Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Qupperneq 29
r helgarviðtalið Lögfræðingur Christophers trúir á sakleysi hans: Gróft mann- réttindabrot í máli Christophers — segir Tómas Jónsson héraðslögmaður „Ég trúi þvi að Christopher sé saklaus og byggi þá skoðun á kynnum minum af honum. Allt sem hann hefur sagt mér um málið hefur staðist," segir Tómas Jónsson héraðslögmaður og verjandi Christophers Bundeh frá Sierra Leone. Tómas vinnur að því að athuga með hvaða hætti framsalsbeiðni Finna og ffamsal íslendinga á skjólstæðingi hans verði lagt fram hjá Mannréttindanefnd Evrópu. Hann undrast stórlega að Hæsti- réttur íslands skuli hafa tekið framsals- samning viö Finna fram yfir mannrétt- indalögin. Skylda að gæta mannráttinda „Mín skoðun er sú að það sé skylda dómstóla í hverju ríki að gæta mannrétt- inda þeirra sem þar búa. Mannréttinda- hugsjónin gengur út á það að mannrétt- indalögin komi framar öllum lögum,“ seg- ir Tómas. Ef Mannréttindanefnd Evrópu telur að brotið hafi veriö á mannréttindasáttmál- anum mun verða reynt að leita sátta við Christopher. Takist það ekki vísar nefnd- in málinu til Mannréttindadómstólsins í Haag. „Það er of seint að leggja sjálfan dóm- inn fyrir Mannréttindanefndina. Málið snýst um með hvaða hætti brotin hafi verið mannréttindi á Christopher með framsalinu sjálfu. í því eru báðar þjóðirn- ar sekar að mínu mati. Við verðum því að segja að með framsalsbeiðninni sem hyggð er á dóminum komi mannréttinda- brotið fyrst til verka,“ segir Tómas. í kringum 90% mála er vísað frá í nefndinni. Að sögn Tómasar tekur Mann- réttindanefndin sér góðan tíma, eða í kringum sex mánuði, til að komast að niðurstöðu um hvort um brot sé að ræða eða ekki. Þá tekur einhvern tíma að ná sáttum í málinu og ef það tekst ekki leng- ist tíminn enn þar til niðurstaða fæst. Fari málið til Mannréttindadómstólsins í Haag eru ekki miklar líkur á þvi að Christopher losni úr fangelsinu í bráð. Mesti möguleikinn á sáttum í þessu máli er að Christopher fái réttláta málsmeð- ferð og verði leyft að vera viðstaddur ný réttarhöld segir Tómas. Sekt ekki sönnuð „íslenskur lögfræðingur myndi segja að sekt Christophers væri ekki sönnuð. Sönnunargögnin í dóminum eru að það sást til þeirra saman á skemmtistað. Einnig sást Christopher yfirgefa skemmtistaðinn skömmu á eftir konunni. Vitnisburður hins meinta fórnarlambs segir að nauðgunin hafi átt sér stað og barn fórnarlambsins staðfestir að móöir þess hafi komið illa til reika heim. Á móti kemur að Christopher hefur alltaf neitað. Á læknaskýrslu kom fram að fómarlamb- iö var mjög drukkið en 1,7 prómill mæld- ust f konunni um nóttina,“ segir Tómas. Christopher hefur aldrei neitaö því að hafa talað við þessa konu um nóttina en hann segir hana hafa abbast upp á sig dauðadrukkin. Vinir hans staðfesta þann framburð. „Það sem gerir hennar framburð ótrú- verðugan er að hún mætti á sama skemmtistað þremur dögum síðar. Kona sem hefur verið nauðgað af svertingja fer varla aftur að skemmta sér á meðal þeirra. Engin læknisrannsókn tengir Christopher við konuna og sakbending fór ekki fram í málinu. Að sögn Tómasar eru allir saklausir þar til sekt er sönnuð. Hér á landi er alltaf krafist læknisrann- sóknar og jafnvel