Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1997, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1997 Fréttir Glæsilegt íþrótta- hús vígt DV, Mývatnssveit: Nýtt íþróttahús í Reykjahllð í Mývatnssveit var vígt 11. janúar að viðstöddu miklu fjölmenni eða um 250 manns. Leifur Hallgrímsson oddviti setti samkomuna en nýráð- inn sveitarstjóri, Sigbjöm Gunnars- son, stjórnaði henni. Ýmislegt var á dagskrá. Öm Frið- riksson sóknarprestur fór með bæn og blessaði húsið. Börn úr Reykja- hlíðarskóla gengu fylktu liði í sal- inn með islenska fána í fararbroddi og sýndu leikfimi, íþróttir, léku á hljóðfæri og dönsuðu. Sigurður Rúnar Ragnarsson, frá- farandi sveitarstjóri, rakti bygging- arsögu hússins og Sigbjörn sveitar- stjóri afhenti síðan Guðmundi Bald- urssyni, forstöðumanni íþróttamið- stöðvar Skútustaðahrepps, lyklana aö nýja íþróttahúsinu sem er sam- byggt við sundlaugarhúsið sem vígt var 25. júní 1982. Einnig tóku til máls Sigfríður Steingrímsdóttir, formaður íþrótta- Fjölmenni var viö vígsluna, m.a. Guömundur Bjarnason ráöherra - þriöji frá vinstri. Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri afhendir Guðmundi Baldurssyni, for- stööumanni íþróttamiöstöövarinnar, lyklana aö húsinu. DV-myndir Finnur félagsins Eilífs, sem færði háa pen- ingagjöf frá félaginu til tækjakaupa, Ormar Þór Guðmundsson, arkitekt hússins, og Guðmundur Bjarnason ráðherra. Fluttu þau heillaóskir og auk þess höfðu borist kveðjur og árnaðaróskir víða að. Þá var fjölda- söngur við undirleik Jóns Áma Sig- fússonar á harmóníku og húsið skoðað. Að lokum var öllum boðið til kafFidrykkju í grannskóla hrepps- ins er stendur skammt frá og svign- uðu þar borð undan kræsingum. Bygging hússins tók um 220 daga. Arkitekt er Ormar Þór Guðmunds- son, Reykjavík, og verktaki var Sniðill hf. í Mývatnssveit að undan- gengnu útboði. Eftirlit var í hönd- um Tækniþjónustunnar á Húsavík og heildarkostnaður var um 65 milljónir króna. Tilkoma þessa nýja íþróttahúss á öragglega eftir að valda algjörri byltingu í sveitinni og þá í jákvæðri merkingu og er von- andi að sem flestir Mývetningar nýti sér þessa frábæru aðstöðu í framtíðinni, sér til heilsubótar og ánægju. -FB Slökkvilið Akureyrar: Mikil fjölgun útkalla Á árinu 1996 urðu samtals 100 út- köll hjá slökkviliði Akureyrar. Þar af voru 5 útköll utanbæjar á svæði Brunavama Eyjaijarðar. Er þetta mikil fjölgun frá árinu áður en þá voru útköll slökkviliðsins 60, þar af 8 utanbæjar. Af þessum 100 útköllum á síðasta ári voru 55 vegna elds en 45 þar sem eldur kom ekki við sögu. Stærstu brunatjón- in á árinu 1996 voru þegar samkomu- staðurinn 1929 skemmdist i eldi þann 22. september og þegar útihús á Staðar- hóli eyðilögðust í eldi 6. október. Á svæði slökkviliðs Akureyrar varð ekki manntjón í bruna á árinu. Sjúkraútköll voru 1091 á síðasta ári og þar af voru 175 utanbæjar. Árið áður voru sjúkraflutningar 1137 talsins, þar af 176 utanbæjar. Af þessu 1091 sjúkraútkalli voru 262 bráðatilfelli. 53 sjúkraflutningar voru yflr 40 km langir, þar af 24 meira en 90 km langir. Minna var um forvamarstarf hjá slökkviliði Akureyrar en áður og var það einkum sökum veikinda eldvamareftirlitsmanns. Þó var fræðsla í grunnskólum bæjarins fyr- ir 8 ára böm. -RR Útköll og eldsvoðar á Akureyri r.r< I rArtmnni AriA 1 QOC ^ og í nágrenni áriö 1996 - Aukablað um skatta og f jármól Miðvikudaginn 29. janúar mun aukablað um skatta og f jármal fylgja DV. Blaöiö veröur fjölbreytt og efnismikiö en í því verður fjallað um flest það er viðkemur sköttum og fjármálum heimilanna, m.a. skattframtöl, húsnæðislán, kreditkort, greiðsludreifingu, leiðir til sparnaðar o.fl. Þeim sem vilja er bent á að koma fyrirspurnum, upplýsingum og efni í blaðið á framfæri við Jóhönnu A.H. Jóhannsdóttur, DV, fyrir 23. janúar. Bréfsíminn er 550-5020. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingad. DV, hið fyrsta í síma 550-5720. Vinsamlegast athugib að síbasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 23. janúar. Slökkvilið Hafnarfjarðar: Alls 213 útköll é síðasta éri Alls urðu 213 útköll hjá slökkvi- liði Hafnaríjarðar á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu slökkviliðsins fyrir árið 1996. „í þessum 213 útköllum var um eld að ræða í 113 tilvikum en meiri- hluti þeirra, eða 69 útköll, var í rasli, sinu og gróðri. Árið 1995 vora útköll 258 talsins þannig að nokkur fækkun varð í útköllum hjá slökkvi- liðinu á síðasta ári. Það eru nú 23 fóst stöðugildi við slökkviliðið í Hafnarfirði og vaktirnEU' era fjórar. Einn maður starfar við eldvamar- eftirlit en ég tel að með auknu eld- varnareftirliti og meiri fræðslu um brunavamir í skólum og til almenn- ings megi lækka til muna kostnað og sársauka vegna brunatjóna,“ seg- ir Helgi ívarsson, slökkviliðsstrjóri í Hafnarfiröi. -RR Það er ekki algengt að sjá rjúpur vappa um íbúöahverfi höfuðborgarinnar en fimm þeirra náöust á mynd í byrjun árs í Hraunbænum. Þær fóru sér að engu oðslega í leit að æti, voru þar góða stund og sýndu ekkert fararsniö á sér þó smellt væri af þeim mynd. DV-mynd Víglundur Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.