Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Síða 51
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996
kvikmyndir
verkum í myndinni auk þess sem
ný andlit sjást. Með helstu hlutverk
fara Baltasar Kormákur, Gísli Hall-
dórsson, Sigurveig Jónsdóttir, Hall-
dóra Geirharðsdóttir, Sveinn Geirs-
son, Guðmundur Ólafsson, Ingvar E.
Sigurðsson, Magnús Ólafsson og
Pálína Jónsdóttir. í litlum hlutverk-
um bregður fyrir mörgum þekktum
andlitum, má þar nefna Sigurð Sig-
urjónsson, Áma Tryggvason, Gunn-
ar Eyjólfsson, Guðrúnu Gísladóttur,
Harald G. Haraldsson, Sögu Jóns-
dóttur og Valdimar Ömólfsson.
Sem fyrr í myndum Friðriks Þórs
er það Ari Kristinsson sem sér um
kvikmyndatöku, Ámi Páll Jóhanns-
son hannar leikmynd, Karl
Aspelund er búningahönnuður og
Halldór Gunnarsson sér um lýsingu.
Friðrik Þór Friðriksson er sá ís-
lenskur kvikmyndaleikstjóri sem
náð hefur lengst. Eins og öllum er
kunnugt fékk Börn náttúrunnar
óskarsverðlaunatilnefningu og í
framhaldi var hún sýnd um alla
heimsbyggð og á þessu ári hefur Á
köldum klaka verið að slá í gegn í
hverju landinu á fætur öðru og hef-
ur hún fengið mjög góða dóma hjá
gagnrýnendum hvar sem hún hefur
verið sýnd.
Sem fyrr segir verður Djöflaeyjan
frumsýnd í þremm- kvikmyndahús-
um, það er í Stjörnubíói, Sam-bíóum
og Nýja bíói í Keflavík.
Töffarinn kemur heim frá Amer-
íku. Baltasar Kormákur í hlut-
verki Badda. Með honum á
myndinni eru Sigurveig Jóns-
dóttir (Karólína), Sveinn Geirs-
son (Danni) og Pálína Jóns-
dóttir (Hveragerður).
Næstkomandi fimmtudag, 3. októ-
ber, verður Djöflaeyjan frumsýnd í
þremur kvikmyndahúsum. Djöfla-
eyjunni leikstýrir Friðrik Þór Frið-
riksson og er hún dýrasta kvik-
mynd sem gerð hefur verið hér á
landi. Handrit skrifaði Einar Kára-
Diöflaeyian
son upp úr hinum vinsælu skáldsög-
imi sínum Þar sem Djöflaeyjan rís
og Gulleyjan og segir þar frá skraut-
legu lífi nokkurra kynslóða bragga-
búa á eftirstríðsárunum í Reykja-
vik. í myndinni eru dregnar upp
harmrænar gamansögur af stór-
brotnum einstaklingum sem vaxa
og dafna í óblíðum jarðvegi fátækra-
hverfls í hjarta Reykjavíkur.
Upptökur fóru fram síðastliðinn vet-
ur og vor i braggahverfi sem byggt
var fyrir myndina vestast á Sel-
tjamarnesi. Þúsundir forvitinna
vegfarenda notuðu þá tækifærið og
skoðuðu leikmyndina sem er ein-
staklega raunveruleg. Áhugi á þess-
ari nýjustu kvikmynd Friðriks Þórs
hefur verið mikill og að sögn manna
hjá íslensku kvikmyndasamsteyp-
unni hafur mikið verið hringt í þá
og spurst fyrir um hvenær frumsýn-
ing verði.
Tónlistin í Djöflaeyj-
unni er í anda þess
tíma sem myndin gerist á og hefur
Björgvin Halldórs-
son haft veg og
vanda af að velja lög
og kemur einnig
fram í myndinni sem
söngvarinn Böddi Billó og stjómar
hljómsyeit sem leikur í
Vetrargarðinum, sem
var þekktur skemmtistaður sem
var við Reykjavíkur-
flugvöll. Að auki
samdi Björgvin titillag
myndarinnar, Þig dreymir kannski
engil.
Landsþekktir leikarar eru í hlut-
Hæpið í Regnboganum:
Hvíta vonin
Regnboginn frumsýnir á morgun
Hæpið eða The Great White Hype,
mynd sem naut töluverðra vinsælda
í Bandaríkjunum í sumar. Sögusvið-
ið er Las Vegas og fjallar myndin
um Fred Sultan sem er óumdeildur
konungur umboðsmanna hnefaleik-
ara. Hann er ríkur, valdamikill og
svifst einkis til að græða peninga.
Þegar áhugi almennings fyrir hnefa-
leikum virðist vera að dvina telur
hann sig þurfa að flnna einhver ráð
til þess að gera íþróttina vinsæla
meðal almennings á ný. Hann er á
því að ástæðan sé að fólk sé orðið
leitt á að horfa á svartan mann
lemja annan svartan
mann í hringnum
og leggur því
alla áherslu á
að finna hvít-
an hnefafeik-
ara sem gæti
síðan skorað
á heims-
meistarann.
Eftir nokkra
fundið „hvítu vonina" í síðhærðum
þungarokkara, Terry Cocklin, en
hann fundu þeir á bar í Cleveland.
Auk þess að vera hvítur hefur
Terry það sér til ágætis að honum
tókst að sigra núverandi heims-
meistara í hnefaleikum fyrir mörg-
um árum þegar þeir voru báðir
áhugamenn. Með auglýsingaskrumi
tekst Sultan að koma því inn hjá al-
menningi að í uppsiglingu sé „bar-
dagi aldarinnar".
