Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 5 Fréttir Afköst álversins 1 Straumsvlk aukast um 62 þúsund tonn á ári: Framkvæmdir á áætlun „Við erum svona nokkurn veginn á áætlun en fyrirhugað er að ljúka öllum framkvæmd- unum á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Þetta verður hins vegar tekið í notkun á þriðja ársfjórðungi ársins, áður en framkvæmdum er að fullu lok- ið, því það tekur a.m.k. 3 mán- uði að gangsetja þetta,“ sagði Einar Guðmundsson, rekstrar- stjóri í álverinu í Straumsvík. Verið er að stækka verk- smiðjuna um 62 þúsund tonna afköst á ári sem innifelur stækkun á steypuskála og nýj- an kerskála með tilheyrandi mannvirkjum. Stækkunin ger- ir það að verkum að fram- leiðsla álversins eykst með hlutfallslega færra starfsfólki. -ingo Framkvæmdir við stækkun álversins í Straumsvík ganga samkvæmt áætlun og er áformað að þeim verði lokið seinni hluta ársins. Meistaraverk hlaðið kostum sem þú nýtur vel og lengi! Þeir sem ekið hafa Renault Mégane vita að rökin fyrir kaupum eru mun fleiri en nefnd eru hér að ofan. Því bjóðum við þér að kynnast Mégane í reynsluakstri. RENAULT FER X KOSTUM MEISTARAVERK ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200, BEINN SlMI: 553 1236 Spegill með sérstaklega víðu sjónsviði. Öflugt hemlakerfi með gaumljósi fyrir bremsuklossa í mælaborði. 5 gírar eða 4 þrepa sjálfskipting. Snúnings- hraðamælir. Bílstjórasæti með hæðarstillingu. Lengd 4129 mm Hjólahaf 2580 mm. Fjarstýrt útvarp og segulband með RDS og 6 hátölurum. Sparneytin og öflug 1,6 I vél. Utihitamælirvarar ökumanninn við ísingarhættu. Þokuljós. Vökva- og veltistýri. Öryggisbelti með strekkjurum og dempurum. Oflugt farþegarymi með tvöföldum styrktarbitum í hurðum og sérstaklega styrktum toppi og botni. Fjarstýrðar samlæsingar hurða og skottloks ásamt ræsivörn. Upphituð afturrúða með stórri rúðuþurrku. Tölvustýrðar rúðuþurrkur að framan og aftan. 3 bremsuljós. Samlitir stuðarar. Loftpúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti. Litað gler. Þrjú þriggja punkta belti og tveir höfuðpúðar í aftursætuni. Niðurfellanlegt bak aftursætis, 40/60%. Rafdrifnar rúður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.