Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Qupperneq 20
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 JLlV
20 %ikamál
Það mátti með sanni segja að
hver einasti lögreglumaður í Yorks-
hire á Englandi þekkti Les Hutchin-
son. Hann stóð á fertugu, og hafði
um árabil getið sér mjög gott orð
fyrir að þjálfa lögregluhunda, en
sumir telja einmitt að ýmis lög-
gæslustörf væru svipur hjá sjón
kæmu hundar ekki við sögu þeirra.
Og hundamir sem komu frá
Hutchinson þóttu bera af og voru
ekki aðeins notaðir á Englandi held-
ur í öðrum löndum. Töldu sumir þá
vera bestu varð- og sporhunda í
heimi. Þegar sá atburður gerðist
sem hér segir frá var sem hundun-
um sem vora þá í búi Hutchinsons
væri ljóst hvað væri að gerast því
þeir geltu hver öðrum hærra.
Hundaþjálfarinn frægi bjó með
konu sinni, Marjie, yst í bænum
Hessle við Norðursjávarströndina.
Um hríð haföi hún staðið í ástar-
sambandi við félaga hans, Roy Rig-
by. Marjie var þrjátíu og níu ára en
Roy fjórum árum yngri. Ástarfund-
ir þeirra stóðu í húsvagni meðan
Les sinnti hundunum.
Grunsemdir vakna
Ekki er með öllu ljóst hve langt
var liðið síðan Marjie fór að halda
fram hjá manni sínum þegar honum
fannst að ekki væri allt með felldu.
Hún sýndi honum æ meiri kulda í
öllum samskiptum, og þar kom að
hann gekk að henni og krafðist þess
að fá að heyra hvaö væri að gerast,
ella myndi hann sækja um skilnað.
Það setti ugg að Marjie þegar
henni varð ljóst að Les kynni að
gera alvöru úr því að skilja við
hana. Hún vissi sem var að Roy
hafði ekki í huga að kvænast henni
því hún var honum aðeins stundar-
gaman. Næði Les fram skilnaði
stæði hún því líklega á götunni, og
það gat hún ekki hugsað sér því hún
vissi ekki að hverju hún ætti þá að
hverfa.
Marjie tók því ákvörðun. Hún ák-
vað að binda enda á ástarsamband
sitt við Roy, en ekki þó til að koma
hjónabandi sínu í lag. Hún ætlaði
sér að öðlast frelsi og komast yfir
eignir, og það síðarnefnda ætlaði
hún að gera með því að koma
manni sínum fyrir kattarnef. Og
Marjie gerði alvöru úr fyrirætlun
sinni.
Morðsamsærið
Nóvemberdag einn sagði Marjie
við Charlie Green, vin sinn sem
vann við höfnina, að hún skyldi
borga þeim vel sem vildi sjá um að
ráða mann sinn af dögum. Charlie
leist vel á hugmyndina, og sagðist
skyldu hjálpa henni ef hún og Roy
féllust á að leiða Les í gildru.
Hugmynd Charles var sú að
strekkja vír yfir stíg á klöpp sem
húsvagninn stóð á. Hann var ekki
aðeins ástarhreiður Marjie og Roys,
eins og fyrr segir, heldur heimili
þeirra Hutchinsons-hjóna. Þetta
skyldi gert um kvöld þegar Les ætl-
aði að heiman á mótorhjólinu sínu.
Hann myndi aka á vírinn, kastast af
hjólinu og þá gæfist tækifæri til að
ganga af honum dauðum.
Les hafði ákveðið að fara á kvöld-
fund hundaþjálfara í Hessle, og var
því ekki erfitt að ákveða morðdag-
inn. Meðan hann og Marjie snæddu
saman síðustu máltiðina biðu þeir
Charles og Roy hvor við sína hlið
stígsins. Og Marjie hafði lofað að
gefa þeim merki þegar Les færi af
stað, svo þeir gætu strekkt vírinn í
tæka tíð.
„Júdasarkossinn" ^ólið ,<* hélt
heim a leið.
Þau hjón, Les og Marjie, luku við i nnrnnlan
kvöldverðinn, og skömmu síðar gaf LOyicyiail
hún merkið um að virinn skyldi |/nm||r
strekktur. Hún kyssti mann sinn ™ u
kveðjukossi, og gætti þess að til Marjie lagði
þeirra sæist inn um glugga á hús- hjólinu við hús-
vagninum. Charles og Roy kinkuðu vagninn, en
kolli hvor til annars og strekktu vír- gekk síðan inn,
inn. hringdi á lög-
Nokkrum augnablikum síðar regluna og
ræsti Les mótorhjólið og ók af stað í skýrði frá því
myrkrinu. Hann fór hins vegar ekki að maður henn-
langt því skyndilega skall hjólið á ar hefði orðið
vímum og hann kastaðist af því. Þá fyrir slæmu
hlupu tvímenningamir til, þrifu í slysi á stíg á
hann og um leið reiddi Charles jám- klöppinni og
stöng til höggs. Les, sem var að dáið af áverkun-
staulast á fætur eftir fallið, datt aft- um sem hann
urogþá á hjólið. Brátt fór honum hefði hlotið._______
*
f-
':J\
Ánægður lögregluþjónn með ferfættan vin sinn.
að blæða mikið og rak hann
upp óp. Kona hans heyrði
þau þar sem hún stóð í dyr-
um húsvagnsins, en hún
gerði ekki annað en horfa á
Charles draga hann í átt frá
vagninum, út fyrir stíginn
og berja hann til dauða með
járnstönginni. Hundarnir í
búranum við vagninn geltu
ákaft, en það nægði ekki til
að neinn kæmi á vettvang.
