Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Síða 25
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996
ihelgarviðtalið &
um flug meö sólarlandafarþega
ferðaskrifstofunnar næsta sumar.
Aðspurð hvemig þau náðu þessum
viðskiptum af Flugleiðum segir
Arngrimur að Atlanta hafi einfald-
lega boðið betur. Flugleiðir hefðu
ekki verið samkeppnisfær þar sem
þau gátu aðeins boðið upp á nætur-
flug.
Amgrímur segir samninginn við
Úrval-Útsýn enga vísbendingu um
að Atlanta ætli sér frekari verkefni
á innanlandsmarkaði. í þessu eða
nokkm öðru hjá fyrirtækinu séu
engin framtíðaráætlanir gerðar.
Það sé ekki hægt í þessum viðskipt-
um.
Ræðum ekki framtíðina
„Við ræðum ekki framtíðina
heldur skipuleggjum eina vertíð í
einu. Við emm vertíðarfólk. Þannig
hefur þetta gengið og þannig verður
það áfram. Okkar markaðssvæði er
í rauninni allur heimurinn. Við ein-
blinum ekkert á eitt svæði öðra
fremur heldur stökkvum þangað
þar sem eitthvað verkefni býðst,“
segir Amgrímur en á þessum 10
áram hefur félagið stcirfað í nær öll-
um heimsálfum og varla til sú al-
þjóðlega flugleið sem ekki hefur ver-
ið farin.
Eins og sést á meðfylgjandi grafi
um veltuþróun Atlanta frá 1989 hef-
ur Evrópuflug aukist verulega síð-
ustu tvö árin. Aukið frelsi í flugmál-
um hefur opnað margar dyr sem
Atlanta hefrn- nýtt sér vel, einkum í
Bretlandi með samningum við Britt-
ania Airways og ferðaskrifstofuna
Gold Crest um flug milli Bretlands
og meginlands Evrópu. Á næsta ári
verður innanlandsflug í Evrópu síð-
an gefið frjálst og segja Amgrímur
og Þóra fleiri möguleika skapast
þar.
Eins og móðir með barn
á brjósti
Eðlilega kemur sú spuming upp í
hugann hvort þau Amgrimur og
Þóra geti sinnt fjölskyldunni, bæði
á bólakafi f flugrekstrinum. Þau
eiga sex böm og þrjú þeirra hafa
fengið snert af flugbakteríunni og
starfað hjá Atlcmta. Þóra segir að
vissulega væri ákjósanlegra að hafa
meiri tíma með fjölskyldunni en
eins og fyrirtækið sé rekið sé aldrei
hægt að loka sig alveg frá því, alltaf
sé opið í hálfa gátt.
„Við höfum sagt að þetta sé svip-
að eins og móðir með bam á brjósti.
Hún fer aldrei langt frá barni sínu,“
segir Þóra. Amgrimur bætir við að
þau væra sennilega varla uppi-
standandi í dag hefðu ekki komið til
þeir afhurðastarfskraftar sem væra
hjá félaginu. Án þeirra hefði þetta
aldrei tekist.
Amgrímur flýgur enn töluvert
mikið milli þess sem hann stjómar
fyrirtækinu. Þóra starfar meira á
jörðu niðri og heldur einkum utan
um fjármál og rekstiu' flugfreyju- og
þjónadeildar. Aðspurð hvort hún sé
þessi jarðbundna týpa sem haldi í
hálofta- og draumóramanninn Am-
grím verður henni fátt um svör.
Amgrímur skýtur inn í að senni-
lega þurfi hann frekar að halda aft-
ur af henni.
Mætti aldrei senda konu
aftur!
Þau segja enga sérstaka verka-
skiptinu vera í gangi hjá sér.
Ákvarðanir séu yfirleitt teknar sam-
eiginlega og oftast við eldhúsborðið á
heimili þeirra í Mosfellsbæ, þar sem
fyrirtækið varð í rauninni til.
„í þessu sambandi er gaman að
segja frá því þegar við sömdum við
flugfélagið í Súdan. Ég var lasinn og
Þóra fór út í samningagerðina.
Þetta gekk mjög vel og síðan
hringdu þeir nokkrum dögum
seinna í mig og sögðu að ég mætti
aldrei gera þetta aftur að senda
konu því Kóraninn leyfði þeim ekki
að semja við konur um peningamál.
Þeir hefðu bara sagt já við öllu.
Kannski að við ættum að gera þetta
oftar," segir Amgrimur og glottir
við tönn.
