Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Page 17
DV LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 lk 17 Helgi leikur sér viö apakött. boðinu hafa múslimar einnig stund- að trúboð á svæðinu og má segja að hér séu mörkin milli kristinna manna og íslamstrúarmanna. í hjálparstarfinu er ekki gerður greinarmunur á kristnum og mú- slímum. Múslímar áttu oft erfltt með að skilja hvers vegna kristin samtök byggðu handa þeim skóla eða aðstoðuðu þá með þróunarverk- efnum. Þá svaraði ég oft með dæmisögunni af miskunnsama Sam- verjanum." Stigamenn á hverju strái Svæðið sem Helgi hefur hafst við á er í raun stórhættulegt og stiga- menn á hverju strái. Hann segist hafa farið betur út úr samskiptum sínum við þá en margir aðrir. Hann hefur þó verið stöðvaður oftar en einu sinni en sloppið vegna þess að hann er þekktur fyrir hjálparstörf sin. Samtökin Læknar án landamæra hafa lent í miklum vandræðuni. I fyrra voru starfs- menn þeirra rændir 6 sinnum, bílar þeirra teknir og þeir skildir eftir allslausir. Þakka Guði lífið „Eitt af þeim skiptum sem ég þakkaði Guði fyrir að fá að halda lífi var þegar ég keyrði fram hjá hópi stigamanna sem létu mig í friði en skutu 30 skotum á næsta bíl. í annað skipti var ég stoppaður og byssu miðað á mig. Ég bjóst við að mín síðasta stund væri runnin upp. Var þá spurt hver þessi maður væri og aðstoðarmaður minn sagði þeim deili á mér. Var þá hrópað úr hópi stigamannanna: „Þeir eru okk- ar menn, látið þá fara.“ Við vorum mjög þakklátir fyrir að vera þeirra menn þá!“ segir Helgi. Eitt sinn höfðu stigamenn setið fyrir Helga allan daginn án þess að hann vissi. Hann var mikið að flýta sér og keyrði greitt þegar hann sá tuttugu vopnaða menn bíða á vegin- um. Hann hélt að þeir vildu fá far en taldi sig ekki hafa tíma til þess að stoppa. Helgi tók stóran sveig út af veginum og keyrði fram hjá hópnum en þá þyrlaðist um leið upp v ^wi ■ Wm i m - Wf Áður en skolinn var endurbyggöur sátu nemendur í skugga trjánna. mikið rykský yfir þá. Þeir gátu þar af leiðandi ekki skotið einu einasta skoti. Hann frétti síðar að þeir hefðu beðið allan daginn eftir hon- um til þess að hafa af honum bílinn. „Eftir þessa atburði hættum við al- veg að segja fólki frá því hvert við værum að fara og skiptum stundum um leiðir. Þetta varð til þess að við fórum að nota meira flugvélar í starfi okkar. Það þýðir ekki að mæta þessum mönnum með byssum eða sverðum. Eina vopnið sem ég ber er vasahníf- urinn. Sumir hafa reynt að fá mig til þess að bera vopn en ég vil það ekki. Ég sagði við þá að ég væri eng- inn Rambó. Ef ég hefði borið vopn væri ég sennilega ekki á lífi i dag. Ég berst með öðrum vopnum.“ em Haldin voru námskeiö fyrir bændurna tii þess aö kenna þeim að bjarga sér sjálfir. Þrefaldur . vinningur! -vertu viðbúintw vinningi Fáðu þcr miða fyrir kl. 20.20 í kvöld Verðlækkun og meiri búnaður! Charade'97 □AIHATSU -fínn í rekstri! Frá: 998.000 BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7010 Með vökvastvri, 1,3 lítra vél með heinni innspýtingu, útvarpi og segulbandi, fullum bensíntanki og mörgu fleiru. Sýniiig um helgina Opið á laugardag kl. 12-16 sunnudag 13-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.