Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Page 14
14
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 I
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómartorniaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Tímamót í frelsisstríði
íslenzku tryggingafélögin hafa frá manna minnum
haldiö fram, að tap sé á bílatryggmgum. Þegar þau byrja
aö bregðast við samkeppni hins erlenda tryggingafélags
á vegum Félags íslenzkra bifreiðaeigenda, mun koma
endanlega í ljós, að þau fóru með rangt mál.
Þegar tryggingafélögin munu halda fram nýjum full-
yrðingum í vetur um bílatryggingar og samsetningu ið-
gjalda, er gott fyrir almenning að vita af reynslunni, að
málsvarar þeirra hafa mikla æfingu í að halda fram
hvaða ósannindum, sem þeir telja að gagni koma.
Tryggingafélögin hafa lengi haft með sér samráð um
verð og vinnureglur til að hafa fé af almenningi. Þau
hafa verið eins konar æxli í þjóðfélaginu vegna skorts á
samkeppni. Þau hafa raunar verið skólabókardæmi um
misnotkun á aðstöðu til fáokunar á þröngum markaði.
Illræmt var fyrir nokkrum árum, er tryggingafélögin
tóku saman höndum um að setja sér eigin lög um með-
ferð skaðabótamála og verja þau stig af stigi í dómkerf-
inu í hverju málinu á fætur öðru. Þannig þvinguðu þau
margan lítilmagnann til að semja um skertar bætur.
Auðvitað töpuðu tryggingafélögin öllum þessum mála-
ferlum á öllum dómstigum. Þau töldu eigi að síður vera
herkostnaðarins virði að reyna þannig til þrautar að
hafa peninga af þeim, sem ekki höfðu mátt til að sækja
mál gegn lögmannasveitum tryggingafélaganna.
Svo mikill er máttur tryggingafélaganna til illra
verka, að þau gátu fengið Alþingi til að samþykkja ný
lög um skertar slysabætur, samin af prófessor, sem hafði
verið í hátekjuvinnu hjá bransanum. Þessi lög voru svo
fráleit og einhliða, að síðar varð að endurskoða þau.
Nú er loksins komið tækifæri fyrir þjóðina til að losa
um sig í harðvítugri bóndabeygju tryggingafélaganna.
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefur með ærinni fyrir-
höfn tekizt að fá alvöru tryggingafélag frá London til að
setja upp útibú á íslandi á vegum félagsins.
Nýja tryggingafélagið hefur tekið til starfa og býður
bílatryggingar, sem eru um það bil þriðjungi lægri en
tryggingar þjóðaróvinanna. Það er sparnaður, sem nem-
ur að meðaltali nálægt tíu þúsund krónum á hvern bíl á
ári og jafngildir auðvitað stórauknum kaupmætti.
Miklu máli skiptir, að almenningur átti sig á þessu
tækifæri til að losa um fjötrana. Margir munu sýna kvöl-
urum sínum trúmennsku og bíða eftir, að þau lækki ið-
gjöld sín til að mæta samkeppninni. Þeir leggja lóð sitt á
vogarskál fyrirtækja, sem hafa haft af þeim fé.
Okkur vantar núna erlend tryggingafélög til að ráðast
á aðra þætti fáokunarinnar í tryggingunum, þegar ís-
lenzku félögin fara að millifæra til bílatrygginga frá öðr-
um tryggingum og reyna þannig að láta tryggingataka á
öðrum sviðum greiða herkostnað sinn af samkeppninni.
Ekkert er því til fyrirstöðu nema það sé skortur á
beini í nefinu, að Húseigendafélagið vakni til lífs, safni
félagsmönnum og bæti lífskjör þeirra með því að útvega
hingað alvöru tryggingafélag frá útlöndum til að keppa
við þjóðaróvinina um tryggingar húss og innbús.
Það er nýtt fyrirbæri hér á landi, sem þykir sjálfsagt í
mörgum vestrænum ríkjum, að hagsmunafélög almenn-
ings taki sig saman í andlitinu og ráðist með breiðfylk-
ingu gegn ýmsum þeim sérhagsmunum, sem lengst
ganga fram í að halda niðri lífskjörum þjóðarinnar.
