Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Page 2
2
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 JL>V
%éttir____________________________________________________
Barniö fæddist fyrir utan heilsugæslustöðina á Ólafsfiröi:
Barnið ætlaoi bara
I heiminn í bílnum
- segir faðirinn um fæðinguna sem bar brátt að
DV. Ólafsfirði:
„Ég hringdi i lækninn klukkan
átta því ég var að fara í vinnuna. Þá
voru bara 2-3 mínútur milli verkja
hjá Önnu. Þar sem legvatnið var
farið ákvað læknirinn að senda
hana beint inn á fjórð-
ungssjúkrahúsið á
Akureyri, Bíllinn
kom klukkan hálf-
níu en tuttugu
minútum síðar
var bamið fætt.“
segir Ólafur Hall-
dórsson en kona
hans, Anna Pálma-
dóttir, fæddi 14 marka stúlkubam á
miðvikudagsmorgun. Þetta var eng-
in venjuleg fæðing, allra síst á
Ólafsfirði, þar sem konur fara alla
jafna á fæðingardeildina á FSA.
Þetta er fyrsta bamið sem fæðist
áólafsfirði í sex ár, en þá fæddist
stúlka í sjúkrabíl í gamla Múlanum
á leið inn á Akureyri.
í sjúkrabílnum var ljósmóðirin
Lára Vilhelmsdóttir sem tók á móti
flestum Ólafsfirðingum á árum
áður. Nánast um leið og sjúkrabíll-
inn lagði af stað til
Akureyrar sá
Lára ljósmóðir
fram á að þau
kæmust ekki
inn eftir í tæka
tíð. Bíllinn
hafði varla farið
einn kílómetra
þegar Lára
ákvaö að
Ólafur Halldórsson, Anna
Pálmadóttir, Daníel, Adda
María og litla prinsessan
sem fæddist í sjúkrabíl fyrir
utan heilsugæslustöðina á
Ólafsfiröi.
DV-mynd Helgi Jónsson
snúa við og halda á heilsugæsluna.
„Barnið ætlaði bara í heiminn
þarna í bilnum," sagði Ólafur
brosmildur.
Bamið fæddist nánast um leið og
bíllinn nam staðar fyrir utan heilsu-
gæslustöðina. Það gerðist svo hratt
að ljósmóðirin komst ekki einu
sinni til að fara úr kápunni. Hjörtur
Hauksson læknir kom þeim til að-
stoðar. Ólafur fékk að klippa á
naflastrenginn. Allt var afstaðið
þegar klukkuna vantaði tíu mínút-
ur í níu. Þá vom aðeins 20 mínútur
liðnar frá því að sjúkrabíllinn lagði
af stað frá húsi þeirra Ólafs og
Önnu.
„Þetta gekk hratt og örugglega
fyrir sig. Nei, nei, ég var ekkert
stressaður þó að barnið væri að
fæðast þarna í bílnum. Það skiptir
engu enda voram við í öraggum
höndum."
Aðeins hálftíma síðar vora Anna
og Ólafur komin heim til sín með
nýfædda dóttur, sem var 14 merkur
og 51 sentímetri á lengd. Anna var
l'.omin tvær vikur fram yfir en þetta
var hennar þriðja barn. Fyrir eiga
þau soninn Daníel, 6 ára, og dóttur-
ina Öddu Maríu, 8 ára.
„Við fengum okkur bara kaffi og
ristað brauð þegar við komum
heim,“ sagði Ólafur í stuttu spjaili
við blaðamann DV. „Þetta var voða
notalegt." -HJ
Kettir og fósturlát:
Þeir blasa þetta
allt of mikið upp
- segir formaður Kattavinafélagsins
„Mér flnnst þeir á Suðurnesjum
blása allt of mikið upp að kettir geti
valdið fósturláti. Það var stúika sem
vann hjá mér hér í Kattholti aBa
meðgönguna. Hún fór niður á Bar-
ónsstíg í próf og það var allt í
stakasta lagi. Þetta þýðir að fjöldi
fólks mun losa sig við dýrin og mér
líst mjög illa á það,“ segir Þuríður
Heiðberg, formaður Kattavinafé-
lagsins, við DV vegna ummæla
Magnúsar H. Guðjónssonar, fram.
kvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits
Suðurnesja, og Jóns Gunnarssonar,
stjómarmanns hjá Samtökum sveit-
arfélaga á Suðurnesjum, í DV í gær
þar sem þeir segja í bréfi að sam-
kvæmt upplýsingum lækna beri
kettir sýkla sem valda fósturláti.
