Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Síða 4
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997
4 *#iéttir
Vitni í fikniefnamáli sagðist eiga sök á því sem annar var ákærður fyrir:
RLR rannsakar sannleiks
gildi framburðar vitnis
Ríkissciksóknaraembættiö hefur
óskað eftir aö RLR rannsaki sann-
leiksgildi framburöar tveggja
manna í fikniefhamáli þar sem ann-
ar þeirra, maður sem áöur hefur
verið dæmdur í fangelsi vegna
fikniefhamisferlis, kvaddi til vitni
fyrir dómi sem í raun tekur á sig
nánast alla sök af manninum. Málið
er því í málsmeðferð hjá héraðs-
dómi en beðið er með hana á meðan
RLR lýkur rannsókn sinni á hinum
nýja vitnisburði.
Málið hófst þegar framangreind-
ur maður, ákærði, var handtekinn í
bíl á höfuðborgarsvæðinu. Við leit í
bílnum fannst lítilræði af amfetam-
íni. í framhaldi þessa var farið meö
manninn heim til hans. Þar fundust
síðan á annað hundrað grömm af
amfetamíni, ýmist innandyra eða
fyrir utan hús hans.
Eftir þetta var maöurinn ákærð-
ur fyrir vörslu á umræddu magni.
Eftir að réttarhöldin hófust síðan
hjá Héraðsdómi Reykjaness óskaði
ákærði eftir því að ákveðið vitni
yrði leitt fyrir dóminn. Á það var
fallist og þegar vitni mætti, ungur
maður, lýsti hann því yfir að hann
hefði átt umrædd fíkniefni sem
fundust við heimili ákærða. Hann
neitaði að tjá sig frekar um hvers
vegna hann ætti efnin.
Þegar þessi staða kom upp óskaði
ákæruvaldið eftir því aö RLR rann-
sakaði sannleiksgildi framburðar
beggja mannanna - rannsókn á
þeim brotum sem vitnið tók á sig
fyrir dómi og jafnframt hver hlut-
deild ákærða var í nýjum fram-
burði. Þegar rannsókn RLR lýkur
mun málið verða sent ríkissaksókn-
ara á ný sem þá mun væntanlega
leggja niðurstöðuna fyrir dóminn.
Héraðsdómur mun síðan meta mál-
ið í framhaldi af því.
-Ótt
Vestmannaeyjar, Húsavík og Höfn:
Taka að sér þjónustu við fatlaða
Samningar við Vest-
mannaeyjabæ, Húsavík-
urkaupstað og Horna-
fjarðarbæ um að þessi
sveitarfélög taki að sér
þjónustu við fatlaöa voru
undirritaðir í gær.
í Vestmannaeyjum
tekur bærinn við þjón-
ustu við fatlaða á grund-
velli laga um reynslu-
sveitarfélög og mun
veita fötluðum íbúum
sveitarfélagsins þá þjón-
ustu sem þeir eiga rétt á
og hingað til hefur verið
veitt af svæðisskrifstofu
málefna fatlaðra á Suð-
urlandi.
Húsavíkurkaupstaður
tekur að sér að sjá um
þjónustu við fatlaða í öll-
um sveitarfélögum í
Norður-Þingeyjarsýslu
og sjö sveitarfélögum í
Páll Pétursson, fyrir miöju, Guöjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, t.v., og Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri á Höfn, und-
irrita samningana viö viökomandi sveitarfélög um þjónustu viö fatlaöa. DV-mynd PÖK
Suður- Þingeyjarsýslu. I
febrúcu: í fyrra var gerð-
ur samningur við Akur-
eyrarbæ um að taka að
sér þjónustu við fatlaða
á Eyjafjarðarsvæðinu.
Þannig er þjónusta við
fatlaða á Norðurlandi
eystra á ábyrgð tveggja
sveitarfélaga frá áramót-
um. Hefur svæðisskrif-
stofa málefna fatlaðra í
kjördæminu verið lögð
niður.