Að verki loknu
Nokkur augnablik stóðu
þeir Charles og Roy og virtu
fyrir sér líkið. Svo drógu
þeir vírinn burt og köstuðu
blóðugri jámstönginni fram
af klettunum. Síðan hurfu
þeir út í kvöldmyrkrið.
Marjie stóð um stund
kyrr í dyrunum, en síðan
gekk hún að staðnum þar
sem hún vissi að líkið lá.
Um hríð virti hún það fyrir
sér, til að vera viss um að
tvímenningamir hefðu gert
það sem þeir höfðu lofað. Þegar hún
hafði sannfærst um að þeir hefðu
lokið ætlunarverkinu gekk hún að
húsvagninum, brá sér í yfírhöfn og
hjólaði inn í bæ, því hún hafði í
hyggju að látast hafa verið í hring-
leikahúsi.
Marjie var í bænum fram eftir
kvöldi og gætti þess að láta svo
marga sjá sig að ekki yrði erfitt að
fá staöfest hvar hún hefði verið.
Loks settist hún aftur upp á reið-
Marjie á leið í réttinn.
Játning
Marjie með einn lögregluhundanna.
Lögreglumenn komu fljótlega á
vettvang, en þeim þótti aðkoman
nokkuð grunsamleg. Blóð var á
bensíngeymi mótorhjólsins og hand-
fangi, en það sýndi að hann hlaut að
hafa staðið upp og farið af hjólinu
eftir að hafa kastast af því. Það sem
síðan hafði gerst var augljóslega al-
vörumál. Því vora rannsóknarlög-
reglumenn og tæknimenn kvaddir á
vettvang.
Eölilegt þótti að spyrja Marjie
Marjie hélt fast við sögu
sína, og sagðist einungis
geta getið sér til að Roy
Rigby hefði myrt mann
sinn. Aðspurð hvers vegna
hún héldi að hann hefði
gert það svaraði hún því til
að hann hefði verið aðstoð-
armaður hans við þjálfun
lögregluhundana og líklega haft í
huga að taka við hundaþjálfunastöð-
inni.
Roy var nú handtekinn. í fyrstu
kannaðist hann ekki við að hafa átt
neina aðild að morðinu, en svo var
honum sagt að hann lægi undir
gran um að hafa haft augastað á
þjálfunarstöðinni, og teldi kona Les
hann líklegastan til að vera morð-
inginn. Þá ákvað Roy að leysa frá
skjóðunni. Hann sagðist vita allt um
Les Hutchinson, lengst til hægri, á
góðri stund með félögum sínum.
morðið, en sjálfur hefði hann ekki
myrt Les. Hann hefði aðeins tekið
þátt í að strengja vírinn yfir stíginn.
Það væri Charles Green sem hefði
drepið Les eftir að hann ók á vírinn
og notað til þess jámstöng.
Jafnframt sagði Roy að það væri
Marjie sem staðið hefði á bak við
allt saman. Hann hefði haldið við
hana, og í uppgjör milli hjónanna
hefði stefnt. Marjie hefði svo gefið
þeim merki um að strengja vírinn.
Lýsti Roy því síðan er hún kyssti
mann sinn fyrir innan glugga hús-
vagnsins.
Réttarhöldin
hvort hún gæti varpað ein-
hverju ljósi á það sem
komið hafði fyrir mann
hennar, en hún svaraði því
til að hún hefði verið inni í
bæ allt kvöldið, meðal ann-
ars í hringleikahúsi. Fyrir-
spurnir leiddu í ljós að hún
hafði sést í Hessle, en eng-
inn kannaðist við að hafa
séð hana í hringleikahús-
inu, og þar með þótti hún
ekki lengur hafa gilda fjar-
vistarsönmm. Beindist nú
að henni granur um að
hafa ráðið mann sinn af
dögum.
Saksóknari ákvað að ákæra þau
Marjie, Roy og Charles fyrir morð-
ið. Var gefin út ákæra á hendur
þeim og kom málið fyrir sakadóm í
Leeds.
Saksóknarinn hafði kynnt sér
málsatvik vel og fór yfir þau fyrir
kviðdómendur, hvert fyrir sig. Var
ljóst að það hafði mikil áhrif á þá,
sem og aðra í réttarsalnum, þegar
sagt var frá þvi sem ýmsir kölluðu
síðar „Júdasarkossinn", merki
Marjie til mannanna tveggja um að
strekkja vírinn. Og ekki hafði það
minni áhrif er saksóknarinn skýrði
frá því að meðan Charles Green
barði Les Hutchinson til bana með
járnstöng hefði Marjie staðið í dyr-
unum á húsvagni þeirra hjóna.
Maður hennar hefði reynt að skríða
að vagninum, en hún hefði ekkert
aðhafst. Var þetta haft til marks um
með hverjúm ásetningi Marjie hefði
hvatt til þessa verks. Og ekki varð
það til að fegra myndina af því sem
þarna hafði gerst að hundgá hafði
borist út um nágrennið meðan
morðið var framið.
Járnstöngin var eitt sönnunar-
gagnanna í málinu, því hún fannst
neðan við klettana, blóðug og með
fingraforum Charles.
Dómurinn
Kviðdómendur voru ekki í nein-
um vafa um að þremenningarnir
sem komu í sakborningastúkuna
væri sekir. Og þegar dómarinn
hafði heyrt niðurstöðu þeirra kvað
hann upp dómana.
Marjie Hutchinson og Charles
Green fengu lífstíðarfangelsi.
Roy Rigby fékk þriggja ára fang-
elsisdóm.
Þar með var málið til lykta leitt,
en ýmsum hefur síðan orðið til þess
hugsað hver missir var að Les Hut-
chinson, manninum sem þjálfaði
lögregluhunda svo vel að sumir
telja að jafningi hann á því sviði sé
ófundinn.