonum vestanhafs.
Ekki spillir útlitið fyrir þessari smávöxnu leikkonu,
en Ryder hefur passað sig á því að festast ekki í hlut-
verkum sem gera mest út á útlitið. Kvikmyndin Hun-
angsflugurnar er en ein rósin í hnappagat hennar, en
hún hefur það mikið fyrir stafni, að hún hefur þegar
lokið við leik í tveimur kvikmyndum til viðbótar sem
enn eru ekki komnar til sýninga hér á landi. Það eru
myndimar Boys með Lukas Haas (Vitness) og The
Cracible þar sem meðleikari hennar er sjálfur Daniel
Day Lewis.
Winona þykir vera allra kvenna snjöllust að bregða
sér í ólík hlutverk. Af upptalningu mynda hennar sjá
menn glögglega að þær eiga litið sameiginlegt annað en
þaö að skarta henni í aðalhlutverkum. Fyrir mynd-
imar Age of Innocence og Little Woman fékk hún
óskarsverðlaunatilnefningar, en margir muna
eftir henni úr myndum eins og Bram Stoker’s
Dracula, Edward Scissorhands, The House of
the Spirits, Great Balls of Fire og Beetlejuice.
Winona Ryder er fædd og uppalin í
Minnesota. Hún fæddist i bænum Winona í
Petaluma héraði í Kalifomíu og var skírð
eftir heimabæ sínum. Umboðsmaður í
kvikmyndum tók eftir henni þegar hún
var 13 ára, á leiksviði i San Fransisco.
Hún fékk fljótlega eftir það hlutverk í
fyrstu mynd sinni, Lucas og síðan hef-
ur leiðin legið upp á við.
Framtíöin er björt hjá Winonu
Ryder.