Loks tekur Homa-
fjarðarbær að sér þjón-
ustu við fatlaða í öllum
sveitarfélögum Austur-
Skaftafellssýslu og
Djúpavogshreppi.
FÖRÐUNARSKÓLI
FACE
Stockholm
‘TörðiMier list
---------------- --------------------
Kennsla hefst 9. janúar 1997
Ljósmynda- og tískuförðun, 6-12 vikur
Kvikmyndaförðun
Leikhúsförðun
K e n n a r a r:
Þórunn Högna, Súsanna Heiðarsd., Nanna og Guðrún Edda
Allar nánarl upplýsingar í verslunlnni FACE STOCKHOLM Krlnglunni. Sími 588 7677
Skipstjóraskipti á Stefni:
Grétar hættur eftir
tvo áratugi í brúnni
- tekur við skipstjórn á Dagrúnu
„Þetta er eflaust í lengri kantin-
um. Það hafa sennilega ekki verið
margir svo lengi skipstjórar á sama
togaranum. Þetta er þó alls ekkert
einsdæmi,“ segir
Grétar Kristjáns-
son skipstjóri sem
hætti um áramótin
sem skipstjóri á
togaranum Stefni
ÍS eftir 20 ár í
brúnni eða frá því
skipið kom nýtt til
Flateyrar árið 1976.
Grétar er þó ekki
hættur á sjónum
heldur hefúr fært
sig um set og tekið
viö skipstjóm á
togaranum Dag-
rúnu frá Bolungar-
vík. Hann segir að
þessum skiptmn
ráði von um betri
afkomu.
„Þetta er spum-
ing um betri af-
komu. Maður von-
ar það. Þaö er betri
kvóti á þessu skipi.
Þá er líka hverjum
manni hollt að
breyta til og prófa eitthvaö annað,“
sagöi Grétar þar sem DV ræddi við
hann á Vestfjarðamiðum. Hann
hafði verið sólarhring á veiðum og
sagði afla vera tregan.
Þess má geta að Grétar hefur frá
upphafi verið með aflahæstu skip-
stjórum og lætur nærri að Steftiir
hafi í hans tíö borið að landi um 70
þúsund tonn af fiski. -rt
Grétar Krístjánsson skipstjóri viö togarann Stefni sem
áöur hét Gyllir. Hann hefur nú látiö af skipstjórn þar og
fært sig yfir á Dagrúnu ÍS. DV-mynd Reynir
Flæmingjagrunn:
íslenskum
skipum bann-
að að veiða
rækju án leyfis
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
gefiö út nýja reglugerð um út-
hlutun veiðiheimilda til ís-
lenskra skipa á Flæmingja-
grunni. Reglugerðin tók gildi 1-
janúar sl.
Samkvæmt reglugerðinni er
íslenskum skipum óheimilt að
stunda rækjuveiðar á Flæm-
ingjagrunni frá 1. janúar án
sérstaks leyfis Fiskistofu ís-
lands. Fiskistofu er aðeins
heimilt að veita leyfi til veið-
anna til þeirra skipa sem hafa
stundað slíkar veiðar undnfar-
in 4 ár og ef útgerðir þeirra
hafa skilað skýrslum um veið-
arnar til Fiskistofu.
Heildarkvóti íslenskra skipa á
Flæmingjagrunni er 6.800 lestir
af rækju. Hverju skipi sem fær
leyfi til veiðanna verður reiknuð
aflahlutdeild samkvæmt veiði-
reynslu en 5 prósentum heildar-
kvótans, um 340 tonnum, verður
úthlutað til þeirra sem stunduðu
veiðamar á árunum 1993 og 1994
og er miðað við afla beggja ár-
anna.
Samkvæmt reglugerðinni er
heimilt að framselja aflahlutdeild
og aflamark á milli fiskiskipa
eins og almennar reglur um
stjóm fiskveiða kveöa á um.
-RR