Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Blaðsíða 13
13 r I 1 I I i I i B laugardagur 4. janúar 1997 Lenti í mótorhjólaslysi í Sandgerði og lamaðist frá brjósti og niður úr: Þetta er ekkert annað en endurfæðing - segir Keflvíkingurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson sem vakið hefur hrifningu fyrir óbilandi baráttuvilja DV, Suðumesjum:___________________ „Ég ætlaði bara að hrista þetta af mér og láta beinin gróa og síðan að drífa mig heim af sjúkrahúsinu. En ég fékk alltaf betri skilning á meðan á sjúkrahúsdvölinni stóð á því hvað var að gerast. Þetta var eins og vond martröð sem hefur breytt lífi mínu. Þetta er ekkert annað en endurfæð- ing, nema ég þarf ekki að læra að borða. Ég bíð bara eftir kraftaverk- inu. Ég væri ánægður með ein- hverja framför, þó ekki væri nema að geta hreyft litlu tá. Ég kem aldrei til með að verða eins og ég var áður. En þama úti er ljós í myrkrinu og hvort ég muni einhvem tímann fá bata verður tíminn einn að leiða í ljós. Þetta er eitt stórt spumingar- merki,“ sagði Keflvíkingurinn Jó- hann Rúnar Kristjánsson í viðtali við DV en hann lamaðist frá brjósti og niður úr eftir mótorhjólaslys í Sandgerði fyrir rúmum tveimúr ámm. „Ég hef fengið ótrúlegan stuðning frá fjölskyldunni, vinum og ættingj- um frá því slysið varð. Það er mjög gott að eiga góða að. Ég sá það ekki fyrr en eftir á hvað það er mikill og stór þáttur. Ég var i fóstu sambandi þegar ég lenti í slysinu og fékk frá unnustunni mikinn og góðan stuðn- ing. En okkar samband er búið í dag.“ Jóhann Rúnar var tvítugur þegar hann lenti í slysinu en hann var bú- inn að vera tvö og hálft ár til sjós. Hann var fyrst á Alberti Ólafssyni og síðar á Tjaldi n frá Rifi. Honum var sagt upp störfum vegna þess að Tjaldur, sem var nýlegt skip, þurfti að fara til Noregs í uppherslu. Bauðst til að bóna hjólið „Eftir uppsögnina fór ég til Kefla- víkur og var þar þegar vinur minn tók kraftmikið mótorhjól upp í bíl sem hann var að selja. Hann ætlaði síðan að selja hjólið við fyrsta tæki- færi. Þar sem ég var í fríi bauðst ég t'l að þrífa og bóna hjólið. Hann kom síðan hjólinu til mín. Ég sá þá að lyklarnir voru í svissinum og hjálmm-inn til staðar. Ég ákvað því að kíkja í einn smárúnt út í Sand- gerði og athuga hvaða bátar væm í landi. Þetta var 3. maí, síðdegis á þriðjudegi. Ég ók eftir stóm bryggj- unni í Sandgerði og ætlaði að beygja inn á planið þar sem vigtin er en þar kemur bíll sem varð þess valdandi að ég þurfti að beygja frá. Ég lenti á umferðareyju og stökk þar nokkra metra og við höggið setti ég bensíngjöfina í botn í loftinu og þegar ég lenti var allt í botni. Ég hékk á hjólinu eins og súperman. En hinum megin við umferðareyj- vma var kyrrstæður vömbíll og lenti ég með höfuðið á undan á skjólborðinu á honum. Við höggið brotnaði hálsliður, tveir hryggjar- liðir, bæði viðbeinin, annað tví- brotnaði, og vinstri öxlin. Við þetta marðist mænan á tveimur stöðum þar sem hryggjarliðimir eru og ein- um stað þar sem hálsliðurinn er.“ Jóhann Rúnar segir að allir spyrji sig hvort hann hafi verið á mikilli ferð. Hann leggur mikla áherslu á að svo hafi ekki verið en þegar hann ætlaði að taka um- ræddu beygju var hann í fyrsta gír. Missti aldrei meðvitund „Ég missti aldrei meðvitund og gerði mér alveg grein fyrir því sem var að gerast. Ég var fyrst rúmliggjandi í 3 mánuði og gat ekkert gert nema telja flugum- ar í loftinu. Ég var svo illa brotinn og lengi að ná mér.