DNA-rannsóknar,“ seg- ir Tómas. -em helgarviðtalið LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 Halldóra Gunnlaugsdóttir berst nú hatrammri baráttu fyrir aö fá mál unnusta síns, Christophers Bundeh, endurupptekið í Finnlandi. Hún kenndi í þrjú ár á Flateyri og einnig á Þorlákshöfn. Um tíma var hún búsett í Danmörku þar sem hún stundaði nám í lýðháskóla. Hún hefur komið við í Myndlistar- og handíðaskóla íslands. Að auki hefur hún dansað afriskan dans í Kramhúsinu. Halldóra hefur búið í Reykjavík í tíu ár en eins og hún segir hefur hún farið vestur reglulega til þess að ná sér í orku. Halldóra kynntist Christopher i Sjallan- um á ísafirði en hann var starfsmaður frystihússins Norðurtanga á ísafirði. Halldóra starfaði á kosningaskrifstofu fyrir vestan í sameiningu sveitarfélag- anna. Henni líkar ekkert of vel á ísafirði og finnast fjöllin fyrir vestan ógnvekj- andi. Halldóra hefur annars starfað við þýðingar og sem lausapenni. í haust hafði hún hugsað sér að klára bók- menntafræðina í Háskólanum. Það fer þó væntanlega eftir því hvemig gengur að fá mál Christophers tekið upp aftur. Ást við fyrstu sýn „Við kynntumst í apríl á þessu ári í Sjallanum. Það var eins og við hefðum alltaf þekkst og urðum ástfangin með það sama. Stundum höldum við bæði að þetta hafi átt að gerast. Ég er löngu hætt að halda að maður ráði lífi sínu sjálfur. Þetta mál hefur verið mjög mikill próf- steinn á samband okkar. Ef þetta væri ekki alvöruást á milli okkar væri sam- bandi okkar lokið. Við höfum gengið í gegnum eld og brennistein saman. Ég vil alls ekki missa þennan mann,“ segir Halldóra. Halldóra segir að eftir því sem hún hafi meira kynnt sér mál Christophers í Finnlandi komi betur í ljós hversu illa finnská lögreglan gekk fram. Reynt var að knýja fram játningu hjá Christopher, meðal annars með því að beita vini hans þrýstingi og hann sjálfan andlegum mis- þyrmingum. Engin vitni fengu að vera viðstödd fyrstu réttarhöldin af tillitssemi við konuna. Eiginkonu vinar Christoph- ers var sagt að það væri eins gott fyrir hann að játa því það væri mjög erfitt fyr- ir svarta menn að sitja í fangelsi í Finn- landi því að illa væri farið með þá þar. Hún átti þá að sannfæra Christopher um að hann skyldi játa, að sögn Halldóru. Ráttlát reiði „Mér líður náttúrlega hræðilega illa I yfir þessu. Ég er komin með vöðvabólgu og verki alls staðar. Ég var á batavegi þegar þetta gerðist eftir mikið áfall og veikindi. Christopher hjálpaði mér til þess að ná heilsu og vinna í sjálfri mér og ég var mjög heppin að hitta hann. Ég læt ekki bugast og er svona sterk núna vegna þess að ég hef unnið svo mikið í sjálfri mér undanfarin ár. Þessi góða orka sem réttlát reiði getur verið heldur mér uppi ásamt því góða fólki sem ég hef hitt hérna. Það fær enginn að brjóta Christopher niður eins og verið er að reyna að gera,“ segir Halldóra. Hún er baráttuglöð kona, enda ekki fyrir hvem sem er að brjóta niður íslenskar konur. Þær bogna en brotna ekki og Halldóra ætlar að berjast til síðasta blóðdropa fyr- ir því að hennar heittelskaði fái rétta meðferð og sakleysi hans verði sannað. Ég trúi á sakleysi hans „Christopher er svo heiðarlegur að hann vildi ekki játa og borga sektina sem upphaflega var refsingin