Vonandi leiðir tryggingaframtak Félags íslenzkra bif-
reiðaeigenda til árangurs og gefur knýjandi fordæmi í
efnahagslegri frelsisbaráttu kúgaðrar þrælaþjóðar.
Jónas Kristjánsson
Krankur pafi mætir
frönskum mótbyr
I fimmta skipti frá 1980 heim-
sækir Jóhannes Páll II. páfi
Frakkland þessa dagana. Fyrri
heimsóknir páfa hafa farið fram
með viðhöfn og spekt, en nú
bregður svo við að síðasta opinber
heimsókn öldungsins áður en
hann leggst undir holskurð hefur
valdið uppnámi í Frakklandi, og
þess gætir einnig innan vébanda
kaþólsku kirkjunnar sjálfrar.
Ástæðurnar til að svona hefur
farið eru margar. Þar kemur bæði
við sögu tilefni heimsóknarinnar
og hvernig að henni hefur verið
staðið.
Meginerindi páfa er að vera við
hátíðamessu í dómkirkjunni í
Reims, fomum höfuðstað konunga
og kirkju á fyrstu öldum Franka-
ríkis, til að minnast skírnar
Hlöðvis, höfðingja germansks
þjóðflokks Franka sem rutt höfðu
sér til rúms þar sem nú er Norð-
ur-Frakkland I kjölfar þjóðflutn-
inganna miklu og samdráttar
veldis Rómarkeisara.
Arfsögnin segir að Hlöðvir hafi
verið skírður í Reims árið 496 og á
það að hafa orðið upphaf skjótrar
kristnunar Franka og annarra
þegna hans. í helgifræðum síðari
alda var því látið heita svo að
þessi atburður hefði gert Frakk-
land að „elstu dóttur kirkjunnar".
Sagnfræðingar telja sig nú geta
sýnt fram á að kristin trú hafði
fengið fótfestu þar sem nú heitir
Frakkland löngu áður en heiðni
höfðinginn Hlöðvir var vatni aus-
inn í Reims. Og hver svo sem
áhrifin voru af þeirri athöfn, þyk-
ir einsýnt að hún gerðist ekki árið
496, svo 1500 ára afmælið er í
rauninni tilbúningur.
Loks vilja sagnfræðingar halda
því fram að trúarþel hafi ekki ráð-
ið þvf að Hlöðvir lét skírast, held-
ur hafi hann þurft þess með til að
ná ráðahag við kaþólsku prinsess-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Úlafsson
una Klóthildi. Hjónaband þeirra
var forsenda fyrir að hann hlyti
liðsinni sem hann þurfti á að
halda til að fara í stríð við Alem-
anna, annan germanskan þjóð-
flokk, en af honum draga Frakkar
enn í dag nafn Þýskalands á sína
tungu.
Frakkar, sem telja sig rök-
hyggjumenn öllum öðrum fremur,
finna því forsendum hátíðahald-
anna í Reims ýmislegt til foráttu.
En þar að auki eru ýfingar innan
kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi,
sér í lagi vegna beinna afskipta
Jóhannesar Páls páfa af málum
hennar.
Fyrir nokkrum árum var erkib-
iskup einum og fylgismönnum
hans vikið úr kirkjunni fyrir að
vísa á bug niðurstöðum síðasta
kirkjuþings, sem kallast Vatíkan
II og ganga í hvívetna í berhögg
við Páfagarð. En nú eru mestir
úfar með mönnum fyrir meðferð-
ina á Jacques Galliot biskupi í
fyrra.
Galliot vann sér vinsældir bæði
fyrir mannúðarstörf og frjáslynda
stefnu í trúarefnum. Mælti hann
til að mynda gegn banni kirkjunn-
ar við getnaðarvörnum og afstöðu
hennar til samkynhneigðra og
varaði við afleiðingunum af að
neita að ræða tilslakanir á bann-
inu við hjúskap presta.
