Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996
13
Jólaljósasveiflan
„Eins og tildæmis að það er ekki fyrr en ég er innaní ástinni að ég finn að
ástin er hlý, mjúk og kitlandi."
ar eitthvað að sveiflast. Og sveifl-
ar manni inní annan heim sem er
svo eftirsóknarverður.
Á leiðinni kom ég við á Mokka
þar sem myndlistarmaður hefur
klætt glugga, veggi og bekki og
borð kaffihússins kálfskinnum en
það gerði hann í minningu afa
sins frá Síberíu sem vafði korna-
bamið dóttur sína innani holdrosa
þegar hún fékk húðsjúkdóm af
kuldunum þar norður frá og
þannig batnaði henni. Mér fannst
á kaffihúsinu ég vera viðkvæm sál
sem nú væri búið að vefja inní
holdrosann. Og sveiflaðist.
Kannski er maðurinn svona við-
kvæmur, þráir það eitt að vera
vafinn innaní eitthvað alveg svo
hann geti sveiflast. Eins og til-
dæmis að það er ekki fyrr en ég er
innaní ástinni að ég finn að ástin
er hlý, mjúk og kitlandi.
Elísabet Jökulsdóttir
Ég sem ætlaði
aldrei aftur í lífinu
að skrifa blaða-
grein brenn nú 1
skinninu að skrifa
það sem mér ligg-
ur á hjarta um
jólaskraut. Einsog
ég hef nú annars
skoðanir á fáu hef
ég komið mér upp
afskaplega afdrátt-
arlausum skoðun-
um á jólaskrauti
eða öllu heldur
hvenær byrjað
skuli að skreyta
bæinn.
Það hefur farið í
taugarnar á mér
undanfarin ár,
hvað jólaskrautið
er sett upp snemma, jafnvel í end-
aðan október og iðulega í byrjun
nóvember, nema í fyrra seinkaði
þessu öllu. En ég vil nefnilega hafa
nóvember út af fyrir mig, hann er
einn uppáhaldsmánuðurinn minn,
dimmur og seiðandi og ég fer inní
dimman seiðinn og sæki þangað
góss og glingur. ,
Alveg eftir mínu höföi
Nóvember er endalok haustsins,
byrjun á vetrinum þegar maður
leggst í dvala og úrvinnsla á sér
stað og myrkrið vefúr sig utan um
mig einsog sæng. Það er út af
þessu myrkri sem ég splundrast á
hinu björtu sumarnóttum.
Kannski er þetta löngun til að
sveiflast, sveiflast með árstíðun-
um, sveiflast með ljósinu í öllum
þess litbrigðum. Og svo sveiflast
ég. Og það er þegar maður er um-
vafinn sem eitthvað verður til en í
sveiflunni fer það af
stað.
í ár var tímasetningin
alveg eftir mínu höfði
þvi að byrjað var að
hengja upp jólaskraut
um mánaðamótin, og þá
á ég auðvitað við allt
þetta dúUerídúll og
krullerikrull sem hangir
uppi í ljósaformi um all-
an bæ, glitrandi jólatré
uppá húsveggjum, jóla-
seríuvafðar trjágreinar
eftir húsmænum, blikk-
andi seríur í gluggum,
dinglandi jólaljósastjörn-
ur í ljósastaurunum og
ljósin á ósýnilegum
strengjum þvers og
kruss og bráðum fer ég
að skreyta bílinn minn
með jólaseríum.
Þannig er engu líkara en að
runnið hafi jólaljósaæði yfir borg-
ina ef þetta væri ekki allt svo glitr-
andi, seiðandi og blikkandi. Það er
meiraðsegja komið jólatré á hið
einmanalega Lækjartorg þar sem
aldrei staldrar nokkur maður við
lengur nema konan sem greiðir á
sér hárið nóttina eftir að hún hef-
ur notið ásta.
Sveiflast og sveiflast...
En í þessum ljósaheimi hætta
húsin og göturn-
ar að vera til í
sinni raunveru-
legu mynd og
þetta er auðvit-
að ekkert flókn-
ara en svo að
vera í öðrum
heimi en það er
einmitt það sem
maðurinn virð-
ist hafa svo
ákafa þörf fyrir.
Þegar ég var að
ganga heim eitt kvöldið fannst
mér ég vera innaní ljósadýrðinni,
ég var vafin í ljós, glitrandi, blikk-
andi ljósaheim og gleðin og undr-
unin varð dýpri þegar ég skynjaði
að þetta myndi ekki vara um ei-
lífð.