ásamt skil- orðsbundnu fangelsi. Það er ekkert grín að verða fyrir svona ofsóknum vegna þess að húðin er öðruvísi á litinn. Christopher hefur alltaf haldið fram sak- leysi sínu. Ég trúi statt og stöðugt á sak- leysi hans. Ég treysti ekki lögreglunni eina sekúndu. Ég veit ekki hvaða skýr- ing er á þessari meðferð á honum,“ seg- ir Halldóra. Halldóra hefur verið í húsnæðishraki frá því hún kom til Finnlands því hún hefur ekki efni á hótelherbergi. Til að byrja með skutu vinir Christophers yfir hana skjólshúsi en nú hefur hún komið sér fyrir hjá ágætri finnskri konu. Hún segist mjög þakklát því fólki sem hefur aðstoðað hana í baráttunni fyrir frelsi unnustans. Mannráttindi fyrir ríka Veran í Finnlandi hefur kostað Christopher og Halldóru mikla peninga, að ekki sé minnst á vinnutapið. Það er spurning hversu lengi Halldóra hefur efni á að bíða eftir endumpptöku máls- ins í Finnlandi þar sem hún verður brátt uppiskroppa með peninga. „Ég á lítið af peningum og mér hefur liðið hræðilega. Við erum ekki ríkasta fólk á íslandi og höfum ekkert peninga- fólk á bak við okkur. Við erum bara lág- launafólk frá íslandi en það lítur út fyr- ir að mannréttindi séu einungis fyrir þá ríku,“ segir Halldóra. aáttafordómar í andi „Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því að Christopher er lokaður inni og fær bara að fara út einu sinni á dag. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að Norðurlönd, sem eiga að vera best í heiminum í mannréttindamálum, færu svona með fólk. Þar eru hreinlega mjög miklir kynþáttafordómar. Lögreglu- mennimir í fangelsinu em mjög misjafn- ir og sumir þeirra hafa mjög fasistískt fas og era valdasjúkir. Ég er hrædd þeg- ar ég kem þangað, mér finnst það alveg hræðilegt," segir Halldóra. í heimsóknartímanum sitja allir gest- irnir í stórum sal, umrkringdir vörðum og öðrum fóngum. í fangelsinu segir Halldóra að svartir menn séu vaktaðir betur en aðrir og leitað að ástæðu til þess að klekkja á þeim. Að hennar sögn reyna lituðu fangamir að hjálpa hveijir öðrum og eiginkonunum utan rimlanna. Það segja lögreglumennimir vera vest- ur- afríska mafíu. Christopher þarf að gæta vel að því hvað hann segir. Grunur um áreitni „Christopher trúir varla að þetta sé að gerast. Mig grunar að hann hafi orðið fyrir einhvers konar áreitni í fangelsinu en ég get ekki sannað það. Hann segir mér ekki allt því hann reynir að hlífa mér. Christopher er ekki maður sem kvartar mikið heldur er hann mjög ró- legur og þolinmóður. Hann er mjög sómakær og hefur fallega framkomu. Hann er vinsæll og á mjög auðvelt með að kynnast fólki. Hann hefur einnig dá- samlega kímnigáfu. Það er mjög erfitt fyrir Christopher að vera með fjórum öðrum mönnum í klefa þar sem hann er vanur því að þurfa smá- vegis tíma fyrir sjálfan sig. Það bjargar svolítið deginum hjá honum að fangarn- ir fá að vinna hluta úr degi,“ segir Hall- dóra. Að sögn Halldóru var aðbúnaðurinn í fangelsinu sem Christopher var vistaður í fyrst hræðilegur en er nú skárri eftir að hann var fluttur. í Kerava, þar sem hann vistast núna, er samansafn af alls kyns smábrotafólki. Einnig er þar fólk sem hefur fengið ranga málsmeðferð ásamt gömlu fólki sem hvergi á höfði sínu að að halla. „Ég hef lesið