Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Page 37
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997
Þráinn Karlsson í hlutverki Ang-
els.
Undir berum himni
Leikfélag Akureyrar hefur
haflð sýningar á Undir berum
himni eftir Steve Tesich á nýju
leiksviði, Renniverkstæðinu, og
er næsta sýning í kvöld kl. 20.30.
Undir berum himni gerist í
borgarastyrjöld i ónefndu landi.
Tveir vegmóðir göngumenn
leita leiða til þess að bjarga lífi
sínu við óblíðar aðstæður. Fyr-
irheitna landið, þar sem frelsið
ríkir, er áfangastaður þeirra en
leiðin er ekki greið. Leikritið er
fullt af tilvísunum í tónlistar-,
lista- og menningarsögu Vestur-
landa. Verkið setur gildi hinnar
vestrænu menningar undir
mæliker en er um leið næm lýs-
ing á sambandi tveggja manna
sem geta ekki án hvor annars
verið en eiga þó erfltt með að
nálgast hvor annan. Alvarlegur
undirtónn verksins er iðulega
undirstrikaður með meinlegri
fyndni.
Leikhús
Arnar Jónsson og Þráinn
Karlsson leika hina göngumóðu
ferðalanga, A1 og Angel. Stefán
Örn Amarson kemur fram í
hlutverki Jesú og leikur á selló,
Aðalsteinn Bergdal fer með hlut-
verk munksins og Eva Signý
Berger leikur litla stúlku sem
verður á vegi mannanna
tveggja. Leikstjóri er Eyvindur
Erlendsson.
Bangsaleikur í Ævintýra-Kringlunni
í dag kl. 14.30 verður Sjónleik-
húsið með bamaleikritið Bang-
saleikur í Ævintýra-Kringlunni.
Bangsaleikur er ævintýri sem
segir frá litla Bangsa. í skógin-
um hittir hann ljón, fíl, krókódíl
og páfagauk. Hann reynir með
öllum ráðum að vingast við dýr-
in og gengur jafnvel svo langt að
reyna að líkjast þeim að ekkert
þeirra vill eiga hann að vini. Þá
uppgötvar Bangsi að leiðin til að
eignast vini er ekki að reyna að
vera annar en maður er.
Leikstjóri er Sigrún Edda
Björnsdóttir. Leikarar em Stef-
án Sturla Sigurjónsson og Jakob
Þór Einarsson. Sýningartími er
30 mínútur.
Nýárs- og kirkjuferð
Það hefur verið til siðs hjá
Útivist að fara í kirkju í fyrstu
dagsferð ársins. Á morgun verð-
ur gengið frá Oddgeirshólahöfða
eftir Reykjaveginum, gamalli
kirkjuleið að Hraungerðiskirkju
í Flóa. Þar verður notið helgi-
stundar í kirkjunni og séra
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
segir í stuttu máli sögu hennar.
Að því loknu verður gengið nið-
ur að gömlu Þingborg og ullar-
vinnslan skoðuð. Fylgdarmenn í
ferðinni verða Páll Lýðsson
hreppstjóri, Litlu-Sandvík, og
Þórarinn Pálsson bóndi, Litlu-
Reykjum.
Farið verður frá Umferðar-
miðstöðinni með rútu kl. 10.30
og frá Fossnesti, Selfossi, kl.
11.30.
lltivera
Göngu-Hrólfar
Vikuleg ganga Göngu-Hrólfa
verður á morgun kl. 10.00 og er
farið frá Risinu, Hverfisgötu.
Góðir gestir úr Kópavogi koma í
heimsókn.
Hæg breytileg átt
um allt land
Yflr landinu er kyrrstæð 1033 mb
hæð. Djúp lægð við Labrador hreyf-
ist lítið og grynnist.
Veðrið í dag
í dag verður áfram hægviðri og
þurrt nema allra vestast á landinu.
Þar verður vaxandi suðvestanátt
með slyddu með morgundeginum en
annars staðar þurrt. Fremur hlýtt
verður um allt land miðað við árs-
tíma, eða allt að 4 stig.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað
og jafnvel súld af og til.
Sólarlag í Reykjavík: 15.51
Sólarupprás á morgun: 11.14
Síðdegisflóð í Reykjavlk: 13.17
Árdegisflóð á morgun: 03.04
Veóriö kl. 12 á hádegi í gœr:
Akureyri skýjaö 2
Akurnes léttskýjað -3
Bergstaðir alskýjað 3
Bolungarvík úrkoma í grennd 6
Egilsstaðir skýjaö 1
Keflavíkurflugv. skýjað 2
Kirkjubkl. léttskýjað 0
Raufarhöfn alskýjaö 3
Reykjavík súld á síð. kls. 2
Stórhöfði léttskýjaó 1
Helsinki alskýjaö -1
Kaupmannah. léttskýjaö -5
Ósló skýjað -12
Stokkhólmur léttskýjað -8
Þórshöfn skýjaö 2
Amsterdam mistur -6
Barcelona léttskýjaö 11
Chicago þokumóða 3
Frankfurt þokumóða -5
Glasgow slýdduél 2
Hamborg skýjaö -5
London kornsnjór -1
Madrid snjókoma 3
Malaga skýjað 12
Mallorca skýjað 12
Paris þokumóóa -6
Róm Valencia léttskýjað 11
New York þokumóða 9
Orlando heiðskírt 13
Nuuk léttskýjað 0
Vín Washington þokumóóa -4
Winnipeg léttskýjað -20
Nýársbrenna Vals:
I
I
I
;
y
J
|;
Ungir sem gamlir hafa gaman af að horfa á tilkomumiklar brennur.
