Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1996, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 17 Eitt og annað um gervitennur - saga þeirra og fleiri fróðleiksmolar í nýjasta hefti Tannheilsu, fag- tímarits tannsmiða, er að fmna ýms- ar fróðlegar og gagnlegar upplýsing- ar um gervitennur og greip Tilveran aðeins niður i greinina. Forseti með leðurtennur Menn vita ekki með vissu hvenær farið var að smíða gervitennur en því hefur verið haldið fram að Forn-Eg- yptar hafl þekkt til tannsmíða. í lík- kistum frá þeim tíma hafa fundist ófullkomnar tennur, búnar til úr tré og ætlaöar til að fylla upp í skörð í tanngörðum manna. Einnig eru til heimildir um að notaðar hafi verið dýratennur. Fönikíumenn, Etrúrar og Rómverjar smíðuðu tanngarða úr gulli sem oft voru snilldar- smíði en slik smíði lagðist af við fall Rómaveldis. Á 18. öld voru s m í ð a ð i r tanngómar sem voru úr óhentug- um efnum, ófull- nægjandi útlits og mjög dýrir. í dag eru notuð plastefhi sem eru lík tannholdinu að lit og gera gómana þunna og þægilega. Sagan segir að einn afforset- um Bandaríkjanna hafi haft gervi- tennur sem búnar voru til úr leðri. Þær hafa auðvitað ekki verið sérstak- lega góðar til að tyggja með og því þurfti hann að taka þær út úr sér þeg- ar hann borðaði. í dag gera nútíma- efni og tækni það mögulegt að smíða tennur sem sitja vel og líkjast náttúr- legum tönnum. Tannholdsbólga óvinur- inn Tannholdsbólga er helsta orsök tannmissis hjá fullorðnu fólki og öldruðu en það er tannáta sem eyði- leggur tennur bama og unglinga sé ekkert við henni gert. Helstu ein- kenni t a n n - holds- b ó 1 g u e r u blæðing úr tann- holdi, los á tönnum og andremma. Siðari stig bólgunnar leiða til tannmissis sem aftur kallar á gervi- tennur. Munnurinn er einn hluti meltingarveg- arins. Tennur eru því nauðsynlegur þáttur ef menn vilja ekki nærast Það er auðvelt að brosa blítt þegar tennur eru svona glæsilega útlít- andi. eingöngu á þeirri fæðu sem ekki þarf að tyggja. Tennur eru einnig mikilvægar fyrir útlit manna og fé- lagsleg samskipti. Misjafn gangur Góð tannhirða er öllum nauðsynleg, hvort sem um er að ræða náttúrlegar tennur eða gervi- tennur. Best er að venja sig á unga aldri á að bursta tennur a.m.k. tvisvar á dag. Ekki gengur öll- um jafnvel að venjast nýjum tönnum. Sumir hafa það sköpulag að gervitennur fara þeim ekki vel. Því er oft til bóta, ef hægt er að koma því við, að halda eftir nokkrum tönnum til stuðnings gervitönnunum og fá svokallaða tannparta. Þetta á sérstaklega við um neðri góma. Eðli- leg ending er 5-8 ár ef þeim er haldið vel við með dag- legri og góðri hreinsun. Trygginga- stofhun ríkisins greiðir fyrir gervi- tennur á fimm ára fresti. Góð hirða nauðsyn Gervigóma þarf að hirða vel, bursta þá a.m.k. tvisvar á dag með hreinum og mjúkum bursta og fljót- andi mildri sápu og skola með yl- volgu eða köldu vatni. Við hreinsun þarf að hafa hugfast að rispa ekki yfirborðið og þvi er óæskilegt að nota tannkrem sem inniheldur slipiefni sem getur rispað. Góð munnhirða heldur tönnunum hreinum, munnholi heilbrigðu og ahdardráttur verður ferskur. Mikil- vægt er að bursta tennur a.m.k. tvisvar á dag og á það jafnt við um eigin tennur, gervitennur og slim- húð munnsins. -ggá SICRÆNA JOLA i dv Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen eðaltré, í hoesta gceðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. >* 10 ára ábyrgð ** Eldtraust »* 10 stcerðir, 90 - 370 cm Þarfekki að vökva **• Stálfótur fylgir ** íslenskar leiðbeiningar >* Ekkert barr að ryksuga »* Traustur söluaðili »* Truflar ekki stofublómin »* Skynsamleg fjárfesting tTirWf'y’V; BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA Jólaföt minnsta fólksins: Allir fá þá eitthvað fallegt Þessi sparilegi jólakjóll er franskur og fæst í Barnastíg. Einnig má fá herraföt í stíl ef daman skyldi eiga brófiur. Litlu herrarnir gerast vart fínni en í þessum fallega íslenska búningi sem fæst í versluninni Englabörn- um. Spariskórnir verfia afi vera á sínum stafi. Hér má sjá sýnishorn frá Englabörnum. Um hátíðimar finnst öllum gam- an að klæða sig upp í sitt fínasta púss og þá ekki síst minnsta fólkinu sem hlakkar einna mest til jólanna. Tilveran fór á stúfana og skellti sér á bæjarrölt til að sjá hvað barnafata- verslanir eru með á boðstólum fyrir bömin fyrir þessi jól. Eins og sjá má af myndunum er úrvalið mikið og ættu allir foreldrar að geta fundið falleg spariföt á litlu erfingjana. Þessi fallegu og hlýlegu föt eru frá stærsta framleiðanda barnafata á Ítalíu og fást í Barnastíg. Eins og allir foreldrar vita er oft erfifiara afi finna föt á litlu strákana. En þótt þú sért bara 9 mánafia herramaður þarftu þín jolaföt. Þessi eru frá Do Re Mi. Fyrir allra minnstu dömuna má fá þennan fallega blómakjól mefi hár- bandi í stíl. Þessi kjóll er breskur og fæst í Do Re Mi. Sparil$ápan þín er Islensk Verðið kemur á óvart Rétt verð 25.900. Margir litir og stcerðir Fríar Póstkröfur ffCápusalan Ótrúleqt Kópuúrval * Snorrabraut 56 S 562 4362

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.