Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 kvikmyndir verkum í myndinni auk þess sem ný andlit sjást. Með helstu hlutverk fara Baltasar Kormákur, Gísli Hall- dórsson, Sigurveig Jónsdóttir, Hall- dóra Geirharðsdóttir, Sveinn Geirs- son, Guðmundur Ólafsson, Ingvar E. Sigurðsson, Magnús Ólafsson og Pálína Jónsdóttir. í litlum hlutverk- um bregður fyrir mörgum þekktum andlitum, má þar nefna Sigurð Sig- urjónsson, Áma Tryggvason, Gunn- ar Eyjólfsson, Guðrúnu Gísladóttur, Harald G. Haraldsson, Sögu Jóns- dóttur og Valdimar Ömólfsson. Sem fyrr í myndum Friðriks Þórs er það Ari Kristinsson sem sér um kvikmyndatöku, Ámi Páll Jóhanns- son hannar leikmynd, Karl Aspelund er búningahönnuður og Halldór Gunnarsson sér um lýsingu. Friðrik Þór Friðriksson er sá ís- lenskur kvikmyndaleikstjóri sem náð hefur lengst. Eins og öllum er kunnugt fékk Börn náttúrunnar óskarsverðlaunatilnefningu og í framhaldi var hún sýnd um alla heimsbyggð og á þessu ári hefur Á köldum klaka verið að slá í gegn í hverju landinu á fætur öðru og hef- ur hún fengið mjög góða dóma hjá gagnrýnendum hvar sem hún hefur verið sýnd. Sem fyrr segir verður Djöflaeyjan frumsýnd í þremm- kvikmyndahús- um, það er í Stjörnubíói, Sam-bíóum og Nýja bíói í Keflavík. Töffarinn kemur heim frá Amer- íku. Baltasar Kormákur í hlut- verki Badda. Með honum á myndinni eru Sigurveig Jóns- dóttir (Karólína), Sveinn Geirs- son (Danni) og Pálína Jóns- dóttir (Hveragerður). Næstkomandi fimmtudag, 3. októ- ber, verður Djöflaeyjan frumsýnd í þremur kvikmyndahúsum. Djöfla- eyjunni leikstýrir Friðrik Þór Frið- riksson og er hún dýrasta kvik- mynd sem gerð hefur verið hér á landi. Handrit skrifaði Einar Kára- Diöflaeyian son upp úr hinum vinsælu skáldsög- imi sínum Þar sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjan og segir þar frá skraut- legu lífi nokkurra kynslóða bragga- búa á eftirstríðsárunum í Reykja- vik. í myndinni eru dregnar upp harmrænar gamansögur af stór- brotnum einstaklingum sem vaxa og dafna í óblíðum jarðvegi fátækra- hverfls í hjarta Reykjavíkur. Upptökur fóru fram síðastliðinn vet- ur og vor i braggahverfi sem byggt var fyrir myndina vestast á Sel- tjamarnesi. Þúsundir forvitinna vegfarenda notuðu þá tækifærið og skoðuðu leikmyndina sem er ein- staklega raunveruleg. Áhugi á þess- ari nýjustu kvikmynd Friðriks Þórs hefur verið mikill og að sögn manna hjá íslensku kvikmyndasamsteyp- unni hafur mikið verið hringt í þá og spurst fyrir um hvenær frumsýn- ing verði. Tónlistin í Djöflaeyj- unni er í anda þess tíma sem myndin gerist á og hefur Björgvin Halldórs- son haft veg og vanda af að velja lög og kemur einnig fram í myndinni sem söngvarinn Böddi Billó og stjómar hljómsyeit sem leikur í Vetrargarðinum, sem var þekktur skemmtistaður sem var við Reykjavíkur- flugvöll. Að auki samdi Björgvin titillag myndarinnar, Þig dreymir kannski engil. Landsþekktir leikarar eru í hlut- Hæpið í Regnboganum: Hvíta vonin Regnboginn frumsýnir á morgun Hæpið eða The Great White Hype, mynd sem naut töluverðra vinsælda í Bandaríkjunum í sumar. Sögusvið- ið er Las Vegas og fjallar myndin um Fred Sultan sem er óumdeildur konungur umboðsmanna hnefaleik- ara. Hann er ríkur, valdamikill og svifst einkis til að græða peninga. Þegar áhugi almennings fyrir hnefa- leikum virðist vera að dvina telur hann sig þurfa að flnna einhver ráð til þess að gera íþróttina vinsæla meðal almennings á ný. Hann er á því að ástæðan sé að fólk sé orðið leitt á að horfa á svartan mann lemja annan svartan mann í hringnum og leggur því alla áherslu á að finna hvít- an hnefafeik- ara sem gæti síðan skorað á heims- meistarann. Eftir nokkra fundið „hvítu vonina" í síðhærðum þungarokkara, Terry Cocklin, en hann fundu þeir á bar í Cleveland. Auk þess að vera hvítur hefur Terry það sér til ágætis að honum tókst að sigra núverandi heims- meistara í hnefaleikum fyrir mörg- um árum þegar þeir voru báðir áhugamenn. Með auglýsingaskrumi tekst Sultan að koma því inn hjá al- menningi að í uppsiglingu sé „bar- dagi aldarinnar". Það er Samuel L. Jackson