„Mér líst hins vegar vel á hug-
mynd þeirra á Suðumesjum að skrá
og merkja ketti. Það er fyrir neðan
allar heÚur hvemig kettir eru laus-
beislaðir hérna úti um allt. Það
væru ekki 40-50 kettir í Kattholti ef
fólkið hugsaði vel um dýrin. Hvern-
ig þetta verður framkvæmt er ég
ekki farin að sjá en það þarf að setj-
ast niöur og fara að gera eitthvað í
þessum málum. Ofijölgunin er því-
lík á köttum og vanrækslan einnig
og það gengur ekki. Það mætti t.d.
setja í lög að láta lækni skoða ketti
alla vega einu sinni ári og láta
spóluormahreinsa þá,“ segir Þuríð-
ur. -RR
Söfnun til styrktar Kolbrúnu
Nú er réttaö í Landréttum og þá er oft glatt á hjalla eins og glögglega sést á
þessari mynd. Landréttir voru í eina tíö færöar upp á hálendið vegna hrauns-
ins sem rann í Heklugosinu áriö 1980 og fer féð illa á rekstrinum yfir hrau-
niö. Betra þykir þvi aö rétta uppi á hálendinu og því samsinna fjórmenning-
arnir á myndinni sem glaöir sungu Undir dalanna sól þegar Ijosmyndara DV
bar aö garði. Þetta eru þeir Engilbert Olgeirsson í Nefsholti, Kjartan Magn-
ússon í Hjallanesi, Gfsli Sveinsson á Leirubakka og Árni Johnsen alþingis-
maöur.
Skipstjóra- og stýrimannafélagið
Bylgjan á ísafirði stendur fyrir
söfnun til styrktar Kolbrúnu
Sverrisdóttur vegna hins sviplega
sjóslyss er Æsa ÍS fórst á Arnar-
firði. Með henni fórust Hörður
Bjarnason, sambýlismaður Kol-
brúnar, og Sverrir Sigurðsson, fað-
ir hennar.
Fyrir þá sem vilja styrkja þessa
söfnun er hægt að leggja inn á bók
nr. 2222 í Landsbankanum á ísa-
firði sem merkt er v/Kolbrúnar
Sverrisdóttur. Aðrir bankar og
sparisjóðir veita styrkjum viðtöku
og koma þeim áleiðis.
„Mér finnst næsta furðulegt að
þjófamir skyldu geta rambað á að
taka bara það verðmætasta úr safn-
inu ef þeir þekktu ekkert til. Tölvan
var tekin eins og hún lagði sig og í
henni eru mjög mikilvægir hlutir.
Þetta er tjón upp á einhver hundrað
þúsunda en ég sé ekki að þessir
hlutir nýtist öðrum en okkur sem
erum í þessum félagsskap," segir
Þórhallur Ottesen, formaður ís-
lenskra mótífsafnara, en brotist var
inn í húsnæði Félags frímerkjasafn-
ara, líklega aðfaranótt fóstudags, og
þaðan teknir erlendir stimplar og
önnur verðmæti.
Þórhallur segir að farið hafi verið
í gegnum nokkrar dyr og læsinga-
jámin brotin í þeim öllum. Hurðirn-
ar væru því alveg óskemmdar.
Hann sagði menn enga hugmynd
hafa um hver þarna hefði verið að
verki.
-sv
ÞO getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Já 1 Nel 2
j rödd
FÖLKSINS
904 1600
Á að takmarka kattahlad
og binda leyfum?