Það segir sína sögu um útvikkun
Atlanta að núna er verið að ganga
frá nýinnréttuhúsnæði í grennd við
höfuðstöðvamar í Mosfellsbæ.
Þangað er tæknideildin að flytjast í
500 fermetra húsnæði sem bætist
við þá 500 fermetra sem Atlanta hef-
ur verið í síðustu þrjú árin. Heildar-
húsnæðið er því í kringum 1 þús-
und fermetrar. Það er hressileg
stækkun frá því sem var fyrstu árin
þegar Atlanta var stjómað frá nokk-
urra fermetra eldhúsi og borðstofu
á heimili Amgríms og Þóra.
Vilja ekki á hlutabráfa-
markað
Talandi um útvíkkun þá er ekki
úr vegi að heyra hvort Amgrímur
og Þóra hafl spáð í að fá fjármagn
inn í fyrirtækið með því að fara
með það á hlutabréfamarkað. í
stuttu máli sagt þá eru þau and-
hverf þeim hugmyndum.
„Því er ekki að neita að við höf-
um velt þessu fyrir okkur. En við
sjáum bara ekki fyrir okkur að
vera með einhverja þunga stjórn
sem þarf að kalla saman til að taka
stórar ákvarðanir. Hér þarf
stöðugt að taka ákvarðanir skjótt
og við stöndum og föllum með
þeim. Við þurfum ekki að gera
neinum grein fyrir þeim ákvörðun-
um nema okkur sjálfum. Við erum
bæði það sjálfstæð að hvorugt okk-
ar myndi njóta sín starfandi undir
einhverri stjórn. Þetta virkar eins
og þetta er og hefur verið. Annars
myndum við líklega draga okkur
út úr þessu og hætta og stofna nýtt
félag daginn eftir,“ segir Arngrím-
ur. Þóra segir reksturinn skemmti-
legri og persónulegri eins og hann v
er nú og skapi nánari og betri við-
skiptatengsl. Þau ráði ekki líka
eingöngu sjálf heldur sé starfs-
mönnum veitt sjálfstæði í ákvarð-
anatöku.
Hvar endar flugferðin?
Erfitt er að segja hvar flugferðin
endar sem hófst fyrir rúmum 10
árum. Þau Amgrímur og Þóra eru
greinilega enn á uppleið og hafa lik-
lega ekki enn náð hátindinum. Þau
eru hógværðin uppmáluð þegar
spurt er hvert stefhi. Arngrímur
minnir enn á að ómögulegt sé að
gera framtíðarplön.
„Hefði einhver sagt við okkur fyr-
ir 10 áram að við ættum eftir að
reka 14 flugvélar með nokkur hund-
ruð starfsmönnum hefðum við vísað
þeim manni á dyr og sagt hann
veikan á geði. Við tökum eitt verk-
efni i einu og lifum fyrir það. Hvort
vélarnar verða orðnar 28 eftir önn-
ur tíu ár getum við ekkert sagt um.
Það verður að koma í ljós.“
-bjb
Uppsveifla Atlanta
- veltan 1989 -1996 í milljónum króna -
Verkefni í Evrópu f§§ Aörir markaðir
4.700 millj.
4.020
3.350
2.680
2.010
0 “?
I B ■ ~~~
i I i
89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96
ov
Kári Stefánsson prófessor er Frumkvöðull ársins 1996:
Kyndugt að fá viðurkenningu
fyrir óunnið verk
Kári Stefánsson prófessor hefur undanfarin misseri unnið að stofnun rannsóknafyrirtækis í mannerfðafræðum. Allt
að 100 starfsmenn munu vinna hjá fyrirtækinu en þegar vinna þar um 40 manns. Kára hefur tekist að fá um 800 millj-
ónir í áhættufjármagn þannig aö fyrirtækiö getur starfað í rúm þrjú ár án þess að fá tíeyring í kassann.
„Mér flnnst dálítið kyndugt aS
það sé verið að veita okkur viður-
kenningu fyrir óunnið verk en
menn virðast gera sér grein fyrir
því að þessar grundvallarrann-
sóknir, sem við erum að vinna að,
þurfa ekki endilega að vera gagns-
lausar öðrum en þeim sem vinna
þær og hvað það snertir finnst mér
þetta dálítið spennandi. Svo kemur
það mér dálítið spánskt fyrir sjón-
ir úr fílabeinstumi háskólamanns-
ins að fá viðurkenningu sem frum-
kvöðull í viðskiptalífi. Ég hef öðr-
um þræði gaman að þessu,“ segir
Kári Stefánsson prófessor.