Páfi brást við með þvi að svipta
Galliot biskupsdæmi sínu norð-
vestur af París og skipa hann í
staðinn yfir fornt biskupsdæmi í
Norður-Áfríku. Þar er nú eyði-
mörk og enga kristna sálu að
finna.
Gremja út af þessum verknaði
brýst nú fram þegar Jóhannes
Páll kemur til Frakklands með
mikilli viðhöfn. Rignt hefur yfir
kirkjuyfirvöld bréfum, þar sem
fólk riftir skírnarsáttmála sínum
með því að krefjast þess að nöfn
þess séu numin brott af skírnar-
skrám.
Loks er sérstaklega fundið að
þvi að núverandi stjórn íhalds-
manna í París hefur ákveðið að
láta standa straum af páfaheim-
sókninni af opinberu fé. Talið er
að útgjöld til öryggisgæslu einnar
nemi um 400 milljónum króna.
Fetta menn fingur út í að meö
þessu séu brotin ákvæði laga frá
1905 um aðskilnað ríkis og kirkju.
Vitað er að páfi fer til Frakk-
lands þessu sinni meira af vilja en
mætti. Heilsa hans hefur veriö
bág sumarlangt, síendurtekin
slæmska í innyflum og áberandi
titringur á vinstri hönd. Nýverið
kunngerði líflæknir páfa að hann
yrði skorinn upp við botnlanga-
bólgu í næsta mánuði. Samt linn-
ir ekki lausafregnum af að um sé
að ræða grun um alvarlegri inn-
anmein ásamt Parkinsonsveiki
vegna handriðunnar.
Aðstoðarmaður breiðir slá yfir Johannes Pái II. páfa þar sem hann stendur milli Jacques Chiracs Frakklands-
forseta og Bernadette konu hans við komuna til Tours á fimmtudag. Símamynd Reuter
skoðanir annarra
Áhyggjur seðlabankastjóra
„Kjell Storvik seðlabankastjóri er áhyggjufullur.
\ Það eiga seðlabankastjórar að vera. Þeir fá borgað
i fyrir það. Áhyggjuefni Storviks nú eru miklar tekj-
| ur ríkisins sem kunna að leiða stjórnmálamenn í þá
: freistni að vera ekki nægilega aðhaldssamir í fjár-
1 lögunum fyrir 1997. Það getur leitt til aukinnar
| verðbólgu og hærri vaxta, bendir hann á. Því mið-
j ur eru æmar ástæður fyrir slíkum áhyggjum. Það
er ekki í eðli stjómmálamanna að halda aftur af
i sér.“
Úr forustugrein Dagens Næringsliv 17. september.
Neyðarlegar afhjúpanir
„Upplýst hefur vérið að ákvöröunin um flutning
27 inúítafjölskyldna frá heimkynnum sínum í Thule
á Grænlandi 1953 var ekki tekin af Dönum og ekki
í samræmi við vilja heimamanna. Afhjúpanir sem
í sífellt koma fram í þessu máli skaða bæði stjórn-
■IHaMWWMBWWMMMMMHBaaaaWltMIM
mála- og embættismenn. Ráðherrar hafa margsinn-
is lofað fullri hreinskilni i málinu. Þó fáir fyrrum
íbúa Thule séu á lífi og geti sett fram rökstudda
kröfu um bætur er aðkallandi að málinu ljúki svo
sómi sé að.“
Úr forustugrein Jyllands Posten 17. september.
Leyfið Perot að vera með
„Við viðurkennum fúslega að hafa kallað Ross
Perot kjánalegan og sjálfselskan þverhaus. En mað-
urinn frá Texas hefur skipulagt raunverulega kosn-
ingabaráttu og síðan verið svikinn á smánarlegan
hátt af nefhd sem demókrati og repúblikani leiða.
Þeir og átta aðrir meðlimir nefndar um kappræður
fyrir forsetakosningamar unnu ekki fyrir kaupinu
sínu þegar þeir útilokuðu Perot frá fyrsta hluta
kappræðnanna. Það er óumræöileg skylda þeirra
gagnvart kjósendum að ógilda þá ákvörðun."
Úr forustugrein New York Times 19. september.