Þetta er sjötta áriö í röð sem
Valur stendur fyrir brennu að
Hlíðarenda til að fagna nýju ári.
Að þessu sinni er brennan haldin
aðeins fyrir Þrettándann þar sem
hann ber upp á virkan dag og
kvölddagskrá ekki hentug fyrir
yngstu börnin.
Kringlukráin
Hljómsveitin Lífveran leikur í
kvöld og annað kvöld á Kringlu-
kránni.
Gaukur á Stöng
í kvöld leikur hljómsveitin
Skítamórall fyrir gesti á Gaukn-
um.
Blysför og fjölskylduganga
Arleg nýársbrenna Vals verður
á morgun, sunnudaginn 5. janúar,
að Hliðarenda. Blysför og fjöl-
skylduganga verður frá Perlunni
kl. 16.30 að Hlíðarenda þar sem
brennan verður tendruð. í lok dag-
skrárinnar verður síðan flugelda-
sýning Þátttaka er ókeypis en
göngublys verða seld við upphaf
göngunnar og veitingar og flugeld-
ar að Hlíðarenda. Kveikt veröur í
bálkestinum kl. 17.30. Stuttu síðar
hefst fjöldasöngur við brennuna
með þátttöku Valskórsins og und-
irleikara. Sungin verða þekkt ára-
móta- og varðeldalög, þjóðlög og
bamalög og nýju ári fagnað og jól-
in kvödd. Kl. 18.00 verður flugelda-
sýning Hjálparsveitar skáta.
Skemmtanir
Myndgátan
i
Heybrók
Myndgátan hér aö ofan lýsir orötaki (sambandi?)
Arnold Schwarzenegger á hér í höggi
viö vafasaman jólasvein.
Jólahasar
í Jólahasar (Jingle All the Way),
sem Regnboginn og Laugarásbíó
sýna, leikur Arnold Schwarzeneg-
| ger kaupsýslumann sem stundum
gleymir fjölskylduhlutverki sínu,
enda sannkallaður vinnufíkill.
Hann missir til að mynda af
karatesýningu sonar síns, sýningu
sem hann hafði lofað að koma og
sjá. Til að bæta fyrir mistök sín
spyr hann soninn hvað hann vilji i
jólagjöf. Sonurinn þarf ekki að
hugsa sig lengi um; auðvitað Túr-
Kvikmyndir
bomanninn. Faðirinn gleymir að
sjálfsögðu að kaupa jólagjöfina og
vaknar upp við vondan draum á að-
fangadag og þýtur af stað til að
kaupa hana. En hann er of seinn,
það reynist ógjörningur að finna
eintak af Túrbómanninum, alls
staðar þar sem hann spyr er hann
uppseldur. Howard gefst samt ekki
upp og lendir í hinum ótrúlegustu
ævintýnun í leit sinni að leikfang-
inu. Auk Schwarzeneggers leika
stór hlutverk í myndinni Sinbad,
Robert Conrad, Rita Wilson og
James Belushi.
Nýjar myndir:
Háskólabíó: Sleepers
Laugarásbíó: Fled
Kringlubíó: Lausnargjaldið
Saga-bíó: Saga af morðingja
Bióhöllin: Jack «_
Bíóborgin: Hringjarinn i Notre Dame
Regnboginn: That Thing You Do
Stjörnubíó: Matthildur
Íshokkí og handbolti
Fyrsti leikurinn í íshokkí fer
fram á skautasvellinu á Akur-
eyri í dag kl. 16.00 þegar Skauta-
félag Akureyrar tekur á móti
Birninum. Björninn hefur nú
fengið til liðs við sig kanadíska
leikmanninn Clark McCormick
sem spilaði með SR síðastliðinn
vetur og var stigahæstur allra
leikmanna þá.
Iþróttír
Keppni í 1. deild karla í hand-
boltanum hefur legið niðri frá
því fyrir jól en nú verður þráð-
urinn tekinn upp að nýju og er
fyrirhuguð heil umferð annað
kvöld. Aðalleikur umferðarinn-
ar verður í Ásgarði í Garðabæ,
þar sem Stjarnan tekur á móti
Aftureldingu, sem hefur örugga
forystu I deildinni, Haukar leika
á heimavelli sínum við HK, í
Framhúsi keppa Fram og
Grótta, á Akureyri keppa KA og
FH, í Vestmannaeyjum ÍBV og
ÍR og á Selfossi keppa heima-
menn við Val. Allir leikirnir
hefjast kl. 20.00.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 1
03.01.1997 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollgenqi
Dollar 66,550 66,890 67,130
Pund 112,720 113,300 113,420
Kan. dollar 48,370 48,670 49,080
Dönsk kr. 11,2710 11,3310 11,2880
Norsk kr 10,3990 10,4560 10,4110
Sænsk kr. 9,6580 9,7110 9,7740
Fi. mark 14,3620 14,4470 14,4550
Fra. franki 12,7670 12,8400 12,8020
Belg. franki 2,0898 2,1024 2,0958
Sviss. franki 49,3900 49,6600 49,6600
Holl. gyllini 38,3500 38,5800 38,4800
Þýskt mark 43,0700 43,2900 43,1800
ít. líra 0,04376 0,04404 0,04396
Aust. sch. 6,1180 6,1560 6,1380
Port. escudo 0,4279 0,4305 0,4292
Spá. peseti 0,5109 0,5141 0,5126
Jap. yen 0,57440 0,57790 0,57890
írskt pund 111,410 112,100 112,310
SDR 95,18000 95,75000 96,41000
ECU 83,2000 83,7000 83,2900
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270