Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 18
18 enmng MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 JL>"V Dýrin eru í steinunum Pál Guðmundsson myndlistar- mann á Húsafelli dreymdi fyrir DV- verðlaununum sínum í fyrra en enga slíka aðvörun fékk hann áður en Aðalsteinn Ingólfsson hafði sam- band viö hann um gerð verðlauna- gripa fyrir DV í ár. Hann tók samt verkefnið fúslega að sér og var fljót- lega kominn með hugmynd. „Ég var strax ákveðinn í að vinna gripina í steina úr Bæjargil- inu fyrir ofan Húsafell og búa til sérstaka mynd fyrir hverja list- grein. Ég meitla lágmynd af dýri í eina hlið steinsins og myndin er eins konar tákn fyrir listgreinina. Þó ekki endilega hefðbundið tákn því ég leyfði dýrinu sem ég sá í steininum að koma út og ákvað svo á eftir fyrir hvaða grein það stæði. Fyrir leiklistina gerði ég apa i gráfjólubláan stein, afskaplega kím- inn á svipinn. Tákn bókmenntanna er gul ugla, og fyrir tónlistina gerði ég fugl. Hann er brúnn og það er silfurberg í vængjunum. Fyrir byggingarlistina gerði ég gulan fíl - hann var bara þama í steininum - og listhönnuðurinn fær hrút.“ - Hvemig tengirðu hrút við list- hönnun? Páll Guömundsson myndlistarmaöur á Húsafelli. DV-myndir ÞÖK Steinarnir sem Páll er aö vinna verölaunagripi DV úr. „Vegna ullarinnar og homanna sem hafa verið notuð í marga list- ræna hluti. Auk þess er hann listi- lega hannað dýr. Fyrir myndlistina gerði ég sauð- naut sem skiptir um lit og tákn kvikmyndalistarinnar er gult ljón. Bókmenntimar, byggingarlistin og kvikmyndimar mynda skemmti- lega gula þrenningu. Svo bjó ég til rauðfjólubláan fisk handa DV.“ - Af hverju fisk? „Af því að Jónas Kristjánsson er svo mikill áhugamaður um fisk og fiskréttir era snæddir við verð- launaafhendinguna. Þetta er heldur engin ýsa - þetta er furðufiskur." - Þú nefnir marga liti á þessum steinum ... „Já, Bæjargilið er náma af ólik- um bergtegundum. Guli steinninn er líparít en rauða og fjólubláa grjótið veit ég ekki hvað heitir og hef ekki fengið svör frá jarðfræð- ingum um það, en þetta er talið mjög gamalt berg. Það er frekar létt í því og gott að vinna í það. Forfeð- ur mínir hjuggu fallegu legsteinana í kirkjugarðinum hér úr þessu bergi. Mér fannst mjög skemmtilegt að fá þetta verkefni," bætir Páll við. En hvað ætlar hann að gera næst? „Ég er að undirbúa litla sýningu sem ég verð með hjá Sævari Karli í lok mars, en er ekki alltof snemmt að tala um hana? Þar verð ég með steinsamlokur sem er það nýjasta PS ... hjá mér. Þá lyftir maður loki af steini og finnur mynd innan í hon- um.“ Eins og heyra má er Páll frjór listamaður sem hikar ekki við að framkvæma furðulegustu hug- myndir. Menningarverðlaun DV í fyrra fékk hann fyrir sérkennilega myndlistarsýningu sem hann setti upp í Surtshelli sumarið 1995, og á Listahátíð í sumar sem leið vann hann sýningu fyrir Listasafn Sigur- jóns Ólafssonar sem fléttaðist skemmtilega saman við höggmynd- ir Siguijóns. Við óskum honrnn áframhaldandi orku og góðs gengis. Gripir Páls verða afhentir listamönnum við hátíðlega athöfn 27. febrúar næst komandi. Listin er löng - og lífið líka í grein á menning- arsíðu í síðiistu viku var Erni Ámasyni, leikara og söngvara, líkt við Victor Borge, að gefnu tilefni. Örn engu að kvíða þess vegna því Victor gamli er enn að skemmta, 89 ára gamall. Um daginn undirritaði hann samning um að koma fram í Carneg- ie Hall á níræðisafmælinu sínu, 3. janúar 1998, og sjö næstu kvöld. Og vitaskuld er verið að skrifa ævisögu hans - undir vinnuheitinu „Brosið er stysta leið milli tveggja aðila". í grein í Politiken nýlega segir blaðamaðurinn frá því að í viðtali við þennan mikla grínara hafi hann leyft sér að segja við hann: „Victor Borge, það er sagt að i þér séuð skemmtileg-1 asti maður í heimi.“ Það stóð ekki á I svarinu: „Þetta hélt ég líka - áður en ég | hitti yður.“ Páfinn, ég og Boris Jeltsín!' Og talandi um aldna en síunga listamenn þá var langt viðtal við leikar- ann John Gielgud í Guardian skömmu iyr- ir jól. Hann er 92, lék sitt fyrsta hlutverk á sviði Old Vic í London og er enn að leika - ekki þó á sviði heldur í kvikmyndum og sjónvarpi. „Ég hef ekkert annað að gera en vinna," segir hann, mæðulega, „ílestir vinir mínir eru famir. Það er versti gallinn við að verða gamall. Annar galh er hvað jjallir bera óskaplega mikla virðingu fyrir svona öldungi, manni er aldrei sagt frá því nú orðið þegar maður gerir illa,“ segir hann og er hræddur við það. Hann er líka hræddur við dauðann og þolir ekki afmælisveisl- ur; þó getur hann gert gys að fólki sem sífellt á von á dauða hans: „Stundum er eins og við séum í ! kapphlaupi, páfinn, ég og Boris Jeltsín!“ Dansarinn frá Köln Um miðjan næsta j mánuð ffumsýnir ís- lenski dansflokkurinn sýningu í Borgarleik- húsinu undir stjórn eins þekktasta dans- höfundar og dans- stjóra Þýskalands, | Jochens Ulrichs. kom hingað fyrir tíu árum og stýrði jþá einni vinsælustu danssýningu á I íslandi frá upphafi, Ég vil dansa við j þig, og lokkaði til sín til Kölnar eina ; unga dansmey úr flokknum, Katrínu ! Hall. Sem kunnugt er yfirgaf Katrin dansflokk Ulrichs í Köln, Tanz-For- mn, á hátindi ferils síns sem ballett- dansmær til að taka við stjóm ís- | lenska dansflokksins. En hann hefur greinilega ekki sagt skilið við hana. Þó að Katrín hafi dansaö í verkinu með Tanz-Forum munum við því miður ekki fá að sjá hana dansa með flokknum sinum í þetta sinn ... Löng meðganga Einn moli að lokum úr úttekt Jyllands-Posten á dögunum á villum í kvikmyndum. Sögufróðum mönn- um þykir mikið undur að hetjan hans Mels Gibsons í Braveheart, William Wallace, skuli eiga barnið með henni Isabellu Englandsprins- essu því hann var tekinn af lifi árið 1305 en hún eignaðist ekki barnið fyrr en 1312. Svona gerir Páll: klappar á steininn meö naglaspýtu þar til dýriö kemur út úr honum. Hausarnir fyrir aftan hann fylgj- ast vel meö. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.