Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1996, Side 43
DV LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1996 Jon Lovits leikur hugsjónakennara sem reynir aö gera kolruglaða nem- endur aö fyrirmyndarnemendum. Stjörnubíó: Ruglukollar í menntó Þeir sem minnast grínsins í Airplane og Naked Gun myndunum vita nákvæmlega að hverju þeir ganga þegar horft er á Ruglukolla í menntó (High School High) sem er úr smiðju David Zucker sem er ábyrgur fyrir fyrrnefndum mynd- um. í myndinni er verið að gera grín að bandarískum menntaskóla- og háskólamyndum, meðal annars Dangerous Minds og Rebel without a Cause. Eitt er víst að High School High er ekki kvikmynd sem ber að taka alvarlega enda er það allt ánn- að en raunsæi sem ræður ferðinni og vert er að hafa augun vel opin því smátriðin eru mörg sem spaugi- leg eru. Aðalpersónan er hugsjónamaður- inn Richard Clark (Jon Lovitz) sem tekur til starfa í niðurníddum menntaskóla þar sem hann er ákveðinn í að gera kraftaverk og fá ruglaða nemendur til að læra Er takmarkið að gera menntaskólann að fyrirmyndarskóla. Fljótt nær Richard athygli fallegu kennslukon- unnar, Victoríu Chappell (Tia Car- era), sem dáist að hugsjónmum Ric- hards, en skólastýra Menntaskólans (Louise Fletcher) er ekki jafh hrif- inn af Richard, sem hún telur vera monthana og aulabárð. Jon Lovits, sem leikur Richard, er einn margra gamanleikara sem lét ljós sitt skína í skemmtiþáttun- um Saturday Night Live en fyrir frammistöðu sina í þessari vinsælu þáttaröð hlaut hann tvisvar tilneín- ingu til Emmy-verðlauna. Lovits hefur þegar leikið í fimmtán kvik- myndum. Má þar nefna City Slickers II, A League of Their Own og Big. Þá hefur hann léð rödd sína í teiknimyndir á borð við An Amer- ican Tail: Fievel Goes Weest og The Brave Little Toaster. Hart Bochner, leikstjóri High School High, hefur leikið í mörgum kvikmyndum en er nú að leikstýra annarri kvikmynd sinni. Áður hefur hann leikstýrt PCU sem má segja að haFi verið í þeim flokki kvikmynda sem verið er að gera grín að í High School High: -HK Ransom í Sam-bíóunum: Syninum rænt Rene Russo og Mel Gibson leika hjón sem hafa orðið fyrir því að einkasyni þeirra hefur veriö rænt. Tvær stórstjörnur í kvikmynda- heiminum, leikarinn Mel Gibson og leikstjórinn Ron Howard, snúa bök- um saman í Ransom og er árangur- inn ein vinsælasta spennumynd ársins og er þessi mynd nú sýnd í Sam-bíóunum, meðal annars í hinu nýja Kringlubíói. Mel Gibson leikur Tom Mullen, ríkan kaupsýslumann sem vanur er að stjórna eigin viðskiptasamning- um og þykir harður í hom að taka. Honum hefur gengið vel og er ásamt eiginkonu og syni dæmi um fjölskyldu sem hefur allt sem hug- urinn girnist. Öll velgengni verður þó lítils virði þegar syni hans er rænt og lausnargjalds krafíst. í stað þess að fara eftir leiðbeiningum ræningjans fer hann til lögreglunn- ar sem reynir björgun sem mis- tekst. Þegar svo er komið tekur Tom til eigin ráða og síðasta hálm- stráið sem hann hengir sig í og gæti bjargað syni hans gæti einnig gert það að verkum að hann yrði drep- inn. Auk Mels Gibsons leika í mynd- inni Rene Russo, sem leikur eigin- konu hans, Gary Sinese, Delroy Lindo og Lili Taylor. í hlutverki sonarins er Brawley Nolte sem er sonur Nicks Nolte og þykir hann standa sig sérstaklega vel. Ransom var næsta verkefni Rons Howards eftir að hann gerði hina vinsælu Apollo 13 og segir hann að handritið hafi höfðað sterkt til hans: „Það er oft hægt að gera sterkt drama úr sögu þar sem lífi fjölskyldu er algjörlega snúið við.“ Þegar Ron Howard hreifst af hand- ritinu sem Richard Price og Alex- ander Ignon skrifuðu vissi hann ekki að þeir höfðu unnið það upp úr gamalli sakamálamynd með Glenn Ford, Donnu Reed og Leslie Niel- sen. Howard lét það þó ekki á sig fá þegar hann frétti það nokkrum vik- um áður en tökur hófust og hélt sínu striki áfram og segist enn ekki hafa séð eldri myndina. -HK Mel Gibson er í dag ein skærasta stjarna kvikmyndanna. Það eru margir sem halda að hann sé ástr- alskur, enda byrjaði hann feril sinn í áströlskum kvikmyndum og lék meðal annars í myndum eftir Peter Weir og heimsfrægð hlaut hann fyr- ir leik sinn í áströlsku kvikmynd- unum um Mad Max. Mel Gibson er þó ekki ástralskur heldur fæddist hann í New York en