Það er Samuel L. Jackson sem leik-
ur Sultan, Peter Berg leikur „hvítu
vonina“, Jeff Goldblum samstarfs-
mann Sultans og Damon Wayans
leikur heimsmeistarann. Leikstjóri
er Reginald Hudlin. Hann vann
mikið í sjónvarpi, aðallega með
svörtum gamanleikurum, áður en
hann sneri sér að kvikmyndum.
Fyrsta kvikmynd hans var House
Party, unglingamynd sem féll vel
í kramið og varð geysivinsæl. í
henni léku rappararnir Kid ’N
Play og Martin Lawrence. Síðan
leikstýrði hann Boomerang með
Eddie Murphy. The Great White
Hype er þriðja mynd
hans. Hudlin
gerir í því
þessa dag-
ana að leik-
stýra tón-
listar-
mynd-
böndum
fyrir rapp-
ara og
þykir
hafa náð
góðum ár-
angri á
því sviði.
-HK
Samu-
el L.
Jackson leikur
hinn iitríka um-
boðsmann
hnefaleikara,
Sultan.
Samuel L. Jackson er 46 ára leikari sem er að sækja í sig veðrið.
Samuel L. Jacksson íThe Great White Hype:
Fjölskyldan mikilvægust
Leikarann Samuel LeroyJackson
hafði alltaf dreymt um að leika í
spennumyndum því þannig voru
myndimar sem hann horfði á þegar
hann var að alast upp. Hann segist
vera afar heppinn með starfið sitt.
Jackson hefur sjaldan verið í aðal-
hlutverkum en á að baki fjölda
aukahlutverka sem hann hefur skil-
að með prýði.
Jacksson segist vera 46 ára venju-
legur heimilisfaðir sem hefúr verið
giftur sömu konunni i 25 ár. Hann
býr í Los Angeles ásamt eiginkonu
sinni, leikkonunni LaTanya Ric-
hardsson og dótturinni Zoe, þrettán
ára. Fjölskyldan er honum afar mik-
ilvæg. Þegar hann kemur heim seg-
ist hann vaska upp, þvo, taka til og
elda mat. í raun væri starf hans
heima miklu erfiðara heldur en
leikarastarfið. Það er eins og eitt
langt frí.
Vakti athygli í Pulp Fict-
ion
Jackson leikur Reverend Fred Sult-
an en hann skipuleggur hnefaleika-
keppnfr í kvikmyndinni The Great
White Hype. Sultan á sjálfur að baki
frekar vafasaman ferÚ í íþróttum.
Jackson vakti verðskuldaða athygli
í hlutverki atvinnumorðingjans
Jules í kvikmynd Quentins Tar-
antino, Pulp Fiction. Hann var út-
nefndur til óskarsverðlauna fyrir
leik sinn í kvikmyndinni. Einnig
var hann tilnefndur til Golden Glo-
be verðlauna ásamt breskum kvik-
mynda- og sjónvarpsverðlaunum.
Bíómynd á skólaárunum
Ferill Jacksons hófst strax eftir út-
skrift hans frá Morehouse College í
Atlanta þar sem hann útskrifaðist
úr leiklistardeildinni. Á skólaárun-
um lék hann í fyrstu bíómyndinni
sem var Together for Days. Eftir út-
skriftina tók hann þátt í nokkrum
uppfærslum á sviði eins og Home, A
Solider’s Play, Sally/Prince og The
District Line. Einnig tók Jackson
þátt í Shakespeare uppfærslu.
Árið 1976 var kominn tími til þess
að skipta um umhverfí. Jackson
flutti til New York og hóf umfangs-
mikið starf í leikhúsi, kvikmyndum
og sjónvarpi. Hann lék á móti
mönnum eins og Morgan Freeman
og Denzel Washington á þessum
tíma.
Golden Globe verðlaun
Af kvikmyndum Jacksöns má
nefna Ragtime, Sea of Love, Coming
to Amerivca, Ray, Do the Right
Thing, School Ðaze, Mo Better Blu-
es, Goodfellas, Strictly Business,
White Sands, Patriot Games. Nýrri
myndir eru Jumpin’ at the Boney-
ard, Fathers and Sons, Juice,
National Lampoon’s Loaded Weapon
I, Amos and Andrew, True Romance
og The New Age. Jackson kom sjálf-
um sér á blað þegar hann hlaut
verðlaun í Cannes fyrir túlkun á
hlutverki sínu í Jungle Fever. Hann
vann að auki verðlaun kvikmynda-
gagnrýnenda í New York sem besti
leikcU’i í aukahlutverki fyrir Jungle
Fever.
Jackson var tilnefndur til Golden
Globe verðlauna og fyrir besta leik í
sjónvarpsseriunni Against the Wall.
Fyrir skömmu lék Jackson á móti
Bruce Willis í kvikmyndinni Die
Hard with a Vengeance. Myndin
hefur átt mikilli velgengni að fagna.
Hann lék einnig aðalhlutverk á móti
Nicolas Cage og David Caruso í
kvikmyndinni Kiss of Death og Los-
ing Isaiah ásamt Jessicu Lange og
Halle Berry. Að tökum á The Great
White Hype loknum byrjaði hann
að vinna að kvikmyndinni A time
to Kill sem byggð er á sögu John
Grisham. Einnig vann hann að aðal-
hlutverki á móti Geenu Davis í
kvikmyndinni The Last Kiss
Goodnight.
-em