“ Síðan tók við endur- hæfing í tæpa 9 mánuði. Það sést strax á Jóhanni Rúnari að þar er maður sem lætur ekki vor- kenna sér. Hann er mjög vel gefinn, skemmtilegur og ákveð- inn að takast á við lífið og framtíðina. En þótt aðeins séu rúm tvö ár frá því slysið varð hefur Jóhann Rúnar komið sér upp íbúð í Keflavík og á sinn eigin bíl og kemst ferða sinna hjálp- arlaust. Þá vinnur hann hörðum höndum að upplýsingahandbók sjó- manna til að hafa um borð í skipum. Störf Jó- hanns hafa vakið geysi- lega mikla athygli og hrifhingu. Hann starfar í hlutastarfi hjá sjó- mannadeild Verkalýðs- félags- og sjómannafé- lags Keflavíkur og ná- grennis. Vinnur að pplýsinga- handbok sjo- manna „Eftir að ég var kom- inn heim byrjaði ég að þvælast hér um og reyndi að finna eitthvað til að hafa fyrir stafhi þegar ég vaknaði á morgnana. Hugmyndin að upplýsingahandbók sjómanna var alltaf fyr- ir hendi en það vantaði einhvem til að fram- kvæma hana svo ég skellti mér í verkefhið. Ég raða inn í möppuna meðal annars lögum og reglum sem varða sjómenn, öllum gögnum um lífeyrissjóði, kjarasamninga, yfirliti yfir fiskverð i hverjum mánuði og svo ýmislegu efni sem tengist ein- stökum félögum, svo sem um orlofs- hús. Ég fann það þegar ég var til sjós hvað það gæti verið þægilegt að grípa í allar upplýsingar réttar á einum stað en áður voru allir með sína útgáfu af málunum sem komu upp um borð. Ég byggi möppuna á minni eigin reynslu og reyni að Jóhann Rúnar Kristjánsson fer flestra sinna ferfia komast á milli húsa. vera í sambandi við sjómenn og hafa bókina aðgengilega. Þetta er ekki bók sem rennur úr gildi því henni verður viðhaldið með nýjum upplýsingum hverju sinni. Ég þarf alltaf að vera vakandi fyrfr nýjum hugmyndum í bókina. Það er alveg lygilegt hvað það fer mikill tími í hana og er ég hér oft fram eftir degi. Ég hef þá eitthvað til að rífa mig á fætur á morgnana.“ Jóhann segist ekki ætla að vera heima og lesa. Það sé ekki fýrir á hjólastól og hefur sérbúinn bíl til umráfia til afi DV-mynd ÆMK hann og hann sé ekki mikið fyrir að vera kyrr. Hann hefur þegar gert um 20 upplýsingahandbækur fyrir félagið. Þær fara í báta til sjómanna sem eru skráðir í Keflavík og ná- grenni. Þá hefur hann sent 15 möpp- ur til Vélstjóra- og sjómannafélags Grindavíkur. Handbækur eru í vinnslu fyrir Verkalýðsfélag Norð- fjaröar, félagið á Þórshöfh hefúr pantað og fleiri félög hafa áhuga og haft samband. „Þetta er mjög skemmtilegt starf af því að ég var sjómað- ur sjálfur. Ég hef gaman af þessu þótt ég sé ekki uppi á dekki eða að henda út línu. Með vinnunni við bókina tengist ég sjómennsk- unni áfram. Að starfa við upplýsingahandbók- ina hefur gefið mér al- veg heilmikið.“ Jóhann Rúnar er son- ur Kristjáns Gunnars- sonar, formanns Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, og Guðrún- ar Jóhannsdóttur. Hann hefúr fylgst töluvert með störfum foður síns í gegnum árin og eftir slysið. Án efa hefur hann lært mikið af hon- um enda sinnir Kristján gífurlega mörgum mál- um. Báðum megin við borðið „Nú er ég búinn að vera báðum megin við borðið. Ég er búinn að vera úti í hinu stóra þjóðfélagi og svo þess- um litla hópi mænu- skaddaðra sem eru bundnir við hjólastól. Þetta er alveg svart og hvítt. Það er alveg ótrú- legt að vera búinn að sjá og kynnast báðum þess- um hliðum í lífinu. Fólk eins og ég, sem er bund- ið í hjólastól, á virkilega erfitt með að komast leiðar sinna. Það er til fólk sem kemst allra ferða sinna en stoppar alltaf á því hve lélegt að- gengi er víða hér á ís- landi. Ég mun berjast og tala um það þangað til það verður bætt. Ég er búinn að upplifa þessa reynslu og stoppa á mörgum hindrunum. Ég er ekki sú týpa að ég vilji láta halda á mér upp eða niður einhverj- ar tröppur og láta bera hjólastólinn. Ég vil kom- ast þetta sjálfúr.“ Eitthvað gott á eftir að gerast Jóhann Rúnar hugsar bara mn einn dag í einu og segist vakna hvem morgun og fara fram úr. „Það blundar alltaf í manni að eitthvað gott eigi eftir að gerast fyr- ir mig. Þróunin er orðin það hröð og aldrei að vita. Ég hef sigrast á þeim stóra þætti að vera ósjálf- bjarga og búinn að klífa hátt fjall frá því að slysið varð og fyrsta hugsun- in sem kemur upp í huga minn er að halda áfram. En ég tek þessu eins og það er í dag og verður á morg- un,“ sagði Jóhann Rúnar Kristjáns- son. -ÆMK \ LANGUR LAUGARDAGUR Á LAUGAVEGI OG í NÁGRENNI!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.