fluttist með fjölskyldu sinni til Ástr- alíu þegar hann var tólf ára gamall. í Sidney gekk hann í leiklistarskóla og lék meðan á námi stóð í hinum ýmsu leikhúsum. Mad Max mynd- imar gerðu hann frægan en sú kvikmynd sem virkilega sýndi hvað í Mel Gibson bjó sem leikari var Tim, einnig áströlsk kvikmynd þar sem hann lék þroskaheftan ungan mann. Fyrir leik sinn í þeirri mynd hlaut hann áströlsku kvikmynda- verðlaunin sem besti leikarinn. Fyr- ir Peter Weir lék hann í úrvals- myndunum Gallipoli og The Year of Living Dangerously. Fyrsta bandaríska kvikmyndin sem hann lék í var The River en það er þó fyrst með Lethal Weapon sem hann kemst í hóp stórstjarna og hef- ur hann haldið sig í efsta flokki síð- an. Er talið að hann geti farið fram á hátt í tuttugu milljónir fyrir leik í kvikmynd. Tvennt er það í ferli Gibsons sem sker sig nokkuð frá því venjulega; það er leikur hans í Hamlet en það vora ekki margir sem höfðu mikla trú á að hann gæti tekist á við Sha- kespeare en Franco Zefferelli hafði trú á honum og stóð Gibson sig með mestu prýði og fékk hann meðal annars Shakespeare-verðlaun í Washington fyrir leik sinn í mynd- inni. Afrek hans var þá enn meira í Braveheart, fyrstu kvikmyndinni sem hann leikstýrir. Þar tók hann mikla áhættu með því að gera kvik- mynd um skoska hálandahetju sem fáir vissu deili á en Braveheart fékk í fyrra tíu óskarstilnefningar og síð- an fimm óskarsverðlaun, meðal annars fékk hann verðlaun sem besti leikstjórinn. Meðal bandarískra kvikmynda, sem Mel Gibson hefur leikið í, má nefna, The Bounty, Mrs. Soffel, Tequila Sunrise, Bird on Wire, Air America, Maverick og Forever Yo- ung. -HK tkÝikmyndir, Sam- vinna Altmans og Rudolphs Tveir af þekktustu leik- stjórum Bandaríkjanna, sem ávallt hafa starfað fyr- ir utan stóru kvikmyndafyr- irtækin, Robert Altman og Alan Rudolph, vinna nú saman að gerð Afterglow. Altman framleiðir og Rudolph leikstýrir. Áætlað- ur kostnaður er aðeins flmm milljónir dollarar. Það kom þó ekki í veg fyrir að þekkt- ir leikarar fengust í hlut- verkin og þar fremstur í flokki er Nick Nolte en hann og Julie Christie leika hjón sem kynnast öðrum yngri hjónum sem hafa mikil áhrif á líf þeirra. í hlutverkum yngri hjónanna eru Johnny Lee Miller (Trainspotting) og Lara Flynn Boyle. Enginn venjulegur Michael Crichton hefur skrifað skáldsögur sem hafa fært kvikmyndaframleiðend- I um tekjur upp á milljarð dollara. Það þarf því enginn að vera hissa á því að stóru kvikmyndafyrirtækin hafa verið í slagsmálum að tryggja sér réttinn á nýrri skáldsögu, Airframe. Eftir mikið verð- stríð tryggði Touchstone, dótturfyrirtæki Disneys, sér réttinn á bókinni og þurfti að greiða Crichton tíu milljónir dollara auk þess sem hann fær að vera einn framleið- enda myndarinnar. Þetta skeði allt meðan skáldsagan var enn ekki komin fyrir augu lesenda en hún kom út 7. desember. Shine Ástralska kvikmyndin Shine hefur vakið mikla athygli og aðalleikari myndarinnar Geoffrey Rush er nú verðlaunaður í bak og fyrir og þykir eiga óskarstilnefningu vísa. Shine, sem fjallar um tutt- ugu ára þrautagöngu konsertpíanóleikarans Dav- id Helfgott, en hann átti við geðræn vandamál að stríða, var sú kvikmynd sem vakti mesta athygli á síðustu Sundance kvikmyndahátíð og nýtur nú vinsælda vestan hafs. Leikstjóri er Scott Hicks og aðrir leikarar í myndinni eru Noah Taylor (leikur Helfgott ungan), Arm- in Mueller-Stahl, Lynn Red- grave og John Gielgud sem leikur píanókennara Helfgott. Þess má geta að þegar David Helfgott sá myndina, sem byggð er á ævi hans, sagði hann þetta vera bestu kvik- mynd sem gerð hefur verið síðan Ben-Hur var gerð. Singleton á söguslóðum John Singleton hefur ekki enn náð að fylgja eftir Boyz N the Hood. Nýjasta kvik- mynd hans heitir Ros- ewood og þar greinir hann frá atburði sem gerðist árið 1923 í Florida þegar hvít kona ásakaði svartan mann um að hafa ráðist á sig og nauðgað. Æstur hópur hvítra manna brenndi til grunna í orðsins fylstu merkingu smáþorp þar sem eingöngu svartir bjuggu. Singleton segir að það versta - við þetta mál sé að hvergi sé hægt að lesa um það í sögu- bókum. Jon Voight og Ving Rhames leika tvo menn sem hjálpa hin- um svörtu íbúum bæj- arins í hörmungum þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.