sem leik- ur Sultan, Peter Berg leikur „hvítu vonina“, Jeff Goldblum samstarfs- mann Sultans og Damon Wayans leikur heimsmeistarann. Leikstjóri er Reginald Hudlin. Hann vann mikið í sjónvarpi, aðallega með svörtum gamanleikurum, áður en hann sneri sér að kvikmyndum. Fyrsta kvikmynd hans var House Party, unglingamynd sem féll vel í kramið og varð geysivinsæl. í henni léku rappararnir Kid ’N Play og Martin Lawrence. Síðan leikstýrði hann Boomerang með Eddie Murphy. The Great White Hype er þriðja mynd hans. Hudlin gerir í því þessa dag- ana að leik- stýra tón- listar- mynd- böndum fyrir rapp- ara og þykir hafa náð góðum ár- angri á því sviði. -HK Samu- el L. Jackson leikur hinn iitríka um- boðsmann hnefaleikara, Sultan. Samuel L. Jackson er 46 ára leikari sem er að sækja í sig veðrið. Samuel L. Jacksson íThe Great White Hype: Fjölskyldan mikilvægust Leikarann Samuel LeroyJackson hafði alltaf dreymt um að leika í spennumyndum því þannig voru myndimar sem hann horfði á þegar hann var að alast upp. Hann segist vera afar heppinn með starfið sitt. Jackson hefur sjaldan verið í aðal- hlutverkum en á að baki fjölda aukahlutverka sem hann hefur skil- að með prýði. Jacksson segist vera 46 ára venju- legur heimilisfaðir sem hefúr verið giftur sömu konunni i 25 ár. Hann býr í Los Angeles ásamt eiginkonu sinni, leikkonunni LaTanya Ric- hardsson og dótturinni Zoe, þrettán ára. Fjölskyldan er honum afar mik- ilvæg. Þegar hann kemur heim seg- ist hann vaska upp, þvo, taka til og elda mat. í raun væri starf hans heima miklu erfiðara heldur en leikarastarfið. Það er eins og eitt langt frí. Vakti athygli í Pulp Fict- ion Jackson leikur Reverend Fred Sult- an en hann skipuleggur hnefaleika- keppnfr í kvikmyndinni The Great White Hype. Sultan á sjálfur að baki frekar vafasaman ferÚ í íþróttum. Jackson vakti verðskuldaða athygli í hlutverki atvinnumorðingjans Jules í kvikmynd Quentins Tar- antino, Pulp Fiction. Hann var út- nefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni. Einnig var hann tilnefndur til Golden Glo- be verðlauna ásamt breskum kvik- mynda- og sjónvarpsverðlaunum. Bíómynd á skólaárunum Ferill Jacksons hófst strax eftir út- skrift hans frá Morehouse College í Atlanta þar sem hann útskrifaðist úr leiklistardeildinni. Á skólaárun- um lék hann í fyrstu bíómyndinni sem var Together for Days. Eftir út- skriftina tók hann þátt í nokkrum uppfærslum á sviði eins og Home, A Solider’s Play, Sally/Prince og The District Line. Einnig tók Jackson þátt í Shakespeare uppfærslu. Árið 1976 var kominn tími til þess að skipta um umhverfí. Jackson flutti til New York og hóf umfangs- mikið starf í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpi. Hann lék á móti mönnum eins og Morgan Freeman og Denzel Washington á þessum tíma. Golden Globe verðlaun Af kvikmyndum Jacksöns má nefna Ragtime, Sea of Love, Coming to Amerivca, Ray, Do the Right Thing, School Ðaze, Mo Better Blu- es, Goodfellas, Strictly Business, White Sands, Patriot Games. Nýrri myndir eru Jumpin’ at the Boney- ard, Fathers and Sons, Juice, National Lampoon’s Loaded Weapon I, Amos and Andrew, True Romance og The New Age. Jackson kom sjálf- um sér á blað þegar hann hlaut verðlaun í Cannes fyrir túlkun á hlutverki sínu í Jungle Fever. Hann vann að auki verðlaun kvikmynda- gagnrýnenda í New York sem besti leikcU’i í aukahlutverki fyrir Jungle Fever. Jackson var tilnefndur til Golden Globe verðlauna og fyrir besta leik í sjónvarpsseriunni Against the Wall. Fyrir skömmu lék Jackson á móti Bruce Willis í kvikmyndinni Die Hard with a Vengeance. Myndin hefur átt mikilli velgengni að fagna. Hann lék einnig aðalhlutverk á móti Nicolas Cage og David Caruso í kvikmyndinni Kiss of Death og Los- ing Isaiah ásamt Jessicu Lange og Halle Berry. Að tökum á The Great White Hype loknum byrjaði hann að vinna að kvikmyndinni A time to Kill sem byggð er á sögu John Grisham. Einnig vann hann að aðal- hlutverki á móti Geenu Davis í kvikmyndinni The Last Kiss Goodnight. -em
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.