Ég komst semsagt i þetta upp-
hafna ástand þegar maður er vaf-
inn inní eitthvað og um leið byrj-
Kjallarinn
Elíabet
Jökulsdóttir
rithöfundur
„En í þessum Ijósaheimi hætta hús-
in og göturnar að vera til í sinni
raunverulegu mynd og þetta er auð-
vitað ekkert flóknara en svo að
vera í óðrum heimi en það er ein-
mitt það sem maðurinn virðist hafa
svo ákafa þörf fyrir.“
15,4% kjósenda Framsóknar
færa sig yfir á jafnaðarmenn
Margt hefur verið skarplega at-
hugað og vel grundað í forystu-
greinum DV þar sem fjallað hefur
verið um samstarf jafnaðarmanna
og möguleika á samfylkingu
þeirra í komandi kosningum.
Túlkun leiðarahöfundar 9. desem-
ber á skoðanakönnun þeirri sem
Félagsvísindastofnun Háskóla !s-
lands gerði fyrir verkefnið Sam-
starf jafnaðarmanna er hins vegar
umdeilanleg á köflum. Almennt
má líka segja að túlkun skoðana-
kannana á íslandi sé verri og óá-
reiðanlegri heldur en kannanirnar
sjálfar en það á síður en svo sér-
staklega við DV.
Elías Snæland Jónsson les út úr
könnuninni að hugmyndir um
sameiginlegt framboð hreyfi lítið
við fylgi Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks. Þama verður að
taka tillit til þess að spurt er um
fylgi ef aðeins væru þrír listar i
framboði eftir að búið er að þrá-
spyrja um hvað kosið yrði ef kosn-
ingar væru á morgun. (Könnun
Félagsvísindastofnunar fyrir
Morgunblaðið). Þegar búið er að
toga upp úr einstaklingi, sem lent
hefur í könnun-
inni, að hann
myndi líklega
kjósa Framsókn,
er ólíklegt annað
en að viðkomandi
gefi sig upp á
Framsóknarflokk-
inn þegar í næstu
andrá er boðið
upp á að velja
milli þriggja
möguleika, sjálf-
stæðismanna, framsóknarmanna
og jafnaðarmanna.
Marktæk hreyfing
Þessi háttur á að spyrja skýrir
að verulegu leyti fylgnina milli
fylgis Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks i báðum spumingun-
um. Annað kemur á daginn ef bor-
ið er saman hvað þeir sem sögðust
hafa kosið Framsóknarflokkinn og
Sjálfstæðisflokkinn í síðustu al-
þingiskosningum
myndu gera, ef að-
eins þrír listar
væru í framboði.
Þá kemur í ljós að
15,4% sem kusu
Framsókn myndu
kjósa jafnaðar-
menn og 9,7%
þeirra sem kusu
Sjálfstæðisflokk.
Þetta er sannarlega
marktæk hreyfing
sem Morgunblaðið
skýrði frá laugar-
daginn 7. desemb-
er.
Sjónvarpið
skýrði frá því að
engin breyting
hefði orðið í fylgis-
hlutfóllum stjórn-
arandstöðu og
stjórnarflokka í áð-
urnefndum könn-
unum. Þetta fékk Bogi Ágústsson
út með því að fela heilan flokk,
sem þjóðin sjálf hefur búið til,
undir samheitinu ANNAÐ, sem
allt í einu er komið í 5-6%. Það
era ein tíðindin í þessari könnun
að þegar eru 4,3% aðspurðra farin
að lýsa fylgi við jafnaðarmanna-
flokk sem ekki er til formlega en
er alveg örugglega í
stjórnarandstöðu.
Mesta fylgiö í
Reykjavík
Fyrir áhugafólk um
samstarf jafnaðar-
manna eru niðurstöður
þessarar könnunar
fagnaðarefhi. Það hefði
verið alvarlegt áfall ef i
Ijós hefði komið veruleg
andstaða við hugmynd-
ina meðal kjósenda.
Könnunin sýnir þvert á
móti bullandi meiri-
hlutafylgi við hana
meðal velunnara flokk-
anna og verulega hreyf-
ingu í þjóðfélaginu. Það
er einnig staðfest að
jafnaðarmannahugtak-
ið er hið rétta merki
þessarar hreyfingar
hvort sem menn síðan
vilja skreyta það með viðskeytum
eða ekki. Sem leiðbeining og veg-
vísir er þessi könnun gagnleg. Og
mesta fylgið fá sameinaðir jafnað-
armenn í Reykjavík, þar sem
reynsla er komin ?. samstarf jafn-
aðár- og félagshyggjufólks, eða
47%. Athyglisvert!