mannréttindalögin og ég veit að við erum að gera rétt í því að reyna að taka málið upp aftur. Ég vil ekki trúa því að það sé of seint að kæra til Mannréttindanefndar þar sem Christopher vissi ekki einu sinni að hann hefði verið dæmdur,“ segir Hall- dóra. Stimplaður raðnauðgari Christopher var einnig kærður fyrir kynferðisafbrot á ísafirði í apríl síðast- liðnum. Hann var hreinsaður af þeim áburði með lögreglurannsókn. Við rann- sóknina á ísafirði virðast finnsk lög- regluyfirvöld hafa orðið áskynja um dvöl hans hér og krafist framsals í framhaldi. „Ég held að þessi stelpa fyrir vestan hafi ekki vitað hvað hún var að gera Christopher. Það er ofsalega alvarlegt mál að verða fyrir svona áburði og mjög undarlegt að hann skuli verða fyrir þessu tvisvar sinnum. Hann hefur fengið á sig stimpil sem raðnauðgari,“ segir Halldóra. Að sögn Halldóru vonaði Christopher fram á síðustu stundu að honum yrði ekki sparkað úr landi. Henni þykir sárt til þess að hugsa að heimili þeirra á ísa- firði hafi splundrast á þennan hátt. „Þetta hlýtur að vera ofsalega sárt fyr- ir hann því það er með ofbeldi verið að reyna að skilja okkur að. Mér finnst mjög sárt hvernig komið er fram við unnusta minn í mínu landi. Ég varð reyndar ekki vör við kynþáttafordóma gagnvart honum þegar við vorum á ís- landi þar sem við eigum mjög góða vini. Einstaka lögreglumaður hefur þó lagt hann í einelti á ísafirði. Halldóra segir að þau komi aftur til ís- lands og ekki komi til greina að fjöl- skyldu hennar verði splundrað á þennan hátt. Að sögn hennar er Christopher mikið náttúrubarn og nýtur íslenskrar náttúru. „Við ætlum að ferðast saman um ís- land þegar þessu lýkur. Við viljum velja okkur heimili af fúsum og frjálsum vilja og njóta mannréttinda eins og annað fólk,“ segir Halldóra. -em henni með því að framselja unnusta hennar. Halldóra ásakar einnig RLR fyr- ir lygar. Hún hafði farið fram á að fara til Finnlands með sama flugi og Chri- stopher og þegar til kom voru þau sitt í hvorri vélinni. Hún segir sér hafa verið sagt skakkt til viljandi. Engin sönnunargögn Engin sönnunargögn lágu frammi til stuðnings málinu í Finnlandi, að mati Tómasar og islenskra laga. Dómurinn byggist á framburði meints fórnarlambs sem var undir verulegum áhrifum áfeng- is þegar verknaðurinn á að hafa átt sér stað. Engin læknisrannsókn eða sak- bending fór fram í málinu og engin rann- sókn var gerð á Christopher eða kon- unni eftir meintan verknað og engin DNA-próf tekin. Eina niðurstaða læknis- rannsóknar sem liggur fyrir er að ekki sé útilokað að brotþola hafi verið nauðg- að. Einnig vitnaði bam hennar að um- rætt kvöld hefði hún komið heim illa til reika. Mörg skjalanna frá þessum tíma em týnd svo eitthvað hafa þeir þar að fela telur Halldóra. „Christopher var staddur ásamt vini sínum á diskóteki í Vantaa þar sem sam- an koma svartir menn og hvítar konur. Drukkin kona kom að máli við þá og til- kynnti þeim að hún væri ekki kynþátta- hatari. Þeir höfðu ekki áhuga á félags- skap hennar þannig að hún fór. Konan fór þá til dyravarðarins og benti á Christopher og sagði að hann hefði nauðgaö sér fyrir nokkrum dögum. Hann var handtekinn og ákærður fyrir nauðgun. Lögreglan varð uppvís að ós- annindum því í Vantaa var sagt