Innbrot í Reykjavík:
Mikið tjón
fyrir safnarana
FÍB tryggingin:
Samanburöur
óraunhæfur
- segir forstjóri VÍS
„Þeir neita okkur um iðgjalda-
skrána sína þannig að okkur
gengur illa að afla okkur upplýs-
inga og getum því ekki sagt mik-
ið um það í bili hver viðbrögö
okkar verða,“ sagði Axel Gísla-
son, forstjóri VÍS, í samtali við
DV í gær.
Axel segir að átta valin verð-
dæmi segi ekki alla söguna um
það sem raunverulega sé í boði
hjá hinu nýja tryggingafélagi.
Aðspurður um áhættutengd ið-
gjöld FÍB tryggingar sagði Axel.
„Þeir virðast nota svipaða
áhættuflokkun og sömu há-
marksbónusa í þessum tilteknu
dæmum og það er ekkert nýtt fyr-
ir okkur." Axel segir að ljóst
virðist af því sem komið hefur
fram um hinar nýju bOatrygging-
ar að á þeim séu ýmsir fyrirvar-
ar, m.a. fleiri notendur bOa en
eigendur, svo sem börn þeirra, og
hugsanlega skertar bætur ef þeir
lenda í tjóni. Þá sé ekki ljóst um
meðhöndlun bónusa og bónusfall
og hvemig bónus vinnst upp aft-
ur o.fl. Meðan upplýsingar um
þetta liggi ekki fyrir verði allur
samanburöur við iðgjöld annarra
tryggingafélaga óraunhæfur.
„Vátryggingar snúast um út-
jöfnun tjónkostnaðar miOi þeirra
sem kaupa sér tryggingarvemd.
Samkeppnin mifli íslenskra og
erlendra félaga hér á markaði
hefur séð um eðlOega verðlagn-
ingu undanfarin ár. HeOdartjóna-
greiðslur í landinu vegna bif-
reiðatjóna lækka ekkert þó að
tryggingafélögum fjölgi. Ef rétt er
verðlagt á markaðnum í heild
þýðh' lækkun iðgjalda fyrir einn
hóp hækkimarþörf annars staðar
að öðra óbreyttu," segir Axel
Gíslason, forstjóri VÍS.
-SÁ
Stuttar fréttir
Akureyringar tii
Murmansk
Borgarstjórinn í Murmansk hefur
boðið tveimur Akureyringum tfl átt-
ræðisafmælis borgarinnar. Murm-
ansk og Akureyri eru vinabæir
Launavísitala óbreytt
Launavísitala miðað við meðal-
laun ágústmánaðar er 147,9 stig sem
er óbreytt frá fyrra mánuði, sam-
kvæmt frétt frá Hagstofunni.
Opinber heimsókn
Forsætisráðherra Svíþjóðar Gör-
an Persson og frú koma I opinbera
heimsókn til íslands í dag. Á morg-
un fer ráðherrann tO Homafjarðar
og snæðir hádegisverð á Vatnajökli.
Kjarabætur mögulegar
Vinnumálasambandið varar við
hugmyndum sem uppi era um al-
mennar launahækkanir en segir
hægt að semja um kjarabætur með
sérstökum skOyrðum, svo sem betri
nýtingu vinnutíma.
Matvælafyrirtæki órótt
Kjarnafæði á Akureyri kvartar
undan nábýli við gámafyrirtæki
sem er nýflutt í sömu götu og mat-
vælafyrirtækið.
Minni vinna
Vinna dregst saman hjá íshúsfé-
laginu á ísafirði sem rekið er með
hafla. Hátt fiskverð er fyrirtækinu
erfitt. Bæjarins besta segir frá.
Forsetinn á Barðaströnd
Forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson er í opinberri heimsókn í
Barðastrandasýslu um helgina.
RÚV segir frá
BYKO styrkir lettneskan
háskóla
BYKO hefur styrkt nýjan háskóla
í Valmiera í Lettlandi um 10 þúsund
Bandaríkjadali. BYKO rekur sögun-
armyflu og timburþurrkun skammt
utan við Valmiera.