Kári hefúr verið valinn Frum-
kvöðull ársins 1996 af DV, Stöð 2 og
Viðskiptablaðinu en undanfarin
misseri hefur hann unnið að stofli-
un rannsóknafyrirtækis á sviði
mannerfða hér á landi, sem heitir
tslenzk erfðagreining, og tók fyrir-
tækið til starfa um miðjan nóvem-
ber. Markmið fyrirtækisins er að
leita að stökkbreytingum í erfða-
vísum sem valda ýmsum algengum
sjúkdómum. Þegar hefur tekist að
fá um 800 milljónir króna í erlent
áhættufjármagn þannig að fyrir-
tækið hefur nú þegar rekstrar-
grundvöll i þijú og hálft ár án þess
að til komi neitt aukafjármagn. Nú
þegar vinna um 40 manns hjá fyr-
irtækinu.
„Þetta er allt á byijunarstigi hjá
okkur. Starfsemin er komin af stað
og gengur mjög vel en við eigum
eftir að sýna og sanna hvað í okk-
ur býr, láta þetta verða arðbært
fyrirtæki sem skilar miklum af-
köstum bæði hvað snertir vinnu
fólks, arð og niðurstöður í grund-
vallarrannsóknum,“ segir Kári en
hann er nú í ársleyfi frá Harvard
til að geta helgað sig uppbyggingu
íslenzkrar erfðagreiningar.
Starfsmenn
tvöfaldast
Reiknað er með að fjöldinn allur
af íslendingum geti fengið vinnu hjá
nýja fyrirtækinu í ffamtíðinni því
að í hvert verkefni þarf um 25-30
manns og er reiknað með að starfs-
menn fýrirtækisins tvöfaldist eða
þrefaldist á næstu misseram. Hvert
verkefni hjá íslenzkri erfðagrein-
ingu mun taka að minnsta kosti
fimm ár og era viðskiptavinir fyrir-
tækisins stór lyfjafyrirtæki úti í
heimi. Samningaviðræður við þau
eru þegar hafnar og ganga mjög vel.
„Til að sannfæra þau um að
kaupa af okkur verkefhi byijum við
á því að vinna við ákveðna sjúk-
dóma og skila bráðabirgðaniður-
stöðum sem sýna að við erum í
stakk búnir til að ljúka þessum
verkefnum. Við höfum ráðist í
rannsóknir á ákveðnum sjúkdóm-
um og gengið vel. Upp á síðkastið
höfum við boðið heim fulltrúum
þessara fyrirtækja og sótt þau heim
með þær niðurstöður sem við erum
nú þegar búnir að skila af okkur.
Við vonumst til að vera komnir með
samninga um nokkur verkefni fyrir
árslok 1997,“ segir Kári.
Þrjú meginverkefni
Stóra lyfjafyrirtækin era þung í
vöfum þannig að samningar takast
ekki á einni nóttu en viðræðumar
gefa tilefhi til bjartsýni, að sögn
Kára. Þá hefur starfsmönnum Is-
lenzkrar erfðagreiningar gengið vel
að koma á samvinnu við íslenska
lækna og fólk með algenga erfða-
sjúkdóma. Þetta fólk hefur komið í
hrönnum að gefa blóð og upplýsing-
ar, að hans sögn.
, „Það eru þrenns konar megin-
verkefni sem hvíla á okkar herðum:
að mynda samvinnu við fólkið í
landinu sem og þá lækna sem um
það sér, að fmna erfðavísa og selja
verkefni til stóru lyfjafyrirtækj-
anna. Tvö fyrstu atriðin hafa gengið
mjög vel. Vinnan við að semja við
lyfjafyrirtækin hefur líka gengið
mjög vel en við eigum enn eftir að
skrifa undir okkar fyrsta samning,“
segir Kári.
Kári er alinn upp við Klambratú-
nið, sonur Sólveigar Halldórsdóttur
og Stefáns Jónssonar fréttamanns.
Hann er prófessor í taugalækning-
um, taugalíffræði og taugameina-
fræði við Harvard Medical School
og yfirlæknir við taugameinafræði-
deild Beth Israel sjúkrahússins.
„Ég vona bara að þessi viður-
kenning gagnist þessu fyrirtæki
okkar. Við þurfum á stuðningi úr
samfélaginu að halda. Ég lít á þetta
sem vott af slíkum stuðningi," segir
Kári að lokum.
-GHS