Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 4
4 fréttir LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 13 "V Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði mótar launakröfurnar: Launin hækki um 21.600 krónur á tveimur árum - útfærslan væri 2.700 króna hækkun á mánuði ársfjórðungslega, segir Sigurður T. Sigurðsson „Við voram með félagsfund í gær- kvöld þar sem kynntar vora hug- myndir okkar að launahækkunum í komandi kjarasamningum. Við leggjum til að samið verði til tveggja ára og að grunnlaun hækki um 2.700 krónur á mánuði ársfjórð- ungslega á samningstímanum. Fyrsta hækkunin eigi sér stað 1. janúar næstkomandi. Þar með myndu verkamannalaun hækka um 21.600 krónur á þessum tveimur árum. Ég skal viðurkenna að þama kveður við nokkuð annan tón en hjá flestum öðrum verkalýðsfélögum. Við viljum endilega að þessi aðferð verði reynd,“ sagði Sigurður T. Sig- urðsson, formaður Verkamannafé- lagsins Hlifar í Hafnarfirði, í sam- tali við DV. Sigurður segir að það eigi að liggja i augum uppi hvers vegna 2.700 krónurnar era valdar sem árs- fjórðungshækkunin. „í seinustu kjarasamningum var samið um tvisvar sinnum 2.700 króna launahækkun og 1.000 krónur til viðbótar til handa þeim aumustu. Þess vegna nefnum við þessa tölu,“ sagði Sigurður. Hann segir að auðvitað sé fleira í kröfunum eins og möguleikar á opn- un samningsins og rauð strik. Þann- ig verði hann opnaður ef aðrii hóp- ar fái meiri kauphækkun i krónu- tölu. Varðandi rauðu strikin segir hann þau taka til þess að fari geng- isviðmiðun íslensku krónunnar og verðlagshækkanir fram úr viðmið- unarmörkum samningsins þá megi opna hann upp á nýtt. „En það er með okkur eins og alla SELECT BALANCE Gra Sunnudaginn 22. september í Dýraríkinu Grensásvegi . 1 Húsið opnar kl. 12.00 •YRARIKIÐ ...fyrir dýravini! - 8 hundar sýna nýjustu hundatískuna frá Ítalíu = Boxer - Weimaraner - Papillon - Miniature Pinscher Labrador - Silki Terrier - íslenskur - Poodle aðra, við leggjum höfuðáherslu á launahækkun og aukinn kaupmátt. Ég held að það ætti öllum að vera ljóst að allur aðalþunginn verður lagður á launahækkanir. Við höfum beðið of lengi eftir þeim,“ sagði Sig- urður T. Sigurðsson. Með þessu er Hlif fyrsta verka- lýðsfélagið sem leggur fram fastmót- aðar launakröfur fyrir komandi kjarasamninga og eftir að sjá hvern- ig þeim verður tekið. -S.dór Kampavín í réttunum Erlendur Eysteinsson oddviti skenkir Þorgrími Pálmasyni, yfirsmið við réttarbygginguna í Torfa- lækjahreppi í A-Húnavatns- sýslu, kampavín en þessi nýja skilarétt var tekin í notkun fyrir rúmri viku og gefið nafnið Beinakeldurétt. Ekki er vitað til að áður hafi réttastörf hér á landi verið hafin með kampavíns- drykkju en menn höfðu á orði að eðlilegt væri að við- halda þessum sið í Torfa- lækjarhreppi. DV-mynd MÓ Fjórir tryggingasvikarar dæmdir í Héraösdómi Reykjavíkur: Höfuðpaurinn í tveggja og hálfs árs fangelsi - allir dómarnir eru óskilorðsbundnir Fjórir mannanna sem ákærðir voru fyrir stórfelld tryggingasvik fyrr á þessu ári voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag dæmdir til óskilorðsbundinnar fangelsvistar, frá 10 mánuðum til tveggja og hálfs árs. Fimmti maðurinn var sýknað- ur af öllum ákærum. Höfuðpaurinn í málunum er Benedikt Orri Viktorsson en hann sviðsetti útafkeyrslu á Reykjanes- braut, skammt austan við Grinda- víkurafleggjara, þanna 29. októrber 1993. Festi hann rör við bensíngjöf bifreiðarinnar og lét hana renna stjórnlaust í hraun með þeim af- leiðingum að hún stórskemmdist. Voru lögreglumenn kvaddir á vett- vang að ástæðulausu , ásamt öðru björgunarliði, til að hlúa að Bene- dikt og flytja á sjúkrahús. Benedikt Orri hlaut þyngstu refsinguna, tvö og hálft ár. Benedikt Orri, Ragnar Símonar- son, Árni Gunnsteinsson og Rafn Benediktsson voru síðan að ein- hverju leyti bendlaðir við alla eða hluta eftirtalinna atburða: Að svið- setja bílslys í Hvalfirði 26. des. 1994, sett á svið þjófnað á bifreið Ragnars, af bílasölu í bænum, fjar- lægja úr henni hátalara og geisla- spilara, eyðileggja kveikjulás og kveikja síðan í bifreiðinni rétt utan Straumsvíkur í Hafnarfirði. Hún gjöreyðilagðist og fékk Ragn- ar bætur upp á tæplega 1,5 milljón- ir. Loks sviðsettu þeir annað um- ferðarslys í Hvalfirði og þá var þyrla Landhelgisgæslunnar m.a. kölluð á vettvang til þess að flytja Árna og Ragnar á sjúkrahús. Höfðu þeir þá komið sér fyrir í bílnum eftir að hafa rennt honum út fyrir veg og velt niður hlíð. Þeir veittu sér síðan sjálfir áverka. Sannað þótti að Ragnar, Árni og Rafn hefðu átt misstóran þátt í málunum. Ragnar hlaut eins og hálfs árs fangelsisdóm, Árni 10 mánaða og Rafn eins árs. Eins og áður sagði hlaut Benedikt Örn þyngstu refsinguna, tveggja og hálfs árs fangelsi, en Davíð Örn Vignisson var sýknaður af öllum ákærum. Allir dómarnir eru óskil- orðsbundnir. Baröi sig í hálsinn með hamri Eins og fram hefur komið í skrif- um DV um þessi mál veittu menn- irnir sér sjálfir áverka til þess að leika á lækna og kría út bætur. í viðtali við einn hinna dæmdu í DV i júlí síðastliðnum kom eftirfar- andi fram um áverkana sem þeir veittu sér sjálfír. „Þetta var ekkert mál. Við fórum fyrst í smáslagsmál. Svo strengd- um við kaðal yfir bringuna á mér og nudduðum vel til að fá mar eins og eftir öryggisbelti. Svo var ég með hamar sem ég barði með í hálsinn á mér og hafði púöa á milli. Þetta gerði ég líka alltaf þeg- ar ég fór til læknis. -sv Síöastliöinn miö- vikudag efndu Sambíóin til styrkt- arsýningar á nýj- ustu mynd Johns Travolta, Phen- omenon, og skyggnilýsingar fyrir sýningu. Agóðinn af sýn- ingunni, tæplega 700 þúsund krón- ur, ránn til Styrkt- arfélags krabba- meinssjúkra barna. Þaö er Þor- steinn Ólafsson, formaöur félags- ins, sem tekur viö peningunum úr hendi Árna Samú- elssonar, eiganda Sambíóanna. DV-mynd ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.