Einar Karl Haraldsson
„Sem leiðbeining og vegvísir er
þessi könnun gagnleg. Og mesta
fylgið fá sameinaðir jafnaðarmenn
í Reykjavík, þar sem reynsla er
komin á samstarf jafnaðar- og fé-
lagshyggjufólks, eða 47%. Athygl-
isvertr
Kjallarinn
Einar Karl
Haraldsson
framkvstj. Innform ehf.,
hefur með höndum verk-
efni fyrir Þingfiokk jafn-
aðarmanna
Með og
á móti
Landbúnaðarkerfið
er of dýrt
Styrkjakerfið
er eiturlyf
Núverandi landbúnaðarkerfi
er neytendum of dýrt. Neytendur
greiða of hátt verð fyrir landbún-
aðarvörur vegna óbeinna styrkja
eins og innflutningstolla og tak-
markana á viðskiptum með land-
búnaðarvörur
sem og alls
konar kvaða
um stærð búa.
Þess vegna
þurfa launþeg-
ar hærri laun
til að ná sömu
lífskjörum og
ísland stendur
höllum fæti í
samkeppni
þjóðanna um fólk og fyrirtæki.
Kerflð er skattgreiðendum
dýrt. Styrkur til landbúnaðar er
meiri hér en í flestum öörum
löndum. Hann er gi-eiddur með
sköttum sem fyrir bragðið eru of
háir. Háir skattar draga úr fram-
taki óg vinnugleði, öllum til
Pétur H. Blöndal al-
þingismaður.
skaða.
En kerfið er líka vont fyrir
bændur. Eins og önnur styrkja-
kerfi virkar landbúnaðarkerfið
eins og eiturlyf á bændur og land-
búnaðinn. Eitt sinn var bóndi bú-
stólpi og bú landstólpi. Eftir ára-
tuga styrki eru bændur hnípnir og
þjakaðir. Beingreiðslur til bænda
voru visst skref til þess að vinda
ofan af kerfinu. Nú ætti að vera
hægt að hætta við óbeina styrki og
afnema kvaðirnar í áföngum og
gefa bændum stefnuna. Þannig
myndi landbúnaðurinn losna und-
an eiturlyfinu og dugmiklir bænd-
ur gæti staðið stoltir á eigin fótum
og framleitt góðar og ódýrar land-
búnaðarvörur.
Tryggja ber
matvælaöryggi
Framleiðsla á vönduðum iand-
búnaðarvörum kostar mikið og
meira norður undir heimskauts-
baug en sunnar í Evrópu. Stað-
reyndin er sú að allar Evrópu-
þjóðir styrkja sinn landbúnað og
það er engin
r 'i
Ari Toítsson, for-
maöur Bœndasam-
takanna.
tilvfljun að út-
gjöld til land-
búnaðarmála
er langstærsti
útgjaldaliður
Evrópusam-
bandsins. Af
hverju ættum
við að styrkja
okkar landbún-
að minna en
nágrannaþjóð-
irnar? Sá stuðningur er trygging
fyrir matvælaöryggi og matvæla-
gæðum, hornsteinn að lífsviður-
væri og heilsu þjóðarinnar. Við
tryggjum húsið okkar, bílinn, líf-
eyri í ellinni og sameiginlega
reynum við að tryggja framtíð
þjóðarinnar með skynsamlegri
stefnu i menntamálum, heilbrigð-
ismálum, fiskveiðimálum og sam-
göngumálum. Hví skyldum við
ekki vera reiðubúin til að tryggja
þjóðinni næg og holl matvæli í
fallvöltum heimi? Á trygging
þjóðarinnar fyrir nægum mat í
framtíðinni að vera byggð á
áframhaldandi offramboði mat-
væla á heimsmarkaði, matvæla
sem við vitum ekki hvernig eru
framleidd, matvæla sem skortur
getur orðið á fyrr en varir. Svelt-
andi þjóðir í flestum heimsálfum
sýna okkur að sú trygging er fall-
völt. Erum við ekki einnig reiðu-
búin til að kosta einhverju til að
styrkja dreifða byggð i landinu,
fjölþætta nýtingu landsins, nýja
skóga og fjölbreyttari gróður, hlý-
legra og aðgengilegra land fyrir
þjóðina alla? -JHÞ