að hann hefði horfið. í öðra bréfi til lögfræðings- ins viðurkennir lögreglan að hann hafi verið þvingaður úr landi með ólöglegum hætti," segir Halldóra. Kynntust á ísafirði Halldóra er rúmlega fertug og ólst upp í Önundarfirði. Foreldrar hennar eru Gunnlaugur Finnsson bóndi og Sigríður Jóhanna Bjarnadóttir sem starfar við heimilishjálp og er búsett á ísafirði. Hall- dóra hefur aldrei verið gift en á dóttur á unglingsaldri. Þær mæðgur eiga lög- heimili í Reykjavík. Halldóra á sex systkini. Halldóra hefur starfað við ýmislegt um ævina, eins og í banka, byggingarvinnu, frystihúsi, barnaheim- ili og á hestaleigu, svo eitthvað sé nefnt. Viðð erum að tala um líf mitt, þetta er engin saga,“ sagði Halldóra Gunnlaugs- dóttir, unnusta Christophers Bundeh frá Sierra Leone sem framseldur var frá ís- landi til Finnlands fyrir skömmu, þegar Helgarblað DV bað hana að segja sögu sína. Christopher situr nú í fangelsi í Finn- landi og Halldóra fær að hitta hann tvisvar í viku klukkutíma í senn þar sem hann er í fangelsinu Kerava í Helsinki. Þau hafa ákveðið að gifta sig í fangelsinu eins fljótt og pappírar hans era komnir til Finnlands frá Sierra Leo- ne. Halldóra berst nú hatrammri baráttu við að taka mál Christophers upp aftur í Finnlandi með aðstoð þarlendra lögfræð- inga. Lögfræðingur Christophers, Tómas Jónsson héraðsdómslögmaður, vinnur nú að því að leggja framsalsbeiðni Finna og framsal íslendinga á Christopher fyr- ir Mannréttindanefnd Evrópu. Refsingin þyngd „Ég talaði við finnskan lögfræðing sem sér um mál innflytjenda í Finnlandi og hún segir að ekki sé hægt að opna málið aftur í Finnlandi. Ástæðan fyrir því sé að of langur tími sé liðinn frá því að dæmt var í málinu," segir Halldóra. Christopher kom upphaflega til Finn- lands til þess að fara í skóla árið 1989 og bjó þar til ársins 1992 þegar honiun var vísað úr landi. Hann hefur búið á íslandi undanfarin fjögur ár. Christopher var framseldur frá íslandi til Finnlands fyrir skömmu til þess að afplána tæpra tveggja ára fangelsisdóm fyrir meinta nauðgun þar í landi. Hann var fyrst dæmdur til eins og hálfs árs skilorðs- bundins fangelsis og sektar í undirrétti í Finnlandi. Christopher áfrýjaði dómi finnsks undirréttar fyrir nauðgun árið 1992. Áður en áfrýjunin var tekin fyrir var hann hins vegar þvingaður úr landi af finnskum lögregluyfirvöldum. Þaðan hélt hann til Sierra Leone og til ísafjarð- ar árið 1993. Réttað var í málinu árið 1993 að Christopher fjarstöddum. Dóm- urinn komst að þeirri niðurstöðu að refs- ing hans skyldi lengd um fjóra mánuði og gerð óskilorðsbundin. Krafist var framsals á manninum eftir að finnsk yfirvöld komust að því að hann var á ís- landi í vor. Islensk stjórnvöld brugðust Halldóru blöskrar fyrst og fremst að Hæstiréttur íslands skyldi framselja Christopher þar sem hann var dæmdur að sér fjarstöddum í Finnlandi. Aö henn- ar mati hafa íslensk stjórnvöld bragðist „Viö höfum gengið í gegnum eld og brennistein saman/ dóra. Halldóra og Christopher í fangelsinu. segir Hall- Að sögn Halldóru líður Christopher mjög illa í fangelsinu. þennan mann Halldm^Gunnlaugsdóttir trúir á sakleysi unnusta síns og berst við ráttarkerfið: ekki mssa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.